Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1977 31 TOPPLIÐIN í ensku 1. deildinni voru í eidlínunni í gærkvöldi en þá voru leiknir fimm ieikir í deildinni. Aðeins Nottingham Forest vann og hefur liðið nú tveggja stiga forystu í 1. deild. tJrslitin urðu þessi í gærvköidi: 1. deild: Arsenal — Liverpool Coventry — Mancherster City Everton — West Bromwieh Nottingham Forest — Ipswich Wolverhamton — Derby 2. deild: Bolton — Blackburn Blackpool — Crystal Palace Bristol — Mansfield Charlton — Brighton Fulham — Burnley Hull — Tottenham Luton — Millwall Oldham — Stoke Sheffield Utd — Notts County Southamton — Orient 0:0 4:2 3:1 4:0 1:2 4:2 3:1 Rovers 3:1 4:3 4:1 2:0 1:0 1:1 4:1 1:0 Sunderland—Cardiff 1:1 Uppgangur Nottingham er með ólíkindum og stórsigur liðsins yfir Ipswich sýnir að þarna er gott lið á ferð. Peter White miðherji liðsins var heldur betur á skot- skónum, skoraði öll fjög- ur mörkin. Mick Ferguson skoraði þrjú af mörkum Coventry og Ian Wallace eitt þegar liðið vann toppliðið Manchest- er City óvænt. Mörk City skoruðu Dennis Tuert og Peter Barnes. Fimm leik- menn voru bókaðir. Mörk Everton skoruðu Higgins, Layons og Latchford. Derby vann nú sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. Á mánudag- inn fór fram einn leikur, Middlesbrough vann West Ham 2:0 í Lundún- um. Páll Ólafsson skorar mark gærkvöldi. Ljósm. Rax. tslands gegn Wales úr vítaspyrnu í leiknum f JAFNTEFLIÐ NÆGIR UNGLINGUNUM VARLA lSLENZKA unglingalandsliðið f knattspyrnu gerði í gærkvöldi jafntefli við Walesbúa á Laugardalsvellinum. Úrslitin urðu 1:1 eftir marklausan fyrri hálfleik. Markakóngur 2. deildar í ár, Páll Ölafsson úr Þrótti, skoraði fyrir ísland f byrjun seinni hálfleiksins úr vftaspyrnu. Leit lengi vel út fyrir fslenzkan sigur f leiknum, en aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok tókst M. Gray, leikmanni með Swansea, að jafna með glæsilegu marki. Fast skot hans af 20 metra færi fór f samskeyti íslenzka marksins uppi, óverjandi fyrir snjallan markvörð fslenzka liðsins, Guðmund Baldvinsson úr Fram. höfðu velsku piltarnir haft und- irtökin í leiknum, þó þeir léku gegn kaldanum í Laugardaln- um. Leikmenn liðsins voru greinilega mjög vel þjálfaðir, líkamlega sterkir og gáfu ekki eftir um þumlung. í seinni hálf- leiknum átti maður von á að Walesmennirnir tækju völdin í leiknum, en svo varð þó ekki. tslenzka unglingalandsliðið Geir Hallsteinsson var drjúgur við að skora á Akranesi í gær- kvöldi og gerði 7 mörk. Þar sem íslenzka liðinu tókst ekki að knýja fram sigur í þess- um leik verður að telja hæpið að liðið komist áfram í Evrópu- keppni unglingalandsliða. Var þessi leikur fyrri Ieikur islands og Wales, síðari leikurinn verð- ur í Wales eftir mánuð. Úrslit Evrópukeppni unglingalands- liða fara síðan fram i Póllandi á næsta vori og hefur island átt góða fulltrúa þar undanfarin ár. Heldur eru litlar líkur á að það takist að þessu sinni — en þó ekki útilokað. Leikur unglinganna i gær- kvöldi byrjaði eins og slikir leikir gera gjarnan, leikmenn beggja liða þrúgaðir af tauga- spennu og mikið um óná- kvæmni. Er leið á leikinn lagað- ist knattspyrnan og voru Wales- búarnir fyrri til að átta sig. Sóttu þeir nokkuð grimmt og átti landinn í vök að verjast. Eftir um stundarfjórðung fóru strákarnir þó að finna sig og átti Páll Ólafsson þá tvívegis markskot, en i bæði skiptin illa Rlemmdur innan vitateigs, þannig að lítið varð úr skotum hans. Fyrri hálfleikurinn leið án þess að mark væri skorað og hefur greinilega fehgið fyrir- skipanir um að taka af hörku á móti andstæðingunum og gefa þeim ekkert. Varð leikurinn til muna grófari í seinni hálfleikn- um og strax á þriðju mínútu hálfleiksins skoraði Páll Ólafs- son. Var