Morgunblaðið - 06.08.1977, Side 22

Morgunblaðið - 06.08.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGÚST 1977 2. grein: „Þá var gagn að var smjör í böggli” Pr. Stefán Aðalsteinsson: fjárafurða Neyzla bú- og heilsufar Hnoðuðu saman mjöl og smjör Forfeður okkar voru kallaðir mörlandar vegna feitmetisáts síns. Fyrsta islenzka sagan af smjör- áti er sagan af hinum irsku þræl- um Hjörelifs, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, sem tóku það ráð . .at knoða saman mjöl ok smjör ok kölluðu þat óþorstlátt", þegar skip Hjörleifs rak vestur fyrir land og þeim varð vatnsfátt, sem lýst er í Landnámu. Skipverjar hafa haft með sér súrt smjör, og trarnir hafa þekkt ýmis ráð til að nota smjörið. Það þótti sjálfsagt fyrrum að geta tekið hraustlega til matar sins, og sérstaklega þótti það hraustelikamerki að vera dugleg- ur við feitmetið, eins og síðari tíma kviðlingur um Gretti sterka Asmundarson ber vitni: „Grettir át í málið eitt nautsmagál og klettið feitt, flotfjórðung og fiska tólf, fjóra limi og endikólf." „Sjaldan hef ég flotinu neitað,“ sagði smalamaðurinn, sem lá á krossgötunum á nýjársnótt, þegar álfkonan freistaði hans með flot- skildinum. Þá freistingu stóðst hann ekki, þó að hann hefði áður hafnað gulli og gersemum án þess að láta sér bregða. Smjörið orku-, hita- og fjörefnagjafi. Þegar Loftur ríki Guttormsson lézt arið 1432, lét hann eftir sig 4 tonn af smjöri. Þá var ríkidæmi mælt í magni smjörs. Það var ekki fyrr en á síðari helmingi 20. aldar, að smjörsöfnun á Islandi varð vítaverð og of mikil kúaeign, of kostamikil mjólk og smjörfjall helztur löstur á ráði þjóðarinnar. „Það mátti rekja slóðina eftir skilvindurnar, því að á heimilun- um, sem þær komu á, fylgdi tær- ingin á eftir", sagði aldraður mað- ur við mig nýverið. Þetta var snemma á 20. öldinni. Þá keypti fólk sér skilvindur til að geta náð rjómanum sem bezt úr mjólkinni, svo að hægt væri að selja sem mest smjör. Heimilisfólkið drakk svo undanrennuna og hrundi nið- ur úr berklum. „Hún er verri en vatn, skil- vinduundanrennan1', sagði gamall póstur við ömmu mína á þessum árum. Svona voru öfgarnar þá. Og þá þótti smjör góður matur, eins og eftiríarandi saga sýnir. Guðmundur Björnsson, síðar bóndi í Ekkjufellsseli I Fellum fór við annan mann frá Skeggja- stöðum á Jökuldal í lestarferð seinni part vetrar yfir Smjör- vatnsheiði til Vopnafjarðar. Þetta var skömmu fyrir síðustu alda- mót. Ferðin reyndist harðsótt, því að hláku gerði, meðan þeir félagar voru á Vopnafirði, og á leiðinni til baka voru komnar krapablár I all- ar lægðir á heiðinni. Hvað eftir annað urðu þeir að taka klyfjarn- ar af hestunum og vaða með þær á sjálfum sér yfir krapablárnar og brjótast síðan yfir með hestana lausa á eftir. Guðmundur var að því spurður siðar, hvort þetta hefði ekki verið kaldsamt verk og erfitt, en hann lét lítið yfir því. Þá var hann spurður, hvort þeir hefðu verið vel nestaðir. Hann kvað já við því og bætti svo við með áherzlu- þunga: „Og þá var gagn að var smjör I böggli". Þeir félagarnir notuðu smjörið bæði sem orkugjafa til að inna af hendi erfiðið, sem ferðinni fylgdi og hitagjafa til að halda á sér hita við svamlið i krapablánum klof- blautir timunum saman. 90 kg. af smjöri á mann á ári. Séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili lýsir feitmetisáti Is- lendinga skemmtilega I Islenzk- um þjóðháttum, sem skrifaðir eru á tímabilinu 1905—1918. Beitarhúsamenn átu fyrr á tim- um að morgni spikfeitan sauðar- magál og vel við af súru smjöri og góðan spón af súru skyri á eftir, að því er Jónas segir, og þótti þeim þá sem enginn kuldi biti á sig. „Smjör- og fituát er nú ekki nema þriðjungur á við það, sem þá var, þegar einum manni voru ætlaðar 7 merkur af smjöri til vikunnar...