Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 29 manns í þessum þremur greinum idnaðar, eða rúm 9% af þeim sem störfuðu við iðnað á því ári, þ.e. við vöruframleiðslu og viðgerðar- starfsemi, en fiskiðnaður er þar undanskilinn. Mannafli þessara iðngreina hef- ur dregizt saman frá árinu 1972, en þá störfuðu 1698 manns í þess- um iðngreinum en 1976 störfuðu i þeim 1520. Hvað varðar mann- fjölda í útflutningsgrein fataiðn- aðar er erfitt að áætla þar sem nokkur stærstu fyrirtækin í iðn- greininni vinna bæði við fram- leiðslu fyrir innlendan markið og framleiðslu, s«m að mestu fer á erlendan markað. Þó má ætla, að um 580 mannár hafi verið unnin i útflutningsgrein iðngreinarinnar á árinu 1976 og hafi aukizt jafnt og þétt á áðurnefndu timabili. Ofangreindar tölur byggjast á fjölda slysatryggðra vinnuvikna og fjöldi eiginlegra starfsmanna er þvi verulega miklu hærri, þar sem hlutastarf er unnið i heima- húsum og fer því aldrei á skrá yfir starfsmenn iðngreinarinnar. A árinu 1976 starfaði 101 fyrir- tæki í fatagerð og prjónastofur voru 34 víðs vegar um landið. Fyrirhuguð er nú stofnun stórrar prjónastofu á Höfn i Hornafirði, og þrjár saumastofur, sem munu framleiða til útflutnings, eru að hefja framleiðslu. Markaðurinn: Útflutningur ullarvara er að mestu í höndum þriggja fyrir- tækja, auk nokkurs f jölda smærri útflytjenda, sem liklegt er að flytji út fyrir yfir 100 milljónir króna á þessu ári. Ef litið er á ullarvöru í heild sinni og lopi og band meðtalið kemur í ljós að árið 1976 voru 7.4% flutt út til EFTA landa, 36.2% til EBE, 16.6% til Bandaríkjanna, 33.2% til Sovét- rikjanna og 6.7% annað. Er hér miðað við hlutfallslega skiptingu verðmætis, en alls voru fluttar út ullarvörur fyrir 2047 milljónir krónaárið 1976. Af ullarlopa og bandi fara nær 40% til Danmerkur, en langmest aukning hefur orðið 1977 á út- flutningi bands til Bandaríkj- anna. í prjónavörum hefur Iang- mest aukning ofðið á útflutningi til Bandaríkjanna og hafði i ágústlok verið fluttur þangað prjónafatnaður fyrir 260 milljón- ir, sem er þreföldun miðað við sama tímabil á siðasta ári. önnur helztu markaðslöndin fyrir prjónavöru eru, Sovétríkin, Þýzkaland, Bretland, Danmörk, Kanada, Noregur og Sviþjóð. Af ullarteppum hefur mest ver- ið flutt út til Sovétríkjanna, en útflutningur þangað hefur dreg- izt saman í ár. Staðan á markaðnum: Sala íslenzks ullarfatnaðar hef- ur stóraukizt á undanförnum ár- um eins og áður hefur komið fram og er þar sjálfsagt margt, sem kemuf til, og má telja þessar ástæður helztar: 1) Sölu-og kynningarstarfsemi hefur stóraukizt. 2) Tízkan hefur verið okkur hliðhoil og er nú i tízku grófur efnismikill fatnaður og gróft prjón. 3) Aukin eftirspurn eftir nátt- úrulegum efnum, og að í kjölfar olíukreppunnar urðu náttúruleg efni samkeppnishæfari viö gervi- efni. 4) Aukin eftirspurn eftir þjóð- legum fatnaði, „folkklore". Þannig eru það margir utanað- komandi þættir sem hafa verið okkur hliðhollir. En jafnframt þvi, sem sala hef- ur aukizt og islenzka ullarvaran orðið þekktari erlendis, hefur vörum sem líkjast ullarvörunum ísienzku fjölgað á mörkuðunum. Þarf raunar ekki að undra það með hliðsjón af þeim þáttum, sem að framan er talið, að hafi aukið söluna á islenzkum ullarfatnaði. Gegn þessum eftirlíkingum virð- ist þó vera lítið sem ekkert hægt að gera, nema rangar upplýsingar séu jafnframt gefnar, t.d. að framleiðsluland sé ranglega til- greint eða varan sé úr öðru efni en hún er sögð