Morgunblaðið - 12.10.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÖBER 1977
5
margt annað að hún heldur verð-
mæti sínu um aldir."
,,Mér þykir hins vegar illt til
þess að hugsa að af hverri bók
skuli maður þurfa að rétta rikis-
valdinu um þúsund krónur í sölu-
skatt. Eg hef nú fengizt við bóka-
útgáfu næstum hálfa öld og það
hefir alltaf verið helzta vandamál-
ið aö finna eina, tvær eða þrjár
bækur til að standa undir útgáf-
unni að öðru leyti og min reynsla
er sú að um 70% bókanna seljast
ekki fyrir kostnaði. Samt hefur
verið haldið áfram, því að það er
með bókaútgáfuná eins og áfengi
og eiturlyf, að þegar menn eru
eini sinni byrjaðir er erfitt að
hætta."
Talið berst að samskiptum fjöl-
miðla og bókaútgefenda. ,,Ég tel
mig geta fullyrt," sagði þá Ragn-
ar, ,,að ef dagblöðin sérstaklega
væru ekki svo- velviljuð bókaút-
gáfunni sem raun ber vitni, þá
væri óhugsandi að halda úti bóka-
útgáfu í þeim mæli sem hér er
gert. Þó maður auðvitað bölvi við
og við ritdómi, sem birtist, þá er
stuðningur dagblaðanna ómetan-
legur."
Ragnar var þá béðinn um að
segja lítið eitt frá útgáfubókum
Helgafells í ár. ,,Já, á þessu ári
koma út hjá Helgafelli um 15
bækur, og eru þær ýmist komnar
út eða koma út á næstunni. Skal
ég nefna nokkrar sérstaklega og
þá fyrst nýtt ljóðasafn eftir
Tömas Guðmundsson — Heim til
þín, ísland. Ljóðabók frá Tómasi
er auðvitað stórkostlegur við-
burður en ég hef átt þess kost að
lesa þessa bók þrisvar og álít að
Tómas hafi aldrei ort betur en í
þessari bók.
Halldór Laxness
Sú bók sem ég er þó ef til vil
hreyknastur af er ný á Norður-
landstrómet Petters Dass, sem
uppi var 1647—1708 og mun yfir-
leítt vera talinn höfuðskáld Norð-
manna allar götur frá miðöldum
og fram á 19. öld, eins og segir í
bókakynningu. Þar segir enn-
fremur: Þetta álit á hann mest að
þakka kvæðabálkinum mikla,
Norðurlandstórmet, sem hann er
sagður hafa verið tuttugu ár að
yrkja.
Kvæðið er einskonar
þjóðarkvæði Norðmanna. Við Is-
lendingar eigum ekkert verk, sem
samsvari þessari stórfenglegu
lands- og þjóðlifslýsingu. Hins
vegar fer ekki hjá því, að heimur
Dr. Kristján Eldjárn
kvæðisins minni oss stöðugt á eig-
ið líf og sögu.' Fleira gerir kvæðið
kunnuglegt. Eins og þýðandi
bendir á í formála eigum við til
hliðstæðan skáldskaparstíl frá
sama tima, til dæmis í skáldskap
Bjarna Gissurarsonar og verald-
legum kvæðum séra Hallgrims.
Það eru lýsingar daglegs lifs,
ýmist raunsæi eða skrautlegar
ýkjur, strangar umvandanir eða
galsafenginn húmor. . ,Dr.
Kristján Eldjárn hefur snúið
kvæðinu á íslenzku af orðsnilld og
fræðimannslegri þekkingu.
Kristján Guðjónsson, hstmálari
hefur gert bókarskreytingu, sem
áreiðanlega ber af flestu, sem vér
eígum að venjast í þessari grein.“
Tómas Guómundsson
Rétt fyrir jólin kemur einnig út
ný ritgerðabók eftir Halldór Lax-
ness. Þarna eru komnar ýmsar
greinar, sem hafa birzt að undan-
förnu en að auki eru i bókinni
nýir kaflar, sem Ragnar kvað
Halldór vera að vinna að um þess-
ar mundir. Ragnar gat þess einnig
að fyrir hvatningu frá Halldóri
Laxness og Þorsteini Stephenssen
hefði nú verið ráðist í að gefa út
leikritaþýðingar Árna Guðnason-
ar magisters, eins afkastamesta
og vandvirkasta leikritaþýðanda
hér á landi en eftir hann lægju í
kringum 40 þýðingar. Kæmi
fyrsta bindið af þessari útgáfu nú
út fyrir þessi jól i takmörkuðu
upplagi.
