Morgunblaðið - 07.08.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.08.1977, Blaðsíða 46
l(> MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 Sean <:»nner.v «g Audrey Ilcpburn sem ilroi »k Marian ræða um gömlu góðu dagana, það sem hefði gelað verið en varð aldrei. Hrói höttur— þreyttur og þjakaður Rohin and Marian, Am, 1976. Leikstjóri: Richard Lcst- er. Handrit: Jamcs Gold- man. Kvikm.vndataka: David Watkin. Þrjú epli í fullum þroska. Þrjú epli, saman- skorpin af elli. Hræfugl. Eineygður öldungur. í upphafi myndarinnar stillir Lester upp þessum táknmyndum, hverri á eftir annarri og í samein- ingu gefa þau ónotalega tilfinningu fyrir hrörn- un, glötuðu sakleysi, glat- aðri æsku, brostnum von- um. Myndin, sem fylgirí kjölfar þessa upphafs er í beinu samhengi við það. Lester og Goldman reka hér endahnútinn á munnmælasöguna um Hróa hött, unga mann- inn, sem rændi þá ríku og gaf þeim fátæku, unga manninn, sem þoldi ekki rangsleitni og barðist gegn óréttlátum valdboð- um „hins opinbera“. En Hrói er ekki ungur leng- ur. Myndin hefst þegar hann snýr aftur til Eng- lands, 18 árum eftir að hann lagði upp í kross- ferðina með Ríkharði ljónshjarta. Hann leitar ásamt Jóni litla aftur til Skírisskógar, sem hefur látið á sjá eftir þessi ár, en þrátt fyrir það finna þeir þar tvo fyrrverandi félaga sína, Friar Tuck og Will Scarlett. Þeir segja Hróa frá því, að æskuást hans, Marian, sé abbadís í nálægu klaustri, en þegar hann hittir hana þar, endar heimsóknin með því, að hann ræhir henni fyrir framan augun á umboðs- manni konungs, héraðs- stjóranum í Nottingham (Robert Shaw), sem á að færa hana í fangelsi að skipan kóngsins, John, vegna þess að hann á í útistöðum við páfann. Þetta tiltæki hans verður til þess að nunnurnar eru teknar í staðinn og af riddaramennsku sinni fara Hrói og Jón litli tveir til að bjarga þeim úr Nottingham-kastala. Hrói er þar með búinn að setja sig upp á móti vald- höfunum eins og í gamla daga og berst fyrir sama málstaðinn, réttlæti lítil- magnans. En Hrói er orð- inn gamall, alsettur örum eftir ótalda bardaga og líkamlega þreyttur. Lest- er og Goldman þreytast heldur ekki á að ítreka það hvað eftir annað. Þegar þau vakna í skóg- inum eftir nætursvefn á jörðinni er líkt og bráki i hverju beini, þreytan og mæðin, sem gerir vart við sig í bardaganum í Nottingham-kastala, á endurfundi gömlu félag- anna syngur Will hetju- söng um þjóðsagnaper- sónuna Hróa, sem fólk hafði samið, eftir að það hafði álitið hann dauð- ann og Hrói og Marian rifja upp gömlu, góðu dagana, þegar Hrói „hafði fegursta líkama í heimi“. Þá var hann ímynd hins hreina og saklausa, vonin og rétt- lætið, sem fátæklingarnir treystu á. En Lester sýnir einnig vægðarlaust grimmd og óhugnað þess- ara tima, eins og þegar Ilrói »k litli Jón (Nic-ol Williamson) eru við öllu búnir í Skírisskógi. Ríkharður dregur sjálfur örina úr öxl sér og í loka- bardaganum milli Hróa og héraðsstjórans, þegar grasið verður smám sam- an æ blóðugra í kringum þá og þreytan og sárin fara að draga mátt úr þeim. Þetta er engin glansmynd um Hróa hött, eins og svo ótalmargar, sem gerðar hafa verið áð- ur, heldur reynir Lester að njörva þjóðsagnaper- sónuna inn í „raunveru- leika“ síns tima. Og þar með er þjóðsagnapersón- an dauð. Séð í þessu samhengi dauðlegra vera og brost- inna vona, sem er undir- strikað hvað eftir annað í myndinni, er Robin and Marian döpur saga. Mað- ur freistast jafnvel til að láta sér detta það í hug, að Lester og Goldman séu hér að lýsa á svart- sýnan hátt frá sínum eig- in bæjardyrum brostnum hugsjónum Hróa i nútímaþjóðfélagi. Efni myndarinnar bindur Lester allmikið niður, þar sem honum er gjarnt að slá um sig með brönd- urum og jafnvel súr- realistískum tilbrigðum, eins og t.d. í sínum fyrri sögulegu myndum, A Funny Thing Happcned on the Way to the For- um, The Three (and Four) Musketeers og Royal Flash, að ekki sé talað um