Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 07.08.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGÚST 1977 plí»£p*r#Xtóiií§> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. sfmi 10100. ASalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.ÓO kr. eintakiS. Ummæli Kristjáns Benediktssonar Ifyrradag birtist í Tímanum eftirtektar- vert viðtal við Kristján Benediktsson, borgarfull- trúa Framsóknarflokksins í Reykjavík, þar sem hann fjallar um skýrslu þá um þróun atvinnumála í höfuð- borginni sem Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, kynnti á blaðamannafundi fyrir nokkrum dögum,- Kristján Benediktsson seg- ir í viðtali þessu, að skýrslan sé kærkomið framlag og segir orðrétt: „Það er vitanlega rétt, sem kemur fram í skýrslunni, að opinberar lánastofnanir hafa ekki lánað nægilega mikið til höfuðborgarsvæð- isins, sem aftur hefur leitt til þess að t.d. útgerðar- menn á þessu svæði eru ekki samkeppnisfærir við þá, sem úti á landi búa og á þetta sérstaklega við eftir að draga fór úr fiskigengd. Bátar hafa þá flutt sig til staða, sem liggja betur við landfræðilega, eins og til Grindavíkur og Keflavík- ur“. Þessi ummæli Kristjáns Benediktssonar eru þess verð, að eftir þeim sé tekið, enda talar hér sá borgar- fulltrúi úr röðum minni- hlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, sem einna mesta reynslu hefur á sviði borgarmála. 1 hinum til- vitnuðu orðum tekur Kristján Benediktsson undir þá staðhæfingu, sem m.a. var sett fram hér i Morgunblaðinu fyrr á þessu ári og borgarstjórinn í Reykjavík undirstrikaði einnig á blaðamannafundi sínum á dögunum, að við ráðstöfun fjár á vegum opinberra aðila hefur ekki verið hugað nægilega vel að atvinnufyrirtækjum í Reykjavík. Þessi orð Kristjáns Benediktssonar eru þeim mun meira fagn- aðarefni vegna þess, að þau ættu að sannfæra þá íbúa | landsbyggðarinnar, sem hafa sýnt tortryggni vegna umræðna um þessi mál á undanförnum mánuðum, um, að hér er um raun- verulegan vanda að ræða í Reykjavík, sem takast verður á við og að þessar umræður eru ekki sprottn- ar af illvilja eða öfund í garð annarra byggðarlaga. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan litið á sig sem dreifbýlisflokk fyrst og fremst og þegar helzti tals- maður þess flokks í borgar- stjórn Reykjavíkur tekur svo eindregið undir þau sjónarmið, sem fram komu hjá borgarstjóra á blaða- mannafundinum og einnig hafa verið reifuð hér á síð- um Morgunblaðsins, er það ] orðið býsna langsótt að telja slíkar skoðanir merki um fjandskap við strjálbýl- ið. Kristján Benediktsson hefur því með yfirlýsingu sinni stuðlað að auknum skilningi milli íbúa í þétt- býli og dreifbýli á þeim vanda, sem staðið er frammi fyrir í atvinnumál- um Reykjavíkur og ber að þakka það. En ummæli borgarfull- trúa Framsóknarflokksins eru einnig mikilsverð af öðrum ástæðum. Þau benda til þess, að víðtæk pólitísk samstaða geti tek- izt innan borgarstjórnar Reykjavíkur um nauðsyn- legar aðgerðir í atvinnu- málum til þess að efla framleiðslugreinar at- vinnulífsins í höfuðborg- inni. Hér er um svo þýð- ingarmikið mál að ræða fyrir Reykjavík, að miklu skiptir auðvitað að sam- staða verði í æðstu stjórn borgarinnar um viðbrögð við hinum nýja vanda. Með ummælum sínum í viðtali við Tímann í fyrradag hef- ur Kristján Benediktsson lagt sitt af mörkum til þess að svo megi verða. Stórátak í samgöngumálum Fólk, sem ferðazt hef- ur um landið á þessu sumri, kvartar mjög undan ástandi veganna. Sumir ganga svo langt að segja að ásigkomulag veganna sé j stórhneyksli. Það er út af í fyrir sig afskaplega gagn- legt fyrir íbúa þéttbýlis- kjarnans á suðvesturhorn- inu að kynnast ástandi veg- anna, þegar þeir leggja land undir fót að sumar- lagi. Það verður til þess að efla skilning þessa hluta, þjóðarinnar á þörfum og| óskum íbúa landsbyggðar-1 innar um aukið fé til vega- framkvæmda, stóraukið fé. Þéttbýlisfólkið kynnist þessum vegum í sumar- leyfisferðum. Lands- byggðarfólkið býr hins vegar við þessa vegi allt árið um kring og auðvita'* eru þeir hátíð að sumarlagi hjá því, sem er á vetrum. En greiðar samgöngur eru í dag mikilvægasta hags- munamál dreifbýlisins eft- ir þá miklu áfanga, sem náðst hafa í atvinnuupp- byggingu. Eftir að hafa ferðazt um landið í sumar skilja bifreiðaeigendur á suðvesturhorninu betur nauðsyn þess að leggja fé f vegina víðs vegar um land- ið. Við þurfum að gera stór- átak í samgöngumálum á næstu árum. Þeim fram- kvæmdum, sem hófust við lagningu varanlegs slitlags á vegina í ráðherratíð Ingólfs Jónssonar, hefur ekki verið fylgt nægilega fast