Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 Listkynning á Akranesi Akranesi, 28. október. LISTASAFN íslands efnir til list- kynningar í Bókhlöðunni á Akra- nesi, laugardaginn 29. október kl. 15. Ólafur Kvaran listfræðingur kynnir og sýnir litskuggamyndir um upphaf afstraktlistar á Is- íandi. Listkynning þessi fer fram á vegum bæjarstjórnar Akraness sem hefur falió bókasafnsstjórn framkvæmd hennar. _ júiíus -------------> I • ,— Flugleiðir Framhald af bls. 40 vera fyrir félagið að sinna hinum Norðurlöndunum til að byrja með. Astæðan fyrir því að banda- riska flugráðið styddi nú að Northwest tæki við flutningunum til Norðurlanda af PanAm væri sú fyrst og fremst að um 85—90% farþeganna væru fluttir með flug- vélum SAS og þessu væri því aðallega stefnt gegn því félagi. Bandaríkjaforseti á nú eftir að staðfesta ákvörðun flugráðs i þessu efni en hann tekur endan- lega ákvörðun um þetta atriði. Kvaðst Sigurður fastlega reikna með að ákvörðun hans yrði á þessa sömu lund. Hins vegar ítrekaði Sigurður að hann óttaðist ekki ýkja mikið að áætlunarferðir Northwest-félagsins myndu valda Flugleiðum verulegu tjóni heldur stafaði Flugleiðum mun meiri hætta af ástandinu hér innan- lands. Kvaðst hann þar fyrst og fremst eiga við hin tiðu verkföil hér á landi, þau hefðu orðið sex á sl. ári og nú fyrir skemmstu hefðu Flugleiðir siðan orðið fyrir barð- inu á verkfalli opinberra starfs- manna, sem skaðað hefði álit félagsins mjög út á við. Leifur Magnússon, aðstoðar- flugmálastjóri sagði að ekkert erindi hefði borizt til flugmála- stjórnar frá Northwest-félaginu enn sem komið væri, en hins vegar væri í gildi milli Islands og Bandarikjanna samningur um gagnkvæmt áætlunarflug milli landanna. PanAm hefði haft flug- leyfið hingað fram til þessa en ekki nýtt það undanf arin ár. málaráðherrann sagði að ráðstaf- anirnar yrðu til aö draga úr skrif- finnskubákninu, spáði þvi að Isra- elsmenn sem söfnuðu að sér gjaldeyri erlendis mundu senda hann heim, sagði að erlend aðstoð mundi aukast og spáði þvi að gjaldeyrisbirgðir Israelsmanna mundu aukast. Jötunn Framhald af bls. 40 þeirra framkvæmda. Sagði Jóhannes að Hitaveitan hefði lagt fram ósk um 24% hækkun á gjaldskrá í byrjun þessa mánaðar en ekki fengið nema 15% hækkun. Afleiðingin er sú, aðra þarf stórlega niður fjárhagsáætlun fyrirtækisins. — Rafmagn hækkar Framhald af bls. 40 Varðandi hitaveitur sagði Krist- mundur að heimiluð hefði verið hækkun heímtaugargjalda hjá hitaveitu Suðurnesja og hitaveitu Siglufjarðar var heimiluð 25% gjaldskrárhækkun frá og með 1. nóvember. — ísraelsmenn afnema höft Framhald af bls. 1 minni en tækifærin sem opnuð- ust. Auk fjölmargra hafta sem verð- ur létt af innflutningi og útflutn- ingi verða höft á kaupum á er- Jendum gjaldeyri svo að segja af- numin, svo og skattar á ferðum til útlanda. Hingað til hafa Israels- menn aðeins getað fengið óveru- legt magn af erlendum gjaldeyri og orðið að greiða þóknun til að fá hann. Ehrlich sagði á blaðamanna- fundi að ráðstafanirnar yrðu til þess að þeir milljarðar dollara sem voru geymdir i erlendum bönkum mundu streyma aftur til ísraels og að Israel yrði fjármála- miðstöð