Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 14
14
"MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977
Sjötugur:
Gísli Sigurb jöms-
son forstjóri
t dag, laugardaginn 29. október,
verður einn hinna þjóðkunnu og
velmetnu Reykvíkinga sjötugur.
Hér á ég við Gisla Sigurbjörnsson
forstjóra Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar í Reykjavik
og Dvalarheimilisins Ass-
Ásbyrgis í Hveragerði.
Gísli er fæddur í Reykjavík 29.
okt. 1907. Foreldrar hans voru
hin landskunnu sæmdarhjón séra
Sigurbjörn Á. Gíslason og Guðrun
Lárusdóttir, alþm. og rithöf. Séra
Sigurbjörn var sonur Gisla
Sigurðssonar, bónda i Skagafirði,
lengst af í Neðra-Ási í Hjaltadal
og konu hans Kristínar Björns-
dóttur frá Brekkukoti. Foreldrar
Guðrúnar, móður Gísla Sigur-
björnssonar, voru séra Lárus
prófastur á Valþjófsstað, síðast
prestur Fríkirkjunnar í Reykja-
vík, Halldórsson prests að Hofi í
Vopnafirði, Jónssonar, og kona
hans Kristín Katrin Pétursdóttir
söngkennara Guðjónssonar
(Gudjohnsen).
Gísli forstjóri er af sterkum
stofnum kominn, eins og komið
hefur í ljós hjá honum á óvenju-
iega margbreyttri og árangurs-
ríkri ævi.
Þegar hann stendur nú á
þessum tímamótum ævinnar,
væri ekki úr vegi að minnast opin-
berlega starfssögu hans, en hún
er svo margþætt, að ekki er hægt
að koma nema litlu af henni í
afmælisgrein.
Hann ólst upp i Reykjavík á
heimili foreldra sinna í Ási, Sól-
vallagötu 23, í stórum systkina-
hópi. Ásheimilið var þá með allra
þekktustu heimilum á landinu,
vegna hinna miklu umsvifa og
starfa foreldra hans. Athafnir
þeirra komu víða fram, en
sterkustu átökin voru mannúðar-
og liknarmál, reist á kristilegum
grundvelli. Þar hlaut písli sín
fyrstu kynni af þeim málum, sem
hann hefur á frábæran hátt
helgað starfskrafta sína, og senni-
lega munu halda nafni hans
lengst á lofti.
Gísli kvæntist á árinu 1935
Helgu Björnsdóttur stór-
kaupmanns i Reykjavik, Arnþórs-
sonar. Þau eiga 4 djetur,
Guðrúnu, gift séra Páli Þórðar-
syni, Helgu, g. Richard Faulk,
Sigrúnu, g. Þorvaldi Einarssyni,
Nínu Kristínu, g. Óttari Halldórs-
syni.
1927 útskrifaðist Gísli úr
Verslunarskóla tslands. Eru þvi á
þessu ári 60 ár síðan. Nokkru
síðar fór hann til verslunarnáms
erlendis. Arið 1932 kom hann á
„íslensku vikunni" svonefndu,
ásamt fleirum. Var kjörorð
hennar: KAUPIÐ tSLENSKAR
VÖRUR. Um skeið var hann for-
maður verslunarmannafélagsins
„Merkúr". Frímerkjakaupmaður
var hann um tíma.
Hann vann um skeið mikið að
íþróttamálum, t.d. formaður
„Vikings“ um skeið. Æði oft var
hann fararstjóri íþróttamanna til
ÞýsKalands, en tók svo á móti
þýskum íþróttamönnum, sem
komu í skiptiheimsóknir við
íslenska íþróttamenn.
Snemma tók hann þátt i
bindindismálum. Allt fram á
þennan dag hefur hann ótrauður
veitt þeim málurn lið. Má getá
þess, að hann stuðlaði að útgáfu
ritsins „Eyðandi eldur“, en það
rit er sannarlega þess virði, að
vera tekið með lestrarbókum í
skólum landsins.
Hér verður að láta staðar numið
með upptalninguna, þó að fjöl-
margt sé ótalið. Starfsferill Gisla
hlýtur að verða rakinn á öðrum
vettvangi en í afmælisgrein. Vík
ég nú að þvi máli, sem verið hefur
aðal áhrifastarf hans og gert hann
landskunnan baráttumann fyrir
málefnum aldraðra.
