Morgunblaðið - 06.08.1977, Page 29

Morgunblaðið - 06.08.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 6. AGÚST 1977 29 a VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ir leikjum íslandsmótsins og það er vel, þar sem ég veit að það ríkir mjög mikill áhugi á einkunnagjöf þessari og verðlaun blaðsins þykja mjög eftirsóknarverð. En einn er sá galli á gjöf Njarðar og hann er sá að aðeins sá leikmaður sem beztu meðaltalseinkunina fær er verðlaunaður og er heiðr- aður af blaðinu. Þetta finnst mér ekki sanngjarnt því oft munar ekki nema einu stigi á fyrsta og öðrum manni. Mér finnst að það ætti að heiðra þá leikmenn lika, sem verða í öðru sæti í einkunnar- gjöfinni en eins og það er þá skiptir það engu máli fyrir leik- mennina hvort þeir eru í 2.—3. sæti eða í 20.—25. sæti. Þessu þyrftuð þið að breyta sem fyrst. Einkunnagjöf þessi væri mun áhugaverðari ef þeir leikmenn, sem yrðu í öðru til þriðja sæti væru einnig heiðraðir af blaðinu; það geta ekki allir orðið í fyrsta sæti, því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. 0 Ábending til stjórnar K.S.t. Margir voru óánægðir með að landsleiknum við Norður-Ira, sem háður var hinn 11. júni s.l. skyldi ekki vera lýst í útvarpi, en slíkt þykir sjálfsagt i flestum öðr- um löndum. En ástæðan fyrir því að fyrrnefndum landsleik var ekki lýst var sú að stjórn K.S.Í. setti útvarpinu stólinn fyrir dyrn- ar og krafðist þess að fá 400 þus- und krónur fyrir leikinn, en for- ráðamenn útvarpsins töldu sig ekki geta greitt nema 120 þúsund, og þar við sat. Það er mitt álit að það eigi með öllu að leggja niður þessar greiðslur enda alveg óþarf- ar og ég vil minna stjórn K.S.I. á að það gagn sem það hefur haft af útvarpi og öðrum fjölmiðlum, blöðum og sjónvarpi, og hvernig væri fjárhagur K.S.l. ef þeir ættu ekki kost á mjög miklum stuðn- ingi f jölmiðlánna, sem oft auglýsa knattspyrnuleikina og aðra iþróttaviðburði án þess að taka nokkrar greiðslur fyrir og máli minu til stuðnings vil ég benda á iþróttasíöur blaðanna og íþrótta- þætti i útvarpi og sjónvarpi. Ég bið því þá menn sem eiga sæti i stjórn K.S.I. að fella þessar greiðslukröfur niður með öilu og stuðla um leið að þvi að lýsingar á knattspyrnuleikjum verði mun fleiri i framtiðinni. Þær eru eng- um mikilvægari en þeim sem þurfa að gista sjúkrahús landsins svo og sjómönnum. Góðir stjórn- endur K.S.I., það getur ekki nema lítill hluti þjóðarinnar farið á völlinn — gefið okkur hinum því tækifæri til að hlusta á lýsingar í útvarpi. 1730—6804.“ Velvakandi bar fyrri hluta bréfs þessa undir Steinar J. Lúð- viksson, iþróttafréttamann Morg- unblaðsins, og hafði hann eftir- farandi um málið að segja: „Allt frá þvi að Morgunblaðið tók upp einkunnagjöf og verð- launaveitingu til handknattleiks- manna og knattspyrnumanna, hafa fjölmargir óskað eftir hinu sama og 1730—6804 gerir með bréfi sinu, þ.e. að ekki verði að- eins sá stighæsti verðlaunaður, heldur einnig þeir sem næstir honum ganga og vissulega er það rétt hjá bréfritara, að þá hefðu fleiri aó verðlaunum að keppa. Hitt er annað mál að þessi verð- laun blaðsins hafa verið nefnd „Leikmaður Islandsmótsins", og undirritaður er þeirrar skoðunar að þau séu þeim mun eftirsóknar- verðari að þau hlotnast- aðeins einum leikmanni hverju sinni. Sannast sagna hefur það fremur komið til umræðu að veita slik verðlaun til fleiri íþróttagreina en knattspyrnu og handknattleiks en að verðlauna fleiri en einn í umræddum íþróttagreinum, enda hafa iþróttamenn og forystumenn annarra íþróttagreina sýnt mik- inn áhuga á að slikt væri gert. En vissulega er þess þörf að athuga mál þetta nánar. Þess má t.d. geta að sumsstaðar erlendis, eru verð- laun, hliðstæð þeim sem Morgun- blaðið veitir, veitt þremur mönn- um hverju sinni. Má þar t.d nefna gull-, silfur- og bronsskó þá er franska knattspyrnutímaritið France Football veitir árlega. JÞessir hringdu . . . 