Morgunblaðið - 12.10.1977, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKT0BER 1977
29
^jj
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
gera. En á sumum vinnustöðum
er ekki flóafriður fyrir útvarpinu,
einn vill hlusta á þessa eða hina
síðdegissöguna, annar vill heyra
alla poppþætti, sem hægt er og
þannig glymur þetta í eyrum
margra daglangt.
Að þessu leytinu er því ágætt að
þessari truflun, sem ég vil kalla,
skuli linna, því það að hafa út-
varpið glymjandi yfir sér á vinnu-
stað finnst mér ekki góð notkun á
þeim annars stundum ágæta fjöl-
miðli. En ég endurtek, að hvildin
er að mörgu leyti góð og ég er ein
þeirra, sent hvíldinni verður feg-
in ef hún ekki verður of Iöng.
Útivinnandi kona."
% Sólskinskvæði
Og úr því verið er að tala um
úlvarpið birtum við hér tvær vís-
ur, sem ortar eru i tilefni sið-
degissögunnar Ulfhildur, sem
Hugrún skáldkona las i útvarp
fyrir skömmu, en vísurnar sendi
S.G.J.
Med sól i hjarta og sól í fan«i
og sólareldinn í hverri laug.
Meó sólskinsbrosi hún sásl á gangi
og sólargeisli frá henni flaug.
Þú sólarfrænka frá sólarhæðum,
hreið sólarljómann um viða byggó.
meó sólskinshókum og sólskinskvæóum
og sólarfeguró í trú og dyggó.
Þessir hringdu
0 Enginn veit
hvað átt hefur...
Morgunhani:
— Nú þegar verkfallið er
komið til framkvæmda, verkfall-
ið, sem margir hafa sjálfsagt beð-
ið eftir að fá að gripa til, er ýmis-
legt sem gengur úr skorðum eins
og vænta mátti. Sennilega er ein
mesta breytingin sú að hafa ekki
útvarpið og mér dettur ósjálfrátt í
hug orðtakið: enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur. Nú er
oft kvartað og kveinað yfir
útvarpsdagskránni og ég held að
ég sé ekki saklaus þar, margt hef-
ur manni leiðst i útvarpinu, en
þar hefur einnig verið margt
áhugavert að finna. En fyrir
morgunhana eins og mig er verst
að hafa ekki útvarpið á morgn-
ana, það liggur við að maður verði
að taka upp nýja iifnaðarhætti
svona að morgni dags, svo bund-
inn hefur maður verið af því að
hafa rabb morgunþulanna yfir
sér og lög þeirra, og velur hvor
með sínum smekk, eins og.kunn-
ugt er orðið.
% Enginn póstur
Maður sem hefur pósthólf á
leigu i pósthúsinu í miðborg
Reykjavíkur spurðist fyrir um
það af hverju væri ekki hægt að
nálgast póst i hólfunum þrátt
fyrir verkfallið, þar lægi án efa
póstur, sem hefði komið i hólfin
fyrir helgi og menn hefðu ekki
getað nálgást á mánudeginum.
— Við borgum leigu fyrir hólfin
og mér finnst ástæðulaust að
meina okkur aðgang að þeim, til
að athuga hvort sett hefur verið
eitthvað í þau að kvöldi mánu-
dagsins, sem er kannski verið að
bíða eftir.
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
A skákmóti i Ungverjalandi i
fyrra kom þessi staða upp i skák
þeirra Salamons og Bileks, sem
hafði svart og átti leik. .
• Bréfarusl
í Breiðholti
Vesturbæingur:
— Ég þurfti á sunnudaginn
var að fara í lyfjabúð og var sú
eina opna i Reykjavik í Breið-
holti. Þetta var í fögru veðri á
sunnudagskvöldið og þarna ofan
að er fallegt útsýni, sem hægt er
að njóta, en ég hef aldreí komið
þarna uppeftir áður. En það sem
skemmdi mjög fyrir ánægju var
ntikið bréfarusl við búðirnar.
Þarna er semsé, auk lyfjabúðar-
innar, banki, matvöruverzlun.
sælgætissala og e.t.v. fleiri fyrir-
tæki og mér fannst bréfaruslið
svo yfirþyrmandi að lá við ógleði.
Alls kyns umbúðir og búið var að
.sulla úr gosdrýkkjaflöskum á rúð-
ur og ég er viss um að þetta rusl
allt var ekki aðeins frá þessari
einu helgi. Því vildi ég spyrja
hvort verzlanaeigendur þarna
gætu ekki sameinazt um að láta
sópa stéttina í kringum búðirnar,
því þarna veður maður drasl upp í
ökkla. Ekki sá ég heldur neinar
ruslafötur utan dyra. Kunningi
minn, sem býr í efra Breiðhólti,
sagði að við verzlanamiðstöð þar
hefði ástandið verið svona, en
gjörbreytzt til batnaðar er fötur
voru settar upp við stéttina þar.
Mér fyndist að borgin ætti að
koraa þarna fyrir ruslafötum og
verzlanaeigendur að láta sópa og
þrífa, þeir eru það margir að hægt
er að skipta því á milli fyrir-
tækjanna.
24. ... Rf3+ 25. Rxf3 (Eða 25.
Bxf3 — e2+ 26. Dd4 — Bxd4 27.
Hxd4 — Dfl mát) e2+ 26. Rd4 —
exdl = D+ 27. Dxdl — Hel + !
Hvítur gafst upp. Eftir 28. Dxel
— Bxd4 29. Df2 — Bxf2+ 30.
Kxf2 — Dxg4 er staða hans von-
laus.
Ljósiö fer eitthvað í taugarnar á honuni?