„Þá vil ég sérstaklega geta um
efnilegan nýiiða. Erni Snorrason,
sem skrifað hefur skáldsögu sem
hann nefnir Óttar, og þetta er
bezta frumsmíð sem ég hef fengið
til útgáfu fyrr og síðar," sagði
Ragnar ennfremur. Þarna segir
frá íslendingi sem er í þann veg-
inn að hverfa heim eftir margra
ára dvöl í Frakklandi, og um
skáldsögu þessa segir í bókar-
kápu, að þetta sé mjög tímabær og
athyglisverð saga, sem fjalli um
nútímalegt viðhorf og nútima
hátterni í samræmi við þaó. En
jafnframt um hverfandi merking
þess að vera Islendingur í heimi,
þar sem öll gildi virðast lögð að
jöfnu.
Af öðrum útgáfubókum gat
Ragnar um endurminningabók
Liv Ullmann — Umbreytingin, en
bók þessarar mikilhæfu leikkonu
hefur trjónað á metsölulistum
víða um lönd. Ólöf Eldjárn hefur
þýtt bókina. Einnig kemur út hjá
Helgafelli önnur kunn endur-
minningabók en íslenzk i fyllsta
máta. Þetta er endurútgáfa á bók
Theódórs Friðrikssonar — 1 ver-
um, sem Gils Guðmundsson las
upp i útvarpinu sem framhalds-
sögu ekki alls fyrir löngu.
Þá er að nefna nokkrar ljóða-
bækur, m.a. eftir Sigfús Daðason
og Hjört Pálsson og ennfremur
skáldsögu eftir Egil Egilsson
kennara, sem Ragnar kvað vera
all berorða og eftir Einar Guð-
mundsson, kunnan þjóðsagna-
safnara, sem nú sendir frá sér
fyrstu skáldsögu sína á sjötugs-
aldri, fallega og rómantíska sögu
af Suðurlandi, að sögn Ragnars,
og Einar hefur gefið nafnið ,,í
föðurgarði fyrrum".
Barmmerkjahappdraetti
Iðnkynningar í Reykjavík
Barmmerki þau sem Iönkynn-
ing í Re.vkjavík dreiföi til verzl-
unar- og iönverkafólks í Re.vkja-
vík voru númeruö og giltu sem
happdrættismiöi. Nú hefur verið
dregiö í þessu happdrætti og
komu vinningar á eftirfarandi
númer.
Happdra'tti verslunarfólks:
1. 3241 Mokkakápa/frakki frá
Gráfeldi hf.
2. 3535 Stockholm sjónvarpsstóll
frá Módel húsgögn.
3. 2648 5 manna tjald með himni
ifrá Belgjagerðinni.
Happdrætti iönverkafólks:
1. 1194 Mokkakápa/frakki frá
Gráfeldi hf.
2. 553 Stockholm sjónvarpstóll
frá Módel húsgögn.
3. 2303 5 manna tjald með himni
frá Belgjageröinni
Nokkrir vinningar hafa verið
sóttir, en þ.eir, sem hafa barm-
merki með einhverjum af ofan-
töldum númerum, geta snúið sér
til Iðnkynningar í Reykjavík,
Hallveigarstíg 1, sími 24473, f.vrir
20. október n.k.
I frétt frá Iönkynningu í
Reykjavík segir að barmmerkjum
hafi verið dreift í Reykjavik og
verðmæti vinninga sé um kr.
450.000.—.
Jakki m/hettu
Jakki
kr.48.430-
kr. 3.340,-
Barnahúfa
simi: 27211
Mokka
KAPUR - FRAKKAR - JAKKAR
íslensk skinn
• íslensk hönnun
íslensk framleiðsla
Austurstræti 10
Myndirnar sýna tvær af
fjölmörgum tegundum,
sem við getum boöið