Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÖBER 1977 17 rætt um meiri fiskkaup þeirra en nú ættu sér.stað, en einnig rætt um iðnaðarvörur með þeim fyrirvara þó að löndin væru samkeppnisfær um verð og gæði varanna. Þá var Geir einnig spurður um hvaða samn- inga sovétmenn hefðu viljað gera, er hann hefði nefnt og sagði hann það vera sérstaka samninga um ræðismenn, iþróttamál, gildi prófskírteina og aukin samráð milli landanna í stað þess að menn hittust og ræddust annað slagið um hin ýmsu málefni, iíkt og ættu sér stað i fiskverndarmálum. Geir Hallgrimsson kvað það hafa verið skoðun sína að heimsókn sem sú, er hann tókst á hendur, ætti ekki að vera vettvangur slíkrar samningagerðar, heldur ætti að gera slika samninga eft- ir eðlilegan faglegan undirbún- ing og ætti þá að taka sjálf- stæða afstöðu til þess, hvort æskilegt væri að á slíkt yrði fallizt. Geir sagði ennfremur um af- vopnunarmálin, að af hálfu so- vétsjórnarinnar hefði verið Iögð á það áherzla, að afvopnun yrði að vera gagnkvæm og sam- hliða, svo að jafnvægið í heim- inum raskaðist ekki. Um mann- réttindamál kvað hann sovét- stjórnina telja að skrif um þau mál á Vesturlöndum væru óábyrg og lil þess eins fallin að efna til nýs kaldastriðs. Geir kvað I þessum efnum Islend- inga og Sovétmenn leggja tvo algjörlega mismunandi mæli- kvarða á málin. Þá var Geir Hallgrímsson inntur e'ftir umsögn, sem hann gaf sovézkum fréttamönnum í Moskvu, þar sem þeir sögðu að hann hefði sagt, að hann vonað- ist til þess að sósialískur iðnað- ur í Sovétrikjunum næði þvi markmiði, sem hann hefði sett sér. Geir kvað þessa fréttamenn ekki hafa haft ummæli sín rétt eftir. Hann kvaðst í viðtalinu hafa sett fram þá ósk, að þjóðir Sovétríkjanna mættu lifa i friði og farsæld samhliða því að þær sköpuðu einstaklingnum mögu- leika á að lifa við einstaklings- frelsi og lifsfyllingu. Þessar óskir kvaðst hann bera i brjósti fyrir Sovétmenn á 60 ára af- mæli byltingarinnar. Þá var Geir Hallgrimsson og spurður um kvistinn á bústað sendi- herra Islands í Moskvu og hvort islenzka rikisstjðrnin hefði eitt- hvað gert til þess að láta kanna, hvað í honum væri. Forsætis- ráðherra kvað ekkert hafa ver- ið fjallað um málið á rikis- stjórnarfundum. Um för sina um Sovétrikin, til Jerevan, Tibilissi og Kiev sagði forsætisráðherra, að hann hefði áður en hann fór í um- rædda för heyrl getið um merkt handritasafn í Jerevan, höfuð- borg Armeníu. Með tilliti til hliðstæðunnar á Islandi hefði hann óskað eftir að koma þang- að. Þá kvað hann Grúsiumenn vera fræga fyrir listræna hæfi- leika og lífsgleði. Hann hefði áður kynnzt Grúsiumönnum i Edinborg fyrir nokkrum árum og þvi hefði honum leikið for- vitni á að koma til Tibilissi. Þá kvað hann Kiev eiga sér nokkra sögu i fornritum Islendinga og hefði sér fundizt forvitnilegt að koma þangað. Annars kvað for- stæisráðherra Sovétrikin vera svo stórt land og viðfeðmt með fjölbreyttum þjóðareinkennum og þvi hefði vissulega verið áhugavert að sjá meira. Loks var Geir Hallgrímsson spurður að því, hvernig Alexei Kosygin hefði komið honum fyrir sjónir. Forsætisráðherra kvað Kosygin vera brosmildari mann en myndir af honum bæru vitni og hann sagði, að þótt þeir