0 Lítil auglýsing? Norskur ferðamaður, sem hér var nýlega á ferð sagðist vilja koma á framfæri kvörtunum. Ætlaði hann dag einn hér í Reykjavik að skoða handritin í húsakynnum Háskólans, en varð frá að hverfa þar sem stofnun Árna Magnússonar var lokuð þann daginn. „Mér finnst það sér- kennilegt að opinber stofnun sem þessi skuli ekki vera opin almenn- ingi daglega. Handritin vekja for- vitni fjölmargra ferðamanna og það ætti að vera Islandi meiri auglýsing að menn geti skoðað gömlu skinnhandritin hér i stað SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðaskákmótinu í Sochi í Sovétrikjunum í fyrra, kom þetta endatafl upp í viðureign stór- meistaranna Poiugaevskys, Sovét- ríkjunum, sem hafði hvítt og átti 66. c5H — bxc5 (Eftir 66. . . Hxc5 67. Hxc5 — Kxc5, 68. Kg5! — d4, 69. Kf4 — Kc4, 70. h6 — d3, 71. Ke3 — Kc3, 72. h7 — d2, 73. h8=D+ vinnur hvitur) 67. b6 — Ilbl, 68. b7 — c4, 69. Kg5 — c3, 70. h6 — c2, 71. h7 og svartur gafst upp. Þeir Polugaevsky og Sveschnikov urðu jafnir og efstir á mótinu. þess að gera það frekar i Kaup- mannahöfn, en þar er það engum vandkvæðum háð,“ sagði Norð- maðurinn. Þessum umkvörtunum Norð- mannsins er hér með komið á framfæri og til íhugunar þeim sem hlut eiga að máli. HÖGNI HREKKVÍSI Þessi mynd er af stórbrotinni náttúru og ógleymanlegri fjallatign!... . — Minning Kristófer Framhald af bls. 21 fyrir framan mig eitt af fyrstu verkfærum Kristófers, sem hann smíðaði sjálfur, lftill snittklúbbur úr stáli og kopar, með ártalinu 1912, framúrskarandi smið, bakk- arnir einnig smiðaðir og hertir af honum sjálfum. Smiðarnar voru hvers kyns málmsmiðar, einkum þó í kopar og silfur. Einkum voru það beizlisstengur og istöð, sem steypt voru i kopar, svo og hringjur, fjöldann alan af silfurbúnum svipum smíðaði hann einnig, einkum að vetrinum, en mesti timinn fór í kvensilfrið, víravirk- ið, sem voru nælur, millur, pör og stokkabelti og hvaðeina annað, sem viðkom kvénskarti. Mest var smíðað eftir pöntun, þvi að efnin leyfðu ekki að koma sér upp lager til sölu. Þeir, sem pöntuðu gripi, urðu sjálfir að leggja til efnið, þvi að engin tök voru á að kaupa silfur f stórum stil og liggja með það þar til smíðað væri. Þar kom lika til, að minna var hugsað um verðlagninguna. En menn gátu treyst handbragði Kristófers. Það gerðist ekki svo sjaldan, að nágrannar kæmu með brotinn ljá eða bilað amboð og leituðu ásjár. Þá var sjálfsagt að fara í smiðjuna eða grípa lóðboltann og gera við, jafnvel þótt heyskaparannir væru. Anægjan af smíðunum gerði það sjálfsagt að láta greið- ann i té. Um greiðslu var vist sjaldan talað. Meðal dýrgripa, sem Kristófer gerði við, er altarisstjakarnir í Melstaðarkirkju, sem Arngrimur lærði gaf kirkjunni. Þeir voru brotnir orðnir og hafði var kastað til hliðar, en þá var lagt svo fyrir, að gert skyldi við þá. Sjálfsagðast var að koma þeim til Kristófers á Borg. Hann setti þá saman og smíðaði i það, sem vantaði, svo að hvergi sá missmíð á. Síðar fauk svo kirkjan og stjakarnir brotn- uðu á ný. Aftur var þeim komið til Kristófers og hann gerði við þá af sömu snilld. Engum datt i hug að leita annað með viðgerð. A Kúludalsá naut Kristófer sín be'zt sem smiður. Gripir hans voru eftirsóttir og bárust víða, sumir til útlanda, enda hafði hróður hans borizt víða og margir vildu eignast hluti eftir þennan sjálf- lærða gullsmið sem smíðaði þó svo vel sem margir þeir lærðu. Hann fann upp sérstæða stíl, einkum í hálsmenum sem alþekkt eru og þykja með því bezta, sem gert hefur verið á þvi sviði. Oft lágu margar pantanir fyrir og þegar sjónin þvarr og áhöldin voru lögð til hliðar i siðasta skipti voru margar pantanir hluta, jafn- vel á heila skautbúnínga, sem ekki var hægt að sinna. Það var fyrst eftir að Kristófer kom suður að Kúludalsá að hann fékk réttindi í iðninni og var hann þá búinn að vinna að silfur- smíði i 40 ár. Fram að þvi hafði hann nánast verið sveitarsmiður. Hann smíðaði silfurskartgripi