Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 1977 39 Fjögur valin til keppni á EM í Alpagreinum í vetur ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda fjóra fslenzka keppendur á Evrópu- meistaramótið í Alpagreinum skfðamanna, sem haldið verður f Austurrfki f febrúar á næsta ári. Þau sem Skíðasambandið hefur valið eru Steinunn Sæmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Haukur Jóhannsson og Tómas Leifsson. Steinunn Sæmundsdóttir dvelur um þessar mundir við æf- ingar á ítalíu með norska lands- liðinu. Hefur henni verið boðin þátttaka í tveimur FlS-mótum í Noregi og hafa Norðmenn látið þau orð falla að Steinunn sé sízt lakari en norsku landsliðs- stúlkurnar. Sigurður Jónsson meiddist í baki í lok síðasta keppnistimabils skfðmanna og í sumar varð hann fyrir því óhappi að detta af vinnu- palli og tóku bakmeiðslin sig þá upp. Hefur Sigurður enn ekki get- að hafið æfingar eins og hann hafði ráðgert, hann er þvi enn hér á landi, en ekki við skíðaæfingar í Mið-Evrópu. Um helgina heldur skíðaforyst- an haustþing sitt og fer það fram á Akureyri. Þess má einnig geta að nýlega var haldið hér á landi þing norrænu skiðasambandanna. Afall fyrir gönguíþróttina - Magnús og Haukur fótbrotnir TVEIR af tremstu skíða- göngumönnum íslendinga fótbrotnuðu fyrir nokkru síðan og geta þeir því ekki byrjað æfingar eins fljótt og nauðsynlegt hefði verið fyrir þá. Þeir Magnús Eiríksson, Siglufirði og Haukur Sigurðsson, Ólafs- firði, voru í sérflokki göngumanna í fyrravetur ásamt Halldóri Matthías- syni, en þar sem tveir hinir fyrrnefndu urðu fyrir þessu áfalli hefur Halldór 'nokkurt forskot á þá. Að því er fregnir herma brotn- uðu þeir báðir við knatt- spyrnuiðkanir. Þeir Halldór og Magnús höfðu verið valdir til þátt- JSÍ með haustmót FYRSTA júdómót vetrarins, haustmót Judósambands fslands, fer fram í Iþróttahúsi Kennarahá- skóla Islands á morgun, sunnu- daginn 30. október og hefst það kl. 14.00. Mót þetta er punktamót og er öilum heimil þátttaka í þvi. Keppt verður i sjö þyngdarflokkum og er búizt við þátttöku allra beztu júdómanna landsiná f mótinu. * ? > töku í Evrópumeistaramóti í göngu, sem fram á að fara í Lahti í Finnlandi í vetur. Bendir allt til þess að Magnús verði af þeirri ferð vegna óhappsins. Magnús sigraði i 30 km göngu og í tvíkeppni á síðasta lands- móti, en Haukur varð þriðji bæði í 15 og 30 km göngu og er mjög vaxandi göngumaður. NOKKRIR islenzku landsliðsmannanna I handknattleik fylgjast með leik Dana og Svía f gærkvöldi og virðist hrifning þeirra ekki vera sérlega mikil. Efst sitja þeir Kristján Sigmundsson og Þorbergur Aðalsteinsson, í miðjunni Bjarni Guðmundsson og Jón fyrirliði Karlsson, f fremstu röð Olafur Benediktsson, Jón Pétur Jónsson, Geir Hallsteinsson og Bjarni Jónsson — fyrrverandi landsliðsmað- ur. tslendingar mæta Dönum f dag og hafa tvær breytingar verið gerðar á liðinu frá leiknum við Noreg, Olafur Benediktsson kemur inn fyrir Gunnar Einarsson og Arni Indriðason fyrir Þorbjörn Jensson. (Ijósm. RAX). Jafnt f raman af, en síð- an öruggur danskur sigur VIÐUREIGN Svía og Færeyinga í Norðurlandamótinu f handknattleik gat ekki farið nema á einn veg. Svfar hlutu að sigra, þar sem öðrum megin á vellinum var lið, sem alltaf hefur verið meðal beztu handknattleiksþjóða heims, hinum megin byrjendur í íþróttinni. Urslitin urðu þau að Svfar skoruðu 34 mörk, Færeyingar 15. t leikhléi var staðan 19:7. Byrjuðu Svíar leikinn í gær- þeir að slaka á og náðu ekki eins kvöldi af miklum krafti, komust í miklu forskoti og upphafið benti 3:0, siðan 10:1 og 13:2, en þá fóru til. Léku Svíarnir oft á tíðum mjög skemmtileg.T og voru Færey- ingarnir á stundum alls ekki með í leiknum. Má segja að liðin hafi 19 marka sigur Svía — og gatverið stærri Englandi DREGIÐ hefur verið um það