hefðu haft mismund- andi skoðanir á ýmsum höfuð- þáttum mála, hefðu viðræðurn- ar verið vinsamlegar. Geir Hall- grimsson kvað ekkert ákveðið enn um það, hvenær Alexei Kosygin, forsætisráðherra So- vétríkjanna, kæmi til tslands, en eins og kunnugt er af frétt- um bauð Geir honum til íslands við fyrsta hentuga tækifæri. S'n" f m m rettmdi smn með seint og með tilstyrk sínum stutt hliðhollar ríkisstjórnir til valdá í nálægum löndum við Sovétríkin. Hann kvaðst og hafa minnt á ýmsar yfirlýsing- ar forystumanna Sovétríkjanna um óbrúandi bil milli kommún- ísks stjórnkerfis og vertræns þjóðskipulags og úr þeim yfir- lýsingum mætti lesa að þeir teldu að hagsmunir allra væru bezt tryggðir með þvi að komm- únisku þjóðskipulagi væri kom- ið á. Þetta kvað hann ekki sam- rýmast skoðunum allra. Þá kvað Geir Hallgrimsson að rætt hefði verið um varnir Is- lands, varnir Sovétríkjanna og varnir hlutlausra rikja eins og Sviss og Svíþjóðar. Rætt var um ástand mála fyrir botni Mið- jarðarhafsins, tilvist Israelsrík- is og þörfina á að leysa deilu- mál ísraela og Araba. Einníg var rætt um deilumál Eþiópíu og Sómalíu, Viet-Nam og al- mennt um afvopnunarmál. Rætt var um vopnasölur milli landa og blaðaskrif á Vestur- löndum um mannréttindamál og kvaðst Geir hafa gert grein fyrir afstöðu sinni til þeirra. Þá var rætt um Belgradráðstefn- una og framkvæmd Helsinki- sáttmálans. Einnig var rætt um veru sovézka flotans á Norður- Atlantshafi og annars staðar i heiminum. Geir Hállgrímsson sagði að á ferðalaginu í Sovétríkjunum hefði verið rætt um gerð ýmiss konar samninga milli landanna, en hann kvaðst hafa lýst þeirri skoðun sinni, að slík ferð, sem hann hefði tekizt á hendur væri ekki vettvangur slikrar samn- ingagerðar. Forsætisráðherra mann- „Við ræddum fyrst sérstak- lega fiskveiðimál og afstöðu landanna til hafréttarmála. Báðir aðilar urðu sammála um að æskilegast væri að hafréttar- ráðstefnunni lyki sem fyrst og um þessi mál varð enginn ágreiningur eins og fréttatil- kynningin, sem gefin var út að lokinni heimsókninni, bar með sér,“ sagði Geir Hallgrimsson, en bætti því við að hann hefði kosið að sjá rétti strandríkja borgið. I sambandi við fiskveiðar var sérstaklega rætt um síldveiðar í norðurhöfum og veiðar á norsk- íslenzka síldarstofninum. Sömuleiðis var rætt um al- mennar fiskveiðar og síðan við- skiptamál. Kvaðst Geir hafa lagt á það áherzlu að Rússar keyptu meiri fisk af tslending- um, svo og iðnaðarvörur. Rúss- ar — sagði hann — eru mikil fiskveiðiþjóð, en ef þeir ættu að draga úr fiskveiðum sínum. kvað hann hafa komið fram að íslendingar þyrftu að sjá þeim fyrir 3 til 4 milljónum tonna af fiski á ári. Aðilar voru sammála um það, er rætt var um viðskiptamál, að viðskipti gætu ekki átt sér stað, nema báðir aðilar væru sam- keppnisfærir um verð og gæði vörunnar. Þá var rætt um menningar- mál og sagðist Geir Hallgríms- son hafa lagt á það áherzlu, að sér fyndist þau vera með eðli- legum hætti. íslendingar kynnu vel að meta sovézka listamenn. Hann kvaðst hafa lýst þvi að Islendingar hefðu talið það mikinn feng er Vladi- mir Ashkenazy settist að á Is- landi, þvi að hann hefði hleypt miklu og góðu lifi í islenzkt menningarlíf. Jafnframt sagði