Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 40
 nrfaw^InM^ > AUGLYSrNGASIMINN ER: ^»22480 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 Flugleiðir: Óttast ekki sam- keppni North- west-flugfélagsins „ÞETTA mál er ekki nýtt af nál- iiini, þvf að þessi umsókn er húiri að vera til umfjölltinar hjá flug- ráði Bandarfkjanna sl. tvö ár," sagði Sigurður Helgason, for- stjóri Flugieiða, f samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann Sigurður Helgason var spurður álits á því hvað það gæti haft í för með sér ef Northwest Airlines, bandarfska flugfélagið, tæki upp áætlunar- ferðir til tslands, en forráðamenn flugfélagsins hafa slíkt f hyggju, eins óg fram kom f frétt Mbl. í gær. Sígurður sagði, að það væ;i búið aó taka ákvörðun um breyt- ingu á áætlunarferðum banda- riskra flugfélaga til Evrópu, og ein breytingin væri sú að Northwest félagið hefði fengið leyfi til að fljúga til allra Norður- landanna og Skotlands að auki i staðinn fyrir PanAm, sem þó Umferðarslys í Dölum: BíIíféíT of an í gil Þyrla send eftir hinum slösuðu ALVARLEGT umferðarsfys varð f gærkvöldi í Bröttubrekku, þar sem fólksbfll fór út af veginum og féll ofan í Miðdalsgii. Fréftir af slysinu voru mjög óljósar f gær- kvöldi, en þó var Ijóst að tvennt til þrennt í hílnum hafði sfasast svo mikið að óskað var cftir þvf að þyrla yrði send eftir hinum slös- uðu. Þyrlan var á leiðinni á tólfta tfmanum f gær og átti að taka hina slösuðu í Dalsmynni en flytja þá síðan til Reykjavíkúr. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Borgarnesi höfðu ekki borizt upplýsingar um nán- ari tildrög slyssins né heldur hversu margir farþegar hefðu verið i bflnum. Hins vegar væri vitað að þar hefði tvennt til þrennt slasast svo mikið að óskað var eftir því að þyrla yrði látin sækja hina slösuðu og flytja til Reykjavíkur í sjúkrahús. Slysið varð við brúna yfir Miðdalsgil og féll bifreiðin ofan í giiið, eins og áður segir, en það er um 5—7 metra djúpt. Þyrla frá varnarlið- inu hélt áleiðis i Dali um 11-Ieytið igærkvöldi. mundi hafa áfram réttindi til að fljúga til Kaupmannahafnar frá New York. Sigurður kvaðst ekki gera ráð fyrir að þótt svo að Northwest félagið tæki að lenda hér, að það myndi veita Flugleiðum verulega samkeppni þótt það lenti hér og kvaðst raunar efast um að Northwest tæki að lenda hér fyrsta kastið, því að nóg mundi Framhald á bls. 22 Áformað að Jötunn bori fyrir framan Hótel Esju HITAVEITA Reykjavfkur áformar að láta stðra jarðbor- inn Jötunn bora eftir vatni inni f miðri Reykjavík, en óvíst er hvenær af fram- kvæmdum getur orðið vegna peningaleysis, að þvi er Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri tjáði Mbl. í gær. Jötunn stendur nú verkefnataus við Kröflu. Að sögn Jóhannesar er áformað að bora á tveimur stöðum, við gatnamót Suður- landsbrautar og Kringlumýr- arbrautar, gengt Hótel Esju og á gamla Framvellinum fyrir neðan Sjómannaskólann. A þessu svæði voru boraðar hol- ur á árunum 1958—'65, flestar 1000—1500 metra djúpar, og hafa sumar þeirra skemmst. Þykir liklegt að hægt sé að fá meira af heitu vatni á þessu væði en nú fæst með frekari borunum, sérstaklega þar sem Jötunn getur borað niður á 3500 metra dýpi og gæti því borað niður á vatnsæðar djúpt niðri, sem ekki eru svo mjög háðar þeim vatnsæðum, sem nú eru nýttar. Ekki kostar undir 100 milljónum króna að bora hverja holu og hefur Hitaveit- an ekkert fé handbært til Framhald á bls. 22 Þótt staðhæft sé að myndavélin ljúgi ekki á hún þó til að raska svo öllum hlutföllum að staðir sem vegfarendur fara jafnvel daglega, gefa orðið sem næst ókennilegir. Svo er til dæmis um þessa mynd. Þar sést niður Njarðargötuna og niður á Sóleyjargötu og Hringbraut en í f jarska er vegurinn sem áður bar Reykvíkinga út að Tfvolí en hefur nú verið aflagður Ifkt og skemmtigarðurinn. Raf magn hækkar