Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTOBER 1977 11 izt, en auk þess hefur frú Kristín aftur og aftur reynzt telja sér skylt að sjá fyrir fæði smærri og stærri hópum manna, sem sendir hafa verið til starfa í þjóðgarðin- um og til umbóta á húsakosti hins söguvígða og virta seturs, þar sem ráðherrar og aðrir háttsettir valdamenn rikisins dvelja sér til hressingar og tignir erlendir gestir oftlega gista. Alltaf hefur þetta reynt mikið á orku, starf- hæfni og ennfremur háttvísi frú Kristínar, en það, sem hún orkaði i sambandi við hátíðina miklu 1974, má óhætt segja að verið hafi langt fram yfir það, sem ætla mætti, að nokkur ein manneskja gæti á sig lagt. Hvorugt þeirra frú Kristinar og séra Eiríks hefði fengið þvi áork- að, sem raun ber vitni, ef samlíf þeirra væri ekki mótað af gagn- kvæmri ást og virðingu. Og nú kem ég loks að atriði, sem sýnir þetta gleggra en flest annað: Hægt er aö geta spr þess til, að svo sem launakjör séra Eiríks hafa verið, hafi ekki alltaf verið Framhald á bls. 30. frú Kristínar og hefur oft beinlín- is valdið okkur áhyggjum. Það er sá starfsvilji hennar og sú starfs- orka, sem láta sér ekki segjast meðan heil eru höfuð, hjarta og handleggir, þó að sex áratuga þrotlaust starf hafi valdið líkams- meinum, sem mundu nægja til að búa flestum öðrum konum varan- legan sess í hægu sæti og að minnsta kosti öðru hvoru langvar- andi vist í sjúkrahúsum. Ég hef þegar getið barnahóps- ins og minnzt á kröfuharða liknar- lund frú Kristínar, og ekki má gleyma umsvifum hennar sakir rausnar og risnu. En á Núpi kom fleira til. Þegar á reyndi, var hún skólastarfi bónda sins ómetanleg- ur styrkur, beint og óbeint, og mörgum granna þótti gott til hennar að leita. En allt, sem jók á heimilisannir hennar vestra er þó tiltölulega smávægilegt á við þrot- lausar annir hennar á Þingvöll- um. Þar hefur risnan stórum auk- Húsfreyjan áÞing- völlum sextug í dag Meðan ég átti heim á ísafirði, bjuggu á Gemlufalli í Dýrafirði hjónin Ágústa Guðmundsdóttir frá Brekku í Þingeyrarhreppi og Jón Ólafsson frá Hólum í sömu sveit. Þau áttu fjórar dætur og einn son, og þó að þau hefðu alltaf frekar lítið bú, tóku þau til fóst- urs sér óskyldan dreng, Skúla, sem nú hefur lengi búið á Gemlu- falli. Hjá þeim Agústu og Jóni var allt til dauðadags móðir hans Kristín. Hún var ljósa mín og mik- ill vinur móður minnar, og kynnt- ist ég fjölskyldunni á Gemlufalli sakir þess, að móðir mín hafði tekið af mér það loforð að koma þar við og heilsa upp á gömlu konuna. Það var mér kær skylda. Kristín var kona bráðgáfuð og prýðilega hagmælt en auk þess brá einlæg góðvild og guðstrú ljóma yfir ásýnd hennar. Og hið með afbrigðum snyrtilega heim- ili, alúð og greind hjónanna og hinn glaði og glæsilegi barnahóp- ur varð mér eftirminnileg sönnun þess, að það er annað en auður og margvísleg lífsþægindi, sem er skilyrði fyrir lífsláni. Árin liðu, og svo frétti ég þá, að Kristín, elzta dóttirin á Gemlu- falli, væri orðin eiginkona hins unga og rómaða gáfumanns, Ei- ríks Eiríkssonar, prests og skóla- stjóra á Núpi og formanns Ung- mennasambands íslands. Sá er ekki lánlaus, hugsaði