dæmd vitaspyrna á Wales er knötturinn hrökk í hönd eins leikmanns liðsins innan vítateigs. Var um greini- legt óviljabrot að ræða, en Adamson, sæmilegur skozkur dómari leiksins, gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. Skot Páls var fast og öruggt í hornið hægra megin, ísland hafði tek- ið forystu 1:0. Leið nú og beið, Walesmenn sóttu heldur meira sem áður. Arnór Guðjohnsen sýndi oft stórskemmtileg tilþrif f leiknum í gærkvöldi. en islenzka liðið varðist vel. Eftir leið varnarmistök á 39. minútu háifleiksins kom jöfn- unarmark Wales. Hafði einn leikmaður islenzka liðsins verið að dóla með knöttinn við víta- teig, missti hann frá sér. Wales- menn náðu knettinum, gefið var á Gray, sem skoraði með föstu skoti i samskeytin af um 20 metra færi eins og áður sagði. Staðan 1:1 og eftir þetta gerðist ekkert markvert. Beztu leikmenn islenzka liðs- ins að þessu sinni voru þeir Guðmundur Baldvinsson mark- vörður, sem varði stórvel í leiknum. Arnór Guðjohnsen úr Víkingi er greinilega mikið knattspyrnumannsefni, það fór ekki framhjá neinum í Laugar- dalnum í gærkvöldi. Þegar hann fékk góðar sendingar til að moða úr gerði hann ævin- lega góða hluti og skilaði knett- inum á fætur samherja sinna, eldsnöggur og laginn leikmað- ur. Af öðrum leikmönnum skulu nefndir þeir Skúli Rós- antsson, ÍBK, og Benedikt Guð- mundsson, UBK, báðir mjög sterkir leikmenn. Lið Islands: Guðmundur Baldvinsson, Benedikt Guð- bjartsson, Pálmi Jónsson, Ágúst Hauksson, Benedikt Guð- mundsson, Skúli Rósantsson, Kristján Olgeirsson, Páll Ölafs- son, Arnór Guðjohnsen, Ingófl- ur Ingólfsson, Helgi Helgason, Ómar Jóhannsson, Þorvaldur Hreinsson. —áij Aðeins tveggja marka íslenzkur sigur á móti fljótum Kínverjum ÍSLENDINGAR unnu tveggja marka sigur á Kínverjum í landsleik þjóðanna í handknattleik á Akranesi í gærkvöldi. Úrslitin urðu 33:31 eftir að Kínverjar höfðu leitt með 16 mörkum gegn 15 í leikhléi. tslenzka liðið lék þennan leik alls ekki vel, en því er þó ekki að neita að kunnátta Kínverjanna kom á óvart. Sérstaklega útfærðu þeir vel hraðaupphlaupin, en skot utan punktalfnu sáust fá sem gáfu þeim mörk í þessum leik. Leika Kínverjarnir í rauninni allt öðru vísi handknattleik en þekkist á Vesturlöndum, harka þeirra er mun minni og lítið lagt upp úr líkamsstyrkleika eins og þar sem handknattleikurinn er orðinn þróaðri. fljótlega góðri forystu og varð hún mest 8 mörk 29:21 og 30:22 er nokkrar minútur voru eftir. Þá dró saman með liðunum og skoraði kirtverska liðið 4 sið- Islendingar skoruðu fyrsta mark leiksins í gærkvöldi, en siðan komu þrjú kinversk mörk. Var aldrei mikill munur á liðunum í fyrri hálfleiknum, en Kínverjarnir yfirleitt fyrri til að skora. Var greinilegt að íslenzka liðið vanmat það kin- verska. I seinni hálfleiknum náðu islenzku leikmennirnir ustu mörk leiksins, en úrslitin urðu 33:31 eins og áður sagði. Islenzka liðið verður örugg- lega ekki dæmt af þessum leik, leikmenn eru greinilega ekki komnir i nauðsynlega þjálfun og virtust hafa takmarkaðan áhuga á leiknum. Var oft á tið- um sem um skotkeppni væri að ræða. Beztu menn liðsins voru þeir Geir Hallsteinsson og Björgvin Björgvinsson. Ahorf- endur að leiknum voru um 650. Mörk tslands: Ólafur Einars- son 7, Geir Hallsteinsson 7, Björgvin Björgvinsson 5, Viggó Sigurðsson 3, Jón Pétur Jóns- son 3, Þorbjörn Guðmundsson 3, Arni Indriðason 2, Þorbergur Aðalsteinsson 1, Þórarinn Ragnarsson 1, Jón Karlsson 1. Markhæstir Kinverja voru Sign Chin Pai 10, Tsign Kou 6, Anschang Hsin 4. Dómarar voru Karl Jóhanns- son og Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdu rétt sæmilega. —SH/—áij ensku deildinni Nottingham með örugga forystu í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.