um 21% - hitavena um 15% Pósti og síma synjað um hœkkun. Landsvirkjun fékk 15% hœkkun þrátt fyrir andstöðu gjaldskrárnefndar RlKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt beiðni Landsvirkjunar um 15% hækkun raforkuverðs og til- lögu gjaldskrárnefndar um 15% hækkun til Hitaveitu Reykjavfk- ur, en beiðni hitaveitunnar var um 24% hækkun. Gjaldskrár- nefnd ftrekaði fyrri andstöðu sfna við hækkun til Landsvirkj- unar. Loks féllst rfkísstjórnin á þá afstöðu gjafdskrárnefndar að Dróst út með net- um en var bjargað af snarráðri áhöfn UNGUM skipverja af reknetabáti frá Norðfirði, Fyíki NK, var bjargað frá drukknum s.I. miðvikudagskvötd fyrir skjótræði áhafnar eftir að hann hafði dregizt fyrir borð þegar verið var að leggja netin. „Þetta gerðist í fyrrakvöld þegar við vorum staddir austur af Lónsbugt og vorum að byrja að leggja netin," sagði Gisli Garóarsson, skipstjóri á Fylki, i samtali við Morgunblaðið í gær. „Pilturinn var eitthvað með þetta óklárt þannig að hann flæktist í netinu og skipti eng- um togum að hann dróst með því útbyrðis. Hins vegar tók þetta enga stund. sem hann var i sjónum. Við stöðvuöum strax bátinn og hifðum hann síðan inn aftur með handafli og náð- um honum upp þegar hann var kominn rétt. aftan til við bátinn. Piltinum varð síðan ekki meint af þessu volki að öðru leyti en þvi að hann tognaði eitthvað svo að hann er ekki með okkur núna." Pilturinn sem bjargaðist heit- ir Rafn Sigurðsson og er rétt innan við tvítugt. synja pósti og sfma um hækkun, en hækkunarbeiðnin hljóðaði upp á 33%. Framangreindar hækkanir taka gildi 1. nóvember n.k., og þá hækkar rafmagn Raf- magnsveitu Reykjavfkur um 21% og eru 15% leyfð vegna verð- hækkana og 6% vegna hækkunar heildsöluverðsins. Landsvirkjun itrekaði nú beiðni sina um hækkun á raforku- verðinu, en sem kunnugt er mælti gjaldskrárnefnd gegn hækkun til fyrirtækisins í sumar og frestaði rikisstjórnin þá afgreiðslu máls- ins. Þegar beiðni Landsvirkjunar kom nú fram ítrekaði gjaldskrár- nefnd fyrri afstöðu sína, en sem fyrr segir heimilaði ríkisstjórnin 15% hækkun. Þessi hækkun heildsöluverðs raforku nær einn- ig til Rafmagnsveitna ríkisins, Laxárvirkjunar og Andakilsár- Rafmagnslaust í Siglufirði Siglurirdi. 28. októbrr. RAFMAGNSLAUST var hér í Siglufirði f dag. Vegna ísingar brann sundur háspennulína úr Skeiðsfossi og f bæinn. Varð því að gripa til þess að nota vararaf- stöðina meðan unnið var að við- gerðinni en gert var ráð fyrir að henni yrði lokið með kvöldinu. Veturinn er nú rétt i þann mund að segja til sín, og þannig þurfti í dag að ryðja flugvöllinn i fyrsta sinn á þessum vetri. — m.j. virkjunar og einnig fá hinar ýmsu rafveitur svipaða hækkun á smá- söluverðinu og Rafmagnsveita Reykjavikur, en að sögn Krist- mundar Halldórssonar í iðnaðar- ráðuneytinu eru hækkanirnar þó nokkuð breytilegar, t.d. fá raf- magnsveitur rikisins að hækka smásöluverð sitt um 19,5%. Framhald á bls. 22 Banna síldveiðar milli Ingólfshöfða og Hrollaugseyja HRINGNÓTABATUM hefur ver- ið bannað að kasta á síld á svæði sem er 6 mílur út frá Ingólfs- höfða og Hrollaugseyjum og upp að landi. Var þetta ákveðið sökurn þess að mikið er af smásild á þessu svæði, og þegar bátarnir köstuðu þarna á torfur var oftast yfirgnæfandi smásfld f aflanum, sem fékkst. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur leiðangursstjóri á Arna Friðrikssyni tjáði Morgun- blaðinu hins vegar í gær, að sæmi- leg sildveiði hefði verið i fyrrinótt á Öræfagrunni, 15—18 mílur suð- ur af Ingólfshöfða og að þar hefði fengizt falleg sild, en að likindum væri hún frekar mögur sem fyrr. Þá sagði Hjálmar að vart hefði orðið við sfld úti af Stokksnesi, en hringnótabátar lítið kastað þar sökum slæms botns, hins vegar hefðu reknetabátar eitthvað lagt í þessa síld, sem væri falleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.