Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1977 Undanþága til löndunar úr Snorra Sturlusyni LÖNDUN hófst úr togara Bæjar- útgerðar Reykjavíkur Snorra Sturlusyni í gærmorgun, en togarinn kom til hafnar í fyrra- dag með um 190 lestir af fiski. Þrátt fyrir beiðni forráðamanna BUR fékkst þá ekki undanþága til löndunar, en i gærmorgun fékkst hinsvegar leyfi. Þá var og iandað úr togaranum Vigra í Reykjavík á miðvikudag og gekk Verður Serkin að aflýsahljóm leikaför? Píanósnillingurinn heims- kunni, Rudolf Serkin, sem heldur hljómleika í Austur- hæjarbíói í dag, fer utan n.k. mánudag hafi verkfallið leystst. Serkin heklur fimm lónleika í Mijnchen í Vestur- Þýzkalandi og verða þeir fyrstu næsta þriðjudag. Serkin leikur alla konserta Beethov- ens og verður útvarpað frá hljómleikunum um alla Evrópu. Hindri verkfall opinberra starfsmanna flugsamgöngur frá íslandi á mánudag veröur að aflýsa Wjómleikunum og út- varpi frá þeim. sú löndun ágætlega, nema hvað hluti aflans fór óvigtaður í frysti- hús. Þegar Snorri Sturluson kom til Reykjavíkur í fyrradag tók skip- stjórinn ekki hafnsögumann frek- ar en þeir tveir togarar sem hafa komið til Reykjavíkur síðan á þriðjudagsmorgun. Aður en togarinn kom til hafnar höfðu for- ráðamenn BUR sótt um undan- þágu til að skipið mætti koma inn a höfnina. í fyrradag var sótt um undanþágu til löndunar og gáfu ríkisstarfsmenn leyfi til að fisk- matsmaður mæti fiskinn úr togaranum, en þá synjaði hins vegar Starfsmannafélag Reykja- vikurborgar um að vigtarmaöur og verkstjórar fengju undanþágu til starfa. Málið var siðan tekið til endurskoðunar í fyrrakvöld og urðu úrslitin þau að löndun hófst af fullum krafti í gærmorgun. Þá var ekki hægt að sinna vélar- viðgerð um borð í togaranum í fyrradag, þar sem vélaeftirlits- maður útgerðarinnar, er í Starfs- mannafélagi Reykjavikurborgar. Vélaeftirlitsmaðurinn sér um að taka við viðgerðar- og pöntunar- listum af vélstjórum togaranna þegar þeir koma í land. Síðan hefur hann samband við smiðjur, gengur frá pöntunum og fylgist með að allt sé framkvæmt. Af þessum sökum var talið, að farið væri inn á starfssvið hans, ef vél- stjórar togarans pöntuðu við- gerðarmenn beint um borð. Óvenju mikið um r eiðh j ólastuldi OVENJU mikið hefur horizt af tilkynningum til Morgunblaðsins um að reiðhjólum hafi verið stol- ið. Virðist sem þessir þjófnaðir hafi færzt mjög í vóxt í verkfall- inu þegar engir slrælísvagnar ganga og fólk uppgötvar að reið- hjól eru þægilegur ferðamáti. A miðvikudag var stolið litlu kvenhjóli rauðu að lit. frá 10 ára SV lýsir stuðningi við borgarstarfsmenn STJORN Stéttarfélags verkfræð- inga hefur lýst yfir „fyllsta stuðn- ingi við baráttu Starfsmanna- félag.s Reykjavíkur borgar fyrir ba'ttum kjörum'" og hefur stjórn- in beðið félagsmenn að gæta þess að ganga ekki i störf þeirra, sem eru í verkfalli. stúlku að Grenimel 29. Þeir sem hafa séð grunsamlegt rautt, kven- hjól eru beðnir að láta vita í síma 25119. A tímabilinu frá mánudegi til miðvikudags var hjóli stolið úr reiðhjólageymslu í Mariubakka í Breiðholti. Það er gírahjól, gult að lit, af geröinni DBS Tomahawk. Þeir sem kynnu að geta gefið einhverja upplýsingar eru beðnir á láta vita í síma 73175. Þá var tveimur hjólum stolið um kaffileytið á miðvikudag, þar sem þau stóðu við matstofuna Esjuberg við Suðurlandsbraut. Hjólin