Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.10.1977, Blaðsíða 32
KRUPS Rafmagns heimlifstaeki fást um allt land Jón Jóhannesson & Co. s. f. Símar 26988 og 15821 jrcgtcnMftfrifr AUíiLYSINGASIMINN EK: SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1977 Háhymingamir áttu að fara flugleiðis til Amsterdam VÉLBATURINN Guðrún kom í íí*rmorf;un til (jlrindavíkur með tvo háh.vrninfía, eins os þrif?Rja ára, sem höfðu fengist á slóðum reknetabáta um 10 mílur út af Hornafirði fyrr i vikunni. Alls veiddust fimm háhyrning- ar, en þremur var fljótlega sleppt. Á leiðinni frá Hornafirði til Grindavíkur hrepptu fiskimenn- irnir hið versta veður og við Vest- mannaeyjar komst vindhraði upp í 10 vindstig. Eitthvað urðu dýrin í gærkvöldi miður sín við þessi læti en voru að mestu búin að ná sér þegar til Grindavíkur kom. Háhyrningarnir sem i fyrstu voru geymdir í girðingu í Grinda- víkurhöfn átti samkvæmt fréttum í gær að fara utan með Boeing þotu Flugleiða til Amsterdam seint í gærkvöldi. En vélbáturinn Guðrún mun nú halda þessum veiðum áfram í von um að hægt verði að veiða fleiri dýr. Millilendir Concorde hér á leiðinni París-Tokyo? I BLAÐINU Aviation Week var nýlega frétt um það að franska flugfélagið Air France hygðist sækja um lendingarleyfi á Kefla- víkurflugvelli fyrir Uoncorde, hina hljóðfráu farþegaþotu sína á flugleiðinni Parfs — Japan. Sam- kvæmt upplýsingum Leifs Magn- ússonar aðstoðarflugmálast jóra hefur ekkert frekar heyr/.t um þetta mál og hefur engin umsókn borizt frá Air France. í áðurnefndu tímariti er getið ástæðunnar fyrir því, að Air France hyggst óska eftir lendíng- arleyfi á Keflavíkurflugvelli og segir blaðið hana vera þá að Sovétríkin hafi neitað þotunni um lendingarleyfi í Síberiu á þessari áætlunarleið. Þess má og geta að fyrir nokkrum árum kom fram á Alþingi tillaga um að hljóðfráum þotum yrðf bannað að fljúga í íslenzkri lofthelgi með Seldi 80 tonn af rækju fyrir 30 millj. RÆKJUSKIPIÐ Dalborg frá Dal- vik seldi 80 tonn af rækju í Gauta- borg í vikunni fyrir um það bil 30 millj. kr., eða um 375 kr. fyrir hvert kg. Hér á landi voru greidd- ar um 135 kr. fyrir kg upp úr sjó fram að 1. okt. Þetta er fyrsta söluferð Dalborgarinnar, en sam- ið var um kaupverðið hér heima. Danskir aðilar keyptu rækjuna og kom fulltrúi þeirra til Islands til þess að semja um kaupverð og kanna sýnishorn áður en skipið Framhald á bls. 13 meiri hraða en hljöðhraða. Ekki mun tillaga þessi hafa náð fram að ganga. „Rubens orðinn superstar Belga” „RUBENS er orðinn superstar Belga og annað eins æði vegna málverkasýningar hef ég aldrei upplifað", skrifar Bragi Asgeirsson listmálari og gagn- rínandi frá Brússel. Á blaðsíð- um 46 og 47 í blaðinu í dag segir Bragi lesendum frá Rubens- sýningunni i Antwerpen. I bréfinu segir Bragi að þús- undir manna standi daginn út og daginn inn í biðröðum fyrir framan sýningarsalinn og lög- regla þurfi að halda uppi röð og reglu. Og sama sagan sé fyrir framan heimili hans, kirkjur sem hann skreytti og alls staðar, þar sem eitthvað sé til minja um Rubens, séu bið- raðir. „Allt er helgað Rubens i Belgíu, Rubens bjór, Rubens þetta og Rubens hitt“ segir Bragi. Byrjað að setja upp hreinsibúnaðinn í Straumsvík: Nýjasta kostnaðar- áætlun 7500 mi]ljónir VINNA er hafin af fullum krafti við hinn nýja hreinsi- búnað í álverinu í Straumsvík, en íslenzk heilbrigðisyfirvöld samþykktu nýlega áætlun Isals um mengunarvarnir í verk- smiðjunni og nágrenni hennar. Búið er að b.vggja yfir sex ker af 280 í verksmiðjunni og inn- an skamms verður væntanlega byggt yfir 14 ker til viðbótar. Verkinu verður sfðan haldið áfram í áföngum og fyrsta eiginlega hreinsistöðin, sem varnar því að flúorsamhiind berist út í