vera úr, sem þó ekki alltaf er einhlítt. En af aðgerðum, sem beitt er gegn þessu, er eins og sagði hér á síðunni í síðustu viku útgáfa bæklings um sereinkenni is- lenzku ullarinnar, sem dreift verður í allt að 18000 eintökum. Flug: Nýjar hljódlátari farþegaþotur að koma á markað Bandarísku flugvéla- verksmiðjurnar McDonn- ell Douglas hafa nú orðið til þess fyrstar framleið- enda að framleiða farþega- þotur mun hljóðlátari en þær, sem fyrir eru á mark- aðnum. Er hér um að ræða endurhönnun á eldri fram- leiðslu þeirra á hinni svo- kölluðu DC9 vél, sem notuð er um allan heim. Hefur þessari framleiðslu verið tekið mjög vel af flugfélögum víðs vegar og hafa þegar borizt tæplega 40 pantanir. Af þeim hef- ur svissneska flugfélagið SWISSAIR pantað 15 og segjast forráðamenn fyrirtækisins hafa beðið eftir slíkri vél nokkuð lengi og telja vel þess virði að skipta þó svo að verð á slikri vél sé einar litlar 400 milljónir dollarar. En vélin tekur hámark 172 farþega. Sykurútflutningsríki minnka útflutning um 15% Á alþjóðlegum fundi 72 sykur- útflutningsrfkja, sem haldinn var f Genf 5. október s.l., var rætt um þann mikla vanda, sem að þem steðjar vegna offramboðs á sykri, sem aftur hefur leitt af sér að sykurverð hefur farið stöðugt lækkandi siðustu mánuði. Á fundinum var einróma sam- þykkt að þjóðirnar skyldu draga úr framleiðslu sinni um 15%, til þess að reyna að halda verðlagi stöðugra. Þá var ákveðið að þessi takmörkun ásykurframleiðslunni skyldi taka gildi 1. janúar á næsta ári. Það verð sem talið er vera eðli- légt heimsmarkaðsverð er 11—12 cent á hver 455 grömm, en í sið- asta mánuði fór heimsmarkaðs- verð niður í 7 cent, sem sykur- framleiðendur telja algerlega óviðunandi. Þá var á fundinum rætt um að ef þessi 15% minnkun á framleiðslu dygði ekki á þessu tveggja ára tímabili, myndu ríkin sameinast um einhverjar róttæk- ari aðgerðir að þessum tíma lokn- um. HAPPDRÆTTISSKULOABRÉF RÍKISSJÓÐS UPPLYSINGATAFLA FLOKKUR HÁMARKSLANS TÍMI = INN-LEYSANLEG Í SEÐLABANKA FRÁOG MEÐ') ÚTDRÁTT-ARDAGUR VINN INGS % ") ÁRLEGUR FJÖLDI VINNINGA VJSITALA 0.1.08.1977 766 STIG HÆKKUN í % VERÐ PR.KR. 100MIOAÐ VIÐ VlSITÖLU 01.08.1977 "*> MEÐALVIRK-IR VEXTIR F. TEKJUSKATT FRÁÚTG D 1972-A 15.03.1982 15.06 7 255 387.90% 487.90 34.3% 1973-B 01.04.1983 30.06 7 344 318.58% 418.58 39.4% 1973 C 01.10.1983 20.12 7 273 264.76% 364.76 39.8% 1974-D 20.03.1984 12.07 9 965 216.53% 316.53 40.9% 1974 E 01.12.1984 27.12 10 373 123 98% 223.98 33.8% 1974-F 01.12.1984 27.12 10 646 123.98% 223.98 34.9% 1975-G 01.12.1985 23.01 10 942 56.01% 156.01 29.6% 1976 H 30.03.1986 20.05 10 942 51.08% 151.08 36.3% 1976-1 30.11.1986 10.02 10 598 18.76% 118.76 29.4% 1977-J 01.04.1987 15.06 10 860 12.32% 112.32 41.7% * ) llappdrættisskuldahl -éfin tiii t-kki innl(>> sanirfí. fyrr *>n hámarkslánsl tnia vr ná<Y **) HvH(Íxrut*tth;v<) virtniiiRu i lncrl sinn. miðast \iA ákwana % af hvildartmfn\vr<)t hwrs úthoos. Vinninizarnir vrtt þ\ í óvrrdtrygfíðir. *•*) Verð happdra»Itisskuldahr£fa miðað við framfa>rsluv[\il(ilu 01.0K.1977 rciknast foannii; llapprirætlisskuldahrt'f. flokkur 1974-l> að nafnverði kr. 2.000. - h.-fur vcrð pr.kr. 100.- = 316.53. Vcrð happdrættishrrfsins vr þvf 2.000 x 316.53/100 = kr. 6.331.