Morgunblaðið - 07.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ^ SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 Ásdís Magnúsdóttir og Auður Bjarnadóttir, ballettdans- meyjar hjá Þjóðleikhúsinu, komu heim frá Moskvu jiann 30. júlí eftir tæpra þriggja vikna ferð til Sovétríkjanna. I Moskvu tóku þær þátt í alþjóðlegri listdanskeppni, en í þessari keppni, sem haldin er á fjögurra ára fresti, tóku þátt 80 ballettdansarar frá um 25 löndum. Er þetta í þriðja sinn, sem keppni þessi er haldin og í fyrsta sinn sem íslenzkir ballettdansarar koma þar við sögu. „Höfðum aðeins lOmín. tiladæfa á hallandisviði" Natalie Konus, hinn rúss- neski ballettmeistari Þjóðleik- hússins síðastliðið ár, valdi þær Ásdísi og Auði til keppnisfarar- innar úr átta manna hóp Þjóð- leikhússballettsins. Eftir förina til Moskvu hélt Auður Bjarna- dóttir til Kaupmannahafnar og Árósa og sótti m.a. tveggja vikna baliettnámskeið í Kaup- mannahöfn. Eftir komuna til íslands náði Morgunblaðið taii af þeim stöllum og spurði þær nánar út í förina. Ásdís er tuttugu og tveggja ára og hefur dansað með Þjóð- leikhússbaliettinum í tæp fjög- ur ár, en kveðst hafa byrjað að læra baliett átta niu ára gömul. Auður er átján ára, kveðst einu sinni hafa verið sendill á Morg- unbiaðinu og segist ekki hafa fundið sig mjög mikilvæga í því starfi, sem aðailega var fólgið í að hlaupa út og kaupa kók fyrir blaðamennina. Auður hefur dansað með Þjóðleikhússball- ettinum frá byrjun eða í fjögur ár. Hún byrjaði eins og Ásdís ung að dansa eða átta ára göm- ul. Segja þær stöllur að það sé æskiiegasti aldurinn tii að byrja ballettnám, en hjá Bolshoiballettinum I Moskvu byrji nemendur yfirleitt aldrei yngri en níu ára. Báðar segjast þurfa að hafa gert það upp við sig hvort þær héldu áfram í námi eftir gagn- fræðaskóla eða helguðu sig ballettdansinum. „Ballettinn er tímafrekur og eftir gagnfræðapróf ákvað ég að snúa mér aiveg að honum" segir Ásdís. „Það má segja að ég hafi al- veg hætt ná*ni eftir landspróf sem ég tók á tveimur árum, því þá var ég byrjuð að dansa með Þjóðleikhússbailettinum. Ég byrja yfirleitt menntaskólanám á haustin, tók nokkur fyrsta bekkjar próf í M.T. en sá mér ekki fært að stunda ballettinn af kraftí jafnframt bóklegu námi. Annars hugsa ég að ég hefði farið í öldungadeildina hefði ég haft aldur til“, segir Auður og hlær. „Meðan Allan Carter var ball- ettmeistari Þjóðleikhússins, frá 1973 til 1975 voru æfingar milli klukkan 2 og 5 og skólinn sjálf- ur starfræktur milli 7 og 10 eða 11. Það var mesta púlið. Stund- um hjálpuðum við líka til við kennsluna“, segja þær. „Allan æfði okkur til kennslu og nú höfum við kennt við Ballett- skóla Þjóðleikhússins síðast- liðna tvo vetur ásamt hinum meðlimum dansflokksins. — Hvernig er vinnudeginum háttað hjá ykkur núna? — Það er nú alla vega“, segja þær hlæjandi. „Það hefur kom- ið fyrir að maður hefur verið þarna frá kiukkan 10 um morg- uninn til 10 um kvöldið. Sér- staklega fyrir sýningar. Auður hefur tekið þátt í öll- um ballettuppfærslum síðan dansflokkurinn byrjaði og As- dis i flest öllum en hún hætti I ballettflokknum í eitt ár og starfaði því með Unni Guðjóns- dóttur