Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUK 5. OKTÓBER 1977 BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson I KrandsamninKÍ er mjdK al- Kenfít, aö annar andstædingurinn megi ekki fá slag því þá getur hann tekiö fleiri slaf>i en vid mefj- um missa. öft má leysa þetta vandamál med svíninjíu {?esn rétt- um aóila en í ödrum tilfellum getur verið erfidara viö þetta að eisa. Spilid hér aö neðan er eitt af þeim tilfeilum. Engin svíning er fyrir hendi svo finna verður ann- að ráð. Vestur gefur, norður og suður á hættu. Norður S. 54 H. Á854 T. 762 L. Á732 Vestur S. KDG103 H. DG6 T. G109 L 84 Suður S. Á87 H. K32 T. ÁK542 L. K6 Suður er sagnhafi í þrem grönd- um og vestur spilar út spaðakóng. Hann byrjar á slagatalníngunni og fær út sjö auk líklegra tveggja slaga til viðbótar á tigul. Gefa þarf því tvo fyrstu slagina á spaða og reýna síðan að láta austur fá slag á tígul. En hvernig gerir suð- ur það? Einfaldast er aö taka á ásinn og spila síðan lágum tígli. En austur á ráð við því. Hann lætur drottn- inguna í ásinn i trausti þess, að vestur eigi gosann. Ef suður á ás, kóng og gosa er drottningin gagnslaus hvort sem er. Suður verður að spiia sig inn á blindan og spila lágum tígli að háspilunum. Hann tekur áttuna með kóng, notar seinni innkomu sína á blindan og spilar aftur tigli. Þegar drottningin birtist iætur suður lágt af hendinni. Austur má fá þennan slag en suður hefur tryggt sér níu slagi. Þessi spilaaðferð heppnast í öll- um tílfellum öðrum en þegar vest- ur á drottninguna ásamt tveim smáspilum, en þá er sama hvað gert er. Hefði blindur átt þrjá spaða og einu hjarta minna væri mikilvægt fyrir suður að gefa spaðann aðe að eigi austur þrjá spaða þarf suður ekki að vera hræddur. En ef austur á aðeins tvo spaða má ekki gefa honum færi á að láta tiguldrottninguna þegar spaðanum verður spilað í þríðja sinn. Austur S. 962 H. 1097 T. D8 L. DG1095 Vertu nú skvnsöm — þú vcizt við höfum ekki pcninga fvrir tveim fyrsta farrýmis-miðum! RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eflir GUNNAR HELANDER Benedikf Arnkelsson þýddi 60 horfði gramur á Örn með opinn munninn. Örn hafði þekkt skarfinn lengi, og hann vissi, að lítt mundi stoða að höfða til gðð- mennsku hans. A hverju vori var hann villtur eins og göltur, sem hafði verið iokaður inni í margar vikur. Eina vonin var að hræða hann. — Eg bið yðar konunglegu hátign að hlýða á mig stundar- korn, mælti hann, er hann hafði farið af baki. — Sjáðu þennan gula reið- skjðta, sagði Erik, hann er söðulhakaður eins og reiðhjði. — Farðu af baki og láttu hæpnar, sænskar skrýtlur biða, hva'sti Örn á sænsku. — Þetta er prins. Yöar konunglega hátign, hélt hann áfram á máli Zúlúmanna. — Eg hef nýlega heimsðtt hina konunglegu hátign Mshiveni konung, konunglegan brðður- son yðar. Við ra-ddum meðal annars um fjölkva-nið, enda er konungurinn sjálfur kristinn og á aðeins eina konu. Hann lét í ljós mikla ðána'gju vegna fleirkvænisins meðal höfðingj- anna. Hann gerði ráð fyrir að hitta hið hvíta yfirvald Zúlú- lands að máli, Ghig Native Commissioncr. og biðja hann að gefa aðvörun gegn fleir- kvæninu á næsfa höfðingja- fundi í konungsbúgarðinum. Það væri miður, ef yðar kon- unglega hátign yrði gagnrýnd. Örn gætti fullrar virðingar í oröum sínum og láthragði, en hann horfði fast í augu hins sljða öldungs. Prinsinn deplaði augunum ðrðlegur og virtist vera farinn að hlusta með at- hygli. — Púh, sagði hann ðákveð- inn og horfði í dyragættina á kofanum, þar sem stúlkan stakk út höfuðið og fylgdist með samtalinu með eldlegri eftirva*ntingu. Zondi kom prinsinum til hjálpar. Þetta var sérstakt tækifæri til þess að öðlast kon- unglega hylli. Hann gekk fram. beygði sig I iotningu og bland- aði sér í samtalið. — Hvi skyldi höfðingi af kyni Zúlúmanna hlusta á hvítan prest? Við ðttumst ekki prestinn. Hinn hvlti héraðsyfir- hoðari er ekki vinur prestsins. Gömlum Zúlúlögum skal hlýtt. Margar konur eru prýði á bú- garði höfðingjans. Þeir riðu áfram til Malakta, ýmist á brokki eða fóru fetið, unz dagur leið fram undir há- degi. Sðlin skein miskunnar- laust, og Erik tðk að svíða í hálsinn. Örn sá. að Erik var þreyttur. Það var ekki meira en svo, að hann gæti haldið uppi samræöum. — Heyrðu, Erik, ætli við fellum ekki talið um stund og fáum okkur að borða? Eg er svangur. — Fyrirtaks hugmvnd. Ég er líka soltinn. Og aumur, í hak- inu. í