Morgunblaðið - 12.10.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 12.10.1977, Síða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKT0BER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKT0BER 1977 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Hvað vill BSRB? Einn helzti þátturinn i kröfugerð BSRB í þeirri kjaradeilu opinberra starfs- manna, sem nú stendur yfir, er. að félagsmenn samtakanna eigi kröfu á nokkurri leiðrétt- ingu launakjara sinna til sam- ræmis við launakjör á hinum almenna vinnumarkaði, þar sem opinberir starfsmenn eða a.m.k ákveðinn hópur þeírra hafi dregizt aftur úr starfshóp- um á öðrum sviðum þjóðlífsins, sem áþekk störf vinni Nú er samanburður á launakjörum alltaf erfiður Aðrir launþegar vísa gjarnan, þegar slíkur sam- anburður er til umræðu, til ým- issa hlunninda, sem opinberir starfsmenn njóta að þeirra mati umfram aðra launþega og þá ekki sízt til þess, að opinberir starfsmenn njóti verðtryggðs lífeyrissjóðs, sem ekki tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði. Fjármálaráðherra, Matthias Á Mathiesen, beitti sér fyrir því, að Hagstofa Islands fram- kvæmdi könnun á launakjörum opinberra starfsmanna og al- mennra launþega Að mati ríkisstjórnarmnar leiddi þessi könnun i Ijós, að opinberir starfsmenn hefðu rök fyrir sínu máli og sanngjarnt væri og eðlilegt, að þeir fengju nokkra leiðréttingu í yfirstandandi kjarasamningum til þess að þeir stæðu jafnfætis öðrum launþegum í kjörum. Þessu mati og þessari niðurstöðu hef- ur ekki verið mótmælt af tals- mönnum launþegasamtaka í landinu og verður því að lita svo á, að verkalýðshreyfingin telji þessa leiðréttingu eðlilega og muni ekki visa til hennar i kröfugerð sinni í framtíðinni í samræmi við þetta mat á nauðsyn nokkurrar leiðrétting- ar er Ijóst, að sáttatillaga sátta- nefndar gerði ráð fyrir launa- hækkunum til opinberra starfs- manna umfram þær almennu launahækkanir, sem samið var um sl. sumar á hinum frjálsa vinnumarkaði. Tilboð þau, sem ríkið hefur gert í samningavið- ræðum að undanförnu ganga einnig lengra en almennu samningarnir i sumar og sátta- tillagan, sem felld var Þessar umfram hækkanir koma fyrst og fremst fram á miðbiki launa- stigans, en það var einmitt i þeim launaflokkum, sem BSRB taldi mesta þörf á leiðréttingu Sem dæmi um þessar umfram- hækkanir skv. tilboðum rikis- stjórnar má nefna, að ASÍ- samningar voru í sumar taldir jafngilda 26 — 27% launa- hækkun í tilboði þvi, sem ríkis- stjórnin hefur gert BSRB er gert ráð fyrir að hækkun júli- launa opinberra starfsmanna frá maí-launum verði allt upp í 34%. Ef tekin eru t d laun í 15 launaflokki BSRB og metið hvað hækkun þeirra frá mai yrði mikil hinn 1 desember n k kemur i Ijós, ef áætluð 9 3% hækkun vísitölu er reikn- uð með, að hækkun til BSRB nemur 56,2% Ef þessi 15 launaflokkur BSRB hefði hins vegar á þessu tímabili fengið þá hækkun, sem ASI samdi um hefði hækkunin numið 40 3% Ljóst er, að hér er mjög veru- legur munur á I krónutölu námu þessi laun í maí sl 124 765 krónum en mundu nema 1 desember ef sam- þykkt yrðu 194 882 krónur Hækkunin nemur í krónutölu rúmlega 70 þúsund krónum Ef aðrir launaflokkar BSRB eru metnir á sama hátt kemur i Ijós, að mismunur á 5 launa- flokki yrði BSRB í vil um 3 9 prósentustig miðað við ASÍ, i 8 launaflokki yrði mismunur- inn 8.4 prósentustig BSRB i vil, í 10 launaflokki 116 pró- sentustig BSRB i vil, i 12 launaflokki 14 4 prósentustig BSRB í vil, í 18 launaflokki 14.5 prósentustig BSRB í vil og í 20 launaflokki 12 6 pró- sentustig BSRB i vil Það verður því ekki