ballettmeistara við sýn- ingar bæði í Norræna húsinu og einnig fyrir sjónvarpið. Auður kveður ballettsýning- ar Þjóðleikhússins hafa verið allt of fáar hingað til, þar sem aðalþjálfunin sé fólgin í því að koma fram á sviði og Ásdis tek- ur undir. „Okkur er eiginlega borgað fyrir að æfa í salnum í stað þess að sýna og þar með skortir okk- ur þá rútínu, sem erlendir ball- ettdansarar hafa í starfinu. En þetta er erfitt vegna þess að Þjóðleikhúsið er leikhús fyrir leikara en ekki ballettdansara og svo eru þetta að sjálfsögðu byrjunarörðugleikar allt saman því dansflokkurinn íslenzki er enn það ungur. Bara að við hefðum okkar eigið leikhús og þá á móti óperu. Það er engin starfandi ópera hér og þetta er líka draumur Islenzkra óperusöngv- ara. En erlendis tíðkast að hafa óperuna og ballettinn saman. Ekki að við höfum neitt á móti leikurunum. Þetta er bara svo- lítið þröngt þarna upp frá“ og báðar hlæja. „Já, við vildum gjarnan hafa fasta sinfóniu- hljómsveit með í ballett- óperuhúsinu", segir Ásdís. Islenzki dansflokkurinn, sem þær stöllur vilja heldur kalla íslenzka ballettflokkinn fær tveggja mánaða sumarfrí eins og leikarar Þjóðleikhússins, en þær Ásdis og Auður segja að tveir mánuðir séu of langt frí fyrir dansara nema þeir geti dvalizt erlendis og þjálfað sig þar. Þar af leiðandi eru þær byrjaðar að æfa núna þótt sum- arfri Þjóðleikhússins sé ekki lokið. Þær héldu til Moskvu á al- þjóðlegu listdanskeppnina þar, þann 12. júlí og fylgdi Natalie Konus þeim þangað og varð sið- an eftir í Moskvu og ekki vitað hvað hún hefst að þar. En Konus er komin yfir sextugt og segja Ásdís og Auður að hún sé orðin einum of fullorðin til að gegna þessu starfi. í haust kem- Auður 1 einu atriðanna, sem hún dansaði á sviði Bolshoileikhússins 1 hinni alþjððlegu listdanskeppni 1 Moskvu. Auður Bjarnadóttir og Asdls Magnúsdóttir eru hinar hressustu eftir Moskvuförina, jafn vel þótt þær hafi ekki náð að keppa nema 1 fyrstu umferð. Ljósm.: Kristinn. ur nýr ballettmeistari til Þjóð- leikhússins frá Bandaríkjunum og mun hann æfa Hnetubrjót- inn, sem verður jólaverkefni leikhússins. „Til þátttöku í alþjóðlegu list- danskeppninni þurftum við að hafa tilbúin fimm klassisk atr- iði úr klassískum ballettum og eitt atriði úr nútimaballett". Auður ætlaði að byrja æfingar upp úr síðastliðnum áramótum en tafðist vegna veikinda i fæti. Segist hún hafa verið góð í fæt- inum af og til en þetta hafi háð sér mikið við æfingarnar og núna eftir keppnina i Moskvu fór hún til Árósa eins og fyrr segir, þar sem hún fór til sér- fræðings, sem ballettdansarar víða að úr heiminum Ieita til. Sagði hann Auði að einn hryggjarliður hefði raskazt og erti taug, sem liggur í fótinn. Sérfræðingur þessi vildi ekki láta gera aðgerð á Auði eins og aðrir læknar höfðu lagt til, en lagist meiðslin ekki innan þriggja mánaða, þá fer hún út í aðgerð. „Ég var svolítið hissa að heyra sérfræðinginn segja að hann væri þó ekki smeykur við skurðaðgerðir á ballettdönsur- um, því þeir væru yfirleitt svo fljótir að ná sér“ segir Auður og enn fremur... „Kannski er fólk hissa að ég hafi haldið í keppnina svona á mig komin en þar sem æfingar voru komnar það langt svo og öll skjöl undir- rituð fannst mér ég tilneydd til að fara og sé alls ekki eftir því. Það var stórkostleg reynsla að kynnast Bolshoiballettinum og sjá alla þessa erlendu ballett- dansara.