Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 VIÐSKIPTI Olía: Miklar olíulindir finn- ast á sovézkri eyju undan Japansströnd Einar stærstu olíulindir í Asíu fundust nýlega á norðurenda sovézku eyj- unnar Sakhalin norður af Japan. En það mun taka að minnsta kosti 4—5 ár að fullkanna þessar lindir, en það gera Japanir og Sovét- menn ísameiningu. Japanska olíufyrirtækið Sakhalin Oil Co., sem stofnað var að tiihlutan japönsku stjórnarinn- ar 1974 þegar þessar rannsóknir hófust fyrir alvöru gerði þá samn- ing við Sovétmenn þess efnis að þeir sæju um allar rannsóknir, en löndin sameiginlega legðu til allt að 500 milijónum dollara til þeirra. Nú þegar eftir frumrann- sóknir fást um 7000 tunnur af oliu daglega á svæðinu, sem þykir vísa á gott. Japanir, sem hin seinni ár hafa gert árangurslausar tilraunir til að lækka olíureikning sinn við erlend ríki, sjá nú fram á bjartari daga þar sem þeir fá 50% allrar olíu sem fæst á svæðinu. En Sovétmenn líta á þetta sem þýð- ingarmikið spor í þá átt að geta keppt við Kínverja um sölu á olíu til Asíulanda, sem hafa verið því sem næst einráðir áþeim markaði til þessa. Gullið á uppleið í London Staða gullsins á mörkuð- um í London er nú sú sterkasta í yfir tvö ár. Að- alástæur þessa eru auknar birgðir iðnaðar og skart- gripa skartgripaiðnaður hefur vaxið mjög síðast lið- ið ár. Þá hefur hin veika staða bandaríska dollarsins einnig komið þarna við MAY JUN JUL AUG SEP OCT sögu, en hann hefur verið styrktur gífurlega af evrópskum bönkum. Skip: Brezkir skipaeigendur í rekstrarerfiðleikum Brezkir skipaeigendur eiga nú í miklum fjárhags- erfiðleikum, og kemur það m.a. fram í því að þeir geta ekki greitt skuldir sínar við bankana. Hefur nú þeg- ar mikill fjöldi skipa verið settur á söluskrá til að reyna að halda fyrirtækj- unum á floti. Að sögn forráðamanna skipaeigenda er þess skammt, að bíða, að algert hrun verði hjá þeim grípi ríkisvaldið ekki inn í með einhverjum róttækum aðgerðum hið snarasta. Þá hefur það komið fram, að . aðeins um 10 skipafélög munu hafa bolmagn til að standast þá erfiðleika sem nú hrjá skipaeigendur. Þá hafa skipaeigendur sagt, að ein af/meginástæð- um fyrir þessu ástandi séu þeir samningar, sem ríkið hefur gert við skipasmíða- stöðvar, um að þær fá geysilegar fjárhæðir í styrk til að geta starfað eðlilega, en af því leiðir svo algert offramboð á skipum. Það þarf því algerrar endurskipulagningar við, eigi að koma aðstæðum í eðlilegt horf aftur. > II m «Bfc Myndin tekin á haustfundi framleiðendaog útflytjenda ullarvöru. Haustfundur framleiðenda og útfiytjenda uUarvöru: Utlit fyrir áframhaldandi vöxt iðngreinarinnar Mánudaginn 24. október s.l. var haldinn þriðji reglulegi fundur framleið- enda og útflytjenda ullar- vara. Markmið þessa fund- ar er, að ræða um ýmis vandamál varðandi fram- leiðslu, ásamt því að meta ástand og horfur á þeim mörkuðum, sem vórur þessar eru seldar á. Samandregið voru helztu niður- stöður fundarins eftirfarandi: 1) Staða iðngreinarinnar var rædd og samskipti bandframleið- enda, prjónavoðaframieiðenda, saumastofa og útfíytjenda. 