Morgunblaðið - 06.08.1977, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGtJST 1977
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 70.00 kr. eintakið.
J afnré ttisaðstaða
einkaframtaks og
samvinnnhreyfíngar
r
Iforystugrein Tímans í gær er enn fjallað um samvinnu-
verzlun og einkaverzlun og þar segir: „... forystumenn samvinnu-
hreyfingar og einkaverzlunar eru sammála um gildi frjálsrar verzlun-
ar. A þeim grundvelli eiga þeir að keppa." Það er vissulega ánægjulegt
að fá svo afdráttarlausa yfirlýsingu frá helzta málgagni Samhands
Islenzkra samvinnufélaga um gildi frjálsrar verzlunar. Sú yfirlýsing
verður ekki skilin á annan veg en þann, að forráðamenn samvinnu-
hreyfingarinnar telji eðlilegt, að sú samkeppni fari fram á jafnréttis-
grundvelli. Einkaframtakið á tslandi hefur aldrei skorazt undan
samkeppni við önnur rekstrarform í atvinnuvegi, sem byggist á jafnri
aðstöðu á öllum sviðum athafnalffsins. En samkeppni á jafnréttis-
grundvelli milli samvinnuhreyfingar og einkaframtaks þýðir auðvitað
að skattleggja verður atvinnufyrirtækin samkvæmt sömu reglum,
hvort sem þau eru rekin I formi einkaverzlunar eða samvinnuverzlun-
ar. Væntanlega þýðir yfirlýsing Tfmans I gær, að Framsóknarflokkur-
inn sé reiðubúinn til þess að standa að nauðsynlegum breytingum á
skattalögum sem tryggi, að fullt jafnræði ríki f skattalegu tilliti milli
einkaaðila og samvinnufyrirtækja. Það væri stórkostlegt skref í rétta
átt og mundi stuðla að heilbrigðri samkeppni milli þessara aðila, sem
yrði neytendum til hagsböta. Yfirlýsing Tfmans verður einnig skilin
þannig, að blaðið telji óeðlilegt, að samvinnufyrirtæki bregði fæti
fyrir einkafyrirtæki á þann veg, t.d. að mjólkurbú neiti að láta
einkaverzlanir fá mjólk til sölu og láti kaupfélagsverzlanir sitja að
þeim viðskiptum einar. A undanförnum árum hefur hvað eftir annað
gosið upp ágreiningur vfðs vegar um landið vegna þess, að mjólkurbú
neituðu kaupmannaverzlunum um mjólk til sölu á sama tfma og
kaupfélagsverzlanir sátu að þessari sölu. Nú hefur að vfsu orðið
veruleg breyting í þessum efnum. En þetta er ein af ástæðunum fyrir
þvf, að vfða um landið hafa einkaverzlanir gefizt upp vegna þess, að
neytendur hafa af eðlilegum ástæðum leitað til þeirra verzlana, sem
hafa almennar neyzluvörur á boðstólum og mjólkurkaupum fylgja
kaup á öðrum neyzluvörum.