eru bandarisk af Sears- gerð, hvort tveggja kvenreiðhjól. Annað er mosagrænt með svörtu sæti en hitt blátt með hvítu sæti. Ef einhver veit um það hvar hjól- in eru nú niðurkomin, er hann beðinn að hringja til lögregl- unnar eða láta vita í síma 71685. Beðinn að leggja nið ur vinnu úti á sjó RANNSÖKNARSKIPIÐ Bjarni Sæmundsson kom úr leiðangri til Reykjavíkur í gær, oíí var skipið nokkru skemur úti en upphaflega var ákveðið. Stjórn Bí stydur fréttamenn STJÓRN Blaðamannafélags ís- lands hefur lýst „fyllsta stuðningi vid kaupkröfur fréttamanna Rfkisútvarpsins, hljóðvarps og sjónvarps". Segir í samþykkt stjórnar B.I. að störf fréttamanna og blaða- manna hafi mörg undanfarin ár verið stórlega vanmetin og verði ekki veruleg hækkun á kjörum þeirra, sem að blaðamennsku og fréttamennsku starfa „er veruleg ástæða til að óttast um bæði áreið- anleik og gæði íslenzkrar blaða- mennsku". Morgunblaðið hafði sambandi við Jón Jónsson, forstjóra Haf- rannsóknastofnunarinnar og. spurði hann hvort rétt væri að skipið hefði verið kallað inn vegna verkfalls opinberra starfs- manna. Jón kvað svo ekki vera, skipið hefði einfaldlega komið inn vegna leiðindaveðurs á mið- unum. Að þessu sinni hefði að- eins verið einn maður um borð, sem væri innan -vébanda BSRB. Þeim manni hefði að vísu verið búið aft senda skeyti, þar sem farið hefði verið fram á að hann legði niður vinnu, „en ástæðan fyrir því að skipið kom inn var ekki vegna þessa manns," sagði Jón. -------------» ? ?------------- Leikfangahappdrætti LEIKFANGAHAPPDRÆTTIÐ sem Thorvaldsensfélagið stendur fyrir til ágðða fyrir vanheil bórn er nú í fullum gangi. Verða happ- drættismiðar félagsins seldir í dag og á morgun á Thorvaldsens- basarnum í Austurstræti 4. Um borð í Skógafossi á ytri-höfn: Fjölskyldur skipverja heimsóttu þá um borS t skipiS út á ytri höfnina. Liósm FríSþjófur. Töluverður ábyrgðarhluti að neita okkur um að leggjast að VIÐ FARMENN erum í hæsta máta óánægSir meS þá afstöSu kjaradeilunefndar og BSRB aS veita okkur ekki heimild til aS leggjast aS bryggju og komast þannig á auðveldan hátt til okkar fjölskyldna, sem viS erum fjarri meiri hluta ársins, og okkur finnst. aS meS þessu séu þessir háu herr- ar aS ráSast á garSinn, þar sem hann er lægstur, sagSi Haukur Þórhallsson skipstjóri um borS i skipi slnu Skógafossi á ytri- höfninni i Reykjavík. er Morgun- blaSsmenn ræddu viS hann í gær. Þeirra eina leið til að komast í land til skyldmenna sinna. er að nota lifbáta skipsins til þeirra flutn- inga, svo við máttum gjöra svo vet að mæta niður á höfn klukkan fyrir átta i gærmorgun. þvi þá átti lifbátur skipsms að koma að landi til að sækja nokkra skipverja, sem fengið höfðu leyfi til að skreppa i land daginn áður, en annars er höfð nær full vakt um borð í skipinu Það er töluvert meiri ábyrgðar- hluti en flestir gera sér grein fyrir að Á leiSút í Skógafoss Haukur Þórhallsson skipstjóri. neita okkur um leyfi til að sigla inn Ef eitthvað verður hér að veðri, er- um við komnir í stórhættu, bæði varðandi það að skipin liggja nærri hvert öðru og gætu rekizt á. en Mánafoss og Disarfell liggja einnig á ytri-höfninni, og þau gætu hreinlega rekið að landi, án þess að við gæt- um nokkuð að gert Þess eru dæmi, að skip hafi rekið upp i Rauðarárvik- ina. Svo mjög auðveldlega er hægt að flokka þetta undir öryggismál, þar