Morgunblaðið - 12.10.1977, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1977
Prófkjör Alþýðu
flokksins í Reykjavík:
Eggert G. í 1.
og 2. sætið
Sigurður E.
í 1.-3. sætið
„EG hef ákveöiö aö gefa kost á
mér í I. og 2. sæti í prófkjöri
Alþýöuflokksins í Reykjavik fyrir
næstu alþingiskosninsar og veröa
þannig viö áskorunum of> meö-
mælum um aö vera í kjöri," saíiöi
Egnert G. Þorsteinsson alþinjiis-
maöur i samtali viö Mbl. í gær-
kviildi en fyrir nokkrum döf>um
kom þaö fram í Mbl. aö Benedikt
Gröndal mun bjóöa sif< fram í 1.
sætiö á listanum. Þá haföi
Morgunblaöiö einnifi samband viö
Sigurö E. Guömundsson og spuröi
hann um ákviiröun í framboös-
málum.
„Éji reikna fastlesa meö þvi aö
gefa kost á mér í 1.—3. sæti og
verða þanniíí aö beiöni fjiilmargra
flokkssystkyna minna," sagöi
Siguröur.
Morgunblaðsmenn rákust á þessa sérstæðu flutninga er þeir voru á
ferð í Ifafnarfirði. Hér er verið að flytja 30 tonna eikarbát frá
skipasmiðastöðinni Básum f Hafnarfirði. Er stöðin í norðurhluta
bæjarins og verður því að flytja bátana á bfl um bæinn til
sjósetningar. Þessi bátur fer til Hvammstanga, eigendur eru þeir
Friðrík Friðriksson og Sigurður B. Karlsson. Er báturinn búinn til
alhliða veiða og er stærsti bátur sem Básar hafa smfðað. Hjá
stöðinni vinna frá 6—10 manns og framundan er smfði 22 tonna
eikarbáts fyrir útgerðarmann í Vestmannaeyjum.
(Ljósm. Friðþjófur)
Frumvarp til fjárlaga:
©
INNLENT
Óbreytt
fiskverð
YFIRNEFND verðlagsráðs
sjávarútvegsins hefur undanfarið
haft almenna fiskverðið til með-
ferðar og lauk störfum f gærdag.
Var ákveðið að lágmarksverð
fyrir næsta tfmabil eða tii ára-
móta skyldi vera hið sama og gilti
fram til 30. september n.k.
Þessi ákvörðun var tekin með
atkvæðum oddamanns og fulltrúa
kaupenda en fulltrúar seljenda
greiddu atkvæði gegn þessari
verðákvörðun. I yfirnefndinni
áttu sæti Jón, Sigurðsson, þjóð-
hagsstjóri, sem var oddamaóur,
Arni Benediktsson og Eyjólfur Is-
feld Eyjólfsson, fulltrúar kaup-
enda, og Kristján Ragnarsson og
Ingólfur Ingólfsson, fulltrúar
seljenda.
Innan verðlagsráðsins er nú
verið að byrja á því að fjalla um
veró á loðnu og fleiri fisktegund-
um en nýtt verð á að liggja fyrir
15. október n.k.
Fjármagn tll vegagerðar
hækkar um 70 pr ósent
Verður 9,6 milljarðar króna á komandi ári — Tekna aflað með
hækkun bensínskatts, hækkuðu ríkissjóðsframlagi og lántökum
IIEILDA RKOSTNAÐUR vegna
vegagerðar er áætlaður 9.6
milljarðar króna f frumvarpi til
fjáriaga fyrir árið 1978, sem lagt
var fram á Alþingi f gær. Er það
3,9 milljarða kr. hækkun frá fjár-
lögum yfirstandandi árs, eða 70%
Aætlun þessi er allverulega hærri
en gildandi vegaáætlun, enda
gert ráð fyrir þvf að leggja fyrir
Alþingi endurskoðaða vegaáætl-
un komandi árs á þessu hausti, f
samræmi við yfirlýsingu rfkis-
st jórnarinnar þar um frá 28. marz
sl. — I frumvarpinu er jafnframt
gert ráð fyrir 15 króna hækkun
benzfngjalds og hliðstæðri hækk-
un þungaskatts í fjáröflunar-
skyni til vegagerðar. Um það efni
segir í athugasemdum með frum-
varpinu: Með tilliti til þess að allt
þetta fé, og reyndar meira, renn-
ur til þess að bæta þjónustuna við
vegfarendur, þ.e. allan almenn-
ing, er ekki skynsamlegt að Ifta á
þessa gjaldtöku sem tilefni verð-
bótahækkunar á laun.“
Eftirfarandi yfirlit sýnir í gróf-
um dráttum sundurliðun heildar-
kostnaðar og fjármögnun vega-
gerðar, samkvæmt fjárlögum
1977, vegaáætlun 1977—80 og
framlögðu fjárlagafrumvarpi
fyrir komandi ár.
Nf h.vRRÍnRar
Viðhald
Annað
Fjárlög '77:
m.kr.
2.988
1.904
758
Vegaávtlun '78:
m.kr.
3.180
2.683
1.137
Fjárlög '78:
m.kr.