forsætisráðherra að mönnum hefði þótt vænt um heimsókn foreldra hans til Islands á sin- um tíma. Þetta kvað Geir Hall- grímsson forsætisráðherra hafa veríð það helzta, sem fram Geir Hallgrimsson um vidræður s'mar við Kosygin: FRA viðræðufundi Geirs Hallgrímssonar og Alexei Kosygins hinn 21. september sfðastliðinn f Katrínarsal Stðru-Kremlhallarinnar í Moskvu. Kosvgin situr vinstra megin við borðið. Honum á hægri hönd er Kommisarov, fslenzkumælandi túlkur, en honum á vinstri hönd er Ishkov, sjávarútvegsráð- herra Sovétrfkjanna, er var fylgdarmaður af hálfu sovétstjórnarinnar alla ferð Geirs um Sovétríkin. Hægra megin við borðið er Geir Hallgrímsson. Honum á vinstri hönd sitja Pétur Thorsteinsson sendiherra og Björn Bjarnason. skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, en Geir á hægri hönd er Hannes Jónsson, sendiherra f Moskvu. hefði komið um tvihliða sam- skipti Islendinga og Sovét- manna í viðræðum sínum við Alexei Kosygin. I sambandi við almenn mál, sem á góma bar, er alþjóðamál voru rædd, var m.a. rætt um stöðu tslands og þátttöku þess i Atlantshafsbandalaginu. Geir Hallgrímsson kvaðst hafa lýst því, er tsland hefði lýst ævar- andi hlutleysi sinu í sambandi við endurheimt fullveldisins 1918 og síðan þeirri reynsiu, sem tslendingar hefðu orðið fyrir í siðari heimsstyrjöldinni, hernámi Breta og fyrirætlun- um Þjóðverja um að taka land- ið. Þessi reynsla hefði kennt Islendingum, að hlutleysi væri engin vörn og þvi hefði verið ákveðið að sjá landinu fyrir vörnum með þessum hætti og varnarsamningi við Bandarik- in. Einnig kvaðst hann hafa sagt, að rök fyrir veru landsins i varnarbandalagi væru m.a. að Sovétríkin hefðu afvopnazt kvað sovétstjórnina hafa viljað hafa fréttatilkynningu þá, sem gefin var út sameiginlega, all- miklu lengri og að í henni yrði drepið á mun fleiri atriði, en hann hefði lagzt gegn því og hefðu viðmælendur hans fallizt á að hafa hana i styttra lagi. Forsætisráðherra var að þvi spurður, hvaða vörur hefði helzt verið rætt um að sovét- menn keyptu af tslendingum umfram það, sem þeir þegar keyptu. Hann kvað hafa verið „ÞAÐ ER enginn vafi á því að athyglisverðasti þáttur heimsóknarinnar til Sovétríkjanna, voru viðræðurnar við Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, en þær voru í senn hrein- skilnislegar og vinsam- legar,“ sagði Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra á blaðamanna- fundi í gær, sem hann hélt í tilefni af heim- komu sinni frá Sovétríkj- unum, en eins og kunn- ugt er stóð heimsóknin yfir dagana 20. til 27. september síðastliðinn. Geir Hallgrímsson kvað forsögu heimsókn- arinnar hafa verið þá að á síðasta ári hafi komið fyrirspurn frá forystu- mönnum í-Sovétríkjun- um um það, hvort forsæt- isráðherra tslands myndi þiggja þangað heimboð. Geir kvaðst hafa svarað játandi eftir að um þessa málaleitan hafði verið fjallað í ríkisstjórninni. Geir kvaðst ekki hafa umboð til þess að skýra frá sjónarmiðum við- mælenda sinna í Moskvu, en kvaðst hins vegar vilja skýra frá því, sem hann hefði sagt í viðræð- unum við Alexei Kosy- Geir Hallgrímsson á blaðamannafundinum I gær. Aóilar mæ/a hvorum mæ/ikvarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.