síns heimshluta. Með þessum ráðstöfunum er sagt skilið við þá haftastefnu sem ríkisstjórnir Verkamannaflokks- ins hafa fylgt síðan 1948. P'jár- — Mannrán Framhald af bls. 1 deild í morðum vestur-þýzka sak- sóknarans Siegfried Bubacks og bankastjórans Jiirgen Ponto auk ránsins á dr. Schleyers. Caransa er 61 árs gamall af por- túgölskum Gyðingaættum brauzt áfram af eigin rammleik og auðg- aðist á fasteignaviðskiptum eftir heimsstyrjöldina. Hann faldist ásamt Eiku konu sinni á stríðsár- unum og lifói af ofsóknir nazista gegn hollenzkum Gyðingum. Fyr- ir tilviljun birtist mynd af honum í morgun i De Telegraaf þar sem hann sát ásamt öðrum kunnum gestum í veizlu sem var haldin til að fagna sigri Hollendinga gegn Belgum er tryggir þeim þátttöku- rétt i úrslitum heimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu. Sjónvarvottur hringdi í lögregl- una til að tilkynna að fimm menn hefðu stungið manni inn í rauða bifreið og ekið á brott. Þetta gerð- ist gegnt Amstel-hótelinu sem Caransa átti um tíma á árunum eftir 1960. Sjónvarvotturinn sagði ekki til nafns og lögreglan reyndi að hafa upp á honum i dag. Næt- urvöróur hótelsins sá hvað gerðist en tilkynnti það ekki að sögn tals- manns þess. Þegar lögreglan kom á vettvang ¦ voru árásarmennirnir á bak og burt en veski og skilriki Caransa fundust á götunni. Talsmaður fjölskyldunnar sagði að Caransa væri góð skytta en bæri aldrei byssu og hefði ekki lífvörð. * » * — Klefar með stálveggjum Framhald af bls. 1 málsins og þess hefur verið krafizt að hann segi af sér. Flokkur kristilegra demó- krata (CDU) hyggst leggja til að fundir borgarskæruliða og lögfræðinga þeirra verði hler- aðir. Stjórn sósíaldemókrata er því andvíg þar ,sem það brjóti gegn mannréttindum. Stjórnin bar fram frumvarp sem miðar að því að herða eft- irlit með vopnum og hraða rétt- arhöldum í málum skæruliða. Stjórnarandstaðan hvatti til frekari ráðstafana til að auka vald lögreglunnar, bæla niður mótmælaaðgerðir og auka sekt- ir fyrir að hvetja til ofbeldis. Talsmaður CDU, Alfred- Dregger, sagði að starfsandi fangavarða hefði vægast sagt ekki batnað við þá framkomu sem föngum hefði verið sýnd til þessa. „Stutt er siðan þeir fengu I heimsókn fræga heim- spekinga sem héldu blaða- mannafundi á eftir," sagði hann. Willy Brandt fv. kanslari sagði að Vestur-Þjóðverjar berðust gegn „blóðugri ógnar- öld" og hefðu unnið mesta sig- ur sinn með frelsun gislanna i Lufthansavélinni. Atburðirnir í Stammheim-fangelsi var alvar- legasta áfallið að hans dómi. Talsmaður lögreglunnar sagði i dag að hún hefði fengið 13.000 ábendingar um dvalar- staði 16 skæruliða sem eru eft- irlýstir vegna morðsins á dr. Schleyer. Hann vildi ekki segja hvort árangur hefði náðst í leit- inni. — Slippstöðin Framhald af bls. 2 Að sðgn Stefáns er enn ekki búið að taka ákvörðun um hvaða vélar og tæki fara um borð í skip- ið né hvenær það verður tilbúið, en á hinn böginn virtist ekki vanta kaupendur og vildu margir kaupa. Slippstöðin er nú langt komín með skip fyrir Þórð Öskarsson á Akranesi, og er það systurskip Guðmundar Jónssonar, verður það skip líklega afhent um næstu áramót. Þá er byrjað á