Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 16
16 -MQBOUÍMBLAÐH), LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 Hann var lágvaxinn, aðeins rúmir 160 sentimetrar á hæð, skarp- greindur og heillandi svikahrappur, sem varð einn af rfkustu einstakl- ingum heims, lifði f ótrúlegum munaði og átti einstökum vinsældum að fagna meðal kvenna. Sfðan dauða hans bar að í Parfs 1975, hefur hópur blaðamanna Sunday Times lagt stund á að rannsaka Iff hans, viðskipti og manninn á bak við umtalið og blaðaskrifin. Þeir Nicholas Fraser, Philip Jacobson, Mark Ottaway og Lewis Chester hafa nú skrifað ævisögu, sem eftirfarandi útdráttur er tekinn úr. Fyrstu raunirnar Aristotle Socrates Onassis fæddist i gríska hluta Smyrna á vesturströnd Tyrklands 20. janúar 1906. Hann var alla tið dulur um fortíð sina og hirti ekki ;um að leiðrétta goðsögn þá er spannst í kringum uppvöxt hans, sögusagnir um fátækt til riki- dæmis. Sagt var að faðir hans hefði haltrað um götur Smyrna, selt glysvarning og móðir hans hefði þvegið þvott fyrir ókunn- uga. En staðreyndin er sú að faðir , hans, Socrates var rikur kaup- maður og bankastjóri í einni af auðugustu borgum við austur- hluta Miðjarðarhafsins. Móðir hans Peneiope dó við nýrnaupp- skurð, þegar drengurinn var sex ára. Það eina, sem Onassis nokk- urn tíma lét hafa eftir sér um móður sina var, að hún hefði ver- ið falleg og hann hefði misst hana. Kannski veit barn lítið meira um móður sína, sem deyr frá því á unga aldri. Faðir hans kvæntist aftur átján mánuðum síðar, en Onassis sætti sig aldrei við sjúpmóður sína, sem hann áleit hafa rænt föður hans frá sér. Fyrri heimsstyrjöldin fór illa með auðæfi Smyrna og Onassis- fjölskyldunnar. Bandamenn her- tóku borgina, en Tyrkir tóku hana aftur með ránshendi árið 1922. Socrates Onassis var fangelsaður og Onassis varð höfuð fjölskyld- unnar sextán ára gamall. Hann varð vitni að því er menn voru dregnir úr húsum sinum og skotn- ir og sá höfuð griskra ungmeyja fljóta niður ána bundin saman á hárinu eins og knippi af kókós- hnetum. Með slægð tókst Onassis að koma sautján konum innan fjöl- skyidunnár og 3000 pundum í beinhörðum peningum frá Smyrna. En nærri lá við að illa færi, er þau komu tii Pireus og hópur ræningja réðst að ömmu hans og reyndi að stela veski hennar. Hún brást hart við, og I áflögunum, sem á eftir fylgdu, féll hún af landgöngubrú niður á hafnarbakka og lét þar með lífið. Onassis kynntist meiru en ást- vinamissi við hamfarirnar i Smyrna. Reynsla hans þar vék honum aldrei úr minni og hann öðlaðist þar þann styrk sem ævin- lega dugði honum til að gefast aldrei upp. Lifsskoðun hans var mótuð á unga aldri. Hún var sú að enginn yrði auðugur nema hann tæki áhættu og hætti jafnvel eigin lifi. En það var ekki fyrr en við kom- una til Aþenu að hann beið fyrsta alvarlega áfallið í lifinu. Þá var Aristotle Onassis i aug- um heimsins lítið annað en vesæll flóttamaður, sem lét af hendi ailt handbært fé til að stuðla að því að faðir hans losnaði úr fangelsi. Hvort nauðsynlegt var að hann léti allt sitt fé af hendi er enn ekki ljóst. Alla vega varð raunin sú að þegar faðir hans kom til Aþenu lenti þeim saman út af fjárútlátunum og til mikilla átaka kom innan fjöiskyldunnar. Hinn reiði ungi maður var beðinn að endurgreiða skuldina. Onassis fannst sér hafnað og hann ætti hvergi höfði sínu að að halla. Akvað hann að flytjast til Bandaríkjanna og siðan til Argentinu, þegar takmarkana- reglur um innflytjendur væru gengnar úr gildi. Einhvern veg- inn hafði föður hans tekist að halda innistæðum I bönkum er- lendis og gat þvi hafið kaup- sýslustörf að nýju og þá sem tóbakssali. Hann neitaði syni sín- um um aðstoð til fararinnar en lét að lokum til leiðast að fá honum 75 pund. Með þá fjárhæð og nokk- urt fé sem vinir lánuðu honum kvaddi Aristotle og stefndi til Buenos Aires. Ný heimsálfa 21. september 1923 kom skip inn i höfnina i Rio de la Plata. Aristotle Onassis, þá sautján ára gamall, tróð sér leið niður land- göngubrúna, tilbúinn að hefja nýtt líf í annarri heimsálfu, með slitna ferðatösku og nokkur