Hin ótvfræða yfirlýsing Tfmans um gildi frjálsrar samkeppni milli
einkaaðila og samvinnuhreyfingar verður Ifka skilin þannig, að blaðið
telji það óeðlilegt með öllu, að fæti sé brugðið fyrir t.d. rekstur
sláturhúsa á borð við Slátursamlagið á Sauðárkróki, sem þurfti að
standa f harðvftugri baráttu til þess að fá sláturleyfi vegna þess, að
Samband fslenzkra samvinnufélaga taldi hagsmunum sfnum ógnað
með starfsemi Iftils sláturhúss á Sauðárkróki. Stuðningur Tfmans við
frjálsa samkeppni á jafnréttisgrundvelli milli samvinnufyrirtækja og
einkafyrirtækja túlkast einnig sem gagnrýni á þau vinnubrögð, sem
Samband fslenzkra samvinnufélaga notaði sl. haust og fram eftir vetri
til þess að reyna að koma f veg fyrir, að Sútunarverksmiðjan á
Sauðárkróki fengi nægilegar gærur til vinnslu og stefndi bersýnilega
að þvf að eyðileggja þetta einkafyrirtæki með þvf að skrúfa fyrir
hráefnisframboð til þess. Þannig mætti nefna fjölmörg dæmi um
óeðlilega viðskiptahætti samvinnuhreyfingarinnar, sem með einum
eða öðrum hætti hafa stefnt að þvf að útiloka einkafyrirtæki frá
starfsemi á sama sviði og Samband fslenzkra samvinnufélaga og
dótturfyrirtæki þess hafa starfað á. Þessar tilraunir hafa farið fram f
skjóli þess gffurlega valds, sem Samband fslenzkra samvinnufélaga
hefur f fslenzku athafnalffi og það er ekki Sambandinu eða forsvars-
mönnum þess að þakka, að það hefur ekki f ölluni tilvikum komizt upp
með vinnubrögð af þessu tagi, en þó hefur það f alltof mörgum
tilvikum og alltof lengi haldizt uppi að bola einkaaðilum frá atvinnu-
starfsemi á sama sviði. Sannleikurinn er nefnilega sá, að skrif Morgun-
blaðsins um auðhringaeinkenni þau, sem Sambandið og viðskiptasam-
steypa þess hefur í vaxandi mæli fengið á sig eru enginn draugagangur
úr fortfðinni heldur harðar og kaldar staðreyndir í viðskiptalffi
nútímans. Staðreyndir. sem menn standa frammi fyrir um allan heim,
þar sem auðhringar og stórar viðskiptasamsteypur eðlis sfns vegna
reyna smátt og smátt að bola smærri einkaaðilum á brott til þess að
geta setið einir að viðskiptunum og með einokunaraðstöðu. Þetta veit
auðvitað nútfmaður á borð við Þórarinn Þórarinsson. Svo mikil eru
áhrif Sambandsins og viðskiptasamsteypu þess orðin í fslenzku at-
hafnalffi og svo mörg dæmi um tilraunir þess til þess að ná einokunar-
aðstöðu á ýmsum sviðum atvinnulffsins, að óhjákvæmilegt er að
spyrna við fótum og taka þessi mál öll til umræðu og skoðunar til þess
að verja stöðu einkaframtaksins f landinu, sem hefur átt langsamlega
mestan þátt f þvf að byggja upp íslenzka atvinnuvegi.
En um það geta Morgunblaðið og Tfminn vissulega orðið sammála,
að bezt fei" á því, að frjáls og heilbrigð samkeppni rfki milli þessara
rekstrarforma og annarra. En sú samkeppni verður að vera á jafnrétt-
isgrundvelli. Fáist þvf framgengt þurfa stuðningsmenn einkaframtaks
engu að kvfða. Það hefur alltaf staðið sig og mun standa sig f frjálsri
samkeppni á jafnréttisgrundvelli og þá er átt við jafnrétti f skattamál-
um, jafnrétti til aðgangs að hráefnum, jafnrétti til aðgangs að söluvör-
um, jafnrétti til aðgangs að f jármagni svo að nokkuð sé nefnt.
Leiðari Tfmans verður ekki skilinn á annan veg en þann, að blaðið
og Framsóknarflokkurinn séu tilbúin til þess að stuðla að slfkri
jafnréttisaðstöðu og þvf ber að fagna og fylgi gerðir orðum mun það
ekki sfzt, og kannski fyrst og fremst, verða neytendum til hagsbóta.
Þessi mynd var tekin um borð f Júlfusi Geirmundssyni á VestfjarðamiSum f fyrra, en I þessu hali
er taliB aS hafi veriS 55 tonn. og er þetta eitt stœrsta hal. sem fslenzkur togari hefur fengiS.
Ljósm: Kristján Jóhannsson
„Friðuðu svæðin eins
og banki fyrir togara”
Ekki á móti því að taka upp árvissa friðun — segir
Hermann Skúlason, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni
„VIÐ ERUM búnir að fá álíka mikinn afla
það sem af er þessu ári og við fengum allt
fyrsta árið, sem Júlíus Geirmundsson var
gerður út. Þá fengum við 2950 tonn, en
um s.l. mánaðamót vorum við búnir að fá
2900 tonn," sagði Hermann Skúlason,
skipstjóri á skuttogaranum Júlfusi Geir-
mundssyni frá ísafirði, f samtali við Morg-
unblaðið, en Júlfus Geirmundsson fékk
1063 tonn á tfmabilinu frá 16. júnf s.l. til
1. ágúst og var aflaverðmætið rétt um
100 milljónir króna.