togara fyrir Magnús Gamalíelsson á 01- afsfirði, en sá togari á að vera tilbúinn fyrir áramót 1978—1979. Sagði Stefán Reykjalin, að Slipp- stöðin þyrfti nu að ganga frá nýj- um smiðasamningi fljótlega, þar sem verkefni fram i tímann mættu ekki ná til skemmri tíma en til eins árs. fyrir að hljóðfæraleikarar þyrftu að vera töiuvert fleiri en sett há- mark í frumvarpinu og þar með væri með Iagaboði nánast komið i veg fyrir að hér á landi yrði unnt að koma upp fullskipaðri sin- fóniuhljómsveit. — Fangar náðaðir Framhald af bls. 1 glæpamenn og hryðjuverka- menn," sagði Mikulic. Þar með virðist ekki eiga að náða útsendara samtaka erlendra andstæðinga sem nokkrum sinn- um hafa komið til Júgóslaviu á siðari árum. Verið getur að náð- unin nái til rithöfundarins Mihajo Mihajlovs sem var dæmd- ur í sjö ára fangelsi 1957 fyrir fjandsamlegan áróður. Ovíst er hvort náðunin nái til Rússahollra andófsmanna eins og Vladimir Dapcevic sem var dæmdur í ævilangt fangelsi í fyrra fyrir samsæri gegn ríkinu. Hann er belgiskur ríkisborgari og hélt þvi fram að útsendarar júgó- slavnesku leynilögreglunnar hefðu rænt sér í Rúmeniu. í april sagði annar júgóslavne- skur kommúnistaleiðtogi, Vladi- mir Bakaric, að náðun pólitiskra fanga væri i athugun, en hann lagði áherzlu á að um innanlands- mál væri að ræða og stjórnin i Belgrad mundi ekki beygja sig fyrir erlendum þrýstingi. Sakar- uppgjöf sem var veitt í maí náði ekki til pólitískra fanga. — Þrýstingur frá Carter Framhald af bls. 1 reynt að hafa samvinnu með Suð- ur-Afríkumönnum og viður- kenndi hlutverk þeirra í tilraun- um til að finna lausn á Rhódesiu- málinu. I aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna reyndu fulltrúar vestrænna ríkja í kvöld að fá fulltrúa Afríku- ríkja til að styðja sex mánaða bann við allri vopnasölu til Suður- Afríku, en Afrikurikin vilja bæði varanlegt yopnabann og efna- hagslegar refsiaðgerðir. Vestræn ríki, fyrst og fremst Bandarikin, Bretland, Frakkland og Vestur-Þýzkaland, eru enn ekki reiðubúin að beita algerum refsiaðgerðum samkvæmt áreið- anlegum heimildum. Þau vonast til að fá Afrikuríkin til að fallast á vægari aðgerðir sem eru þó harð- ari en vestræn ríki hafa hingað til getað fallizt á. — Æfir út í frumvarpið Framhald af bls. 3. ókunnugleika nefndarmanna á starfsemi hljómsveitarinnar og sinfóníuhljómsveita yfirleitt. „Það má t.d. nefna að eftir langa baráttu tókst okkur í Sin- fóniuhljómsveitinni að fá því framgengt að árið 1970 var vinnu- skylda okkar í Þjóðleikhúsinu felld út úr samningnum, þannig að öll sú vinna sem við innum af hendi í Ieikhúsinu er greidd auka- lega. Nú gerir hins vegar frum- varpið ráð fyrir að þessi vinnu- skylda verði sett á aftur, þannig að við teljum að þetta gangi þar með þvert á gildandi samninga okkar og i röksemdafærslu okkar höldum við þvi fram að þetta sé algjört einsdæmi að lagafrum- varp skerði með þessum hætti gildandi kjarasamning," sagði Gunnar. Þá sagði 'Gunnar að samkvæmt frumvarpinu væri gert ráð fyrir við hana störfuðu allt að 65 hljóð- færaleikarar, Þar með væri búið að binda i lögunum fjölda hljóð- færaleikara, og væri þetta heldur furðuleg vinnubrögð