“, segir Jónas enn- fremur. Þetta smjörmagn jafngildir rúmum 90 kg á manninn á ári. Og nú, á því herrans ári 1977, er þjóðin frædd á því, að draga þurfi úr smjörneyzlu, af því að heils- unni sé hætta búin að öðrum kosti. Við sem nú neytum 6—7 kg smjörs á ári eigum að minnka þann skammt við okkur. Ilvað hefðu þá læknar og mann- eldisfræðingar sagt við þá, sem átu rúm 90 kg af smjöri á ári og feitt kjöt og flot f stórum stfl til viðbótar? Það feitmetisát er svo glóru- laust miðað við það, sem ráðlagt er í dag, að það tekur engu tali. Samt lifðu menn það vel af. Og hvernig eigum við svo að koma þessu tvennu heim og sam- an? Við komum þvi saman með því að draga þá ályktun, að dýrafita sé ágætismatur, þegar hennar sé neytt í samræmi við þarfir. Þegar fitunni sé brennt i líkam- anum við vinnu eða til að halda á sér hita, þá sé hægt að éta af henni eins og manni lystir. Sé dýrafitunnar aftur á móti neytt umfram þarfir, þannig að hún brennur ekki öll, þá getur ýmislegt skeð. Þá eiga menn á hættu að verða of feitir, þá geta menn fengið hækkaða blóðfitu, og þegar ofan á þetta bætist tauga- spenna, hreyfingarleysi og sigar- ettureykingar í óhófi, þá er ekki von, að hjartað og æðakerfið end- ist að eilífu. En þetta eiga menn jafnt á hættu með ofáti á öðru en dýrafitu. Sé þessi framsetning rétt, þá er það ekki fitan I fæðinu sem slík, sem er vandamálið, heldur lætur maðurinn of mikla orku ofan í sig miðað við þarfir. Leiðbeiningar i mataræði þurfa þá framar öðru að beinast að þvi að ráðleggja mönn- um að borða minna af öllum mat, sérstaklega þeim, sem eru of feit- ir. Og 30% allra fullorðinna, ís- lenzkra karla eru of feitir. „Ég er búinn að finna tvö grjón í minni skál“ Samkvæmt fróðlegri grein, sem Ársæll Jónsson, læknir, ritar í 1. tbl. 13. arg. tímaritsins Hjarta- vernd, hafa tslendingar stóraukið neyzlu sina á kolvetnum (sykri og mjölvörum) undanfarnar 2 aldir, en eggjahvítuneyzla hefur minnk- að mikið og fituneyzla nokkuð, sjá mynd 1. Meðan mjölmatur var af skorn- um skammti, var grauturinn oft sparaður, þegar búinn var til skyrhræringur eða hræra, sem sá matur hét á Austurlandi. Frá þeim tima er sagan af vinnu- mönnunum, sem voru að matast, og þá gellur einn þeirra við: „Þetta er hræra, piltar. Ég er bú- inn að finna tvö grjón í minni skál." Arsæll segir, að saðningskennd- Kg sykur SAMSETNIN6 MATAR A 3 OLDUM MTA,% 43 42 40 1 EB8JAHVÍTA, % 33 28 18 K OL VE TNl,% in sljóvgist og orkuneyzlan aukist, þegar borðuð séu finunnin kol- vetni, hveiti og sykur. „Sykurneyzlan leiðir til aukinn- ar líkamsþyngdar vegna offitu, sem sýnist eiga samleið með mörgum hrörnunarsjúkdómum, sem algengir eru í dag", segir Arsæll. Er það þá aukningin á kblvetn- unum, sérstaklega sykrinum og hvíta hveitinu samfara minnkun á klíði i fæðunni sem er aðalor- sökin að hækkaðri tíðni á hjarta- kölkun á Islandi? Rök Arsæls benda til þess. Það virðist samkvæmt sömu röksemdafærslu óeðlilegt að kenna fitunni um hækkunina á hjartakölkuninni, þvi að fitu- neyzlan hefur minnkað, meðan hjartakölkunin hefur vaxið. Neyzla á sykri og hvitu hveiti hefur hins vegar aukizt samtímis hjartakölkuninni. Að lokum skulu svo tilfærð tvenn ummæli eftir Arsæl Jóns- son, sem fram komu með árs millibili (Leturbr. mín. S.A.): „Sykur varð ekki almenn neyzluvara á tslandi fyrr en upp úr sfðustu aldamótum, á Bret- landi um 30 árum fyrr“ (Hjarta- vernd, 1. tbl., 12 árg., 1975) „1 Bretlandi urðu hjarta- og æðasjúddómar landlægir um 1920, á Norðurlöndum um 30 ár- um sfðar ..(Hjartavernd, 1. tbl., 13. árg., 1976). A mynd 2 er sýnd sykurneyzla Islendinga og Breta frá því fyrir og um 1800 og fram til 1970. (Myndin er tekin úr tímaritinu Hjartavernd, 1. tbl., 12. árg., 1975). * * * I þriðju greininni í þessum flokki verður fjallað um breyting- ar á lifnaðarháttum þjaóðarinnar og breytingar á heilsufari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.