hundruð dali í vasanum. A hafn- arbakkanum hitti hann ávaxta- sala og bað hann strax um at- vinnu. Ávaxtasalinn lét hann fá vinnu og kaupið yrði frítt hús- næði. Aristotle vann þar í nokkra daga en fluttist siðan til fjar- skylds ættingja, sem bjó i hafnar- hverfinu. Þar var honum komið fyrir í herbergi með náunga, sem hrækti á gólfið allar nætur og Onassis breiddi dagblöð á gólfið til að auðvelda hreingerningu daginn eftir. Um tima var Onassis ferjumað- ur á Riachuelo-ánni, sem er hið mesta drullusvað og rennur fram hjá suðurhluta höfuðborgar Argentinu. Þá þvoði hann leirtau á hóteli i smá tima, og var hand- langari múrara. Næturvaktir Að nokkrum mánuðum liðnum sótti Onassis um atvinnu hjá brezka simafyrirtækinu Rio de la Plata, einu af hinum mörgu argentinsku fyrirtækjum, sem Bretar stjórnuðu. Onassis sótti um starf rafmagnsfræðings á þeirri forsendu að hann talaði ensku, frönsku, tyrknesku og spænsku og kynni að vélrita. Hann gaf upp heimilisfang í norð- urhluta borgarinnar, en hann hafði skipt ótal sinnum um Iveru- stað. Svo aumt var í ári hjá hon- um að um skeið neyddist hann til að skipta rúmi með öðrum grisk- um innflytjanda. Eftir nokkurra vikna starf hjá simafyrirtækinu bað Onassis um leyfi til að vinna næturvaktir ein- göngu, þar sem hann þyrfti að sinna öðru á daginn. Næturvakt- irnar voru auðveldar og á milli þess, sem hann svaf lagði hann stund á spænsku. Lif hans fyrsta árið í Argentínu er að mörgu leyti forvitnilegt. Þar komu miklir starfskraftar hans fljótt í Ijós, þar sem hann vann tvö störf sam- hliða. Hann þénaði um 25 dali á viku, sem var álitleg upphæð fyr- ir einhleypan mann. Onassis gekk í siglingaklúbb ungra miðstéttar- manna og reri oft einn margar mílur niður Tigurfljót, einstaka sinnum í fylgd vinstúlkna. Þá seldi hann hálsbindi á götum úti og vann fyrir smáfyrirtækið Surprise. Var starf hans þar að keyra vagna fulla af sandi um götur og láta smákrakka borga fyrir að dýfa höndum sínum í sandinn í leit að huldum glysvarn- ingi. Veturinn 1924 var hann formlega ráðinn rafmagnsfræð- ingur hjá United Telephones, en það er hálf kjánalega til orða tek- ið miðað við að starf hans var fremur lágkúrulegt, aðallega fólg- ið í þvi að skrfða um gólf og i að safna saman virum fyrir nýja sjálfskipta simaborðið, þar sem um tvö hundruð stúlkur unnu. Hvert sem hann leit blasti við honurn röð af kvennmannsfót- leggjum og hefur það örugglega verið gleðiglampi I tilbreytingar- snauðu lífi hans fyrstu mánuðina i Buenos Aires. Onassis átti rniklu fylgi að fagna meðal kvenna. Likamlega var hann vel á sig kominn og Ijósmynd frá þessum tima sýnir herðabreiðan, alvörugefinn ung- an mann, með hrafnsvart hár, þykkar augabrúnir og tilfinninga- rikan munn. Andlitið hafði yfir sér þyngslalegan blæ, sem átti eftir að skýrast 'enn meir með árunum, en var samt aðlaðandi. Fjarskyldur frændi hans, Paul Kamatropoulus, sem var ögn af- brýðisamur út af kvenhylli Onass- is á þessum tíma, lýsti honum þannig: Aristotle var mjög hrif- j inn af stúlkum, eins og allir piltar á þessum aldri. Hann hafði meiri áhrif á hitt kynið en nokkur okk- ar kunningja hans. Hann talaði spænsku vel og var heillandi i samræðum. En hann gaf engri stúlku hjarta sitt, hvað þá tima. Annar kunningi Onassis minntist hans. Annan hvern dag stóð hann fyrir utan heimili tóbaksjöfursins án þess að segja orð. Gaona hélt þetta út I hálfan mánuð, en þá brast þolinmæði hans og hann spurði einkaritara sinn hver i fjandanum þessi Onassis væri og hvers vegna hann hundelti sig. „Grískur smástrákur," svaraði einkaritarinn. Þegar Gaona bauð Onassis inn, sagðist Onassis vilja selja fyrirtæki hans úrvals aust- urlenzkt tóbak. Gaona létti og hafði gaman af. Sendi hann Onassis til innkaupadeildar fyrir- tækisins og þar nægði Onassis að nefna nafn framkvæmdastjórans og sýnishornið af tóbakinu, sem faðir hans hafði sent honum, var kaupt. Þar sem gæðin voru fyrir hendi, pöntuðu viðskiptavinir Gaona fljótlega tóbak andvirði 2500 pund. Onassis fékk fimm prósent af söluhagnaði föður síns og fyrstu 125 pundin, sem hann stakk i vasann, sagði