þegar þess væri gætt að samkyæmt hefð- bundnum skilgreiningum á sin- fóníuhljómsveitum væri gert ráð — Afköst Framhald af bls. 3. því í aðalatriðum sjálfstæð fram- leiðslulfna þannig að ef eitthvað bilar er í flestum tilfellum hægt að halda framleiðslu áfram með hálfum afköslum I verksmiðjunni er notuð mjöl- skilvinda í stað pressu, en mjöl- skilvindan á að vera hentugri við vinnslu viðkvæms hráefnis, eins og það er um tima á sumarvertíð. Hliðstæð tæki hafa litillega verið reynd í þessum tilgangi hjá Fisk- iðjunni h.f. í Keflavik og hjá silar- verksmiðju rikisins í Siglufirði. ÖU teiknivinna var unnin á verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen s.f., af Sigurði Sigfússyni vélaverkfræðingi, Finnboga Höskuldssyni tæknifræðingi og Ölafi Erlingssyni byggingarverk- fræðingi. Rafhönnun h.f. sá um rafmagnsteikningar. Arkitekt hússins er Rögnvaldur Johnsen. Byggingarframkvæmdir annað- ist Trésmíðaverkstæði Jóns Frið- geirs Einarssonar. Vélsmiðja Bol- ungarvíkur h.f. sá um uppsetn- ingu véla og tækja og innlenda smíði, en yfirverkstjóri var örn Jóhannsson vélvirki. Rafmagns- verkstæði Guðjóns Bjarnasonar sá um rafbúnað. Verksmiðjustjóri er Ragnar Pétursson. Við stækkun og endurbætur verksmiðjunnar var mikil áhersla lögð á að verksmiðjan skilaði sem bestri nýtingu og má nú segja að full nýting fáist á hráefninu. Segja má að það hái mjög verk- smiðjurekstrinum, að aka þarf hráefninu, þ.e. tugum þúsunda tonna, 1.5 km. leid í þrær verk- smiðjunnar. Það er því mjög að- kallandi að hafnarskilyrði verði bætt þannig að löndunarbryggja sem fyrirhuguð er í námunda við verksmiðjuna verði byggð. Það er ekki kostnaðarsöm framkvæmd þar sem lokið er við byggingu ytri garða hafnarinnar. Að loknum þeim framkvæmdum geta loðnu- bátar athafnað sig i öllum veðrum í höfninni, og hægt verður að dæla hráefninu beint úr lestum skipanna í þrær verksmiðjunnar. Einnig verður þá unnt að dæla lýsi og mjöii beint um borð i flutningaskip." Að lokum sagðist Jónatan Ein- arsson forstjóri hjá Einari Guð- finnssyni h.f. vonast til þess að verksmiðjan mætti eiga þátt í þvi að efla enn atvinnulíf i Bolungar- vik, jafnframt því að þessi fjár- festing mætti skila þjóðarbúinu margfaldri þeírri upphæð sem farið hefur i fjárfestinguna, um leið og hann þakkaði þeim sem unnið hafa við framkvæmdir svo og þeim sem veitt hafa fyrir- greiðslu og sýnt þessu máli skiln- ng. —Gunnar. * * * — 150 tann- læknar Framhald af bls. 3. Halli Hallssyni og Thyra Lofts- syni, en frumkvöðullinn var Brynjúlfur, hann samdi fyrstu lög félagsins og siðreglur. Einn- ig samdi hann frumdrög að lög- um um tannlækningar, en fyrstu lögin um tannlækningar eru frá 14. júni 1929. A blaðamannafundi sem helztu forsvarsmenn félgsins efndu til kom fram að tilgangur félgsins við stofnun hafi verið þrenns konar; að vera stéttar- og hagsmunafélag fyrir tann- lækna, að auðvelda félgsmönn- um að fylgjast með nýjungum á sviði tannlækninga og viðhalda þekkingu þeirra. I seinni tíð hefur svo bætzt við þessi atriði fræðsla fyrir almenning, en hún er nú.stór þáttur félags- starfseminnar. Þegar Tannlæknafélagið var stofnað var stéttin fámenn. Eft- ir