um villzt, að launþegar sem taka laun skv. miðbiki launastiga BSRB, fá skv tilboði ríkísins mjög verulegar launahækkanir um- fram það, sem aðrir launþe'gar fengu í sumar og er það gert til þess að leiðrétta misræmi. sem menn hafa orðið sammála um að hafi skapazt Þegar þetta er haft i huga er eðlilegt að spurt sé í framhaldi af þvi að BSRB hefur hafnað tilboði sem hefði tryggt opinberum starfsmönn- um svo verulegar kjarabætur: hvað er það, sem BSRB vill? Þeim hafa nú verið boðnir þeir kjarasamningar, sem aðrír launþegar i landinu samþykktu fyrir nokkrum mánuðum og til viðbótar hafa verið boðnar kjarabætur til þeirra, sem taldir voru eiga rétt á leiðréttingu Hver er launastefna BSRB úr þvi að sliku tilboði hefur verið hafnað? Að hverju er stefnt? Eðlilegt er að slíkar spurning- ar vakni i Ijósi þess, að menn eru væntanlega sammála um, að með ASÍ-samningum var teflt á tæpasta vað Raunar eru margir þeirrar skoðunar, að þeir hafi farið yfir strikið. Undir- stöðuatvinnuvegir þjóðarinnar eru reknir með tapi. Tilboðið, sem BSRB hafnaði, kallar á margra milljarða auka- útgjöld fyrir ríkissjóð, sem úti- lokað er að standa undir nema með þvi að skera mjög veru- lega niður þjónustu ríkisins við þegnana eða hækka skatta verulega, m.a. á meðlimum BSRB sjálfum Á hvaða leið erum við sem þjóð þegar 13 þúsund opinberii starfsmenn eru komnir i verkfall vegna þess, að þeir telja, að hér hafi ekki verið nægilega vel boðið? 100 íslendingar bíða í New York eftir að komast heim Nær ekkert millilandaflug, en fíogid á fjóra staði innanlands í gærdag UM EITT hundrar) Islendinjíar hída nú í New York eftir aú kom- ast til Islands. Fengu Flugleiðir ekki skrifleKa staðfeslinRU á því í fyrradaK. að þetta fólk fenRÍ að l'ara í land hér ok fluKvélar fenKju nauðsynleKa afKreiðslu til að halda áfram. Yar því fallið frá tveimur áætlunarferðum, sem fljÚKa átti í K®r milli New York, Keflavíkur ok Luxemborgar.. Er óvíst hvenær fólk þetta kemst til landsins, en vonazt var til að lausn fenKÍst á þessu máli í daK- Aðeins ein flugvél kom til landsins á veKum FluKleiða, en hins veKar var talsvert floKÍð innanlands ok verður því ÍIukí haldið áfram í daK- I fiær voru floKnar þrjár l'erðir til Akure.vr- ar, ein til Vestmannaeyja ok ein til EKÍlsstaða. Að sÖKn Sveins Sæmundssonar, hlaðafulltrúa FluKleiða, fa'kkaði veruleKa á hótelum í Reykjavík daKana f.vrir verkfallið ok þá sérstakleKa á Ilótel Loftleiðum, en þar eru að jafnaði flestir útlendinKar. Hópar IslendinKa eru um þessar mundir í sólarferðum í S-Evrópu ok aörir híða eftir að komast þangað. Munu hvorki Flugleiðir né ArnarfluK hafa leÍKufluR á veKum ferðaskrifstofa fyrr en á föstu- daK. Ymsar ástæður eru fyrir því að millilandaflufi er aðeins starfrækt að litlu leyti. Meðal annars fer vopnaleit ekki fram á Keflávíkur- flugvelli, en slíkt er nauðsynlefit að framkvæma á flufifarþefium á leið til Evrópu og Bandaríkjanna. Hins vegar geta flugvélar lent hér á landi, en tollgæzla er í lágmarki og farmur innsiglaður. Þá eru litl- ar líkur taldar á að flugvélar, sem lenda hér á landi, fái afgreidd nauðsynleg gögn til að halda áfram. Aðeins ein flugvél lenti á Kefla- víkurflugvelli í gær á vegum Flugleiða eins og áður sagði. Kom sú véí frá Glasgow og Kaup- mannahöfn og voru með henni 96 Geysimikid álag á sjálfvirka símakerfinu: Fólk bíður tímunum lang- saman eftir sambandi GEYSIMIKIÐ álag var á sjálf- virka símakerfinu í gær en í ga'r- kvöldi var ekki vitaö um neinar alvarlegar bilanir, að söfin Gústafs Arnars yfirverkfræðings. Það hefur því ekki reynt á það enn