Arið 1934 tekur Gisli að sér
forstjórastarf við Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund í
Reykjavík. Þetta stórfenglega
vistheimili aldraðra, hafði átt við
ýmsa erfiðleika að striða, þrátt
fyrir frábæra stjórn þess, for-
stjórans séra Sigurbjarnar A.
Gíslasonar og samstjórnarmanna
hans. Það var viðamikið verkefni
fyrir ungan mann að taka að sér
forstjórastarf þess og siðar einnig
stjórnarformennsku. Þetta
heimili hafði starfað nokkur ár í
„húsinu við Hringbraut“, eins og
það var lengi vel kallað. Þessi
starfsemi fyrir aldraða fólkið
hófst í litlu húsnæði 29. okt. árið
1922, og á því 55 ára afmæli í dag.
Þó að Gísli ætti því láni að fagna,
að fá með sér áhugasama og
þróttmikla samstarfsmenn í
stjórn þessarar sjálfseigna-
stofnunar, varð framkvæmda-
starfið að sjálfsögðu erfiðasta
viðfangsefnið. Oft voru erfiðir
hjallar á leiðinni. Arin liðu. Fleiri
og fieiri erfiða hjalla tókst Gísla
og samstarfsmönnum hans að
klífa.
Það kom fljótlega í ljós, að Gisli
var stórhuga. Hann var ákveðinn
og áræðinn, snjall skipuleggjandi.
Hann var og er stórbrotinn í
áætlunum sínum. Hann virðist
sífellt setja markið svo hátt, að
það kosti fyrirhöfn og jafnvel bar-
áttu að ná því. En hann eygir þó
alltaf möguleika til að ná því
marki, sem hann setur sér, þó að
það taki stundum langan tíma að
ná þvi.
1952 byrjar svo starfsemi
Dvalarheimilisins Áss i Hvera-
gerði. 26. júli s.l. var þess minnst,
að 25 ár voru liðin frá stofnun
þess. t veglegu boði, sem haldið
var að Asi i Hveragerði, flutti
Gísli þætti úr sögu þessarar stofn-
unar. Þar sagði hann m.a.: „Þegar
starfið hófst, voru 4 vistmenn, en
fyrsta árið voru þeir 13 talsins, 3
konur og 10 karlar. En nú eru hér
104 karlar og 98 konur. Um næstu
áramót er gert ráð fyrir, að þeir
verði 210—220. Húsin eru 43, þar
af 4 hús eign Arnessýslu, en Elli-
og hjúkrunarheimilið Grund í
Reykjavik, sem er sjálfseignar-
stofnun, áöll hin húsin.“
Þannig er þróunin á piörgum
sviðum, þar sem Gísli hefur lagt
hönd á plóginn. Með nánari
lýsingu á stór-fyrirtækinu As-
Asbyrgi, eins og dvalarheimilið
heitir nú, visa ég til frásagnar
forstjórans í blaði hans „Heimilis-
póstinum". — Ég vil skjóta þvi
hér inn, að í þessu tímariti og víða
í blöðum, hefur Gisli árum saman
birt snarpar og snjallar greinar
um ýmis mál. —
I ritinu „Islenzkir samtíðar-
menn“, er sagt, að GIsli hafi unnið
að búnaðarmálum. Ég innti hann
eftir nánari upplýsingum um
þetta atriði. Jú, Elti- og
hjúkrunarheimilið Grund rak
Laugarnesbúið í 7 ár, og var þar
þá stórbú á íslenskan mælikvarða
og jafnvel þó víðar væri leitað. —
Þá er það vitað, að Gísli átti
stóran þátt í að útvega fjármagn
til byggingar Bændahallarinnar.
Hann hefur einnig stuðlað að
ýmsum þáttum rannsókna á sviði
landbúnaðar.
Og þá er ég kominn að því að
minnast á rannsóknarstofnunina
Neðri-As i Hveragerði. Um hana
sagði Gísli í áðurnefndri ræðu:
„Rannsóknarstofnunin Neðri-As
hóf að gefa út visindarit árið
1969. Aður höfðu margir visinda-
menn erlendir komið hingað til
lands i okkar boði og athugað um
ýmis mál-og gert þar um skýrslur,
sem að sjálfsögðu voru sendar
stjórnvöldum og ráðamönnum“.
