Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ. LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977 21 __AUJAMIA eftir HANNES GISSURARSON Að taka leigugjald fyrir herstöðina Sú skoðun Jónasar Jónssonar frá Hriflu, að íslendingar eigi að taka leigugjald af Bandaríkjamönnum fyrir herstöðina á Mið- nesheiði, hefur síðustu mánuðina verið viðr- uð aftur af örfáum mönnum Fylgismenn þessarar skoðunar nefna hana að visu öðrum nöfnum, þeir telja, að Bandaríkjamönnum beri að kosta margvíslegar framkvæmdir ís- lendinga, sem séu ..hernaðarlega mikilvæg- ar", vegalagningu, brúarsmíði og aðra mann- virkjagerð. En einu gildir, hvaða nöfnum hún er nefnd, allar framkvæmdir eru i einhverjum skilningi „hernaðarlega mikilvægar" Hugs- unin er söm og jöfn, hún er að gera herstöð- ina að féþúfu Ég tel þessa skoðun reista á miklum misskilningi á utanrikismálum ís- lendinga, á skráðum og óskráðum reglum alþjóðamála. og hún gefur þess vegna tilefni til að fara um utanrikisstefnu íslendinga fáeinum orðum Þessa vofu Jónasar frá Hriflu verður að kveða niður með rökum, en hún hefur varla verið gerð að umtalsefni til þessa í fullri alvöru. Vi8 hvað er utanrikisstefna ríkis miðuð? Utanríkisstefna lýðræðisríkis er umfram allt miðuð við friðsamlegt viðhald ríkis og þjóðar — rikisins sem sjálfstæðrar stofnun- ar, sem hafi einkarétt á notkun valds á tilteknu landsvæði, þjóðarinnar sem hóps manna, sem eigi sameiginlega menningu. (Um utanrikisstefnu einræðisríkis gilda aðrar reglur, þvi að valdsmennirnir eru ekki réttir fulltrúar íbúanna, geðþótti þeirra ræður utan- rikisstefnunni, hvort sem hann fer saman við hugsjónir þjóðarinnar og hagsmuni eða ekki). Algeng er sú einfeldnislega skoðun á íslandi, að sjálfstæði þjóðar sé fengið með yfirlýsingum. Sumir menn halda, að ræðu- höld á hátiðisdögum leysi einhvern vanda utanríkismála. En sjálfstæði er fengið með samkomulagi ríkja, óskráðu sem skráðu, ekk- ert riki — varla að risaveldunum undantekn- um — er óháð öðrum rikjum Ef samkomu- lag tekst ekki með þeim, kemur til ófriðar Þjóðin reynir að ,,halda lífi' með utanrikis- stefnunni, ef svo má til orða taka, ríkið reynir að gæta hagsmuna hennar og hugsjóna, það reynir að halda fullveldi sinu. Þessar al- mennu kröfur verður að gera til ríkis um utanríkisstefnu þess, svo að hún geti talizt skynsamleg En einstakar kröfur til þess fara eftir öllum aðstæðum rikis og þjóðar Og hverjar eru þær aðstæður, sem ráða utan- ríkisstefnu íslendinga? Þær eru þrjár eða fjórar lega landsins, efnahagslegar aðstæður og menningarlegar og fólksfjöldinn „Flestir íslendingar kjósa sjálfstæði einstaklings og þjóðar, en ekki hitt, að gera varnarstöð- ina að féþúfu." Bjarni Benediktsson, þáver- andi utanríkisráðherra, undir- ritar sáttmálann um stofnun Atlantshafsbandalagsins 4. apríl 1949. að það hefði ekki komið til hjálpar íslending- um, þegar Bretar gerðu á þá ,,árás Ég hef leitt rök að því í þessari grein. að varnarliðið sinni bæði vörnum íslands og Bandaríkj- anna Og Bretar gerðu ekki árás á íslendinga að alþjóðareglum, þó að til átaka kæmi á miðunum: óhætt er að segja það, með því að vigamóðurinn er runninn af flestum Slik gengisfelling orða þjónar einungis tilgangi falsaranna í landhelgisdeilunni sönnuðust orð skáldsins Menn fá klapp og frægð og frama fyrir hreysti og dug, En til að voga að virðast ragur vantar flesta hug Og Atlantshafsbandalagið getur ekki gripið til neinna aðgerða. þegar aðildarriki þess deila, því að öll ríkin hafa neitunarvald. Bretar einnig Hitt er annað mál, að samning- ar tókust vegna afskipta Atlantshafsbanda- lagsins, og brezkir stjórnmálamenn sökuðu dr Jósef Lúns, framkvæmdastjóra banda- lagsins. mjög um stuðning við íslendmga tóku eftir lýðveldisstofnunina — var miðuð við það að ná valdi á þessum aðstæðum, hafa einhvern viðbúnað við þvi, sem gæti gerzt að aðstæðunum gefnum, tryggja sig gegn sem flestum hugsanlegum kostum. Utanrikisstefna er umfram allt fengin með áhættureikningi. reynt er að koma