Morgunblaðið - 07.08.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.08.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 33 „Hvaðan kemur allt þetta timbur við bæinn," spurði ég. „Ég safna timbri," svaraði Guðmundur, „bæði á reka og annarsstaðar. Það er gott í hurðir, fjalir, staura og fleira og fleira, gott að grípa til þess þegar liggur á Það er ekki bagi að spreki fremur en bandi." „Já, það er oft gott sem gamlir kveða," skaut Sigríður inn í, " en það fer vel um okkur hér. Við áttum tvö börn sjálf og ólum eitt upp. Nú erum við ein í kotinu og mestur tíminn fer i að dudda við búskapinn. Við erum við skepnurnar vetur, sumar, vor og haust og hey- skapinn á sumrin. Hann slær allt með orfi og Ijá og svo er rakað með hrífu og sett upp i sæti. Okkur fer sá stíll, hann er okkar hamingja í vinnugleð- inni." Þróunin er örari en mað- ur getur fylgzt með, stórtækari en maður er vanur. Bara þetta litla þorp, Suðureyri, það hefur á skömmum tíma gjörbreytzt vegna nýbygginga sem þjóta upp." Hús eiga ekki að vera tízkufyrirbæri" „Það er illt að þeir eru að reyna að útrýma öllum eldri húsunum,., sagði Guðmundur, „vonandi sjá þeir að sér að hús eigi aldrei að vera tízkufyrir- bæri fremur en það sem mann- legt er". „Sólstaðir", sagði ég, „fallegt nafn". „Já, það er gott að búa við gott nafn á góðum stað", sagði Sigríður. „Það er mikil sól hér. Hún kemur upp kl. 8 og geng- ur ekki undir fyrr en klukkan 11.30. Við byrjum að sjá hana 6. febrúar á vetrum, en hún er farin af húsinu 15. október á haustin". „Við sjáum hana nú varla vel fyrr en 10 . febrúar," sagði Guðmundur, „en sjáum hana samt og fyrr dansar hún hér i hlíðinni". „Ofboðslegt að sjá hvernig farið er með efnið" „Hvernig lízt ykkur á kyn- slóðirnar sem nú standa í stór- ræðum” spurði ég. „Það er ofboðslegt að sjá hvernig farið er með efnið, hroðalegt", sagði Guðmundur. „Hann er góður nýi timinn þar sem hægt er að koma honum við. Þó er breytingin of mikil og friðurinn ekki nógu mikill." „Nú má engin skepna vera nálægt byggðum", sagði Sig- ríður, „eins og það er vinalegt að hafa dýrin í kringum sig og gott fyrir börn og unglinga. Að maður tali nú ekki um hve kýrnar eru mikill gjafi og ekkert ungabarn getur verið án mjólk- ur". „Mér lízt ekki vel á það sem er framundan," sagði Guð- mundur, „það er Ijótt, svo margt, svo óteljandi. Hvað hafa Islendingar þegar fiskurinn er frá. Það má ekki eyða fiskinum upp i sjónum". „Aðalatriðið er að fá gott ár- ferði", sagði Sigríður, „að það séu ekki stór veður og hörð ár. Þá tórir maður nú einhvernveg- inn". „Ég hef lítið fylgst með því" Við fórum að tala um eilífðar- málin út úr tórunni og ég spurði hvort þau væru trú- hneigð. „Ja, Guð hjálpi þér", svaraði Sigríður, „hérerenginn prestur en við heyrum í Reykjavíkur- prestunum í útvarpinu". GuAmundur og Sigrfður slá með orfi og l]á, nun er <u ara, nann oo ara. gangurinn að vera. Það getur ekki verið út í hött að sköpun voru himinn og jörð, stjörnur, Ijós og myrkur og vatn. Þetta er allt ódauðlegt og öllu haldið við". „Nokkuð á sveimi hér um slóðir", spurði ég. „Sumir trúa á huldufólk", sagði Guðmundur, „það var nógur, sérlega þegar búið er i einbýli eins og við gerum hér". „Það er gott sem sjórinn gefur" „Það er oft erfitt á vetrum að kjaga fjörurnar eftir nauðsynj- Sigríður á dráttarvélinni, sem hún lærði á um sextugt. t baksýn eru útihús Sólstaða. „Það er eins og að