hann siðar hafa verið stofnfé auðæfa sinna. Nú hafði Onassis stigið fæti inn fyrir þröskuld gróðaviðskipta. Fljótlega fékk hann aðra pöntun upp á 12.500 pund og fiskisagan flaug. Hann fékk pantanir frá fleiri fyrirtækjum og stytti svefntíma sinn um helming til að sinna við- skiptunum. Hann opnaði banka- reikning fyrir umboðslaunin sín, sem námu brátt umtalsverðri upphæð, en þetta fé hugðist hann geyma til seinni tima. Hann hélt áfram starfi sinu sem næturvörð- ur og lifði á þeim launum. Dóttir framkvæmdastjóra eins tóbaksfyrirtækisins, sem keypti austurlenzkt tóbak af Onassis Onassis siinir ser upp ryrir rraman ljós- myndtirann eins og Valentino „Herða- breiður, alvörugefinn ungur maður með hrafnsvart hár, þykkar augabrúnir og til- finningaríkan munn." hans sem hlýiegs-, ungs manns, með hreinan og ákveðinn svip, liflegs, leitandi, með lostafullt augnatillit og þykkar, rauðar var- ir. Þeir voru þó til sem fannst Onassis litt aðlaðandi. Enrique Gómez, samstarfsmaður hans hjá simafyrirtækinu, kallaði Onassis ætíð „þessi hundur". Ég kynnti hann fyrir stúlku og bað hann að vera henni góður, þar sem hún væri vönduð og ætti gott skilið. Hann reyndi að komast yfir hana eins og Grikkja sæmdi og lét mig sitja eftir með skömmina gagn- vart stúlkunni og fjölskyldu hennar. Þá lánaði ég honum nokkra mangos (argentínskt slanguryrði um pesos), sem ég fékk aldrei endurgreidda." Þess- ar lýsingar virðast þó vera undan- tekningar frá reglunni, þvi flest- um sem kynntust Onassis á unga aldri líkaði vel við hann. Tóbaksviðskipti Fyrsta gróðafyrirtæki hans var i heimi tóbaksviðskipta, en þar græddi hann I fyrsta sinn peninga að ráði. Þegar Onassis leit um öxl síðar á ævinni sagði hann; „Það er mestur vandinn að græða fyrstu fimm þúsund dalina." Hann hafði mikinn áhuga á að selja austurlenzkt tóbak til inn- Iendra tóbakskaupmanna. Til Argentínu var flutt óhemju magn af kúbönsku og brazilísku tóbaki en sáralitið af austurlenzku tóbaki og þá var tyrkneskt tóbak flutt inn frá Grikklandi. Hann fékk föður sinn til að senda nokk- ur sýnishorn af bezta fáanlega tóbakinu í Grikklandi og þegar skipsfarmurinn kom fór Onassis um alla Buenos Aires til að selja það en án árangurs. En Onassis lét ekki við svo búið standa. Hann rrafði fengið augastað á aðal- tóbaksjöfrinum um þessar slóðir, Juan Gaona. Dag hvern stóð hann fyrir utan skrifstofu Gaona og fylgdist þegjandi með ferðum minntist þess að föður hennar þótti mikið til Onassis koma, fannst hann greindur og djarfur, og ætti eflaust mikla framtið fyrir sér. Þau fengu eitt sinn sent heim til sin glæsilegt teppi frá Smyrna, sem Onassis gaf í þakklætisskyni fyrir viðskiptaráð frá föður henn- ar. Þetta var fyrsta dæmið um hversu hann átti hægt með að breyta viðskiptasambandi i vin- áttusamband. Onassis ákvað nú að framleiða vindlinga upp á eigin spýtur. Hann leigði búðarholu á Calle Viamonte og á auglýsingaskiltinu stóð: „Aristotle Onassis — inn- flytjandi austurlenzks tóbaks." Stofnfé hans var 7000 pund sem hann hafði safnað og 7000 pund, sem hann fékk lánuð. Siðareglur tóbaksviðskiptanna voru þó að mörgu leyti lágkúru- legar. Svifust margir þeirra, sem áttu í tóbaksviðskiptum einskis til að ná sér niðri á keppinautum sínum. Onassis sagði kunningja sinum löngu siðar eftirfarandi dæmi um lágkúruna: „Náungi kom inn í verziun og kaupti vindlingapakka. Þégar út var komið boraði hann smá holu á pakkann og laumaði bragðvondu efni inn, sem breiddist út um all- an pakkann og gerði vindlingana mjög bragðvonda. Holuna var ekki unnt að greina með berum augum. Síðan fór sá hinn sami og skipti pakkahum á þeirri for- sendu að hann hefði keypt ranga tegund. Það voru fáar vindlinga- tegundir á boðstólunum í Buenos Aires á þessum timum og því fljótgert að koma óorði á eina þeirra á þennan hátt." Viðskiptasvik Onassis skellihló að þessari sögu og sá, sem hann sagði söguna fékk það á tilfinninguna að Onassis hefði sjálfur notað þessa aðferð i hinni hörðu samkepphi á tóbaksmarkaðnum. Onassis byrjaði með nýja vindl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.