hvaða lið leika saman i sextánliða úrslitum ensku deildarbikar- keppninnar. Fór drátturinn þann- ig: Arsenal — Hull Bolton — Leeds Bury/Millwall — West Bromwich fpswich Town — Manchester City/Luton Liverpool — Coventry Notthingham Forest — Aston Villa Sheffield Wed. — Middles- brough/ Everton Wrexham — Swindon/ Portsmouth. NORÐMENN komu á óvart I fyrri hálfleiknum á mðti Dönum f Norðurlandamótinu í handknattleik f gærkvöldi. Var leikurinn þá mjög jafn og staðan 11:10 fyrir Dani í leikhléi, en I seinni hálfleiknum sigu Danir fram úr og sigruðu örugglega 20:15. Var leikurinn á köflum mjög skemmtilegur á að horfa fyrir sárafáa áhorfendur, en á milli villur, ótfmabær skot og óþarfa harka. Eftir þessum leik að dæma eiga urðsson og Karl Jóhannsson, voru íslendingar möguleika á að sigra Danina í dag, en hæpið er að sigurinn verði nægilega stór til að ísland komist i úrslitaleikinn á morgun til að svo fari — þarf að verða mikil breyting ú íslenzka liðinu. Jafnt var á flestum tölum i fyrri' hálfleiknum upp í 9—9, en þá gerðu Danir tvö mörk á móti einu norsku og i leikhléi var staðan 11:10. 1 seinni hálfleiknum hljóp mikil harka í leikinn og leystist hann upp á köflum. Verður að segjast eins og er að islenzku dómararnir þeir Hannes Þ. Sig- ólikir sjálfum sér að þessu sinni, ósamkvæmir sjálfum sér og seinir að taka ákvarðanir. Norðmönnum tókst ekki að skora mark i seinni hálfleiknum fyrr en 14 minútur voru af leik- timanum, en Danir höfðu þá skor- aðtvivegis. Kom siðan sáleikkafli Dananna, sem gerðu út um leik- inn, þeir breyttu stöðunni úr 13:11 í 17:11 og var þá gert út um leikinn, þó 10 mínútur væru eftir. Munurinn á liðunum varð síðan fimm mörk, 20:15 eins og áður sagði. Virtist það ekki koma að sök þó dönskum leikmönnum væri visað af velli í seinni hálf- leiknum i 4x2 minútur, en Norð- mönnum aðeins i tvær minútur. Var athyglisvert að sjá hve hreyf- anlegir Danirnir voru þegar þeir voru færri og hve vörnin fylgdi vel boltanum. Beztu leikmenn liðanna i þessum leik voru markverðirnir, Mogens Jeppesen hjá Danmörku, Morgan Juul og Björn Steive i norska markinu. Allir sýndu þeir markvörzlu eins og hún bezt ger- ist, en höfðu einnig fyrir framan sig góðar varnir lengst af leikn- um. Af útileikmönnum liðanna voru Michael Berg og Erik Pedersen beztir, ásamt Thor Munkager í fyrri hálfleiknum. Af norsku leik- mönnunum voru Gundem og Gjerde einna beztir. leikið sitt hvora íþróttina. Er lið Svianna trúlega bezta lið- ið í Norðurlandamótinu, en þó skal ekkert um það fullyrt, þar sem andstæðingurinn var það slakur að sænska liðið verður ekki dæmt af þessum leik. Varla fá Svfarnir heldur mikla mót- spyrnu í leiknum gegn Finnum á Akranesi i dag, þar sem þessi tvö lið eru í allt öðrum gæðaflokki en Svíarnir. Það verður ekki fyrr en í úrslitaleiknum að Svíarnir þurfa að taka á, en þá mæta þeir annað hvort Dönum eða Íslendingum. Beztir 1 liði Svia í gærkvöldi voru Claes Ribendahl og Sven Ake Frick, en liðið virtist jafnt í leiknum við Færeyingana og fengu byrjendur í sænska lands- liðinu að spreyta sig í gær. Léku hvorki þeir Bobba né Björn And- erson með liðinu í gærkvöldi. Af Færeyingunum er Eyðfinn- ur Egholm skástur, en Jogvan Moerk barðist einnig vel. Mörk Svíþjóðar: Bengt Hákan- son 6, Ingemar Anderson 5, Claes Ribendahl 6, Bengt H:nson 5, Dan Erikson 3, Sven-Ake Frick 3, Lars Göran Jönson 3, Thomas Augustsson 1, Basti Rasmussen 1. Göran Gustafsson 1. Mörk Færeyinga: Eyðfinnur Egholm 4, Sverri Jacobsen 3, Jogvan Moerk 3, Hanus Joensen 3, Jonny Joensen 1. —áij. IMorðurlandamót karla í handknattleik Kl. 14:00 Finnland — Svíþjóð á Akranesi Kl. 16:00 ísland — Danmörk í Laugardalshöll KOMIÐ OG SJÁIÐ SPENNANDI LEIKI - NÚ VINNUM VIÐ DANINA Handknattleikssamband íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.