sem um mörg mannslif og um dýrmætan farm er að ræða. Þetta er hlutur. sem fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir. Þá tel ég það fráleitt að vera okkar hér úti á ytri-höfninni, hafi einhver áhrif á þessa kjaradeilu, það breytti engu þótt við færum inn Lestar skipsms og annar farmur yrðu eftir sem áður innsiglaðar, eini munurinn væri sá að við gætum á sómasam- legan hátt dvalið hjá okkar fjölskyld- um í friði og ró. Til að bæta okkur þessa fjarveru frá konum og börnum lengu nokkrir skipverjar fjölskylduna til sin hingað um borð í gær, en eins og ég sagði áður, er skipið alltaf i töluverðri hættu ef veður breytist til hins verra, svo ég þori hreinlega ekki að vera i landi, sérstaklega ekki þegar veður- spáin er suð-austan stormur 7—9 vindstig Og það get ég sagt ykkur, að hvergi annars staðar en hér á landi og i Rússlandi myndi svona háttalag þekkjast Þessi vitleysa gekk svo langt að i gær þegar loftskeytamaðurinn hér um borð ræddi við félaga sinn um borð í Mánafossi, sem var heldur fyrr á ferðinni og bað hann að hringja heim til konunnar sinnar og láta hana vita af okkur var honum sagt að þetta væri verkfallsbrot. en það er auðvitað alveg út í bláinn, loftskeytamenn á farskipum eru ekk- ert i verkfalli Svona athugasemdir gera ekkert annað en að hleypa illu blóði í menn Ef starfsmenn Reykjavíkurborgar samþykkja samningana um helgina og koma til starfa, þar á meðal hafnsögumenn, höfum við alla pappíra í lagi og munum sigla inn hvað sem tautar og raular, okkur kemur ekkert við þó svo tollverðir verði eftir sem áður í verkfalli, allar lestar og annar varningur verður eftir sem áður innsiglaður Þegar við Morgunblaðsmenn ræddum við aðra úr skipshöfninni, var alls staðar það sama uppi á teningnum, allir voru mjög óánægð- ir með framvindu mála og hreint og beint reiðir i garð þeirra, sem þess- um málum ráða I land komumst við svo með lif- bátnum um hádegi þegar hann flutti nokkra úr áhöfninni, sem voru að fara i fri og tók aðra i staðinn. Við næstu umbrot verða þáttaskil — sagði Páll Einarsson á fundi með Mývetningum Mývatnssveit, 14 okt. MJÖG fjölmennur hreppsfundur var haldinn i Hótel ReynihliS i gær og flutti Páll Einarsson jarSfræSingur stórfróSlegt erindi um jarSfræSilega þróun Mývatnselda. Kom fram i er- indi hans aS hann taldi aS viS næstu umbrot yrSu þáttaskil í sögu núver- andi eldsumbrota Siðar á fundinum var Páll spurSur nánar um þetta og vildi hann þé ekki nefna nerrt um þaS hvaS væri líklegast aS gerSist. kvaSst ekki ætla aS gerast neinn spámaSur. Guðjón Petersen, forstöðumaður Al- mannavarna, veitti leiðbeiningar um viðbrögð ef til tiðinda drægi nærri byggð Þessi fundur var ekki haldinn vegna sérstaks ótta við ástandið i dag heldur til þess að skýra málin og leiðbeina svo að menn gætu mætt því sem komið gæti, betur undirbúnir En það má taka það sérstaklega fram að engin sérstak- ur ótti er í Mývetningum þó þeir vilji vera við öllu búnir Landris á Kröflusvæðinu heldur áfram og er nú orðið meira en i september, þegar gaus siðast. Jarðskjálftum hefur frekar farið fækkandi undanfarið en til öryggis var sett á í morgun stöðug jarðskjálftavakt i Reynihlið Gufurnar i Bjarnarflagi hafa verið með mesta móti og er vegur- inn þar um illfær og bættulegur vegna slæms skyggnis — Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.