hvort undanþágur verða veittar ef bilanir verða á kerfinu en Gústaf kvaðst frekar búast við því að undanþágur yröu veittar vegna þess hve símakerfið er mik- ilvæKt í sambandi við öryggi landsmanna. A langlínustöðinni í Reykjavík (02) og fjarskiptum við útlönd (09) er aðeins öryggisgæzla og engin önnur símtöl eru afgreidd en þau sem varða öryggi fólks. Á símstöðvum úti á landi er einnig af- öryggisgæzla og símtöl ekki greidd nema í neyðartilvikum. Af þessum sökum héfur verið geysimikið álag ásjálfvirka síma- kerfinu. Sagði Gústaf Arnar að álagið hefði verið mælt annað slagið í gær og það reynzt óvenju mikið. þó ekki það mikið að leitt hefði til bilana. Þegar þettá ástand rikti mættu símnotendur búast við að þurfa að bíða lang- tímunum saman eftir sambandi ef þeir ætluðu að hringja milli landshluta. Álag var einnig mjög mikið á sjálfvirka kerfinu á höfuðborgar- svæðinu i gær og þar var ekki heldur vitað um neinar stórbilan- ir. farþegar. Gekk tollskoðun á farangri farþega og áhafnar eðli- lega fyrir sig. I dag'er væntanleg flugvél frá London á vegum Flug- leiða. Starfsfólk Flugleiða á Kefla- vikurflugvelli var í gær krafið um sérstök skilríki starfsmanna i hliðum lögreglunnar á Vellinum. Að sögn Sveins Sæmundssonar hefur ekki verið fram á að þessir passar væru sýndir í langan tíma og margir starfsmenn höfðu þá því ekki í fórum sínum í gær. Kom þetta mjög flatt upp á starfs- fólkið, sem ætlaði í gegnum hliðin og komst aðeins hluti fólksins til starfa sinna. Kom það þó minna að sök en ella, þar sem fátt eitt var að starfa hjá Flugleiðum á Keflavikurflugvelli i gær. Að sögn Sveins Sæmundssonar þurfti að aflýsa ráðstefnu, sem vera átti á végum ullarkaup- manna á Loftleiðahótelinu í vik- unni, vegna verkfallsins. Var ákveðið að ráðstefna þessi yrði i staðinn haldin í Bandaríkjunum. Þá sagði Sveinn Sæmundsson i gær að siðustu dagana fyrir verk- fallið hefði mikill fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi haldið af landi brott vegna hins ótrygga ástands i samgöngumálum. Mætti segja að Loftleiðahótelið hefði verið hálftómt i fyrrinótt og fáir erlendir ferðamenn á hótelum í borginni yfirleitt. í gær voru farnar þrjár ferðir til Akureyrar á vegum Flug- félagsins og ein til Vestmanna- eyja, Egilsstaða og Þingeyrar. Flugumferðarstjórar á þessum stöðum eru ekki í vcrkfalli BSRB og var farþegum frá ísafirði og Neskaupstað ekið til Þingeyrar og Egilsstaða í veg íyrir vélarnar þangað. I dag er áætlað að fljúga á Akureyri, Egilsstaði og Vest- mannaeyjar eins og í gær, að auki er áætlað að fljúga á Sauðárkrók, Isafjörð, Húsavik og Patreks- fjörð. Sagöi Sveinn Sæmundsson að ekki væri ljóst hvort vélarnar fengju að lenda á þessum stöðum, en á það yrði reynt í dag. Aðspurður sagði Sveinn Sæmundsson að leiguflug fyrir ferðaskrifstofur væri ekki áætlað fyrr en um helgina og vonuðust menn til að verkfallið yrði leyst þá. Magnús Gunnarsson hjá Arnarflugi tjáði Morgunblaðinu í gær, að á föstudaginn væri áætlað t tUnr a að Arnarflug færi með fulla vél farþega til London og um helgina væru síðan leiguflug til Palma á Mallorka og til Kanaríeyja. Þang- að til væri fyrirtækið ekki með verkefni fyrir islenzka aðila, þanníg að verkfallið kæmi ekki verulega við rekstur fyrirtækisins fyrr en þá. Herjólfur með mjólk og farþega til Eyja UNDANÞÁGA var i gær veitt til að Herjólfur gæti flutt farþega og mjólk milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Hins vegar má skipiö ekki flytja neinar aðrar vörur en mjólkina meðan á verk- falli stendur. Þá voru í gær veitt- ar undanþágur til starfsfólks Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, Vinnuheimilisins að Reykjalundi og Skálatúnsheimilisins í Mos- fellssveit. Það var ekkert verkfall I gær á Sólhakka, dagheimili fyrír born starfsfólks á Landspftalanum. Ilnga fólkið lék þar við hvurn sinn fingur, meðan flest önnur dagheimili og skólar voru lokuð vegna verkfallsins. Erill hjá kjaradeilunefnd: Hjúkrunarnem- ar skulu vinna KJARADEILUNEFNl) starfar stöðugt á meðan áverkfalli BSRB stendur. 