Nú eru skýrslurnar gefnar út sér-
prentaðar og er 27. ritið væntan-
legt á þessu ári. Þarna eru sem
sagt unnin stórmerkileg vísinda-
störf, sem margir innlendir og
erlendir vísindamenn annast.
Um tugi ára hefur Gísli í ræðu
og riti barist fyrir málstað
aldraðra. Fer ekki hjá því, að það
hafi átt sinn þátt í framkvæmdum
á þeim málum. sem nú koma fram
í byggingum elliheimila víða um
land.
Liknar- og mannúðarmál
styrkir Gisli og starfar að á
margan hátt. T.d. hefur hann um
margra ára skeið séð um útgáfu á
ýmsu svo sem bókum, kortum,
dagatölum, sem hann gefur til
ýmissa félaga og einstaklinga,
sem vinna að slíkum málum.
Siðan selja þessir aðilar þetta og
verja andvirðinu til framdráttar
starfi sínu.
Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund stendur sem óbrotgjarn
minnisvarði um djörfung og dáðir
þeirra, sem brutu leiðina um ýms-
ar torfærur til heilla hinum
öldruðu. Þar hóf Gisli sitt heilla-
rika starf fyrir „hina öldruðu
sveit“. Og innan skamms hefjast
nýjar byggingaframkvæmdir á
Grund.
Gisli hefur sótt áfram hjalla af
hjalla. Við hlið hans hefur fylgst,
ötul og ótrauð, eiginkona hans,
frú Helga. Ráðholl og einbeitt
hefur hún gengið til verka með
honum. Þá má og geta þess, að
dætur þeirra hafa dyggilega
unnið með foreldrum sínum. Gísli
telur einnig að hann eigi mikið að
þakka samstarfsmönnum sinum í
stjórn sjálfseignastofnananna.
Fyrir störf sin hefur Gisli verið
heiðraður með Stórriddarakrossi
Fálkaorðunnar. Ennfremur hefur
hann verið sæmdur ítölsku
heiðursmerki. Á þessu ári sæmdi
forseti Vestur-Þýskalands hann
heiðursmerkinu „Das Groze
Verdienstkreuz".
Gísli er sjötugur í dag. Enn er
hann sterkur persónuleiki. Hann
er ákveðinn, hiklaus, harðdug-
legur. Hraði i ákvörðunum og
starfi er honum eiginlegur. Hann
er traustvekjandi baráttumaður,
sem ekki gefst upp á miðri leið.
Þess vegna mun hann halda
áfram hjalla af hjalla, hærra og
hærra. Vonandi gefst honum
aldur og heilsa til að halda
göngunni sem hæst, því að þreki
og kjarki hafa árin ekki svift
hann. Hversu hátt hann kemst, er
hulið. En að leiðarlokum munu
gengin spor hans rakin í óvenju-
lega viðburðaríkri ævisögu.
Heill og blessun Gisla Sigur-
björnssyni forstjóra sjötugum.
Samfagnað er honum og
ástvinum hans með daginn.
Þökk fyrir heillarik störf.
Jón Kr. fsfeld.
Líkiega er Gísli Sigurbjörnsson
vinsælasti maður á tslandi.
Þó er hann einn af hinum hóg-
væru og hæglátu i þjóðfélaginu,
talar lágt og ekki mikið. Þjóðin
þekkir hann samt og hin miklu
störf hans, enda hefir hann verið
vakandi samvizka hennar fyrir
málstað gamla fólksins. Hefir
hann verið óþreytandi í baráttu
sinni fyrir því og bent á nauðsyn
þess að því mætti líða vel síðustu
æviárin, eftir langan dag í starfi.
Þegar lífshættir voru aðrir á
tslandi, bjó gamla fólkið með
börnum og barnabörnum. Enn
hafa orðin afi og amma töfra-
hljóm. Nú er önnur öld, þvi ekki
er pláss fyrir afa og ömmu í íbúð-
um þéttbýlisins hjá unga fólkinu.