andrúmsloftið mun væntanlega taka til starfa um Framhald á bls. 30. Vélbáturinn Guðrún kom til hafnar I Grindavík I gærmorgun meðtvo háhyrninga og sýnir myndin þegar verið er að koma öðrum þeirra fyrir í sérstakri háhyrningagirðingu. Ljósmynd Mbl. Guð- finnur. Sjö ára drengur slasast í umferðmni SJÖ ára drengur varð fyrir bif- reið á Kötlufelli í Breiðholti um áttaleytið í fyrrakvöld. Hann slasaðist mikið, m.a. fótbrotnaði hann og handleggsbrotnaði. Þá varð 21 árs gamall maður fyrir bifreið á Sigtúni um hálftvö- leytið i fyrrinótt. Hann meiddist eitthvað á höfði. Hann og drengurinn voru báðir lagðir inn á Borgarspítalann. Landsbank- inn ræðir við bjóðendur í Hjalteyri LANDSBANKI íslands hefur enn ekki tekið afstöðu til tilboða, sem borizt hafa í huseignir þær, sem bankinn á á Hjalteyri. Samkvæmt upplýsingum Helga Bergs banka- stjóra verða tilboðin könnuð nán- ar með viðræðum við bjóðendur til þess að fá nánari skýringar og samræmingu, þar sem þau rákust hvert á annað i ýmsum atriðum eins og gengur og gerist í slíku máli. Er búizt við að næsta vika fari í að skoða þessi mál. Deila ríkisins og BSRB: Nær verkfallsheimild laganna til starfsmanna utan félaga? AGREINNGUR er uppi milli ríkisvaldsins og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, hvernig fara skuli með á annað þúsund opin- bera starfsmenn, sem ekki hafa beina félagsaðild að félagasam- tökum innan bandalagsins og er því áhorfsmál, hvort lögin um kjarasamning Bandalags starfs- manna ríkisins nái yfir þetta fólk. Af þessum sökum hefur banda- lagið, að sögn Einars Úlafssonar, formanns Starfsmannafélags ríkisstofnana, ákveðið að láta þetta fólk greiða atkvæði utan kjörstaðar um sáttatillöguna þ.e.a.s. atkvæðum þess verður haldið utan við atkvæði annarra, en síðan verða þau úrskurðuð. Ef úrskurðurinn verður síðan and- stæður BSRB, hljóta almennar verkfellsreglur að gilda fyrir þetta fólk og það geta boðað verk- fall með 7 daga fyrirvara — sagði Einndar. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins taka lög nr. 29 frá 1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja til allra opinberra starfs- manna, sem eru félagar í BSRB eða félagi innan þess. Lög þessi veita BSRB heimild til verkfalls- aðgerða, en ekki eru allir félagar i BSRB, þótt þeir standi utan Bandalags háskólamanna. Starfs- mannafélag ríkisstofnana, sem er eitt stærsta félag innan BSRB hefur t.d. ákvæði I lögum sinum að enginn verði þar félagi, nema hann hafi sent skriflega inntöku- beíðni til félagsstjórnar, er tekur hana til úrskurðar og ræðst ekki um aðild fyrr en viku eftir að trúnaðarráðsfundur hefur fjallað um úrskurðinn. Taisvert á annað þúsund ríkisstarfsmanna, sem látnir hafa verið greiða félags- gjöld til Starfsmannafélags ríkis- stofnana munu eigi hafa þar félagsaðild og því eigi verkfalls- rétt að mati fjármáiaráðuneytis- ins. Starfsmenn þessir eru heldur ekki félagar I BSRB, þar sem heimild til einstaklingsaðildar nær aðeins til þeirra samkvæmt lögum bandalagsins, sem ekki eiga rétt til aðildar að neinu bandalagsfélagi. Því litur fjár- málaráðuneytið svo á að lög nr. 33 frá 1915 um bann við verkvöllum opinberra starfsmanna nái væntanlega til þessara starfs- manna. Einar Ólafsson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana sagði I viðtali við Morgunblaðið I gær, að eftir úrskurði fjármála- ráðuneytisins eða sáttasemjara, þá væru því miður líklega 1.000 manns innan BSRB, sem ekki falla beint undir lögin, sem heim- ila verkfallsrétt. Hann kvað þetta fyrst og fremst snerta sitt félag og þá starfsmenn, sem vinna hjá sjáifseignarstofnunum, Iíknar- stofnunum og öðrum hálfopinber- um stofnunum. Nýtur þetta fólk Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.