- miðað HÉ framfærsluvlsiloluna 01.08.1977. **¦*¦! Meðalvirkir vt'xlir p.a. fyrir It'kjuskall frá úii.,áfudri:i. sýna upphæð þcirra vaxla. st>m rlkissjóður hrfur skuldhundið si^ að . Kreiða fram að þessu. Meðalvirkir vexlir srgja hins vcgar ekkerl um ve\ti þá. sem hrófin koma lil með að hera frá 01.08.1977. Þeir senja heldur ekkert um ágæti einslakra flokka. þannig að flokkur 1974-F er l.d. alls ekki lakari en flokkur 1974-1). Ank þessa ^reiðir ríkissjoður út ár hvert unnini;a i ákveðinni % af heildarnafnverði flokkanna. „Endurskins- merk jadagur'' RÁÐGERT er að efna til sérstaks endurskins- merkjadags í öllum grunnskólum landsins, þ.e. á barnastigi. í bréfi til allra skólastjóra grunnskóla á barnastigi hafa verið send tilmæli frá menntamálaráðu- neytinu í samvinnu við umferðarráð um að gera einhvern fyrstu dagana í nóvember að „Endur- skinsmerkjadegi". Geta skólastjórar sjálfir ráðið hvaða dag þeir velja þar milli bekkja eða deilda um hverjir noli mest endurskins- merki og hægt væri aó veita smá verðlaun fyrir beztan árangur. Sams konar könnun 'eða keppni væri æskilegt að^ hafa t.d. fyrri hluta janúar. Sjáióogsjáizt Sem dæmi um hversu mun belur vegfarandi sést ef hann ber endurskinsmerki má nefna að gangandi vegfaiandi án merkis sést í 20—30 m fjarlægð við geisla lágu bílljósanna, en í allt að 125 m fjarlægð ef notað er endurskinsmerki. Stöðv- unarvegalengd bils á 40 km hraða er um 26 m við bezlu Þetta endurskinsmerki er frá Hlíðaskólanum í Reykjavík og var það nemandi þar, sem teiknaði merkið. SKAMMDEGIÐ KAIXAR A AUKNA AÐG/EZLU sem ekki er víst að öllum henti sami dagurinn. Bent er á nokkrar hugmynd- ir, sem mætti taka til meðferðar á slíkum degi syo sem aó gera könnun á notkun endurskins- merkja meðal nemenda, hafa fræðslu um gildi endurskins- merkja og minna á umferð í myrkri og slæmu skyggni og ýta með þessu á að nemendur noti endurskinsmerkin. Þá er nefnd sú hugmynd að hafa keppni Endurskinsmerkin eru ýmist límmiðar, saumnierki eða þau eru næld íflíkurnar. Mikilvægt er að festa þau á þá staði sem blasa bezt við augum bflstjóra. aðslæður svo sjá má hversu miklu getur munað við að bera endurskinsmerkið. A undanförnum vikum hefui' verið dreift mörgum tegundum endurskinsmerkja t.d. i skól- um, en hægt er að fá gerð merki með nafni og/eða merki skóla eða sveitarfélags hjá umferðar- ráði. Einnig fásl merkin keypt i ýmsum verzlunum. Að lokum þetta: Ökumönnum getur reynzt erfitl að koma auga á gangandi fólk þrátt fyrir okuljósin. Endurskinsmerkin geta átt stóran þátt í að auka öryggi hinna gangandi hvað þetta varðar. Hvei' vill ekki leggja sitt af mörkum til aukins umferðaróiyggis? Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VEÐSKULDABREF: 1 ár Nafnvextir: 12%—20% p.a. 2 ár Nafnvextir: 1 2% — 20% p.a. 3 ár Nafnvextir: 20% p.a. x) Miðað er við fasteignatryggð veðskuldabréf. Kaupgengi pr. kr. 100- 75.00—80.00 64.00 — 70.00 63.00—64 00 Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Yfirgengi miðað við Sölugengi innlausnarverð pr. kr. 100 - Seðlabankans 1972 1 flokkur 626.20 29.7% 1972 2 flokkut 535.77 15.3% 1973 1 flokkur A 415.88 1973 2 flokkur 384.46 1974 1 flokkur 266.99 1977 2 flokkur. Nýtt útboð 100.00 + dagvext r HAPPDRÆTTISSKULDABREF RIKISSJOÐS: 1972 — A 1973 — B 1973 — B 1974 — D HLUTABREF Eimskipafélag íslands Sölugengi pr. kr. 100 - 439.1 1 (10% afföll) 376.72 (10% afföll) 384.28 (10% afföll) 284.88 (10% afföll) Kauptilboð óskast PJÁRPCITiriGftRPClAG ÍIIAIIDI KP. VERÐBRÉFAMARKAOUR Lækjargötu 12 R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 20580. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. t. ,tL luA^*- *..*. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.