Bítla- myndirnar A Hard Day’s Night og Help. Hér verð- ur hann hins vegar, eins SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON og í Juggernaut (sem var hrein verzlunarvara), efnissins vegna að tak- marka hugmyndaflug sitt við hreina og ómeng- aða frásögn. Hann gerir þó nokkrar tilraunir í þessa átt, t.d. þegar Hrói er að bjástra við að losna úr dýflissu, standandi á bakinu á litla Jóni, en fangavörðurinn verður fyrri til að opna fyrir þeim dyrnar; þegar Hrói vaknar f áðurnefndu atr- iði og fer að teygja úr sér bregður hann hendinni f svefnrofunum undir kuflinn og ætlar að létta á sér á staðnum, þegar hann kemur skyndilega auga á Marian og hættir þá snarlega við þetta með tilburðum, eins og skóla- strákur, sem hefur verið staðinn að því að fremja prakkarastrik, og sprang- ar um svæðið augnablik með Tatigöngulagi; og hermaðurinn í kastalan- um, sem þarf að loka fall- grindarhliðinu í hvelli en getur ekki leyst hnútinn og þorir ekki að höggva á hann fyrr en honum er skipað það. Framhald á bls. 21 Kvenréttindi — á ameríska vísu One is a Lonely Number, Am. 1972. Leikstjóri: Mel Stuart. „Maður er manns gaman" er svo sannarlega fyndin, ef hún er litin „réttu“ auga. Ilér er að ferðinni einhverskonar kven- réttindamynd, sem væri ákaf- lega áhugavert að bera ræki- lega saman við norsku myndina IIUSTRUER, og ef til vill gerir það einhver með sjálfum sér, sem málið er skylt. En það eru milljón mllur milli þessara tveggja mynda, jafnvel þó að Ilustruer hefði ekkert nýtt til málanna að leggja, því þessi hlýtur beinlínis að skaða mál- staðinn. Reyndar er það ekki fyrr en 1 lok myndarinnar, að tæpt er á jafnréttismálinu, lfkt og höfundarnir hafi dottið nið- ur á það eins og lausn til að enda myndina á einhvern sæmilega skynsamlegan hátt. Til að gefa efninu meiri slag- kraft er myndin yfirfull af æp- andi táknum, undirstrikuðum með rauðu, svo engin missi nú af þessari frábæru snilli. Þegar eiginkonan hefur í upphafi myndarinnar horft á mann sinn tína dótið sitt niður 1 kassa, reynt að fá hann til að Vera kyrran og beðið hann fyrirgefningar á syndum sín- um, svarar hann heimsmanns- lega á leiðinni niður stig- ann:„Við erum að skilja“. Ör- væntingarfull og angurvær tón- listin tekur kipp upp á við, rétt eins og til að lýsa tilfinningum konunnar, sem greinilega varð ekki komið til skila á annan hátt. Þannig veltur m.vndin af stað og þannig heldur tónlistin áfram að stíga og hníga likt og klappliðið í sjónvarpsmynda- serfunum, svo áhorfendur viti inn á hvaða tilfinningabylgju þeir eigi að stilla. Konan fær sér vinnu sem sundlaugarvörð- ur, en ein af skyldum hennar er að stökkva af allháu dýfinga- bretti. Hún kemur sér þó hjá þvf sökum hræðslu, en þetta dýfingabretti láta höfundarnir ganga eins og rauðan þráð f gegnum myndina, þannig að þegar hún hefur loks tekið þá ákvörðun, áður en hún á að fara inn f dómssalinn til að ganga endanlega frá skilnaðinum og viðeigandi fjármálum, að vilja ekkert með peninga eigin- mannsins hafa, heldur bara „vera frjáls", labbar hún rak- leiðis að dýfingabrettinu og stingur sér — og þar er myndin „fryst" (stöðvuð) af henni, lá- réttri f loftinu (sagði ekki ein- hver að staða konunnar f þjóð- félaginu væri lárétt?). A öðr- um stað er gert mikið úr hlut- verkaskiptum kynjanna, fyrst þegar væntanlegur elskhugi reynir að tæla hana til rekkju með sér — en mistekst, og sfðar þegar hún tælir hann og hagar sér þá nákvæmlega eins og hann hafði gert áður. Þegar hér var komið sögu var öll myndin farin að virka fremur hjákátleg og þegar aumingja maðurinn segir „Ertu að gera grfn að mér“, mátti næstum heyra þessa spurningu bergmála frá áhorfendum. En þrátt fyrir alla galla myndarinnar skila tveir aukaleikarar hlutverkum sfn- um með ágætum, þau Janet Leigh, sem „forseti samtaka fráskildra kvenna“ og Melvyn Douglas, sem grænmetissalinn „á horninu". SSP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.