Morgunblaðið - 11.10.1977, Side 13

Morgunblaðið - 11.10.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUUAGUR 11. OKTÓBER 1977 13 „Forlovelsesringen’ ’ Eftir Þorstein Stefánsson Birgitte Höfrings Biblioteksforlag Ekki veit ég til að nokkur íslenskur rithöfundur, annar en Þorsteinn Stefánsson, hafi skrifað skáldsögur sínar á þremur tungumálum: dönsku, ensku og íslensku. Fyrsta bók hans, „Dalen“, rituð á ágætri dönsku, hlaut H.C. Andersens verðlaunin, er þykja, sem von- legt er, mikill heiðursvottur á Danagrund. Siðar lagaði hann svo og endurbætti þessa skáld- sögu, svo að hún má teljast ný, og var hún þá gefin út undir heitinu „Den gyldne fremtid". Loks kom hún út i íslenskri þýðingu höfundar: „Framtiðin gullna". Allmörg ár liðu svo að Þor- steinn gaf ekki út annað en smásögur, er birtust viða um lönd i blöðum og timaritum, en í bókarformi hafa tvö söfn þeirra komið út. Hann sat þó ekki auðum höndum, en lagði hart að sér að læra ensku til hlitar og kenndi hana einnig árum saman til viðurværis sér. Loks náði hann slíku valdi yfir enskri tungu að hann gat sjálf- ur þýtt „Framtíðina gullnu" á það mál, svo vel að aðdáun vakti. Var þýðing hans tekin til útgáfu af Oxford University Press of London og fékk hinar ágætustu viðtökur í Englandi. Þetta vandláta og viðkunna forlag hefur nú gefið út aðra skáldsögu, sem Þorsteinn hefur frumritað á ensku, en siðan þýtt á dönsku. Nefnist hún á því máli „Forlovelseringen". Aðalpersónur þeirrar sögu eru tveir ungir Islendingar, en þó einkum annar þeirra, Dani- el, rúmlega tvítugur piltur, er siglir til Danmerkur til þess að fullnuma sig í skrautmálningu. Hann hefur tekið sveinspróf heima, í smábæ úti á landi, en vill ekki verða neinn meðal- maður í iðn sinni, heldur ná þar fullkomnun. — Hinn pilturinn, er heitir Steindór, ætlar að ger- ast rithöfundur á danska tungu, og þykjist ég þar þekkja aðalpersönuna í „Framtiðinni gullnu", — og báðir sýnast mér þess liklegir að vera æskulýs- ing á Þorsteini sjálfum og bar- áttu hans heima og heiman. Er þetta mjög vel gerð og athyglis- verð persóna. Daniel málari er að minu Viti meistaraleg persónulýsing. — Hann hefur heitbundist kaup- mannsdótturinn í heimaþorpi sinu, áður en hann hleypti heimdraganum, og ber á hendi sér trúlofunarhringinn. Þessi gripur, sem bókin ber nafn af, gegnir táknrænu hlutverki í sögunni, og er sá þáttur hennar prýðilega af hendi leystur — Þorsteinn Steifánsson eins og reyndar sérhvað í þess- ari góðu og stórvel unnu bók. Þorsteinn Stefánsson er ekki allur þar sem hann er séður. Maður þarf að lesa bækur hans býsna vandlega til þess að hafa þeirra full not. Skopskyn höf- undarins liggur t.d. ekki alltaf i augum uppi. Hann er meistari stíls og málsmeðferðar, og á það til að leika svolitið á lesandann. Setningar, sem virðast i fijótu bragði ósköp sakleysislegar, geyma oft hátfleynda fyndni. sem maður áttar sig kannski ekki strax á og þarf að lesa aftur til þess að skilja til hlitar hvað höf. meinar i raurr og veru. Þetta eykur gildi frásagn- arinnar og listnautn lesandans. Stíllinn er knappur, meitlaður, stuttur i spuna, liggur mér við að segja. í Ameriku hafa gagn- rýnendur líkt honum við stil Hamsuns, þótt þar sé ekki um neina eftiröpun að ræða. Mér verður nú frekar hugsað til málsmeðferðar Hemingways. „Framtíðin gullna", sem komið hefur út i Englandi, Ameriku og Þýskalandi, hlaut hvarvetna mikið lof í þessum löndum. Nokkuð öðru máli gegndi í föðurlandi Þorsteins. En þetta er svo sem engin ný bóla, þvi að við dagblöðin hér eru sárafáir gagnrýnendur. sem takandi er mark á og hafa bestu skáld okkar fengið að kenna á þvi. „Forlovelsesringen" er að mínu viti meistaraverk. Aðal- persónurnar stánda skýrar og lifandi fyrir hugarsjónum at- huguls lesanda, en auk þeirra er fjöldi prýðis vel gerðra auka- persóna, er munu verða mörg- um minnisstæðar. Umhverfis- og atburðalýsingar eru og með ágætum. Vinnubrögð höf. eru til mikillar fyrirmyndar. Ég fæ ekki séð að neinstaðar sé orði