Morgunblaðið - 12.10.1977, Side 4

Morgunblaðið - 12.10.1977, Side 4
4 ■ (■% 5IMAK jO 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTUNI 24 wftle!d!rI ^BÍLALEIGA H 2 1190 2 11 38 FERÐABILAR hf. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabílar og jeppar Klæðum og bólstrum gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðum. BÓLSTRUNí ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807, Fyrirlestrar um tæknimat og þjóðfélags- stefnu í HÍ DR. JOSEPH L. STEVENS, priV fessor virt llniversity of Vir{;inia flutti s.l. fimmtudaK fvrsta fvrir- lestur sinn í röi) fyrirlestra, sem hann heldur á vegum verkfræöi- skorar Háskóla tslands undir heitinu „Technology Assessment and scienee Policy". í fyrirlestri sínum ræddi dr. Stevens um samband tækninnar viö ýmsa þætti þjöðfélagsins. Hélt hann því m.a. fram, að tæknin væri ekki orsök þeirra mein- semda, sem komið hafa fram i þjóðfélagsþróun nútímans, held- ur væri það hið mikla skrifstofu- bákn, sem upp hefur verið byggt. í næsta fyrirlestri sínum mun dr. Stevens ræða frekar tengsl tækninnar við ýmsa þætti er snerta hagkerfi, stjórnvöld og einkarekstur. Enn fremur mun hann ræða stjórnun og fjármögn- un tæknilegra málaflokka og dreifingu upplýsinga um tækni- legan árangur. Fyrirlestrar dr. Stevens verða dagana 11—14. októbei' n.k. klukkan 17.00 dag- lega i stofu 157 í húsi verkfræði- skorar Háskóla íslands við Hjarðarhaga 6. Aðgangur er öll- um heimill. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÖBER 1977 Ný ljóðabók Tómasar, ljóðaþýðing dr. Kristjáns Eldjárn og ritgerðabók Laxness meðal jólabóka Helgafells: „Vona að ég lifi ekki þá stund er bókaútgáfan verður niðurgreidd” — segir Ragnar Jónsson í Smára MARGT merkilegra hóka kemur aö venju út hjá Helgafelli á næstunni. Reyndar er þegar getið um D.vja ljóöahók eftir Tómas Guðmundsson í fréttum en af öðrum helztu hókum Helgafells fyrir jólin má nefna þýöingu dr. Krist- jáns Eldjárns á Norður- landstrómet Petters Dass, þjóðarkvæði Norðmanna, með myndskreytingu Kjartans Guðjónssonar og nýja ritgeröabók Halldórs Laxness. Auk þess gefur Helgafell nú út minninga- bók Liv Ullmann, sem hef- ur orðið metsölubók víða um lönd, og skáldsögu eftir Erni Snorrason, sem Ragn- ar í Smára segir að sé bezta frumsmíð er hann hafi fengið í hendur um dag- ana. „Helgafell mun gefa út svipað af bókum og undanfarin ár. Mað- ur reynir að halda í horfinu með útgáfuna meðan heilsa endist til og vona aðeins að ég lifi ekki þá stund að bókaútgáfan verði greidd niður úr rikissjóði," sagði Ragnar Jónsson i Smára, forstjóri Helgafells, þegar blaðamaður Morgunblaðsins leitaði hjá hon- um frétta og barst þá talið einnig á bókaútgáfu almennt. Í framhaldi af þessum ummæl- um var Ragnar spurður að því hvort hann óttaðist það raunveru- lega að til þess kæmi að íslenzk bókaútgáfa þyrfti á opinberum styrkjum að halda. „Það er ekki gott að segja," svaraði Ragnar. „Stór hluti útgátunnar er þegar ríkisrekinn, og má t.d. benda á Menningarsjóð og Ríkisútgáfu námsbóka. Ég er þó ekki að lasta almennt stuðning ríkisvaldsins, því að hann getur verið góður og nauðsynlegur þar sem hann 4 við, eins og til að halda gangandi starfsemi leikhúsanna og Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Það er hrein fjarstæða að halda þvi fram að stofnanir á borð við Sinfóníu- hljómsveitina og leikhús skuli bera sig heldur eigum við að ann- ast þær með sömu umhyggju og vita á hættuskeri. Ef við gerum þaó ekki er andiegur doði þjóðar- innar yfirvofandi. „Það gilda önnur lögmál um bókaútgáfuna. Hún er þarflegt framtak frá efnahagslegu sjónar- miði. Mestur hlutinn eða um 90% gizka ég á er innlend vinna og heilbrigð fjárfesting, umsetning í heild skiptir hundruð milljóna og i henni þar af leiðandi verulegur gjaldeyrissparnaður. Stór hluti þeirra bóka sem út koma eru menntandi og hafa uppeldislegt gildi, og bókin hefur það umfram Málað á gler Ný ljóðabók eftir Guðmund L. Friðfinnssön BÓKAFORLAG Odds Björnsson- ar hcfur gefið út Ijóðahókina IVIál- að á gler cftir Guömund L. Frið- finnsson, en Guðmundur cr áður kunnastur f.vrir verk sín í lausu máli og má minna á Hinu megin við heiminn, seni úl kom 1958 og treysti mjög sess Guðmundar á skáidaþingi. Þessari nýju Ijóða- bók er skipt í 2 kafla og heita þeir Söleyjartrú og Oropinn og eilífð- in. t hinum síðarnefnda eru sex Ijöð, en þrjátíu í hinum fyrr- nefnda. Anna María Guðmunds- dóttir teiknaði myndir í bókina, en Guöbrandur Magnússon geröi káputeikningu. Bókin er 54 bls. að stærð og um hana segir í um- sögn forlagsins m.a.: „Me.