ég með mér. Svo var það veturinn 1942—‘43, að ég dvaldi vikutíma á Núpi að beiðni séra Eiríks, flutti fyrir- lestra i Héraðsskólanum og las upp úr íslenzkum bókmenntum. Þá var haldin kvöldskemmtun á Mýrum. Þangað fór ég, og þar heyrði ég frú Kristínu flytja er- indi. Ég hafði þegar séð að hún var myndar húsfreyja og góð móð- ir, og ennfremur hafði ég komizt að raun um, að hún væri slfkum gáfum gædd, að hún kafnaði siður en svo undir nafni. En erindi hennar var svo vel samið að efni og orðfæri og flutt af slíkum auð- sæilega eðlislægum glæsileik, að ekki aðeins hún, heldur og sá maður, sem forsjónin hafði trúað fyrir henni, óx í mínum augum. En brátt kom þar, að leiðir skildi um árabil með mér og þeim hjónum, en sumarið 1951 heim- sótti séra Eiríkur okkur Unni í Lindarbrekku í Kópavogi og bauð okkur og Þór, syni okkar, að vera hjá þeim frú Kristínu næstu jól og fram yfir nýár. Þágum við það boð með þökkum, og síðar vorum við svo á heimili þeirra þrem sinnum frá einum og allt upp i þrjá mánuði, seinast veturinn 1957—‘58. Þór var og við nám einn vetur i Héraðsskólanum á Núpi og var þar fermdur um vor- ið. Hann varð siðan sem 19 ára stúdent kennari i Núpsskóla, sið- asta veturinn sem séra Eiríkur var þar skólastjóri. Á þessum árum gafst okkur hjónum kostur á að kynnast frú Kristinu mjög náið, og kynni okk- ar af henni hafa árlega verið endurnýjuð síðan hún árið 1960 varð húsfreyja á Þingvöllum. Og með okkur og þeim séra Eiriki hefur tekizt trúnaðarvinátta, sem ekki mun rofna meðan okkur er líf léð. Ég tel mér vera óhætt að segja, að ég sé kunnur að allmikilli mannþekkingu, og i skjóli hennar skáka ég, þá er ég ætlast til þess, að það, sem hér fer á eftir verði talið sannleikanum samkvæmt, þó að nokkuó djúpt sé tekið í árinni. Ég hef hér að framan minnzt á gáfur frú Kristínar, en þar má þó vissulega við bæta. Hún er ein- staklega glögg á gerð manna, gædd næmri kimnigáfu og glögg- um skilningi jafnt á brestum fólks sem kostum, og hefur þetta eflt þá riku líknarlund, sem henni er eðlislæg — og aftur og aftur hefur komið fram í slikri fórnfýsi gagnvart henni vandalausum ein- staklingum, að það hefur bakað henni óþægindi og stórum aukið erfiði, enda hafa hin beinu skyldustörf sannarlega verið slik, að þau ein mundu hafa reynzt flestum konum um megn. Þau séra Eiríkur hafa eignazt ellefu börn, og af þeim eru tiu á lífi, fimm synir og fimm dætur, og vissulega sér hvorugt þeirra hjóna eftir því, að svo hefur til tekizt, enda hafa þau — og þá einkum móðirin, lagt frábæra alúð við uppeldi þeirra og veitt þeim vökula umhyggju, sem hef- ur fylgt þeim lengra en úr garði heimatúna, enda öll börnin þann- ig gerð og mönnuð, að þau meta þetta að verðleikum. Svo er þá að víkja að því nánar, sem okkur Unni hefur undrað mest i gerð FraktieiÓin liggnr um Luxemborg Frá framleiðendum í mið- og suður evrópu liggurfraktleiðin um Luxemborg hingað heim. Þaðan og þangað er daglegt þotuflug. Láttu okkur beina vörunni þinni á rétta leið. Síminn er 84822. Biddu um fraktsölumann. VyctfMG LOFTLEIDlfí mSLAJxDS HOoosifrakt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.