hafa prest fólk á bænum sem ég ólzt upp á staðnum", bætti Guðmundur á í Keflavík, sem sá huldufólk. við Það er áreiðanlega til huldu- „Trúir þú á annað líf, Guð- mundur", spurði ég. „Ég hef litið fylgzt með því", svaraði hann. „Ég vil hallast að þvi að svo sé", hélt Sigríður áfram, „það er svo stórkostlegt sköpunar- verkið að einhver hlýtur til- fólk, það eru svo margar orsak- ir til þess, að það var velviljað okkur þar". „Það er svo margt til í þessu", bætti Sigriður við. „Það er allt til", hélt Guðmundur áfram, „allt til, en atriðið er að vera sjálfum sér um", sagði Sigríður, „en aðal- lega verðum við þó að sækja að nýjan fisk. Við borðum mikinn fisk. Það er margt sem sjórinn gefur gott, enginn getur lifað án hans". Hundarnir Fjara og Dropi létu nú að sér kveða og Sigriður kjassaði þá og lét vel að greyj- unum. Á hlaðinu var hesturinn Brúnn og kýrin Skrauta var ekki langt undan. Við fórum að rabba um gælustundir og ég spurði þau hvort þeim gæfist timi til sliks. Mjölpokunum vippað af kerrunni f útihús. „Skilur ekki E-dúr, G-dúr popp og hopp" „Við eigum fáar tómstundir", sagði Guð.mundur, „þegar verkin eru búin, þá fer maður að hlusta á útvarpið" „Það er margt gott í útvarp- inu", sagði Sigriður, „en það er of mikið af tónleikaveseninu og þegar maður hefur ekki numið tónmenntir, skilur maður ekki E dúr og G dúr, popp, hopp, trall og rall. Það er skemmtilegast að hlusta á sögurnar og frá- sagnaþætti Það sem kemur til manns á islenzku, hlustar mað- ur á, það erokkar, hitt er svo mikið hvínandi gól Við útvarpið er gott að taka upp prjónana, ég prjóna allt sjálf hér heima, en nú er úr móð að spinna á rokk". „Það þyrfti fleiri hendur til að vinna ullina", bætti Guðmund- ur við, „nú er orðið fátt á bæjunum frá því fyrrum". „Já, dagurinn dugir ekkert hér, alltaf nóg að gera"-, sagði húsfreyjan, „mér finnst hann aldrei duga þótt maður sé kom- inn út klukkan 6". „Þú er nú komin út klukkan 4, væna mín", sagði Guð- mundur. „Þá sér maður daginn vakna" „Það er svo gott að fara snemma út, maður sér svo margt", sagði Sigríður og það Ijómaði af henni, skepnurnar eru konar á beit kl. 3 og þær eru í mat til kl. 5. Þá leggja þær sig fram að 8 að ganga 9. Maður sér daginn vakna, fugl- ana, morguninn er svo friðsæll tími, birtan sibreytileg og mað- ur getur hlustað á jörð og sjó. Milli 3 og 4 er gott að njóta útivistarinnar, þá er svo hljótt og rótt Mesti annatíminn og versti er frá kl 8 til hádegis. Æ, það er líka svo góð lykt á sumrin, góð lyktin úr heyinu og blessuð sólin. Þegar hún leikur við heyið er aldeilis ilmur. Ilm- ur af töðu, lyngi og hrís er bezti ilmur sem ég finn". „Það er góð lykt af blágresi", sagði Guðmundur, „og heyinu einnig, hrislykt og skógarilmur, það er ágætislykt, hún er sterk" Þau ríma við ísland í búskap sinum, rétta hvort öðru hönd til þess að leysa vandamálin sem upp koma, gantast í augu og eru sæl með sitt. Þeirra vinnu- dagur er þeirra hamingja og þau skilja ekki niðursoðnar er- lendar kenningar Á vetrar- kvöldum sitja þau við olíuljós, þvi rafvæðingin hefur ekki náð þeim Þau gera sér grein fyrir því að hver lifsstíll hefur bæði kosti og galla, en þau varðar helzt um kostina. Hún var sivinnandi eins og venjulega þann tíma sem ég staldraði við, hann hafði kvik- ustu hreyfingar, sem ég sá hjá fólki á Vestfjörðum á ferð minni 88 ára gamall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.