ð þess- ari fyrstu ljóðahók Guömundar L. Friðfinnssonar birtist nýr flötur UM ÞESSAH mundir er starfsemi áhugaleikfélaga um allt land að hefjast. Fyrsta frumsýning vetr- arins verður að þessu sinni á Akranesi n.k. fimmtudagskvöld 13. okt. kl. 21. hjá Skagaleik- flokknum. Frumflutt verður á sviði verk Sigurðar Róbertssonar, „Höfuðbólið og hjáleigan". Þetta leikverk Sigurðar er eitt af þeim er komust í úrslit í samkeppni sem efnt var til á Þjóðhátiðarár- inu 1974. á skáldskap hans: skáidhóndinn horfir út um reynslugluggann og melur gildi lífsstundanna... En þau (Ijóöin) varpa einnig Ijósi á ritstörf Guömundar L. Friófinns- sonar í heild og skerpa þannig drættina í svipmóti hans sem rit- höfundar." Þess má að lokum geta, að Guð- mundur L. Friðfinnsson hefur fengizt við allar höfuðgreinar skáldskapar, skáldsögur, leikrit, smásögur og nú ljóð, auk þess sem hann hefur ritað ævisögu byggða á samtölum, Sögu bóndans í Hrauni, sem kom út 1961. Guðmundur L. Friðfinnsson er vaxinn úr jarðvegi íslenzkrar al- þýðumenningar og hefur lengi verið einn helzti fulltrúi þeirrar bændamenningar, sem einkennt Inntak verksins og grunnur er sköpunarsagan, samskipti Drott- ins allsherjar við Gabríel og Lúsi- fer. Sköpun Adams og Evu og tilvist þeirra í Paradís. Hlutverk eru fimm talsins: (Drottinn allsherjar) Þorvaldur Þorvaldsson, (Gabriel) Anton Ottesen, (Lúsifer) Pálmi Pílma- son, (Eva) Vaka Haraldsdóttir, (Adam) Jakob Þór Einarsson. Lýsingu hannaði Magnús Axels- son, ljóstæknir. Leikmynd hann- Guðmundur L. Friðfinnsson héfur íslenzkt þjóðfélag öldum saman. Sjálfur hefur hann þannig verið einn þeirra, sem tóku upp merki skáldbónda eins og Guð- mundar Friðjónssonar, svo að dæmi sé nefnt. Guðmundur L. Friðfinnsson hefur lengst af búið á Egilsá í Skagafirði. aði Vignir Johannsson. Haukur Jóp Gunnarsson leikhúsfræðing- ur setur þetta verk á svið. Skagamenn telja mikinn feng að veru Hauks og starfi hans hjá félaginu. Eins og kunnugt er hef- ur Haukur dvalist 6 ár erlendis við nám i leikhúsfræðum, bæði í Japan og Englandi. Mikil gróska hefur verið í leiklistarlífi á Akra- nesi undanfarið, og má nefna að á síðasta leikári var sýnd „Þvotta- kona Napoleons" og hið viðamikla verkefni „Puntilla og Matti". (fréttatilkynning). íslenzkir listamenn sýna verk sín í Dan- mörku NOKKRIR íslenzkir lista- menn sýna um þessar mundir verk sín í Dan- mörku, nánar tiltekið í Gallerie Gammel Strand í Kaupmannahöfn. Hefur sýningin stadiö yfir síöan laust fyrir síðustu mánaöa- mót og Iýkur henni 12. október næstkomandi. Listamenn þessir eru Jóhannes Geir listmálari, en hann hefur sýnt áður erlendis, m.a. í Svíþjóð, Moskvu og Kaupmanna- höfn, og Sólveig Eggertz Pétursdóttir sem hefur málað myndir á rekavið og átt verk á sýningum víða erlendis, s.s. í Þýzkalandi, Englandi og Bandaríkjun- um. Þá sýna þarna einnig verk sín Sigrún Sverris- dóttir, en hún sýnir vefn- að, og Kristján Kristjáns- son, listmálari, og hafa þau tvö síðastnefndu tekið þátt í sýningum hérlendis. Skagaleikflokkurinn frumsýn- ir Höfuðbólið og hjáleiguna eftir Sigurð Róbertsson Útvarp Reykjavlk VEÐURFREGNUM verður útvarpað frá Veðurstof- unni kl. 01.00, 07.00, 08.15, 10.10, 12.25, 16.15, 18.55 og 22.15 verkfallsdagana. Á sömu tímum verður útvarpað tilkynningum frá tilkynningaskyldunni, lögreglu, vitamálastjóra, almannavörnum, Slysavarnafélagi Is- lands björgunarsveitum, svo og nauðsynlegar tilkynn- ingar stjórnvalda varðandi öryggisvörslu og heilsu- gæslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.