áhættunni niður i það lágmark, sem kostur er á. Og að öllum þessum aðstæðum gefnum er annað en samningsbundin samvinna íslendinga við aðrar vestrænar þjóðir óðra manna æði, tilraun til sjálfsmorðs Hlutleysi án varna kemur ekki til greina fremur en samvinna við alræðisríkin austrænu. Þess ríkis getur ekki, sem reynir ekki að tryggja öryggi sitt íslend- ingar tryggja það með aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu Og með varnarsamningn- um við Bandaríkjamenn, sem er rökrétt af- leiðmg þessarar aðildar, eru íslendingar í þeirri ákjósanlegu aðstöðu, að árás á ísland er fullkomin árás á Banda- ríkin. En herstöðm á Miðnesheiði kem- óbeinar, framkvæmdir þess gerðu atvinnu- leysi að engu á árunum 1951 —1953, og frá 1968 hafa tekjur íslendinga af varnarlið- inu verið um 3% þjóðarframleiðslunnar (Fróðlegar ritgerðir um efnahagsáhrif varnar- liðsins eru í Fjármálatíðindum, 1956 og 1976.) íslendingar hafa með öðrum orðum svipaðar tekjur af vörnum landsins og aðrar þjóðir Atlantshafsbandalagsins útgjöld. En þessar tekjur af varnarliðinu eru alls ekki rök fyrir vörnunum; ekki orsök, heldur afleiðing utanríkisstefnunnar Og deila má um það, hvort samskiptum íslendinga og varnarliðs- ins hafi verið komið mður í lágmark eða ekki með síðustu endurskoðun varnarsamnings- ms Samskipti íslendinga og varnarliðsins íslendingar eru sjálfstæðir, utanrikisstefna þeirra er miðuð við hagsmuni þeirra og Efnahagsvandi íslendinga Efnahagsvandi Islendinga er geigvænleg- ur, og ef hann eykst enn. fjölgar þeim mönnum án efa, sem hyggjast ..leysa' hann með því að fá fjárframlög frá Bandarikja- mönnum En varnirnar eru ekki einn atvinnu- vegurinn enn: Lausn efnahagsvandans felst i því að treysta atvinnuvegi landsmanna, eink- um iðnaðinn, fjárfesta á skynsamlegan hátt, taka umfram allt mið af arðsemi, og gera nauðsynlegar breytingar á hagkerfinu til þessa Ég held, að Jónas Kristjánsson rit- stjóri Dagblaðsins hljóti að skilja það, en hann samdi á sínum tima fróðlega sagn- fræðiritgerð. Iðnþróun á Islandi, sem birtist í timariti Framkvæmdabanka íslands Úr Þjóðarbúskapnum, árið 1966 Og þó er Jónas fylgismaður landleigunnar En ís- lendingar hafa að mínu viti meiri sæmd af þvi að reyna iðnþróun á íslandi en landleigu SJáffsbjargarhvötin: lifæð íslendinga Sú skoðun, að taka eigi leigugjald af Bandaríkjamönnum fyrir herstöðina á Mið- nesheiði, getur einungis gefið rökum ..her- stöðvaandstæðinga' það gildi. sem þau hafa ekki haft til þessa Hún er þvert á þá utan- Að gera herstöðina að féþúfu Aðstæður íslendinga Lega íslands er slík, að það flotaveldi, sem ætlar að ráða yfir Norður-Atlantshafinu, hlýt- ur að reyna að ná einhverri aðstöðu á íslandi Hernaðargildi landsins hefur stóraukizt síð- ustu fimmtán árin, með þvi að Kremlverjar ákváðu vegna Kúbudeilunnar árið 1962 að bæta mjög vígstöðu sina á hafinu, keppa við Bandaríkjamenn og Breta um yfirráðin yfir Norður-Atlantshafinu. Og legan segir einnig til um það( að íslendingum er það lifsnauð- synlegt að tryggja flutninga til landsins, þeir eiga einangrun á hættu — eins og saga íslands sýnir glögglega Útflutningsvörur ís- lendinga eru einhæfar, þeir verða að tryggja markaði fyrir vörur sínar, og þeir komast ekki af án innflutnings Enn er það, að menning þjóðarinnar er vestræn, islenzka lýðvæðisrik- ið er reist á mannréttindahugsjón Vestur- landa En hún er einnig þjóðleg, flestir ís- lendingar muna sögu sína, hafa hreint tungu- tak, þeim er það kappsmál að halda sjálf- stæðri menningu sinni Og það er vandasamt i vondum heimi, lóð íslendinga á vogarskál veraldarinnar er lítið, fólksfjöldinn er slikur (eða fólksfæðin), að þjóðarher getur ekki varið landið að neinu gagni Samvinna við önnur vestræn ríki eini kosturinn Aðstæður íslendinga eru þessar og utan- rikisstefna íslendinga — sú utanrikisstefna, sem stjórnmálaforingjar lýðræðisflokkanna, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Eysteinn Jónsson og Stefán Jóh Stefánsson að öðr- um stuðningsmönnum hennar