rassinu, í höndunum, í stuttu máli: Alls staðar. — iVIeð öðrum oröum „marg- hliða“ merking. Eigum við að snæða hádegismatinn á Grand eða Bristol? Þrjá eða fjðra rétti? Þeir stukku af haki eins létti- lega og þeim var unnt — til þess að sýna hvor öðrum getu sina. Þeir gengu stirðir í hreyf- ingum að tveimur auöum stein- hellum undir tré, sem líktist sólhlff. Hestarnir stððu kyrrir og mðktu. Þeir sveifluðu tagl- inu og héldu höfðunum saman. Allt gras var sviðið brott af sólinni. — Yfirmatsveinn, má ég fá matseðilinn? stundi Erik. Hann sveið í magann, svo hungraður var hann. ()rn tíndi fram stafla af stór- um og samanklcmmdum, smurðum brauðsneiðum úr vös- um sínum og saltíiskju. Áfergja og þögn réðu ríkjum, meðan þeir neyttu matarins. Þeir drukku kalt te úr hitabrúsa. Lítil, gildvaxin eðla gægðist fram undan stórum steini, horfði tortryggnislega á hina tvo matarlegu Svía og hvarf aft- ur. Fram undan þeim hallaði vifö MORÖtlN- KArriNU 'C'.V,' (S1/’ fl~(A GRANI göslari Nei, heyrðu er þetta ekki VAGNSTJÖRINN okkar. Nú veit ég þó alltaf, hvar hann er að finna. Ef þér ætlið að drekkja minn- inu hér við barinn, — má ég þá biðja vður að borga fyrirfram? Við lok stórsýninga • Við lok stórsýninga Eins og flestum er kunnugt er nýlokið i Reykjavik tveimur umfangsmiklum sýningum, Heim- ilinu ’77 og Iðnsýningu. Þessar tvær sýningar hafa orðið kveikjan að eftirfarandi bréfi þar sem gerð eru að umtalsefni lifsgæðakapp- hlaupið og peningaeftirsókn: „Það hefur komið vel í Ijós, að því er mér finnst, við þessar tvær sýningar, sem nýlega lauk í íþróttahöllinni í Laugardal, hversu auðvelt virðist vera að fá fólk til að hlýða og fara eftir auglýsingum. Þúsundir manna, kvenna og barna hafa safnast saman á nokkrum dögum til að sjá allt það glæsilegasta og mark- verðasta til heimilisnota og af innlendri framleiðslu, eftir þvi sem auglýsingarnar segja. Hefur mátt sjá hluti sem enginn getur verið án og hægt hefur verið að gera slik kaup að ekki er rétt fyrir fólk að láta þau framhjá sér fara. Skyldi fólk, sem hefur keypt hitt og þetta með afslætti á kynn- ingarverði hafa reiknað með þvi að það greiddi nokkur hundruð krónur i aðgangseyri, og hvað ætli afslátturinn hafi verið mikill þeg- ar öllu var á botninn hvolft? En hvað um það, að sjálfsögðu verður að finna fólki einhverja leið til að eyða peningum sínum, það er eins og við eigum alltaf of mikið af þeim og séum í hálfgerðum vandræðum með þá. Það hlýtur að vera vegna þess hversu mikið kaup við höfum og þvi erum við þá jafnframt að gera kröfur um hærra og hærra kaup, ef við þurf- um að láta segja okkur hvernig á að eyða því? Með þessum orðum minum er ég aðeins að varpa fram nokkrum hugsunum, er sótt hafa á mig að undanförnu. Það er án efa góðra gjalda vert og nauðsynlegt að minna á tilveru islenzks iðnaðar og einnig má það vera rétt að minna á hvaða húsgögn við eigum að kaupa og annað til heimilisins. En er ekki of miklu til kostað? Er þetta það eina sem er eftirsóknar- vert i Iífinu? íslenzkur iðnaður og húsgögn? Nú er þetta farið að hljóma eins og prédikun og því held ég að ég fari að stytta mál mitt. En líka finnst mér merkilegt að hugleiða að það skuli vera hægt að teyma hálfa þjóðina á sýningar með stuttu millibili, eða um 120 þúsund manns samtals. Sjáifsagt er hér um sama fólkið að ræða að mjög miklu leyti. Og í rauninni er ekkí annað að sjá en það sem sjá má í verzlunum hvar sem er. Aðeins er þessu þjappað saman á eitt svæði, sem er vissu- lega hagræðing. Fólkið hópast ekki einu sinni svona mikið i bíó, leikhús eða tónleika. Það stundar ekki menninguna, eins og sagt er, þúsundum og tugþúsundum sam- an. Og ekki fer það i kirkjur held- ur þúsundum saman. Er þetta þá bara eins og ég held að hafi verið sagt einhvers staðar, nýtt tæki- færi til að hitta fólk, sýna sig og sjá aðra? Eru íslendingar hættir að hittast nema á stórvörusýning- um og í sólarlandaferðum? Einn með vangaveltur." • Of oft endursýnt Einn af mörgum sjónvarps- áhorfendum landsins hefur sent eftirfarandi línur þar sem kvart- að er m.a. yfir því að of mikið af efni sjónvarpsins sé endursýnt og hafi verið svo um nokkurt skeið. „Mig hefur lengi langað til að koma því á framfæri við ráða- menn hjá sjönvarpi að ég sem einn sjónvarpsáhorfandi i land- inu vil halda því fram að mjög mikið sé um endursýnt efni í sjón- varpinu um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.