eftir. Varanlegt slitlag á hringveg um landið er stórkostlegt verkefni, sem mundi gjörbreyta aðstöðu fólks um land allt. j Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<Laugardagur 6. ágúst> Að kasta steinum úr glerhúsi Ástæða er til að lýsa yfir stuðn- ingi við afstöðu íslenzku sendi- nefndarinnar á þingi alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, sem skýrt var frá í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag. Þar var gerð aðför að skákmönnum eins ríkis, Suður- Afríku, og þeir sem að henni stóðu eiga það ýmsir sameiginlegt að kasta steinum úr glerhúsi. Það er rétt, sem forseti Skáksambands Islands sagði í ræðu sinni á þing- inu, að mikill voði steðjar að FIDE vegna þeirra stjórnmála- átaka, sem þar fara nú fram. Kröftum og peningum er eytt í þessi átök, en skáklistin látin sitja á hakanum. Hvað leiðir þetta af sér — leysir það öll vandamál að reka skákmenn Suður-Afriku endanlega úr samtökunum, eða verður það upphafið að nýjum hjaðningavígum? Það var rétt af- staða hjá íslenzku sendinefndinni að fara hægt I sakirnar og taka ekki þátt í þeim leik að æpa ókvæðisorð að skákmönnum eins ríkis, á sama tima og þeir sem hæst láta eru margir hverjir full- trúar einræðisstjórna, jafnvel blóðhunda svo illvígra, að Suður- Afríka er ekki einu sinni hálf- drættingur við þá, sem verstir eru. Skinhelgi og hræsni þessara manna er með þeim hætti, að það vekur ugg og viðbjóð með hverj- um heiðarlegum lýðræðissinna. Forseti Skáksambandsins benti réttilega á, að íslenzka ríkisstjórn- in hefur fordæmt kynþáttstefnu Suður-Afríkustjórnar og sýnt hug sinn í verki í atkvæðagreiðslum á þingi S.Þ. Þessa stefnu hefur Morgunblaðið stutt. Kynþátta- stefna Suður-Afríkustjórnar hef- ur vakið viðbjóð og er tíma- skekkja nú á dögum. Við getum kynnzt henni af bókum, m.a. verk- um Alan Patons, sem þýdd hafa verið á íslenzku og áhrifamikil var ádeilan, sem Lilla Teatern flutti á leiksýningum sínum á listahátíð. En stjórnarstefna er eitt, skákmenn og íþróttamenn annað, eins og kom fram í um- ræðunum m.a. hjá forseta Skák- sambands Austurríkis, sem tók sömu afstöðu og íslenzku full- trúarnir. Auðvitað á að leyfa Suð- ur-afriskum skákmönnum að taka þátt í félagslegu starfi FIDE, þótt þeim sé meinuð keppni á vegum sambandsins. Það er nóg refsing, ekki sízt þegar tekió er mið af þvi, að fulltrúar fjölda einræðisríkja taka þátt i keppni á vegum FIDE, s.s. Sovétríkjanna og annarra kommúnistarikja, Chile, Argentínu og annarra fasistískra ríkja með öfgastjórnir herfor- ingja til hægri, hálfgerðra ein- ræðisrikja eins og flestra Araba- landa og Afríkurikja, sem hafa afnumið lýðréttindi og lýðræðis- legar kosningar o.s.frv. Skinhelgi og hræsni einkenna okkar tíma 1 framhaldi af þessu má minna á nokkur ógnvekjandi dæmi um, hvernig umhorfs er i heiminum á þeim umbrotatímum, sem við lif- um. Að vísu eru þau dæmi, sem minnzt verður á. ekki viðurkennd opinberlega af S.Þ. og því eru þau liklega markleysa í margra aug- um. Skinhelgi og hræsni ein- kenna okkar tíma umfram annað. Við skulum þessu sinni lita fram- hjá svo augljósum hlut sem skerð- ingu mannréttinda i einræðisríkj- unum t.a.m. kommúnistaríkjun- um, og láta óblíð örlög útlaga eins og Kortsnojs liggja milli hluta, svo mjög sem á þau hefur verið minnt góðu heilli. (Það hefur lík- lega bjargað lífi þeirra margra), en staldra til tilbreytingar og af gefnu tilefni við önnur atriði, sem lftið eða ekkert hefur verið minnzt á. Þó má tiunda til gamans þau öfugmæli eins fulltrúa kommúnistarikis á mannréttinda- fundi hjá S.Þ. að land hans haldi nú senn upp á 60 ára byltingar- afmæli sitt án þess nokkurt mann- réttindabrot hafi verið þar framið þessi sömu 60 ár. Þessu reyna vist ýmsir að trúa, en hafa þó ekki orðið meiri menn af. Á íslandi hafa vondar fréttir úr Sovét- rikjunum til skamms tíma verið kallaðar Morgunblaðslygi. Nú er slík Morgunbiaðslygi jafnvel far- in að síast inn i málgögn kommún- ista. Sovétríkin og hálfnýlendur þeirra eru ekki lengur, a.m.k. ekki í orði, það fyrirheitna land, 1 sem áður þótti. Mannréttindayfirlýsing S.Þ. var samþykkt 10. des. 1948. Frá þeim tima hefur aðeins verið viðurkennt af S.Þ. eitt vandamál, • sem snertir mannréttindi, þ.e. kynþáttastefna Suður-Afríku: Apartheit. Öðrum vandamálum vegna mannréttinda er vist ekki til að dreifa hjá S.Þ. Þau eru þá i raun og veru ekki til, a.m.k. ekki opinberlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 172. tölublað (07.08.1977)
https://timarit.is/issue/116860

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

172. tölublað (07.08.1977)

Aðgerðir: