Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÖBER 1977 Afmæliskveðja: Þórður Olafsson frá Odda 75 ára Þcuar við nokkur systkinin saman heimsóttum Þórð og Stínu í Odda á Njálsgötuna í vor, þá var að visu gengið úr skugga um að Þórður er fæddur 5. október 1902. Því myndi enginn trúa sem manninum mætir og veit ekki bet- ur. Svo ungur er hann i anda og snöf'urlegur í framgöngh að ætla mætti að þar færi íimmtugur, og varla grátt hár á hans höfði. Á hann þó langan og annasaman RAÐHÚS í SELÁSHVERFI Hef fengið til sölumeðferðar raðhús í Selás- hverfi. Húsin verða afhent fullfrágengin að utan, en tilbúin undir tréverk að innan. Afhend- ingartími verður í október 1 978. Frekari upplýsingará skrifstofunni. Lögfræðiskrifstofa Vilhjálms Árnasonar, Iðnaðarbankahúsinu Lækjargötu 12, Reykjavík. Símar: 24635 — 16307. Fjárfesting Til sölu tvær samliggjandi 2ja herb íbúðir á 7. hæð í lyftuhúsi við Kríuhóla. Verð pr. ibúð kr. 6 millj Áhvílandi á íbúð ca. kr. 750 þús. Lausar eftir 3 mán Austurstræti 7 síma 20424 — 14120 sölustj Sverrir Kristjánsson viðskfr. Kristján Þorsteinsson. Heima: 42822. ------29555---------- OPIO VIRKA DAGA FRÁ 9 — 21 UM HELGAR FRÁ 13—17 LJÓSHEIMAR 65 FM Góð 2 herb. íbúð á 5. hæð. Sérlega gott útsýni. Útb. 5,5 m. HÁALEITIS- HVERFI 80 FM Mjög falleg 2 herb. ibúð á jarð- hæð. Útb. 5,5 m.illj. ÞÓRSGATA 65FM 2ja herb. íbúð á 3. hæð. íbúð- inni fylgir óinnréttað ris, ca. 45 fm. Útb. 4 millj. ÁLFASKEIÐ 89 FM Goð 3ja herb. íbúð á 4. hæð. Falleg innrétting í eldhúsi. Útb 5,5—6 millj. ARNARHRAUN 90 FM Sérlega góð 3ja herb. íbúð í fallegu húsi. Stórar suðursvalir. Útb. 7 millj. BLÓMVALLA GATA 70 FM 3ja herb. ibúð á 2. hæð. Verð tilboð. Útb. 5 millj. LÆKJARKINN 95 FM Mjög góð íbúð á 2. hæð i tví- býlishúsi með 2 aukaherb. i kjall- ara. Vestur svalir. Ný teppi. Bíl- skúr 22 fm. Góð eign. Útb. 7 millj. LAUFVANGUR 90 FM Góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Góðar suðursvalir. Búr og sérþvottur inn af eldhúsi. Útb. 6 — 6,5 millj. SEL TJARNARNES 60 FM Mjög snotur 3ja herb íbúð á 1. hæð í tvíbýlishúsi. Sér inngang- ur. Eignarlóð. Útb. 5 — 5,5 millj. Verð tilboð. SUÐURGATA 65 FM 3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi með stórum bilskúr. Útb. aðeins 3.5— 4 millj. ÚTHLÍÐ 90 FM Sérlega góð 3ja herb. kjallara- íbúð. Nýjar innréttingar. Sér hiti. Verð 9,5 millj. Útb. tilboð. ÁLFASKEIÐ 122 FM Mjög snyrtileg og rúmgóð enda- íbúð á 1. hæð. 2 svalir í austur og vestur. Þvottur og búr inn af eldhúsi. Bílskúr ca. 25 fm. Útb. 8.5— 9 millj. BREIÐHOLT Mikið úrval af góðum 3 — 5 herb. íbúðum með hagstæðum útobrgunum. HÁALEITIS BRAUT 100FM Sérlega góð 4 herb íbúð á 1. hæð. Suðursvalir, góð teppi og góðar innréttingar. Útb. 8 millj. NÝBÝLA VEGUR 90 FM Góð íbáð 4 herb. á 2. hæð. Bílskúr. Falleg sameign. Tilboð. FAGRA- BREKKA 110 FM Sérlega falleg 5 herb. íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi. Suður svalir. Tilboð. BLESUGRÓF 140 FM Mjög gott einbýlishús. Innrétt- ingum ekki að fullu lokið. Réttur fyrir 40 fm. bílskúr. Útb. 12 m. Verð tilboð. YRZUFELL 135FM Gott raðhús á 1. hæð Innrétt- ingar í sérflokki. Bilskúr i smið- um. Tilboð SELJENDUR ATHUGIÐ: OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SÖLUSKRÁ. SKOÐUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS OPIÐ FRÁ 9—21. EIGNANAUST Laugavegi 96 (vi3 Stjörnubíó) Sími 2 95 55 SOH'M. Hjrtrtur (lunnarsson. Lárus HolKason. Svoinn Froyr ævidag að baki. Virtist okkur setn Elli kerlirtg hefði lítt fengið fangs á karli allt frá því sem við skild- umst við hann í túninu heima í Ögurvík fyrir nær hálfum fjórða tug ára. Alltaf er jafn ánægjulegt að hitta þau hjón að máli, hvort heldur er heim að sækja eða á Djúpmannamótum, þar sem fund- um okkar hefir tfðast borið saman hin síðari árin. Hjá þeim situr gleðin og góðsemin í fyrirrúmi, enda verið miklar gæfumanneskj- ur sér og sínum. Allar bernskuminningar mínar eru svo nátengdar þessu fólki að gengur næst foreldrUm minum og systkinum. Mestu mennirnir í mínum augum voru auðvitað þeir faðir minn og Þórður í Odda. Svo er að vísu enn þann dag i dag, enda maðurinn fastheldinn á þær fornar dyggðir sem hann kann. Hver hefði enda átt að þoka þess- um köppum úr þeim sessi? Rammfslenzkari mönnum hefi ég ekki kynnzt um dagana og er það dýrasta hrósyrði í orðasjóði mín- um. Þórður fæddist að Strandselj- um J Strandseljavík, bæjarleið innar frá Ögurvík, en Ögurhólm- ar skilja víkurnar að. Foreldrar hans voru Ólafur bóndi í Strand- seljum Þórðarson frá Hestfjarðar- koti Gíslasonar og kona hans Guðrfður Hafliðadóttir, sem lengi bjó í Ögri, Jóhannessonar frá Kleifum í Skötufirði. Standa að Þórði hinir traustustu ættstofnar vestfirzkir. Þórður ólst upp í hópi sex systkina, flest nafngreint fólk. Elzt Guðrún, sem giftist Helga Guðmundssyni og bjuggu þau í Unaðsdal. Þau áttu 16 börn er tii manns komust. Djúpmenn voru ekki hjátækír sér í þeim efnum fremur en öðrum. Þá Haf- liði, óðalsbóndi í Ögri, kvæntur Líneik Árnadóttur, Jakobssonar í Ögri. Hafliði er látinn. Þórður var þriðji í röð þeirra systkina. Fjórða er Sólveig kona Hannibals Valdimarssonar. Árni tók við búi á Strandseljum og bjó þar um nokkur ár með móður sinni. Hann flutti síóar til Reykjavíkur og lézt fyrir allmörgum árum mjög um aldur fram. Hann var kvæntur Guðnýju Guðjónsdóttur. Þá er Kjartan starfsmaður Samvinnu- bankans, kvæntur Kristjönu Bjarnadóttur úr Ögurnesi og yngstur systkinanna frá Strand- seljum, sjálfur Friðfinnur for- stjóri Háskólabíós m.m., kvæntur Halldóru Sigurbjörnsdóttur úr Grímsey. Þórður fór kornungur að vinna- fyrir sér sem þá var títt, enda önnur sund þá ekki opin ungum mönnum. Þá var byggð þétt við Djúp. Þeir sem hugðu á búskap áttu ekki góóra eða margra kosta völ, því jarðnæði er lítió. En þeim mun gjöfulla var Djúpið sjálft. Þar var mikil fiskgengd vor og haust og fiskihlaup, sem kallað var, á stundum. A sjóinn lá leið flestra ungra manna og svo var um Þórð. Fyrst 14 ára að heiman á bát föður síns, Þorskinum, undir stjórn mágs síns, Helga i Dal, sem faóir minn segir að hafi verið mestur siglingamaður ein- Krísuvík Óskað er eftir kauptilboði, í fjárhús, með súr- heysturnum, og eins hektara leigulóð í Krísu- vík, eign Hafnarfjarðarkaupstaðar. Tilboðum skal skilað til undirritaðs fyrir kl. 11, mánudag- inn 17. þ.m. Bæjarstjórinn Hafnarfirði. ÞURF/Ð ÞÉR HÍBÝLÍ if Reynimelur 2ja herb. nýleg ibúð i þribýlis- húsi. Sér inngangur. Sér hiti. if Fossvogur 2ja herb. falleg ibúð. Sér garður. ■jr Fossvogur Raðhús á einni hæð með bilskúr. if Grindavík Raðhús 120 fm. auk bilskúrs. Verð kr. 12 millj. Útb. 6 — 7 millj. Skipti á ibúð i Hafnarfirði koma til greina. ýf í smíðum 3ja herb. I Vesturborginni. if Gamli bærinn 3ja herb. 3ja herb. ibúðir útb. 4 til 5 millj. Lausar strax. if Sérhæðir m/bílskúr Við Rauðalæk, Goðheima. if 4ra, 5 og 6 herbergja íbúðir Við Meistaravelli, Fellsmúla, Breiðholt. if 3ja herb. Hjarðarhagi, Kvisthagi, Blóm- vallagata, Hlaðbrekka. ÍC Garðabær Fokhelt einbýlishús með gleri, 2. hæð, 180 ferm. 1. hæð 2ja herb. ibúð og bilskúr. Húsið er á einum fallegasta stað i Garðabæ. if Miðtún—Einbýlish. Einbýlishús með bilskúr. HIBÝLI & SKIP Garðastræti 38 Sími 26277 Gísli Ólafsson 201 78 Jón Ólafsson lögmaður * & 26933 Miðvangur 2ja herb. 65 fm. íbúð á 3. hæð. Falleg eign. 5 millj. Utb Gautland 3ja herb. 100 fm. ibúð á 2. hæð. Vönduð eign. Laus strax. Verð um 12 millj. Seljavegur 3ja herb. 80 fm. ibúð á 1. hæð i nýlegu húsi. Vönduð ibúð. Útb. um 7.5 millj. Flúðasel 4ra herb. 107 fm. ibúð á 3. hæð, ný nær full- búin ibúð. Verð 10.7 millj. Tjarnarból 4—5 herb. 117 fm. íbúð á 1. hæð. Vönduð eign. Bilskúr. Verð um 14.5 millj. Skildinganes 800 fm. sjávarlóð besta stað. Eignarlóð Verðtilboð óskast. a a A & * a 4. ;aðurinn í Austurstrnti 6. Slmi 26933. * Jón Magnússon hdl hver við Djúp. 18 ára að aldri tók Þórður við formennsku á Asu, skipi Hermanns Björnssonar i Ögurnesi. Sjálfs sín í útgerð verður Þórður um 25 ára aldur og allar götur þar til fokið var í skjól- in í Ögurvfk og hann fluttist á brott með fjölskyldu sina. Hinn 15. september 1928 kvænt- ist Þórður Kristínu Helgadóttur f. 9. janúar 1904. Kristín er Helga- dóttir bónda á Skarði í Skötufirði, Einarssonar á Hvítanesi, Hálf- dánarsonar prests á Eyri í Skutulsfirði. Kona Helga og móð- ir Kristinar var Karitas Daðadótt- ir hins rika á Borg i Skötufirði. Þau Þórður og Kristín byggðu bæ sinn i Ögurvik 1928 og nefndu Odda. Hann stóð hið næsta æsku- heimili mínu, sem hét Svalbarð. Nú finnast ekki lengur mörg merki um það mannlíf sem þarna var. Grunnar húsanna eru nú undirstaða þjóðvegarins, sem þar liggur um, en varirnar, þar sem bátum var ráðið til hlunns, má þó enn greina. Lítill lækur rann milli bæjanna þangað sem vatn var sótt og sér hans að vísu enn stað. Sam- gangur var auðvitað mjög mikill milli þessara heimila og áttum við Helgi í Odda oft mikilvæg erindi hvor við annan. Hitt vissi ég ekki fyrr en Halldór i Ögri sagði mér í sumar að við Helgi værum komn- ir í raðir þjóðsagnapersóna vestur þar fyrir ýmis ótalin frægðarverk á unga aldri, misjafnlega til þess fallin að auka hróður viðkomenda sem löghlýðinna borgara. Að vísu vorum við framtakssamir og framfarasinnaðir einnig. Hófum til að mynda fiskeldi í litla lækn- um okkar með silungaseiðum sem við fluttum í vatnsfötum úr Ögurá. Mest höfðum við þó að vinna i þágu réttlætisins. Einkum og sér í lagi að hefna þess órétt- lætis, sem við töldum okkur ævin- lega sýnt, og að ófyrirsynju, náttúrulega. Þeim Kristínu og Þórði varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Helgi Guðjón, verkfræðingur, kvæntur Þorgerði Mortensen, ættaðri úr Færeyjum, og eiga þau 4 börn; Guðrún, kennari, og á hún 2 uppkomin börn; Cecilia, skrif- stofumaður og á hún uppkominn son og yngst Þórunn, ekkja Hjálmtýs Péturssonar, og á hún tvö börn. Auk þess ólu þau Kristín og Þórður upp frá unga aldri Sigurð Guðmundsson, ættaðan úr Bol- ungarvik. Sigurður er giftur Kristínu Einarsdóttur og eiga þau 5 börn. Hann er 1. stýrimaður á togaranum Vigra. Fyrsta skipið, sem Þórður eign- aðist var fjögurra manna far og nefndist Guðný. En 1930 festir hann kaup á 2‘A tonna vélknúnum þilfarsbáti, sem nefndist Sleipnir og var smíðaður í Bolungarvik af hinum fræga bátasmið Fal Fals- syni. Sleipnir þótti þó ekki með beztu bátum í sjó að leggja af bátum Fals, en ekki kom það að sök meðan Þórður í Odda hélt um stjórnvölinn. Honum farnaðist alla tíð hið bezta og sigldi skipi sinu ávallt heilu úr höfn og í. Á þessum árum var fjölskrúð- ugt mannlíf við Djúp og fjöl- menni sjálfsagt meira en bæði fyrr og síðar. Einar Guðfinnsson í Bolungarvík rak þá fiskverkunar- stöð í Ögurvík, í Salthúsinu svo- nefnda, en þá var allur fiskur verkaður í salt. Hefi ég fyrir satt að árið 1939 hafi 17 bátar lagt upp afla i Ögurvík. Árið 1940 mun Einar hafa rifið húsið, enda voru þá hafin fiskikaup af skútum og skipum til Englandssiglinga við hækkandi verði. A sólbjörtum degi vorið 1943 brann Oddi til ösku á andartaki. Þórður fékk þá inni fyrir fjöl- skyldu sína í Ungmennafélags- húsinu og dvöldu þau þar til vors 1944. Þótt það komi ekki þessu máli við, skal þess getið, að Ung- mennafélagið i þessari sveit gekk ekki í Ungmennasamband íslands af því sem menn treystust ekki til að ganga undir bindindisheitið. Var þó afar lítið öl haft um hönd nema kannski maður og maður með hoffmannsdropa í réttum og einhver leki liklega, þegar sæ- garpar úr Bolungarvik komu á Ögurball að fá sér snúning. Vorið 1944 flyzt fjölskyldan bú- Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.