1 gær fékk nefndin hin ýmsu vandamál til meðferðar og afgreiddi hún þau. T.d. kom beiðni til nefndarinnar um að tollafgreidd vrðu tvenns konar lyf, sem lífsnauðsynleg voru sjúklingum og ekki voru til tollaf- greidd. Gaf nefndin út tilkynn- ingu um vinnuskyldu til þess að l.vfin yrðu afgreidd. Ilelzta vandamálið sem nefndin fékk til meðferðar í gær var vinnuskylda fyrir kennara Hjúkr- unarsköla íslands. Vegna þess að kennararnir höfðu hafið verkfall, mynduðust miklir erfiðleikar þeg- ar hjúkrunarnemar mættu ekki til vinnu sinnar á spitölunum. Höfðu kennararnir ályktað að þar sem bóklegt nám félli niður ætti hinn verklegi þáttur kennslunnar einnig að gera það. Málið var síð- an leyst með vinnuskyldu á hend- , ur kennurum í hjúkrunarfræð- um. Getur því hinn miklu fjöldi hjúkrunarnema haldið áfram störfum við spítalana. Þá urðu nokkrir erfiðleikar við hliðið inn á Keflavíkurflugvöll í gær og vildi lögregla þar meina mönnum inngöngu á vallarsvæð- ið. Kjaradeilunefnd hafði úr- ÁTVR lokuð Afengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins er lokuð vegna verkfalls BSRB. skurðað að hliðarvarzlan væri öryggiseftirlit og öryggiseftirlit ætti að vera í lágmarki. Nefndin úrskurðaði í gær að öryggiggæzla við hliðið ætti að vera að því marki, sem tíðkazt hefur. Hins Verkfallsverð- ir stöðvuðu radarmælingar lögreglunnar VERKFALLSVERÐIR frá BSRB stöðvuðu í gærmorgun lÖKreglu- menn við radarmælingar og töldu þa'rekkieigarétt á sér í verkfalli. Það mun hins vegar vera skoðun yfirstjórnar lögreglunnar að rad- armælingarnar séu öryggisatriði, en þa?r munu eigi að síður liggja niðri meðan á verkfallinu stend- ur. Sá misskilningur hefur komið fram, að lögreglan i Reykjavík sinni ekki árekstrum, sem verða í höfuðborginni, meðan á verkfalli BSRB stendur. Hið rétta er, að lögreglan fer i öll árekstra- og slysaútköll og gerir þar allar venjulegarathuganirog mælingar. Hins vegar mun embætti lög- reglustjörans ekki afgreiða frá sér neinar skýrslur um þessa árekstra fyrr en að loknu verk- falli. vegar sagði einn taismanna kjara- deilunefndar að það væri ekki hugmynd nefndarinnar að i verk- falli ættu menn að leggja meira á sig en endranær — vinnuskylda öryggisgæzlumanna ætti að vera aö því marki, sem verið hefði áð- ur. Þá má geta þess að hjá kjara- deilunefnd var í gær talsvert mik- ill erill. Fólk koni þar og kvaðst ekki hafa fengið bein fyrirmæli nefndarinnar um vinnuskyldu. i fyrrakvöld var unnið fram á nótt af starfsmönnum nefndarinnar, þar sem landsbyggðin var látin Framhald á bls. 30. Frí hjá rúmlega 13 þúsund nemun RUMLEGA 13 þúsund nemend- ur i grunn- og forskólum í Reykjavík fengu frí i skólanum í gær vegna verkfalls BSRB. Eru kennarar þeirra flestir í verkfalli; en einhverjir eru þó i Bandalagi háskólamanna. Dag- heimili og leikskólar voru sömuleiðis lokuð í Reykjavik í gær og verða meðan á verkfall- inu stendur. Þó voru nokkrar undantekn- ingar á þessu, þar sem dag- heimili, sem rekin eru í tengsl- um við Landspítalann og Borg- arsjúkrahúsið, verða opin i verkfallinu. Kjaradeilunefntí úrskurðadi að fóstrur