83? SIG&A V/GGA % 'ÍILVERAW
vfcwO/Wo Á/.ÍT4 Yllá vív/v<-
m ALWlNm Vk £á
LPtfKAOl Vff V/6 \<A0?\9,
MGWlLW Yli/VJ.
/ÝW&ÍKÝ&W 1lt
AL& EWb QÚIN& V£RA‘
0RAG\iÖLÍ 5ÍW T(J/VNAN
KW OhI4 LÖ9PM Á VfR,
Ijosm.: »* riöþjófur.
Stjórn Bæjarleiða við opnun hins nýja húsnæðis í gær. Talið frá
vinstri: Þorkell Þorkelsson, Ingvar Sigurðsson, Hákon Sumarliða-
son, Hans Tómasson og Snorri Laxdal.
Bilið milli kirkju
og leigubilastöðv-
ar ekki svo langt”
Bæjarleiðir opna nýtt hús-
næði fyrir þjónustustarfsemi
LEIGUBILASTÖÐIN Bæjar-
leiðir h.f. flutti nýlega form-
iega með starfsemi sína í nýtt
húsnæði að Langholtsvegi 115.
Nýja húsnæðið er 320 fermetr-
ar að sta>rð á þremur hæðum og
hefur allt húsið verið tekið í
notkun, efsta hæðin er leigð
Fasteignasölunni Húsafelli og
götuha'ð fyrirtækinu Tívolí en
jarðha'ð hafa leigubílst jórarnir
sjálfir til afnota fyrir þjónustu-
starfsemi Bæjarleiða. Hús
þelta er teiknað af Kjartani
Sveinssyni, en verkfræðiteikn-
ingar annaðist Indriði Indriða-
son. Hjá Bæjarleiðum eru nú
starfandi 160 bílstjórar og voru
um tuttugu þeirra mættir á
hlaðamannafundi sem stjórn
Bæjarleiða boðaði til vegna
opnunar hússins í gær.
Stjórn Bæjarleiða h.f. skipa
þeir Þorkell Þorkelsson, sem
hefur annazt stjórnarforystu og
framkvæmdastjórn allt frá
stofnun hlutafélagsins, 15. jan.
1955, Hans Tómasson, Snorri
Laxdal, Ingvar Sigurðsson og
Hákon Sumarliðason.
í ávarpi sem Þorkell Þorkels-
son flutti i gær, sagði m.a.:
Hlutafélagið Bæjarlej.ðir var
stofnað 15. jan. 1955. Tilgangur
félagsins var rekstur leigubif-
reiðastöðvar í Reykjavík, sem
hófst í litlum benzínskúr hér á
þessum stað 23. apríl 'sama ár
og er því Bifreiðastöðin Bæjar-
leiðir samkvæmt framansögðu
tæplega 23 ára.
Fjöldi bifreiðastjóra var i
upphafi 11, en eru nú 160. I dag
er fastráðió starfsfólk stöðvar-
innar níu starfsmenn. Allur
tækjabúnaður hefur verið end-
urnýjaður i nútima tæknihorf.
Ennfremur sagði Þorkell að
starfsemi Bæjarleiða byggðist á
fleiru en daglegum þjónustu-
störfum, félagslíf væri blóm-
legt, staífsmannafélag, kvenfé-
lag, lánasjóður. taflfélag og
íþróttafélag.
Sarna árið og Bæjarleiðir var
stofnað fékk félagið leyfi til
byggingar og fjárfestingar á
húsnæði, sem ekki mátti kosta
meira en 80 þús.kr. og reist var
einnar hæðar timburhús, tekið
i notkun árið 1956. Hefur starf-
semi Bæjarleiða farið fram í
þvi húsi þar til nú nýja húsnæð-
ið er tekið í notkun.
Er Þorkell Þorkelsson hafði
lokið máli sinu tók séra Árelíus
Nielsson sóknarprestur Lang-
holtskirkju til máls, en hann
blessaði starfsemi leigubíla-
stöðvarinnar við stofnun henn-
ar. Sagði séra Arelíus að hús-
næði þetta væri hið fyrsta, sinn-
ar tegundar. sem vigt væri af
presti. Gat hann þess síðan að
leigubílstjórar þessa fyrirtækis
heföu sýnt af sér ntikinn dreng-
skap, t.d. varðandi sumarleyfis-
ferðir aldraðs fólks, sem þeir
hefðu ekið án þess að þiggja fé
fyrir. „Einn dagur hjá Drottni
er dýr," ságði séra Arelius. „Og
einn dagur hjá Bæjarleiðum er
líka dýr. Bilið á milli kirkjunn
ar og leigubifreiðástöðvar er
ekki svo ýkja langt,.."
Norskur tónlistarkennari
til Stykkishólms í vetur
Slykkishólmi. 6. októher.
Tónlistarskólinn hér í Stykkis-
hólmi er nýtekinn til starfa og er
hann fullskipaður. Að honunt var
ráðinn skólastjóri, Arne
Björnhöj, norskur tónlistarkenn-
ari. Með honum kennir Hafsteinn
Sigurðsson, sem var starfandi við
skólann í fyrra. Þá hefur skóla-
stjórinn tekió að sér þjálfun
Lúðrasveitar Stykkishólms.
Fróllaritari.
, wf/,/trz\v,
'yí AWdIÖJ/
,&ARA UKK/ A9
MAWR VffF9/ ,
ALQRV Wl5T W
ÖOKUWWR!
SÍÁ, VaQ K
$WI AYIALÍ6T,
40 ý£Kj04.,
9-/6
%voHa
'rxulhilj<ss-
^ÍKT ýöíK?