„Ætli ég verði ekki að segja að við höfum
að undanförnu verið að fá þennan þorsk,
sem löngu á að vera útdauður Annars er það
athyglisvert, að fiskurinn virðist nú allur
koma norðan að. I vor og sumar höfum við
alltaf byrjað veiðar fyrir austan Stranda-
grunnshornið, en þar hefur þorskurinn geng-
ið upp og haldið slðan vestur með landinu.
En fram til þessa hafa allar hrotur byrjað á
Hala eða í Þverál og siðan hefur verið haldið
á eftir fiskinum austur á bóginn, sem þýðir
að þá hefur fiskurinn verið að koma sunnan
að Það að fiskurinn virðist koma svo til allur
norðan að, er merki um að mikið af fiski hafi
hrygnt úti fyrir Norðurlandi að þessu sinni,"
sagði Hermann.
Að sögn Hermanns þá er fiskurinn al-
mennt frekar vænn, allt þar til komið er á ca
100 faðma dýpi, þá fyrst fer að bera á
blönduðum fiski í aflanum
Morgunblaðið spurði Hermann hvort ekki
væri mikið álag á áhöfn að afkasta svona
miklum afla á ekki lengri tíma, þegar aðeins
1 5 menn voru í áhöfn. Kvað hann svo ekki
vera. T.d. hefðu þeir eitt sinn þurft að stoppa
í tvo daga vegna löndunarbiðar Þá mætti
geta þess að á því svæði, sem þeir væru að
toga, væri sléttur botn og því kæmi vart fyrir
Hermann Skúlason.
að menn þyrftu að vinna í netum." Okkar
hlutur hlýtur líka að aukast nú eftir að
útlendingarnir eru farnir af miðunum," segir
Hermann „Það voru hér oft 40—50 brezkir
togarar sem hreinlega djöfluðust á miðunum.
Verst var þó ástandið I þorskastríðinu, þá
drápu Englendingarnir allt sem þeir náðu í,
stærðin skipti ekki máli Þá fer það ekki milli
mála, að í skrapfiskiríi sleppur allur smáfisk-
ur í gegn, eftir að nýja möskvastærðin tók
gildi '
Þá sagði Hermann að þeir hefðu mest
fengið 205 tonn í veiðiferð I síðasta mánuði,
ekki hefðu þeir þó fengið stór höl, svona
4—8 tonn í hali, en alltaf hefði verið togað
stutt.
Aðspurður um þær veiðitakmarkanir sem
núna hafa verið settar á togarana og yfir-
standandi friðunaraðgerðir, sagði hann að
það færi vart milli mála að þótt úthaldstími
togaranna væri nú styttur fengju þeir jafn
mikinn fisk eftir sem áður. Það sæist glöggt á
því að eftir að rækjubátar við Djúpið hættu
að róa um helgar, kæmi rækjuaflinn hjá þeim
nú á styttri tíma, sem þýddi einfaldlega að
meira fengist á togtíma. „Við fáum alltaf
okkar skammt þegar engir aðrir eru á okkar
togsvæðum Það gegndi öðru máli á meðan
útlendingarnir voru hér. „Sjálfur tel ég nú
nauðsynlegt að takmarka sóknina eitthvað
Ég væri ekkert á móti því að taka upp árvissa
friðun Menn þurfa aðeins að vita um friðun-
araðgerðirnar með meiri fyrirvara en nú var,
til að geta ákveðið frí sín og ennfremur verða
menn að hugsa um það að bæði ríki og
sveitarfélög vilja sitt er liða tekur á árið
„Friðunin á Reykj£fjarðarál og í Þverál
hefur þýtt jafnari veiði fyrir togarana. Þessi
friðuðu svæði eru nú eins og banki fyrir
okkur togarasjómennina, þvi af þessum lok-
uðu svæðum gengur fiskur út af og til Þá
held ég að þorskstofninn sé fljótari að jafna
sig en menn halda, því nú er enginn fiskur
hirtur nema því aðeins að hann sé nýtanleg-
ur," sagði Hermann.