5.200
3.000
1.404
Heildarútgjöld
Fastir tekjustofnar
Framlag rfkissjððs
Lántökur
5.650
3.271
779
1.600
7.000
4.300
900
1.800
9.604
6.100
1.304
2.200
Fjármögnun alls
5.650
7-000 9.604
Framhald á bls 18.
Verkföllin í sveitarfélögunum:
Viðræður fóru fram
mjög viða í gærdag
Sveitarstjómarverkföll ekki eins viðtæk og talið var
SAMNINGAVIÐRÆÐUR áttu sér
stað raeira eða minna alls staðar á
landinu í gær, þar sem verkföll
írskur fiskkaupmaður
kannar möguleika á
fiskkaupum frá íslandi
tRSKUR fiskkaupmaður og hankamaður komu hingað til lands í
fyrradag að kanna möguleika á kaupum á fiski héðan. Attu þeir
viðræður við fulltrúa Landssamhands fslenzkra útvegsmanna, Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Samband íslenzkra fiskframleiðenda
og kynntu sér möguleikana á fiskkaupum, en vegna verkfalls opin-
berra starfsmanna urðu þeir að fara samdægurs heim aftur, en
kváðust koma aftur innan hálfs mánaðar til frekari viðræðna.
Ágúst Einarsson hjá LÍU sagði
Mbl. að Írunum John Doran, for-
stjóra John Doran Exports Ltd. i
New Ross, og Michael Pender frá
Guínnes Mahon Bank i Dublin
hefðu verið kynnt verð á þeim
mörkuðum erlendis, sem islenzk
skip selja á. Hefðu þeir sýnt mest-
an áhuga á þorski og ýsu og eftir
því sem Ágúst sagði fyrst og
fremst með hráefni fyrir írsk
frystihús í huga, en hugsanlega
einnig einhvern útflutning á
óunnum fiski til Bretlands í fram-
tiðinni. „Þeim er alla vega ljóst,
hvað þeir þurfa að borga til að
vera samkeppnisfærir við þýzka,
belgíska og danska markaðinn,“
sagði Ágúst. „Og þeir ætla að
kanna sín mál betur heima fyrir,
en verðið á brezka markaðnum
kom einnig til tals.“
Arni Finnbjörnsson hjá SH
sagði, að írarnir hefðu fyrst og
fremst verið að kynna sér aðstæð-
ur hér, sem þeir hefðu greinilega
verið ókunnir með öllu. „Þeir
spurðu um einn og annan fisk og
fannst mér þeir hafa mestan
áhuga á freðfisk og þá grálúðu,“
sagði Árni, „en um hugsanlegt
verð eða magn var ekkert rætt.“
sveitarstjórnarmanna stóðu yfir.
Erfitt var þó að gera sér grein
fyrir þvf, hvar viðræður voru
lengst komnar, en eins og getið
var í Morgunblaðinu í gær höfðu
samningar tekizt á fjörum stöð-
um og hafði atkvæðagreiðsla far-
ið fram um samningana. Þessir
slaðir voru Akranes, Akureyri,
Vestmannaeyjar og Seltjarnar-
nes. Talning atkvæða fór fram i
þremur fyrstnefndu kaupstöðun-
um, en henni var frestað á Sel-
tjarnarnesi þar til í dag.
Verkfall rlkisstarfsmanna náði
uni land allt, en hins vegar voru
verkföli sveitarstjórnarmanna
miklum mun strjalli, en menn
hefðu i raun mátt búast við.
Ástæða þess er aö víða eru ekki
starfsmannafélög og þar sem
þannig háttar var ekkert verkfall
og því full vinna á sveitarstjórn-
arskrifstofum og öðrum stofnun-
um sveitarféiaganna. Sem dæmi
má nefna að sveitarstjórnarstarfs-
mannaverkföll voru ekki í
Grindavík, Sandgerði, Njarðvík-
um, Borgarnesi og hvergi á Snæ-
fellsnesi. Þá var hvergi slíkt verk-
fall á Vestfjörðum, nema á Isa-
firði og hvergi á Austurlandi,
nema í Neskaupstað. A Suður-
landi er eitt starfsmannafélag
sveitarstjórnarmanna og náði
verkfall þeirra til helztu þéttbýl-
iskjarna, en utan við þá voru ekki
verkföll.
Á Norðurlandi voru verkföll á
Akureyri, Sauðárkróki, Siglufirði
og Húsavík, en engin verkföll
voru á öðrum stöðum nyrðra, t.d.
hvorki á Dalvík né Ölafsfirði.
Víða, þar sem verkföll voru, hafa
verklegar framkvæmdir vérið
boðnar út og eru i höndum einka-
aðila. Allar slíkar framkvæmdir
halda áfram þrátt fyrir verkfall
sveitarstjórnarmanna á stöðun-
um.
Segja má að verkföllin hafi orð-
ið tilfinnanlegust í þeim kaup-
stöðum, þar sem strætisvagnar
eru og barnaheimili. Stöðvun
slíkra þjónustufyrirtækja kemur
mest viö fólkið.
Smygl fannst
í Brúarfossi
TOLLGÆZLAN fékk fregnir af
því á mánudaginn að smyglað
áfengi úr m.s. Brúarfossi gengi
kaupum og sölum á Isafirði, en
þangað hafði skipið komið um
helgina.
Þar sem þessum fregnum bar
saman við fregnir frá Rifi á Snæ-
Framhald á hls 18.