að Tanniæknadeild Háskóla Islands tók til starfa fjölgaði hins vegar ört í stéttinni og eru félagsmenn i dag 167, þar af starfa um 150 hér á landi. Kon- ur eru 13 á félagaskrá, en að- eins þrjár þeirra starfa sjálf- stætt. Flestir eru tannlæknar I Reykjavik, eða um 100, en i seinni tið hafa fleiri og fleiri tannlæknar setzt að úti á lands- byggðinni. Talið er nauðsynlegt að einn tannlæknir sé á hverja þúsund íbúa þjóðfélags, svo enn vantar á að fjöidinn sé nægilegur. J6n Sigtryggsson heiðursfélagi T.F.l. i tilefni tímamótanna i sögu Tannlæknafélags Islands hefur stjórn þess ákveðið að gera pró- fessor Jón Sigtryggsson að heiðursfélaga félagsins. A blaðamannafundinum sagði Sverrir Einarsson formaður T.F.l. að Jón væri með réttu faðir nútimatannlækninga á Is- landi. Hefði hann mótað Tann- læknadeild Háskóla tslands frá upphafi og fram til dagsins í dag. Jón Sigtryggsson er fæddur á Akureyri 10. apríl 1908. Varð stúdent frá MA 1931, cand.phil. frá HI 1932 og cand.med við Hl 1937. Lauk siðan tannlækna- prófi við Tannlæknaskólann í Kaupmannahöfn 1939. Hóf tannlæknastörf í Reykjavik 1941, skipaður dósent í tann- lækningum við læknadeild Há- skóla íslands 1944, og prófessor i sömu deild frá 1950. Núverandi stjórn Tann- læknafélags Islands skipa þeir Sverrir Einarsson, Ólafur G. Karlsson, Haukur Filippusson, Ingólfur Arnarson og Sigurjón Ólafsson. Gðður árangur skðlatannlækninga A blaðamannafundinum kom fram nokkur gagnrýni á tolla- mál, en tannlæknarnir segja svonefnda „lúxus" tolla vera á flestu því sem til tannlækninga þarf, efni og tækjum. Þá gagn- rýndu tannlæknarnir að Trygg- ingastofnun rikisins hefði ekk- ert aðhafst í fræðslumálum varðandi tannvernd, þrátt fyrir tilskipanir þar um, og sögðu stofnunina nú „liggja á 5 milljón króna sjóði" sem ætlað- ur væri til þessa. Þá kom fram að írangur hefur verið nokkuð góður af skólatannlækningum. Þegar þær hófust árið 1966 hefðu verið rúmlega 10 skemmdar fullorðinstennur i hverju 12 ára barni, en sam- kvæmt skýrslum væru þær nú komnar niður í færri en 5. — Messur Framhald af bls. 7 GARÐAKIRKJA Fermingar- guðsþjónusta kl. 10 árd. Séra Sigurður H. Guðmundsson. KAPELLA St. Jósefssystra i Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA Barnasamkoma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN i Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Ingóif- ur Guðmundsson lektor prédik- ar. Kaffisala Kvenfélagsins fer fram að messu lokinni og hefst kl. 3 í Góðtemplarahúsini. — Sjá grein annars staðar í blað- inu. Séra Magnus Guðjónsson. VÍÐISTAÐASÓKN Barnasam- koma I Víðistaðaskóia kl. 11 árd. Séra Sigurður H. Guð- mundsson. NJARÐVÍKURPRESTAKALL Barnaguðsþjónusta i Stapa kl. 11 árd. Barnaguðsþjónusta t Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 1.30 siðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVÍKURKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA Guðs- þjónusta kl. 2 siðd. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Sungin verður „Franska messan" sem flutt var á Egils- stöðum við upphaf síðustu prestastefnu. Altarisganga. Séra Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.