Börnin fara á mis við lífsreynslu
og lífsskoðun gamla fólksins. Áfi
og amma sjá ekki nógu mikið af
barnabörnunum. Það er að vaxa
upp ný þjóð, sem ekki þekkir for-
tíð sína og hefir lítið samband við
landið. Þegar kraftar gamla fólks-
ins daprast þurfa þau að leita
hælis í einhverri stofnun, sem sér
um það.
Hér hefir þáttur Gísla Sigur-
björnssnar verið mestur og best-
ur, því margir hafa ekki gert sér
grein fyrir þeirri samfélagsbylt-
ingu, sem orðið hefir á þessari
öld. Munu allir sammála um að
honum hafi orðið stórkostlega
ágehgt, þó sjálfum finnist honum
of hægt farið. Lengi var Elli- og
hjúkrunarheimilið Grund eina
elliheimilið á landinu, en nú eru
þau risin all viða og alimörg í
byggingu.
Hefir grettistaki verið lyft.
Munu flestir sammála um það að
enginn hefir reynst þessu máli
betur en Gisli.
Hefir hann stofnað útibú frá
Grund í Hveragerði, og heitir það
Ás. Er þar fjöldi smáhúsa þar sem
fólk getur búið út af fyrir sig en
fengið þó þjónustu og mat. Þar
búa þeir sem eru heilsugóðir, en
þar deyr enginn maður, frekar en
á grísku eyjunni Delos. Er heils-
unni hrakar hentar þeim betur
dvöl á hjúkrunarheimilinu
Grund.
Allur umgangur um þessi stóru
heimili er til fyrirmyndar, full-
komið hreinlæti og fáguð smekk-
vísi. Hefi ég oft glaðst yfir því að
geta sýnt útlendingum hvernig
aðbúnaður gamla fólksins er á
tslandi. Þar er grænt gras, falleg-
ar trjáhrislur og blóm bæði úti og
inni, þvi Gisli rekur allmörg
gróðurhús og eru þar ræktaðir
tómatar og alls kyns grænmeti,
auk blómanna. Þar eru meðal
annars banaar og segir Gísli þá
jafnauðvelda í ræktun og rabar-
bara, — ef þeir hafa gott vermi-
hús.
Gisli er mikill áhugamaður um
það að nota hveravatnið ekki @ð-
eins til hitunar, heldur eiqnig
sem heilsubrunn. Bæði Frakkar,
Þjóðverjar og Tékkar hafa haft
stórkostlegar tekjur af að selja
hveravatn úr landi til drykkjar.
Vinur minn frá Indónesíu sagði
mér að á æskuheimili hans hafi
alltaf verið drukkið vatn frá
Þýzkalandi, og hafi það komið í
skipsförmum.
Hefir hann stofnað Rannsókna-
stofuna Neðri-Ás og fengið ís-
lenzka og erlenda vísindamenn til
að rannsaka ýmislegt í sambandi
við hveravatn og ölkelduvatn hér,
og hafa skýrslur þeirra verið
gagnmerkar. Munu 17 slíkar
skýrslur vera komnar út.
Auk þess gefur hann út Heim-
ilispóstinn og er ritstjóri hans.
Eru þar upplýsingar, sem vist-
menn þurfa að hafa, og venjulega
góðar hugvekjur presta og rit-
stjórans.
Allt, sem Gísli stjórnar, er rekið
með hagsýni og stjórnsemi. Virð-
ist allt ganga af sjálfu sér, eins og
alistaðar þar sem kunnáttumenn
stjórna. Eiga vistmenn ekki nógu
sterk orð til að lýsa þvi, hve vel er
hugsað um það, eða þær. Eru svo
margir sem sækja, að biðlistar
urðu svo langir að Gisli varð að
hætta að hafa biðlista. Lýsir ekk-
ert betur hve Grund og As hefir
gott orð á sér og einnig þörfinni
fyrir elliheimili.
Aður en ég lýk þessari fátæk-
legu kveðju, vil ég drepa á einn
þátt í starfsemi Gísla, sem ég hefi
notið góðs af. Séra Sigurbjöm A.