Július Geirmundsson liggur nú i höfn á
ísafirði, en togarinn var við veiði í siðustu
viku, þegar fjöldi togara lá i höfn vegna
þorskfriðunarinnar. Fer togarinn aftur til
veiða á mánudag og á meðan legið er í höfn
hefur verið unnið við að yfirfara ýmislegt
kringum aðalvélina. Hins vegar fer Július
Geirmundsson ekki í slipp fyrr en í septem-
ber, en eins og kunnugt er mega togarar ekki
stunda þorskveiðar i 23 daga til viðbótar
fram til 1 5 nóvember n.k
Hjónin Sigurður Og Halldóra utan við bæinn, Sigurður sitjandi á skemmtilegu dráttarvólinni þeirra.
Heimatúnið slæmt
fyrir notkun véla
ÞEGAR ekið er meðfram Ingólfsfjalli
að austanverðu verður flestum star-
sýnt á bæ einn sem stendur þar
skammt frá veginum. Bærinn er
mjög gamall en að sama skapi vina-
legur. Þetta eru Tannastaðir.
Við Jögðum þvl leið okkar I hlað,
en þegar okkur bar að garði var
enginn útivið og vorum við frekar
hissa á þvl I öllum þessum brakandi
þurrki. Það fékkst fljótlega skýring á
þessu þvf þegar við börðum að dyr-
um var allt heimilisfólkið inni I kaffi.
Húsfreyjan á bænum tók á móti
okkur og ræddum við stuttlega við
hana þarna á hlaðinu. Hvernig er hljóð-
ið i ykkur hér að Tannastöðum Hall-
dóra Hinriksdóttir? en það er nafn
húsfreyju. — Jú það er nokkuð gott.
þurrkurinn síðustu daga hefur alveg
bjargað þessu við hjá okkur En ég og
maðurinn minn, Sigurður Þórðarson,
erum alla jafna ein hér en njótum
góðrar aðstoðar frá syni okkar sem býr
á Selfossi Einnig hafa nábúar okkar
hér á Torfastöðum verið okkur hjálp-
legir þar sem heilsa bóndans er ekki
uppi á þaðallra bezta núna.
— Bærinn ykkar er mjög áberandi
fyrir sitt skemmtilega útlit Eru ekki
margir sem vilja fá að taka myndir hjá
ykkur? — Jú blessaður vertu. Hér
kemur mjög oft fólk til að taka myndir
Einnig var smá hluti af Lénharði
fógeta, sjónvarpsmyndinni frægu, tek-
inn hér Þá var stór hluti af kvikmynd-
inni Siðasti bærinn I dalnum tekinn
hér
Áður en lengra var haldið bauð hús-
freyja okkur inn i kaffi, en þar voru þá
fyrir bóndinn á bænum. Sigurður, og
þrir ungir menn sem sátu að kaffi-
drykkju.
Við spurðum Sigurð fyrst; hvort
hann hefði búið þarna lengi Ég er nú
borinn og barnfæddur hér og hér
bjuggu tveir ættliðir á undan mér.
Ert þú með eitthvert súgþurrkað hey
Sigurður? — Nei, heilsan leyfir ekkert
sllkt auk þess sem míg vantar tæki til
þess En blessuð heilsan er nú farin að
hrjá mig all verulega og það er ekki
nema fyrir góðra manna hjálp að þetta
Framhald á bls 1K.
Höfum aldrei
byrjað heyskap
syo seint áður
ER við nálguð-
umst bæinn
Miðengi I
Grfmsnesi sáum
við aðeins einn
mann á ferli
langt úti í túni
að slá með vél-
um. Sá sem þar
var reyndist við
nánari upplýs-
ingar vera bónd-
inn á bænum,
Kristinn
Auðunsson. En
við héidum
beint f hlað og
hittum þarfyrir
nokkra hressa
stráka sem vfs-
uðu okkur beint
inn I fjós þar
sem húsfreyjan
myndi vera.