og fór með til Gullsmiðafélagsins hér syðra og lét dæma um þá. Upp frá þvi voru honum veitt meistara- réttindi sem gullsmið og mun sú viðurkenning hafa glatt hann mikið. Kristófer er ekki margorður um smíðar sinar, og finnst honum þó fátt skemmtilegra en að ræða um og skoða fagra smiðisgripi. Sjálf- um finnt honum hann aldrei hafa gert nógu vel. Hann harmar það að hafa farið á mis við lærdóm i iðninni, heldur hafa aö miklu leyti orðið aó feta sig áfram í lifsins reynsluskóla. „Það er dýr- asti skólinn", segir hann. „Ég var oft i mörg ár að fikra mig áfram með það, sem aðrir lærðu af góð- um kennara á örskömmum tíma.“ Og þótt ætla mætti, að ígripasmið- ur kæmist ekki jafnlangt atvinnu- smið var hér samt sú raunin á, að oft er ekki hægt að gera upp á milli verka Kristófers og annarra smiða, hvað gæði snertir. Smíðaáhöld Kristófers eru öll til og vonandi verður siðar hægt að setja upp verkstæði hans á safni þar sem gefist innsýn í verk- stæði gullsmiðs á öndverðri þess- ari öld. Smíðisgripirnir tala sinu máli og minna á þennan list- fengna eljumann, sem með þrot- laysri iðju og áhuga tókst að kom- ast til mikils þroska í iðn sinni. Kristófer er enn andlega hress og heilsugóður, nema hvað sjón- depran bagar. A afmælisdaginn verður hann staddur hjá dóttur sinni og tengdasyni á Kúludalsá, þar sem hann átti lengi heimili. Þór Magnússon. — Hef enga Framhald af bls. 5 svo og Bandaríkjamaðurinn Marin.“ „Fyrir mig er það mikil hvild að geta málað og ég Tiyggst halda þvi áfram jafnt og þétt. Komist ég einhvern tíma á námskeið erlendis væri það ágætt, en stærsti draumur minn nú í því sambandi er að komast til háborgar listanna, Parísar og skoða söfn.“ Sýning Braga Hannessonar stendur til 14. ágúst. — Kýpur Framhald af bls. 1 að kjósa eftirmann Makariosar í almennum kosningum nú, eða skipa forseta til bráðabirgða sem myndi sitja fram í febrúar, en þá hefði lokið kjörtimabili Makaríos- ar. Areiðanlegar heimildir telja að engar ákvarðanir sem máli skipti verði teknar fyrr en eftir útförina á mánudag. — Fjöldaganga Framhald af bls. 1 manna sem ganga i berhögg við vilja stjórnvalda með atferli sinu og segjast ekki munu koma i skóla á mánudag nema stjórnin láti af kúgunaraðferðum sínum i menntamálum. James Kruger dómsmálaráðherra sagði I gær- kvöldi að það væri i athugun að loka öllum skólum um óákveóinn tíma eftir helgina, ef nemendur kæmu ekki i skóla samkvæmt reglulegri sundarskrá. Enda þótt allmiklu fleiri nemendur hafi mætt í dag í skóla sina í hverfum í grennd við Pretoriu hafa íb'úar Soweto hvergi breytt um afstöðu og þar hafa skólar verið svo til auðir i dag. I dag hertóku stúdentar stóran flutningabíl og kveiktu f honum, en um önnur skemmdarverk var ekki kunnugt i kvöld. Þó er óttazt að allt geti gerzt, því að mikil spenna sé ríkjandi. — Carter Framhald af bls. 1 sex prósent sögðu hann tanda sig „rétt sæmilega". Um stjórnun Carters á efna- hagsmálum sögðu 43% að hún væri „sæmileg“ en 32% sögðu hana góða og 4% prýðilega. Um hvort líkur væru á styrjöld sögðu 57% að þeir héldu að stríðshætta væri inn- an næstu tíu ára, 35% töldu að stríð gæti brotizt út innan þriggja ára. Fimmtiu og sjö prósent þeirra sem leitað var til sögðu að styrjöld væri úrelt aðferð til að leysa deilur, en 58% sögðust þó fremur myndu heyja strið en búa við komm- únistiskt þjóðskipulag. Vakin er athygli á þvi að 22% spurðra vildu þó heldur búa við kommúnisma en fara út i styrjöld, en þegar hliðstæð spurning var lögð fyrir fólk í Bandaríkjunum árið 1961 svör- uðu 81% þvi að þeir myndu frekar viija deyja en búa undir sliku skipulagi. — Tito Framhald af bls. 1 viðræður forsetans i Peking og Pyongyang i Norður-Kóreu myndu snúast um meiriháttar al- þjöðamál og áreiðanlega yrði reynt að fjalla um allt það helzta sem efst er á baugi i samskiptum þjóða i milli, bæði í austri og vestri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.