Morgunblaðið - 12.10.1977, Page 11

Morgunblaðið - 12.10.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1977 11 Kórinn ásólbjörtum degi vestra Dýrlegt ferðalag til Kanada Á síðastliðnu sumri gerði Kvennakór Suðurnesja viðreist um Islendingabyggðir Kanada, ennfremur fór kórinn til Seattle í Washingtonfylki. Strax við kom- una til Winnipeg var okkur tekið opnum örmum af kórfélögum Há- skólakórsins á staðnum. Stutt við- dvöl var í Winnipeg i þetta skipti, því haldið var til Vancouver næsta dag og áfram til Seattle, Ethel Vatndal var þar komin ásamt fleiri konum til að taka á móti okkur. Margar okkar voru hjá ættingj- um en aðrir i gistihúsum. Dvalið var þar í þrjá daga, tónleikar haldnir i Lúthersku kirkjunni við mjög góðar undirtektir. Á leiðinni til Vaneouver var stans^ð i elli- heimilinu Stafholt Blaine og sungið fyrir vistmenn. Ögleyman- legar voru þær móttökur sem við fengum, eða þá hlaðborðið með kræsingunum. í Vancouver greiddi götu okkar frú Linda Ás- geirsson en maður hennar Bob Ásgeirsson er forset-i Islendinga- félagsins þar, hennar starf var mikið og fórnfúst. Við Ritz hótel beið fjöldi manns sem bauð okkur inn á heimili sín þar sem stór hópur kórsins dvaldi við einstæða gestrisni en hinn hluti kórsins hélt til á hötel Ritz. Meðan á dvölinni stóð kom annar hópur undir leiðsögn Gísla Guð- mundssonar. Síðasta kvöldið þágu báðir þessir hópar veitingar hjá hóteleigandanum og er sjaldgæft að mæta slikum höfðingsskap. í Lúthersku kirkjunni voru tón- leikar haldnir og einnig í Royal City Curling Club. Voru þar nokk- ur hundruð manns. Sungið var á elliheimilinu Höfn við frábærar móttökur. Hin stórfenglega borg og umhverfi var skoðað. Einn daginn fórum við með ferju til Vancouvereyja skoðuðum feg- ursta blómagarð sem við höfðum augum litið. I þeirri ferð voru um 70 manns. Stór hópur fólksins ferðaðist um klettaf jölli n með sinni stórbrotnu fegurð, gist var á leiðinni i Calgary. Siðan var maraþonkeyrsla yfir sléttuna til Winnipeg. Næstu daga var hópur- inn í boði Háskólakórsins i Winni- peg. Tónleikar voru haldnir að Lundar fyrir fullu húsi. Jóhann Sigurðsson oddviti Lundar var einstakur gestgjafi. Að Gimli var sungið á Islendingadeginum, einnig daginn áður i kirkjunni. Þar prédikaði séra Valdimar Ey- lands. Á elliheimilinu Betel var sungið. Þjóðræknisfélagið sá um gistingu þar. Farin var skoðunar- ferð til Heklu-eyju undir leiðsögn Florence Johnson. I Winnipeg voru haldnir einir tónleikar i sam- komusal kirkjunnar við mjög góð- dar undirtektir. Fyrir þessum tónleikum stóðu Helga Andefson og Ingibjörg Goodridge og voru þær ómetánleg stoð okkar. Óhætt er að segja að Kanadamenn kunna að taka á móti gestum, því allsstaðar þar sem við sungum voru hlaðin borð með dýrindis veitingum. Voru kornum færðar margar góðar gjafir. Öllu því fólki sem greiddu götu okkar og sýndi okkur vinarhug sendum við alúðarþakkir. Daginn sem fara átti heim skall á verkfall hjá flugumferðarstjór- um og ýmsir óvæntir erfiðleikar sköpuðust út af því. Fara varð með bíl til Minneappolis og var flogið þaðan meó risaþotu til Chi- cago. Frá Chicago var haldið heim með Flugleiðum, Fararstjóri i Kanadaferðinni var Guðmundur Magnússon og sýndi hann okkur einstaka lipurð og dugnað við að leysa hvers manns vanda. Ferða- skrifstofan Sunna skipulagði þessa ferð sem var til fyrirmynd- ar. Þökkum við þeim og Flugleið- um fyrir einstaka þjónustu og fyr- irgreiðslu. Einnig langar okkur að nefna Helga Vigfússon sem studdi okkur með ráðum og dáð- um með undirbúning ferðarinnar. Að lokum sendir kórinn íslend- ingum Vestanhafs kærar kveðjur. Margrét Friðriksdöttir. Fegurð garðsins á Vancouvereyju verður varia með orðum lýst. tiUSANAUST? FASTEIGNASALA, Skúlatúni 6, Reykjavík_ -29691 Dúfnahólar 3ja herb. 88 fm. íbúð á 3. hæð. Góðir skápar og teppi. Stórar svalir og glæsilegt útsýni. Skipti koma til greina á u.þ.b. 1 00 fm. íbúð í Vesturbænum. Barónsstígur 3ja herb., 96 fm. nýstandsett íbúð á 3. hæð. Ný teppi Nýtt þak á húsinu. Skipti koma til greina á 3ja herb. íbúð í eldri hluta Hafnarfjarðar. Sævidarsund 3ja—4ra herb. falleg kjallaraíbúð. Tvö- falt gler. Ný teppi. Lóð fráqengin. Bráva/lagata 4ra herb. 100 fm. risíbúð. Svalir. Sér hiti. Ske/janes 4ra herb. risíbúð í timburhúsi, 110 fm. Sér hiti Lagt fyrir þvottavél í íbúðinni. Svalir. Við höfum opnað aftur í glæsilegum húsakynnum að Skúlatúni 6. f síminn er 29690 og 29691 Sláðu á þráðinn — Eða líttu inn til okkar Ef þú ert að leita að íbúð eöa vilt selja Gnodarvogur 4ra herb. 107 fm. efsta hæð í þríbýli. Þrjú svefnherbergi Sér hiti, tvöfalt gler Nýleg teppi. Stórar svalir. Kleppsvegur 4ra herb. 117 fm íbúð á 1 hæð í 3ja hæða blokk ásamt 20 fm. herb. í kjallara. Sér hiti. Ný teppi. Tvennar svalir. Góðir skápar. Hraunbær 4ra herb. 1 1 7 fm. íbúð á 3. hæð. Ný eldhúsinnrétting og teppi. Æsufell 6 — 7 herb. 160 fm. íbúð á 4. hæð. 4 — 5 svefnherbergi. Suðursvalir. Þvotta- herbergi á hæðinni. Bílskúr. Fagrakinn,Hafnarfirdi Hæð og ris, alls um 185 fm 6 svefnher- bergi. Stórar svalir. 30 fm. bílskúr Bárdarás, Hellissandi 138 fm einbýlishús, fokhelt, á einni hæð. 4 svefnherbergi, húsbóndaher- bergi, tvær stofur. Litlagerði, Hvolsvelli 1 35 fm nýtt einbýlishús, alls 6 herbergi, stórt eldhús og bað, w c. þvottaherbergi og búr. Tvöfalt gler. Bílskúrsréttur. Skipti möguleg á eign á Rvíkursvæðinu. Klettahlíð, Hveragerði 1 10 fm. einbýlishús, ásamt bílskúr. Fall- egur garður ■HÚSANAUSTf FASTEIGNASALA Sölumenn: Logi Úlfarsson, Guðmundur Þorsteinsson Hilmar Sigurðsson, viðskiptafr I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.