Húsfreyjan á
bænum heitir
Helga Bene-
diktsdóttir og
hún tók þvi
strax mjög vel
að rabba Iftil-
lega við okkur.
Víð spurðum
hana fyrst hvern-
ig heyskapurinn
hefði gengið það
sem af væri
sumrinu. — Jú
það hefur gengið
prýðilega loksins
þegar við gátum
byrjað, en það
var ekki fyrr en
um miðjan júli
sem við gátum
farið að hugsa
okkur til hreyf-
ings Við höfum
aldrei fyrr byrjað
svo seint Það
var þvi orðið
heldur dökkt út-
litið hjá okkur áð-
ur en þornaði
Þau hey sem við
höfum náð inn
það sem af er,
eru mjög góð og
ef þessi þurrkur
helzt getum við
ekki verið annað
en bjartsýn á
framhaldið.
Eruð þið með
eitthvað súg-
þurrkað hey hér?
—- Jú við erum
alltaf með eitt-
hvað sem við
gefum kúnum en
fénu gefum við
yfirleitt ekki súg-
þurrkað hey
Þess má einnig
geta að hérna i
sveittnni kom
fyrsti súgþurrkar
inn í sýslunni
Hversu stórt er
búið hjá ykkur
Helga? — Við
erum með 13
mjólkandi kýr og
nokkur hundruð
fjár Nú, við er-
um hér hjónin og
á sumrum tveir
hjálparmenn
með okkur. Þú
hlýtur að hafa
kynnzt notkun
handverkfæra
við heyskapinn,
Helga? — Jú,
jú, við slógum
hér áður fyrr með
aðstoð hesta, en
nú er þetta orðin
algjör bylting
Búin stækka.
fólki fækkar og
afköstin verða
meiri.
— Hvernig
verður nú með
áframhaldið i
sumar? — Ég vil
nú engu um það
spá heldur bara
vona að þurrkur-
inn haldist ein-
hverja daga i við-
bót, enn þá ætt-
um við að geta
náð mestu inn
Helga húsfreyja að MiSengi I fjósdyr-
unum
Eyjólfur viS vinnu ásamt vinnumönnum slnum.
Vid erum að frá
morgni til kvölds
ER OKKUR bar að garði á
Nautaflötum undir Ingólfs-
fjalli var þar allt á fullu í
heyskapnum. Menn litu ekki
einu sinni upp strax.
Fljótlega náðum við þó tali
af Eyjólfi Péturssyni, en
hann, ásamt bróður sinum
Skúla, rekur búið. Á sumrin
hafa þeir tvo kaupamenn
með sér til að létta undir.
Skúli var að því spurður fyrst hvern-
ig heyskaparútlit væri hjá þeim bræðr-
um — Það er nú bara nokkuð gott.
Við vorum búnir að heyja um 12
hektara af súgþurrkuðu heyi áður en
þurrkurinn loksins kom í siðustu viku
Og nú höfuð við verið að alveg frá
eldsnemma á morgnana langt fram á
kvöld.
‘Annars höfum við verið heppnir hér
þvi að i gær var grenjandi rigning á
Selfossi og nágrenni. — Hvernig leizt
ykkur nú á blikuna áður en þurrkurinn
kom Eyjólfur? — Þetta var eins og tvö
árin þar á undan, við vorum orðnir
mjög svartsýnir og farnir að búa okkur
undir hið versta
— Hvað þurfið þið marga þurra
daga í viðbót til að ná inn öllu ykkar
heyi Eyjólfur? — Ætli það þurfi^ ekki
svona 5—6 daga til viðbótar, þá ætt-
um við að vera búnir að ná inn öllum
þeim 37 hekturum sem við höfum
— Þú manst þá tið þegar allt var
unnið með höndum. engar vélar? —
Það er nú rétt svo að ég muni glöggt
eftir þvi Það eru nú orðin anzi mörg ár
siðan við skiptum alveg yfir, en munur-
inn er gifurlegur. Afkastaaukning er
mjög mikil
Varla vorum við búin að kveðja
Eyjólf þegar hann var kominn á kaf i
verkin aftur