Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 1977 Dagskrá um kvikmyndir og börn í Norræna húsinu DAGSKRA um börn og kvik- myndir verður í Norræna luísiiui um helgina. Að dagskránni standa Bókavarðafélag Islands, Félag bókasafnsfræðinga ásamt nokkrum kennara- og fóstrunem- um í saniviiinu við Norræna hús- ið. Þetta er í þriðja skipti sem þessi félög beita sér fyrir umræð- um um börn og barnamenningu. Tveir erlendir fyrirlesarar munu hafa framsögu um efnið, Sigurbergur GK sjó- settur eftir breytingar í GÆRMORGUN var sjó- settur í skipasmíðastöð- inni Bátalóni f Hafnarfirði m.b. Sigurbergur GK 212, eftir að honum hafði verið breytt í tveggja þilfara skip og veróur nú 300—350 burðartonna. Pétur Hannesson Er báturinn nú útbúinn með skuttogbúnaði, flot- vörpuvindu og höfuðlínu- mæli. Þessi búnaður gefur möguleika á því að vera með loðnu-, spærlings- eða kolmunnatroll, jafnhliða því að vera með loðnu og síldarnót. Skipið var tekið inn í verkstæðishús Báta- lóns h.f. 29. ágúst s.l. og hefur þá breytingin tekið rétt tvo mánuði. Er þetta í annað sinn, sem Bátalón gerir stór- breytingu á þessu skipi. Um áramótin 1973—74 var skipið tekið inn í hús og lengt um fjóra metra, en á árinu 1975 var sett í það ný vél. Eigandi skipsins er Sigurbergur h.f. í Hafnar- firði. Pétur Hannesson endur- kjörinn formaður Óðins Aðalfundur Málfundafélagsins Óðins var haldinn fimmtudaginn 27. okt. Pétur Hannesson, formað- ur félagsins, flutti skýrslu stjórn- ar fyrir s.l. ár, en síðan fór fram stjórnarkjör. Var Pétur endur- kjórinn formaður og aðrir f stjórn voru kosnir: Þorvaldur Þorvalds- son, Kristján Guðbjartsson, Gústaf B. Einarsson, Jón Kristjánsson, Ragnar Eðvarðsson, Þórólfur Þorleifsson, Þórir Valdi- marsson, Gunnar Sigurðsson, Hans Þorsteinsson, Hannes Sigur- jónsson og Pétur Kr. Pétursson. Stjórnin skiptir síðar með sér verkum Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti yfir- gripsmikla ræðu um efnahags- og kjaramál. Siðan svaraði hann fjöl- mörgum fyrirspurnum fundar- manna. Skýrði hann m.a. stöðu þjóðarbúsins, þegar núverandi ríkisstjórn tók við og rakti þróun þeirra mála. þær Lise Roos kvikmyndagerðar- maður og gagnrýnandi við danska dagblaðið Information, og Anja Paulin kvikmyndaráðgjafi við Svenska filminstitutet í Stokk- hólmi. I tengslum við dagskrána verða sýndar kvikmyndir fyrir börn og unglinga í Tjarnarbió sem hér segir: Lisa í Undralandi og Átta á eyðiey verða sýndar laugardaginn nk. kl. 14 og 15.45, kvikmyndin Uppreisnin á sunnudag kl. 14 og 15.45 og Vestu hress á fimmtudag- inn 3. nóvember kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrarnir f Norræna hús- inu hefjast kl. 16 báða dagana og flytur Anja Paulin fyrirlestur sinn á laugardag og Lise Roos erindi sitt á sunnudag. STJÓRNARSKIPTI urðu f um- dæmisstjórn Kiwanis á Islandi 30. september sl. Bjarni Magnús- son, útibússtjóri, lét þá af störf- um umdæmisstjóra og við tók Ólafur Jensson, framkvæmda- stjóri. A umdæmisþingi Kiwanishreyf- ingarinnar í vor var ákveðið aö halda K-dag 29. október og helga hann málefnum geðsjiikra. Nú starfa hér á landi 32 Kiwanisklúbbar og eru félagar þeirra tæplega 1200. Fulltrúar Ís- lands hafa gegnt æðstu embætt- um innan Evrópuhreyfingar Kiwanis. Á því starfsári, sem nú er að ljúka, hefur Bjarni B. Asgeirsson verið Evrópuforseti hreyfingarinnar og fulltrúar is- lands í Evrópustjórninni á næsta ári verða Eyjólfur Sigurðsson, Bjarni Magnússon og Ólafur Jens- son. Fræðslufundur snyrtisérfræðinga HINN árlegi fræðslu- og skemnitifundur Félags íslenskra snyrtisérfræðinga verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, á niorgun, sunnudag. klukkan 15.00. Aðaláherzla verður lögð á förð- un og falnað fyrir konur, einnig verður fjallað um notagildi snyrlivara og sýnd notkun þeirra. Þá verður kynnt nýjung í andlits- meðferð. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. :,^HHHHHHHBB|HraH| Tryggvi ^H^^^^^. ^:íi: Olafsson .,afBFm. 1' '*¦ sýnir í SUM TRYGGVI Ólafsson listmálari opnaði sýningu í Gallerf SÚM við Vatnsstíginn, 15. þ.m. A sýningunni eru málverk, svo og IHÍ^ B^jr ^^^nP"' «BS"°Effi^3)BÉL fáeinar klippimyndir. Sýningin » Æ fehfe Wiiffn« -**''ffr^ liefur gengið ágællega og að- fcc Ifcm vr^ SSar^"" sókn verið góð. Sýningin er op- in milli kl. 2—10 síðd. og lýkur ^¦^ «-^,;^^ sææ^' 1 henni nú um helgina. Bjarni Magnússon, fráfarandi umdæmisstjóri Kiwanis á fslandi, afhendir Ölafi Jenssyni umdæmisstjðra tákn embættisins, fundarham- ar og bjöllu, við stjórnarskiptin. Bjarni B. Asgeirsson, forseti Evrópu- deildar Kiwanis var viðstaddur athöfnina. Umdæmiss tj ór askip ti hjá Kiwanis á íslandi Ótrúlegt en satt! í sparaksturskeppni BÍKR fór Chevrolet Nova, 8 cyl. 305 cu.in. sjálfskiptur, 39,56 km á 5 ltr. af bensini, sem jafngildir 12,64 ltr. eyðslu á 100 km. og varð nr. 2 i sinum flokki. Þetta dæmi sannar fullkomlega að tæknimönnum G.M. hefur tekist að gera þennan stóra bil ótrúlega sparneytinn. Nú er '78 árgerðin komin og er enn á sama hagstæða verðinu. Oft var þörf en nú er nauðsyn að tryggja sér bíl strax fyrir næstu hækkun. Chevrolet Nova-mest seldi ameríski bíllinn á íslandi. Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavík Simi38900~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.