“ Ásdis byrjaði að æfa fyrir keppnina strax eftir frumsýn- ingu Dansflokksins á Ys og þys út af engu, í apríl. „Nei, nei við vorum ekkert kvíðnar fyrir keppnina né að mæta hinum ballettdönsurun- um, sem flestir voru á svipuð- um aldri og við. Jú, við fengum nú svolitinn magaverk þegar við sáum Bolshoisviðið, sem hallar, en á slíku sviði þarf sá sem ekki er vanur höllum svið- um að breyta algerlega stöðu líkamans. Við komum á sunnu- dagskvöldi til Moskvu frá Kaupmannahöfn og höfðum að- eins mánudaginn til að æfa. Þá fengum við aðeins tíu minútur til æfinga, síðan var hringt á bjöllu og kallað: Næsti! þannig að við vöndumst ekki þessum halla", segir Auður og andvarp- ar brosandi. „Á þriðjudeginum byrjaði siðan keppnin en fyrsta umferð stóð fram til fimmtu- dags og kepptum við á miðviku- degi. Það var dregið um keppn- isröðina og lentum við í miðj- unni.“ í fyrstu umferð dansaði Auð- ur eitt atriði úr „La Sylphide“ og „Odile" úr Svanavatninu. Ásdis dansaði einn sólódans úr fyrsta þætti „Giselle" og eitt atriði úr Þyrnirósu. Dómarar voru frægir dansarar og ballett- meistarar víðsvegar að eins og , t.d. Ulanova, ein frægasta rúss- neska ballerínan fyrr og siðar, Alica Alonso frá Kúbu og Nadia Nerina, sem er brezk. „Eftir fyrstu umferð sem stóð i þrjá daga voru úrslit tilkynnt og komst helmingur dansar- anna i aðra umferð, við vorum ekki í þeim hóp. Við fylgdumst því bara með keppninni til loka. Þarna voru margir mjög góðir dansarar og fannst okkur mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim dansa i keppninni. Margir þeirra dansara, sem komust ekki i úrslit til að keppa í annari og síðan þriðju umferð, héldu á brott frá Moskvu en við vildum endilega vera áfram og fylgjast með til loka. Við bjuggum.á einu af nýj- ustu hótelunum I Moskvu, sem heitir Baykal og borgaði Bols- hoiballettinn fyrir okkur, þang- að til eftir fyrstu umferðina, þegar við féllum.úr keppninni. Eftir það héldum við okkur sjálfar uppi. Við fórum í nokkr- ar skoðunarferðir um Moskvu og vorum meðal annars boðnar í heimsókn í sumarhús tón- skáldsins Krenikov, sem samdi tónlistina við ballettinn Ys og þys út af engu. Tónskáldið sjálft hittum við að vísu ekki, hann var erlendis, en dóttir hans, sem er leiktjaldamálari bauð okkur, en Krenikov er vinur Natalie Konus, ballett- meistarans okkar s.l. vetur. Annars höfðum við mjög tak- markaðan tíma til að skoða okk- ur um, flest kvöld sáum við ballettsýningar hjá Bolshoiball- ettinum og á daginn fylgdumst við með keppninni, sem lauk 24. júlí. Bolshoileikhúsið fer í sumarfrí 29. júli og fram að þeim tíma fylgdumst við með öllum sýningum og létum helzt ekkert fram hjá okkur fara. Maris Lieba, einn ballett- dansaranna hjá Bolshoiballett- inum, var okkur mjög hjálpleg- ur allan tímann en hann dans- aði aðalkarlhlutverkið í ís- lenzku uppfærslunni á Ys og þys í vetur. Við dönsuðum aðal- kvenhlutverkin" bæta þær hlæjandi við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.