2) Fram komu verulegar áhyggjur vegna þeirrar óvissu, sem ríkir um áframhald á greiðslu verðbóta á ull frá ríkis- sjóði, en þeim var hætt 31. ágúst s.l. 3) Útlit er fyrir áframhaldandi vöxt iðngreinarinnar og útflutn- ing, en þó var lögð áherzla á hin skaðvænlegu áhrif, sem verkfall opinberra starfsmanna hefur haft. Einnig, að útflutningsfyrir- tækin voru nánast sambandslaus við umheiminn. Öttazt er að verk- Verðbréf Úlfur Sigurmundsson forstjóri útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins á fundinum. fallið leiði til þess að sala verði minni í ár en ella hefði orðið. Þá er talið að langtímaáhrif verk- f allsins á söluna gætu orðið ennþá alvarlegri. 4) Talið var, að fundur sem þessi værimjög gagnlegur fyrir iðngreinina í heild og ákveðið að efna til fleiri slíkra funda í fram- tíðinni. Nokkur erindi voru flutt á fundinum og meðal þeirra var er- indi sem Þórður Magnússon flutti um stöðu ullariðnaðarins. I því kom m.a. fram, að í íslenzkum iðnaðarskýrslum er að finnaýmis- legt efni um ullar- og fataiðnað, sem skipt er í þrjár greinar, ullar- þvott, spuna og vefnað, prjóna- vöruframleiðslu og fatafram- leiðslu. A árinu 1976 störfuðu 1520 y VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS FLOKKUR HÁMARKS INNLEYSANLEG RAUN MEÐAL VÍSITALA VERÐ PB KR 100 MEÐALVIRKIR LÁNSTÍMI 1 SEÐLABANKA VEXTIR TALS- 01 10.1977: MIÐAÐ VID VEXTI VEXTIR TIL') FYRSTU RAUN- 159(3.148) STIG OG VtSITOLU F. TSK. FRÁ 4—5ÁRIN %") VEXTIR % H/EKKUN í % 01.10.1977"") ÚTGÁFUDEGI %"") 1965-2 20.01.78 20.01.69 5 6 1.079.03 2.312.67 30.8 1966-1 20.09.78 20.09.69 5 6 1.020.28 2.103.33 31.8 1966-2 15.01.79 15.01.70 5 6 974.40 1.974.25 32.1 1967-1 15.09.79 15.09.70 5 6 956.38 1.853.11 33.7 1967-2 20.10.79 20.10.70 5 6 956.38 1.840.98 34.0 1968-1 25.01.81 25.01.72 5 6 902.55 1.607.83 37.7 1968 2 25.02.81 25.02.72 5 6 848.19 1.512.67 37.2 1969 1 20.02.82 20.02.73 5 6 653.11 1.129.08 37.5 1970-1 15.09.82 15.09.73 5 6 617.08 1.037.50 39.4 1970-2 05.02.84 05.02.76 3 5 500.76 761.00 35.7 1971-1 15.09.85 15.09.76 3 5 488.41. 718.18 38.6 1972-1 25.01.86 25.01.77 3 5 422.06 626.20 38.1 1972-2 15.09.86 15.09.77 3 5 360.91 535.77 39.5 1973-1A 15.09.87 15.09.78 3 5 269.05 415.88 42.3 1973-2 25.01.88 25.01.79 3 5 244.80 384.46 44.2 1974-1 15.09.88 15.09.79 3 5 144.03 266.99 38.1 1975-1 10.01.93 10.01.80 3 4 101.41 218.31 33.2 1975-2 25.01.94 25.01.81 3 5 58.51 166.60 35.5 1976-1 10.03.94 10.03.81 3 4 51.43 158.57 34.5 1976-2 25.01.97 25.01.82 3 3.5 26.19 128.77 45\0 1977-1 25.03.97 25.03.83 3 3.5 17.78 119.60 41.7 '¦') Kftir hámarkslánstfma njóla spariskírteinin i'kki lcnKur vaxla né vorólrygginfíar **) Raunvextir lákna vexli (netló) umfram vcrðhækkanir eins 9$ þær eru mældar skv. hyKKinKarvísitölunní. ***) Verð spariskfrteina miðað við vexti ok vfsitölu 01.10.77 reiknast þanniii: Spariskfrteini flokkur 1972-2 að nafnverði kr. 30.000 hefur verð pr. kr. 100 = kr. 535.77. Heildarverð spariskfrteinisins er þvf 5II.OOOx5.'t5.77/IOO = kr. 267.8*5.- miðað við vexli o« yfsitiilu 01.10.1977. **•*) Meðalvirkir vextir fyrir tekjuskatt írá útgáfudegi sýna heildar upphæð þeirra vaxta, sem rfkissjóður hefur skuldhundið sík til að Rreiða fram að þessu. þegar tekið hefur verið lillit til hækkaiia á bvKKinKavfsitolunni. Meðalvirkir vexlir si'KJa hins vegar ekkert um vexti þá. sem bréfin koma til með að hera frá 01.10.1977. Þeir segja heldur ekkert um áKa-ti einstakra flokka. þannig að flokkar 1»«(> eru alls ekki lakari en t.d. l'lokkui Þessar upplýsingatöf lur eru unnar af Verðbréfamarkaði Fjárfestingafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.