ólöstuðum. ur einnig bandamönnum okkar að gagni Hún er hlekkur í þeirri varnar- keðju Atlantshafsbandalagsins, sem ein sýmr Kremlverjum fram á það, að þeir geta ekki leikið sömu leikina i alþjóðamálum og nazistar á árunum 1936—1939, þegar þeir gleyptu hvert rikið af öðru í Norðurálfu Aðildin að Atlantshafsbandalaginu var að sönnu bundin því á sinum tima að erlendur her væri ekki á íslandi á friðartímum, en friðartimar eru ekki til í sama skilningi og árið 1 949, því að ógnarjafnvægið, sem haldið er með langdrægum eldflaugum risaveldanna, hefur gert hugtakið ónothæft Líftrygging án iðgjalds________________ Atlantshafsbandalagið er í vissum skilningi tryggingarfélag lýðræðisríkjanna, það tryggir frelsi þeirra Og öll aðildarriki Atlantshafs- bandalagsins önnur en ísland hafa umtals- verðan kostnað af vörnum sinum, þó að þau hafi ekki við Ráðstjórnarríkjunum, sem not- uðu 1 3% þjóðarframleiðslu sinnar til vigbún- aðar árið 1976 Bandaríkjamenn bera lang- þyngstu byrðma, kostuðu 6% þjóðarfram- leiðslunnar til varna Vesturlanda árið 1976, Norðmenn 3,1%, Danir 2,6% Hlutlausu ríkin, Svisslendingar og Svíar, notuðu 2,3% og 3,7% þjóðarframleiðslu sinnar til varna En hvað voru 3% þjóðarframleiðslu íslend- inga árið 1976? Þau voru 7,7 milljarðar kr Það má telja gjaldið, sem íslendingar losna við að greiða, einir atlantshafsþjóðanna. vegna þess að Bandarikjamenn annast varnir landsins á sinn kostnað Aðstaða íslendinga er þess vegna sambærileg við aðstöðu þess manns, sem tekur líftryggingu án þess að greiða iðgjaldið íslendingar hafa auk þess haft drjúgar tekjur af varnarliðmu beinar og hugsjónir, og varnarsamningurmn við Bandaríkjamenn er samnmgur tveggja sjálf- stæðra ríkja, þó að aflsmunur sé mikill með þeim Hann var gerður þvi að hagsmumr og hugsjónir íslendmga og Bandaríkjamanna fóru — og fara — saman Bæði ríkm tryggja varnir sinar með honum En einu rok ,.her stöðvaandstæðinga'. sem eru umtals verð. eru þau, að íslendingar geti orðið of háðir Bandarikjamönnum i menningarmálum og efnahagsmálum vegna herverndannnar. misst sjálfstæði sitt Til þess hefur ekki komið, vegna þess að flestir islenzkir ráða- menn hafa haldið viðskiptum og öðrum sam- skiptum íslendinga og varnarliðsins i nauð- synlegu lágmarki Varnarliðið má ekki verða ómissandi i efnahagsmálum Ekki verður heldur sagt i fullri alvöru. að dvöl varnarliðs- ins hafi orðið menningu íslendinga til tjóns, hinar norðurlandaþjóðirnar eru til dæmis miklu „amerikanseraðn en íslendingar Og þau 3% þjóðarframleiðslunnar, sem frá varn- arliðinu eru fengin, ráða engum úrslitum um utanrikisstefnuna Landhelgisdeilan vi8 Breta Landsvæðið á Miðnesheiði er það, sem íslendingar geta lagt af mörkum til lifsnauð- synlegra varna lýðræðisrikjanna Og af öllum framangreindum sökum er sú skoðun. að íslendingar eigi að taka leigugjald fyrir her- stöðina. röng Tvennt má reyndar nefna til skýringar á þessari skoðun landhelgisdeilu íslendinga við Breta og efnahagsvandann Fáeinir fljótfærir lýðræðissinnar töldu sýnt i landhelgisdeilunni við Breta. að varnarliðið smnti einungis vörnum Bandarikjanna. þvi rikisstefnu. sem Bjarm Benediktsson færði gild rök fyrir á sinum tima i ritgerðum og ræðum Vinstri stjórnin fyrri, 1956—1958 reyndi að gera herstöðina að féþúfu. og henni tókst að hafa nokkurt fé af Bandarikja- mönnum og Þjóðverjum Er reyndar ekki vafamál. að féð fengist nú. slikt er hernaðar- gildi landsins En flestir íslendingar eru sjálf- stæðismenn i anda þeir kjósa sjálfstæði einstaklings og þjóðar Sú smáþjóð, sem leigir land sitt stórþjóð, hefur misst sjálfstaeði sitt, er orðin of háð henni, hefur of veika sammngsaðstöðu Og auðfengið fé getur ekki orðið íslendingum til gæfu það verður að eiturlyfi, sem dælt er i æð — þá lifæð þjóðarmnar. sem sjálfsbjargarhvötin er llla er komið fyrir íslendingum. ef þeir eiga að breytast i bónbjargamenn. ef fámennasta aðildarriki Atlantshafsbandalagsins á að breytast i hjáleigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.