Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKT0BER 1977 29 11 ^ ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRAMÁNUDEGI ‘fnrf/jMrzoi'-iziií'va Reyndar finnst mér hafa verið svo allt frá því er sjónvarpið tók til starfa eftir sumarleyfi. Ýmsar myndir, aðallega innlendar, hafa verið endursýndar og svo er verið að endurtaka strax suma dag- skrárliði. T.d. var svo með einn eða tvo þætti „Skóladaga“ og einnig mun eiga að endursýna þennan nýja íslenzka framhalds- myndaflokk nú strax. Fyrir minn smekk er þetta föng stefna. Það er að sjálfsögðu í lagi að sjónvarpið og útvarpið endur- taki sína merkustu dagskrárliði en mér finnst að val þeirra verði að vanda mjög og alls ekki má þetta efni vera of ráðandi í dag- skránni. Ef svo er liggur við að fólk fari að tala um að endur- greiða eigi hluta af afnotagjöld- unum, — t.d. er efni dagblaða aldrei „endurtekið". Ég hef örlít- ið minnst á þetta við kunningja mina og finnst mér þeir margir vera sama sinnis og trúi ég því ekki að ég sé einn á báti með þessa skoðun. Um skýringu á þessu ætla ég naumast að geta mér til um, en þó má vera að hún sé að nokkru leyti sú, að nokkrir starfsmenn sjón- varpsins hafa setið námskeið síð- ustu vikurnar og þvi hefur e.t.v. gefizt minni timi en áður til að sinna nýju innlendu efni. A.m.k. vona ég að skýringin sé þessi, en það væri svo sem fróðlegt að fá upplýst hvort einhverjar sérstak- ar reglur gilda hjá sjónvarpinu um endursýningar. Einn sem horfir mikið. Þessir hringdu . . # Um ný og gömul hús Alltaf er öðru hvoru verið að minnast á þennan tilflutning sem orðið hefur i Reykjavík á undan- förnum árum er fólk hefur flutzt frá eldri borgarhverfum i þau nýrri. Einn þeirra, sem býr i nýju hverfi hefur þetta um þau mál að segja: „Ég hef ekki til fulls skilið þessa umræðu manna á meðal um ný og gömul ibúðahverfi í Reykja- vík. Það er mörgum áhyggjuefni að miðborg Reykjavíkur sé að verða mannlaus, nema rétt yfir hádaginn og allir, sem vettlingi geta valdið séu að byggja í Breið- holti eða fluttir suður í Garðabæ. Er talað um að nú sé að verða aðeins gamalt fólk i vesturbænum og kringum miðbæinn. Vel má vera að svo sé og þýðir ekki að mótmæla þeim staðreynd- um, en hitt má einnig koma frá að mjög margt ungt fólk hefur keypt sér hús i þessum eldri hverfum og vill setjast þar að — hjá gamla fólkinu eða hvað? Nei, ekki hjá gamla fólkinu, heldur af því að það er svo stutt i bió ef maður býr við miðbæinn. Þá er hægt að fara fótgangandi í nokkur næstu bíó. Svo er sagt að það sé svo miklu betra að búa i þessum timburhús- um, þau séu svo vinaleg og huggu- leg, þar séu ekki staðlaðar inn- réttingar litlausar og líflausar, og fólk sem i þeim býr sé ekki i SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Skákblinda getur slegið alla, jafnt byrjendur sem stórmeistara. Þessi staða kom upp í alþjóðlegu skákmóti i Uljma i Júgóslavíu í fyrra í skák þeirra Simic, Jugó- slavíu, og ungverska stórmeistar- ans, Bileks, sem hafði svart og átti ieik. kapphlaupi um það nýjasta og besta í húsgögnum. En litum að- eins nánar á málið. Hefur fólk sem býr í þessum gömlu húsum ekki þurft að kosta ýmsu til við endurbætur og lagfæringar? Hef- ur það með öðrum orðum ekki verið að sækjast eftir einhverju? Er það þá ekki í sama kapphlaupi og þeir sem eru að byggja? Ég hef ekkert á móti gömlum húsum, en mér finnst menn ekki mega detta ofan í neinar öfgar þegar verið er að ræða um stefnu í byggingarmálum borgarinnar, ný og gömul hverfi eiga bæði rétt á sér og það þarf sennilega að finna einhvern meðal veg i þessum efnum sem og mörgum öðrum." HOGNIHREKKVÍSI Þetta villidýr verðið þið að hafa í hlekkjum! 53? SlGeA V/öGA 2 ýiLVEWW Hef opnað læknastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka daglega í síma 15730 frá kl. 9 — 18. Ingólfur Hjaltalín, sérgrein barnalækn/ngar. M. Benz 280 S Til sölu er nýinnfluttur M Benz 280 S árgerð 1974. með sjálfskiptinga, vökvastýri, stereo kassettutæki, nýjum hjólbörðum ofl. Ekinn aðeins 54 þús. km. Til sýnis kl. 2—6. að Síðumúla 33. MILWARD Hringprjónar Fimmprjónar Tvíprjónar Heklunálar Framleitt úr léttri álblöndu Heildsölubirgðir: Davið S. Jónsson & Co. hf. Sími 24-333 33... f6? ? Hvítur svaraði með 34. axb3 og eftir axb3, 35. Hf3! — Hb8, 36. h4 lauk skákinni um síðir með jafntefli. Svartur gat hins vegar unnió á einfaldan hátt með því að leika 33... Hcl + !, 34. Hxcl — Hxcl+, 35. Kxcl — bxa2 og peðið verður að drottningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.