á þessujn dagheimilum skyldu starfa í verkfalli þar sem hjúkrunar- fólk starfar að langmestu leyti áfram með eölilegum hætti. Háhyrningur og handknattleiks- menn fá synjun HAHYRNINGSVEIÐIMENN fögnuðu háhyrning suður af land- inu I f.vrradag og hugðust þeir flytja hann til Hollands í gær. Sótlu þeir um undanþágu til að flytja dýrið utan, en hún var ekki veitt. Astæðan var sú, að ekki þótti tr.vggt að vélin, sem ka*mi hinfiað að sækja dýrið, kæmi hingað tóm. Var háh.vrninKurinn í sérstakri girðingu í Grindavík í fiær. Þá sóttu handknattleiksmenn úr Val um undanþágu til að kom- ast til Færeyja á fimmtudag, en þeir eiga að leíka þar tvo leiki í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik um helgina. Var Valsmönnum synjað um undan- þáguna að svo komnu máli, en verið er að kanna hvaða afleiðing- ar það hefur í för með sér fyrir íslenzkan handknattleik þurfi Valsmenn að gefa leiki sfna í keppninni vegna verkfallsins. Í gærkvöldi áttu að fara fram tveir leikir i 1. deild Íslandsmóts- ins í handknattleik í Laugardals- höllinni. Varð að fresta þeim báð- Framhald á bls. 30. SYNINGAR falla niður I Iðnó og Þjóðleikhúsinu meðan að verkfallinu stendur, en þessi mynd var tekin á sviðinu I Iðnó f gær og það eru þeir Tómas Zoéga, framkvæmdastjóri LR, og Jörundur Guðjónsson, leik- sviðsst jóri, sem snúa saumavélunum og sviðsmvndin er úr Saumastof- unni. (Ljósm. RAX). Brunaverðir stöðva leiksýningar LR LEIKSYNINGAR verða ekki hjá Leikfélagi Reykjavíkur i Iðnó meðan á verkfallinu stendur. Ástæðan er sú að í Iðnó er skylda, samkvæmt 99. grein Brunamála- samþykktár Reykjavfkur, að einn brunavörður sé á hverri sýningu félagsins í Iðnó. Leikarar hins vegar eru ekki í BSRB og þvi ekki i verkfalli frekar en aðrir starfs- menn félagsins. Leikfélagið reyndi aö fá undanþágu til að brunavörður yrði áfram á leiksýn- ingum í verkfallinu, en sú undan- þága fékkst ekki. Tómas Zoéga, framkvæmdastjóri LR, sagði i gær að hann minntist þess ekki að Leikfélagið hefði áður stöðvast vegna verkfalls. Þjóðleikhúsið verður einnig lokað meðan á verkfallinu stend- ur, en þar eru flestir starfsmenn i BSRB. Einu leiksýningarnar, sem verða í Reykjavík i verkfallinu verða sýningar LR á „Blessuðu barnaláni" i Austurbæjarbíói. Sorphreinsun nær óbreytt í i borginni verkfallinu SORPHREINSUN verður með eðlilegum hætti í Re.vkjavík í verkfallinu, en flestir starfsmenn sorphreinsunardeildarinnar eru I Dagsbrún, en ekki BSRB. Flestar aðrar stofnanir á vegum borgar- innar lömuðust verulega í verk- fallinu í fiær og voru t.d. engar strætisvagnaferðir. Var farið fram á undanþáfiur vegna strætis- vagna, en þeirri beiðni var synj- að. Ilins vegar eru ferðir Land- leiða milli Reykjavíkur og Hafnarf jarðar með eðlilegum hætti eins og aðrar sérleyfisferð- Lágmarksvakt var hjá raf- magns-, hita- og vatnsveitu Reykjavikur i gær. Þórður Þor- bjarnarson, borgarverkfræðing- ur, var að því spurður í gærkvöldi hvort unnið yrði við viðgerðir t.d. ef heimtaug frá hitaveitu bilaði. Sagói Þórður að slík tilfelli hefðu ekki komið upp ennþá, en sagðist álita að væru fyrirsjáanlegar skemmdir vegna slíkra bilana, yrði farið fram á undanþágu fyrir viðgerðarmenn. Mælingamenn við gatnagerð hjá borginni eru i verkfalli og tefur það mjög fyrir frantkvæmd- um.'t.d. við malbikun Sætúnsins, sem stendur yfir. Skipulagsstörf hjá borginni tefjast verulega og sömuleiðis mælingar fyrir nýjum húsum og segja má að hjá flestum stofnunum borgarinnar hafi að- eins forstöðumenn unnið við eignavörzlu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.