ofaukið. Höf. kann þá vand- lærðu list að segja það sem máli skiptir og láta hitt eiga sig. Hann gefur lesandanum þó ánægju að nota ímyndunaraflið og lesa á milli linanna, í stað þess að fá allt tuggið I sig. Þetta er eitt af því, sem vakið hefur aðdáun erlendra gagnrýnenda — en kannski farið i fínu taug- arnar á islenskum kollegum þeirra? Eg vil nota tækifærið til að óska Þorsteini til hamingju með þessa góðu bók. Kristmann Guðmundsson. Jólamerki Lionsklúbbs- ins Bjarma í HAUST sendir Lions- klúbburinn Bjarmi í Vest- ur-Húnavatnssýslu frá sér annað jólamerkið í þeirri 11 merkja samstæðu, er boðuð var á s.l. ári, þar sem gefin verða út merki með öllum kirkjum byggðar- lagsins. 1 fyrra var gefið út merki með kirkjunni á Breiðabólstað. en nú er það með kirkjunni á Melstað, til að minnast 30 ára kirkjubygg- ingar þeirrar. þar er stendur nú. Eins og áður mun ágóðinn af sölu merkisins ganga til líknar- og menningarmála. Jólamerki Lionsklúbhsins Bjarma. Fyrirlestur dansks sagnfræðings DANSKI sagnfræðingurinn Svend Ellehöj heldur fyrirlestur í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag kl. 20.30. Ellehöj nefnir fyrirlestur sinn „Fra Absalons borg til det tredje Christians- borg" Efni fyrirlestursins fjallar um Köbenhavns Slot — siðar kallað Kristjánsborgarhöll — frá stofnsetn- ingu Kaupmannahafnar til vorra daga Frá þeirri höll hefur íslandi verið stjórn- að ásamt Danmörku og því skipar hún sinn sess, bæði til góðs og ílls í íslandssögunni Svend Ellehöj er fæddur i Danmörku 1924 og mun mörgum íslendingum kunnur fyrir hið mikla verk sitt „Studier over den ældste norröne historie- skrivning" Auk islensku konungasagn- anna hefur hann sem sérsvið tilkomu einveldisins i Danmörku-Noregi Um það efni mun hann flytja fyrirlestur i Háskóla íslands Svend Ellehöj er hér á landi i boði Norræna hússins Félagssamtök og áfengismál í ÞJÓNUSTU MANN- LEGRAR HAMINGJU Hér á kwdi slarfar alþjóðlegur félagsskapur, sem fullnœgir félagsþörf manna eins og hver annar klúbbur en hefur að markmiði afnúm dfengisbölsins og brœðra/ag allra manna. Þetla er góðlempl- arareglan. Einhvern tíma var verið að hnýia i lemplara i blaðagrein fyrir það. að þeir noiuðu nöfn eins og œðsii templar og stór-templar. Mér fannst þú að þaö nöldur væri hégófni sem ekki lœki að eyða orðum að. En nú finnst mér rétt að fara um þetta fúeinum orðum. Templar er dregið af tempel sem ég œtla að allir lærðir menn og margir ólærðir viti að þýðir musteri. Stofnendur reglunnar úttu sér drauma stóra. Þeir litu ú það sem mikla guðsþjónustu aó útrýma úfengisböli og glæða bróðerni manna i milli. Til að vinna þetta verk vildu þeir stofna samtök sem yrðu musteri drottni lifsins til dýrðar. Hver fé/agsdeild ótti svo að vera litið herbergi — stúka —; þvi mikla musteri. Þannig er nú slúkunafnið til komið. Og er þú nokkuð undarlegt við það, þó að landssamband innan þessa musteris sé nefnl stórstúka? Það verða margir hlutir einfaldir og eðlilegir þegar við förum að vita eitthvað um það, þó að okkur virðist þeir skritnir viðfyrstu sýn. Hvað er svo að þvi að stúkuformaður sé nefndur æðsti templar? Er ekki formennskan æðsta starf i hverju félagi? Þrútt fyrir allt lýðræði og jafnrétti veljurn við okkur formenn. Og við erum i hætlu stjórnleysis og upplausnar ef við gerum okkur ekki grein fyrir þessu. Og hvað gerir það svo til þó að formaður landssambandsins — stórstúkunnar —sé kallaður stórtemplar? Menn segja að úfengi hafi alltaf verið og verði aldrei útrýmt. Hver er bær um að fullyrða um framtiðina? Enginn. Á vissum timum og vissum svæðum hefurþað útt sér stað, að menn voru almennl frúbitnir úfengisnautn. Þú er neyslan litil og litil vandræði sem fylgja henni. Og þvi skyldi slikt ekki geta orðið oftar og lengur og víðar ef fólkið vill, —ef við viljum? HALLDÓR KRISTJÁ NSSON Höfum flutt verzlunina í betra húsnæði, á nýjum stað í Skeifunni 8 VERHD VELKOMIN Kalmar SUeifan 8 Reykjavík afmi 82645

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.