Gíslason, faðir hans, hafði þann
hátt á að bjóða 50 ára stúdentum
og eldri til kaffidrykkju á hverj-
um vetri. Gísli hefir haldið þess-
um sið og þarna hittast á hverju
ári gamlir skólabræður, sem
aldrei sjást ella, nema á þessum
heilladegi. Erum við allir þakklát-
ir Gísla fyrir þessa rausn og
hugsunarsemi.
En þegar minnst er á kaffi, má
geta þess að Gisli reykir ekki og
hefir aldrei drukkið áfengi, né
veitt það á sínu gestrisna heimili.
Hins vegar mun heitt kaffi alltaf
á könnunni á því heimili.
Allir vinir Gísla munu telja
hann vera mikinn hamingju-
mann. Auk hans miklu áhuga-
mála, sem hafa góðan framgang,
kvongaðist hann valkvendi og
hafa þau Helga Björnsdóttir nú
verið gift i meira en 40 ár. Er hún
falleg kona, gáfuð, drenglynd og
alltaf reiðubúin að leggja góðu
máli lið. Eiga þau f jórar dætur.
Það er gott til þess að hugsa að
Gísli mun ekki þurfa að hætta
starfi, þó hann verði sjötugur,
enda munu allir telja vandfyllt
sæti hans. Munu allir sem þekkja
þessi ágætishjón óska þeim
langra og góðra lífdaga, með
miklu starfi, enda mun Gisli
einskis óska frekar en að mega
starfa meðan Guð gefur honum
lif.
Helgi P. Briem
Það væri synd að segja, að Gísli
Sigurbjörnsson forstjóri Elli-
heimilins Grundar í Reykjavik og
Dvalarheimilis aldraðra í Hvera-
gerði væri 70 ára 29. október
1977.
Grannur og beinn í baki, maðal-
maður á hæð, gengur rösklega og
lítur atugulum augum það sem er
að gerast og það sem ætti að ger-
ast i framtíðinnflslandi til heilla.
Brennandi áhugi einkennir
Gísla á öllum sviðum og veit hann
svör við flestu sem öðrum er tor-
ráðin gáta.
Hans áhugi beinist auðvitað
langmest að málefnum aldraðra
og sárt tekur hann að geta ekki
gert meira i þvi efni, má þó segja
að Gísli hafi lyft Grettistaki i mál-
efnum aldraðra bæði i Reykjavik
og i Hveragerði.
Það er með Gísla eins og marga
framámenn að skilningur þorra
fólks er ekki ætið nægur á þvi
sem hann vil framkvæma.
Það er auðvitað ekki alltaf auð-
velt fyrir sumt fólk að skilja
menn sem hugsa svona langt fram
i tímann.
En þeir sem ekki eru sammála
Gísla í elliheimilismálum ættu að
kynna sér allt sem Gísli er búinn
að gera um ævina, það er ævin-
týralegt. Það er alveg ótrúlegt
hverju hann er búinn að koma i
verk á þessum árum sem hann
hefir starfað að jnáium aldraðra
víða um land.
Gísli er maður góður i orðsins
fyllstu merkingu og vill öllum
gott gera og veit ég að hann flíkar
því ekki þegar hann hjálpar öðr-
um með peningagjöfum og góðum
ráðum.
Gísli er maður mjög trúaður og
sýnir það oft i verki maðal annars
hvað hann hefir stutt okkur með
byggingu Hveragerðiskirkju.
Margt mætti telja upp sem Gisli
hefir gert öðrum gott en ég veit
að hann kærir sig ekkert um að
verið sé að flíka því.
Okkur hjónunum og sonum
okkar þykir mjög vænt um þegar
Gisli gefur sér tíma til að koma í
kaffi til okkar og rabba við okkur
um hans og okkar áhugamál, og
allir eru hressari og djarfari eftir
þessar viðræður. '
Viljum við með pessari stuttu
afmælisósk biðja algóðan Guð að
blessa hann i starfi um ókomna
framtíð.
Konu hans Helgu og börnum
þeirra óskum við til hamingju
með afmælisbarnið.
Megi Gísli starfá lengi ennmeð-
al okkar við góða heilsu.
Vinur minn Gisli, þakka þér
fyrir öll okkar samtöl og heim-
sóknir sem hafa verið okkur til
mikillar gleði og uppörvunar.
Beztu kveðjur frá’f jölskyldu.
Paul V. Michelsen,
Hveragerði.