Morgunblaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977
UTIÐINN TIL ALDRAÐS FÓLKS í SA
Drottinn minn dýri, tók maðurinn mynd af mfér?“ sagði Ingibjörg
Hannesdóttir, 84 ára, sem hér er með
Kominn er nú fólks á fund
fagna skemmtiræðum
kannski ég fái kennslustund
í kristilegum fræóum.
Einn aldurhni«inn (O.Þ.)
Sú nýbreytni hefur verid tekin
upp f safnaðarheimili Bústaða-
kirkju að ellilffeyrisþegar hafa
einn dag í viku aðstöðu til alls
slags tómstundaiðkana. Það er
safnaðarráð Bústaðasóknar undir
forystu sóknarprestsins, séra
Ólafs Skúlasonar, og formanns,
Aslaugar Gfsladóttur, sem kom
þessari starfsemi af stað hinn 5.
október sl.
Hvern miðvikudag klukkan 2
streymir því hópur aldraðs fólks í
safnaðarheimili Bústaðakirkju og
eyðir deginum með fólki á sínu
reki. Sumir dunda sér við handa-
vinnu, flos, krosssaum. hekl og
prjón undir forystu handavinnu-
kennarans Magdalenu Sigurþórs-
dóttir. Aðrir spila á spil eða ein-
faldlega rölta um, fá sér kaffi og
rabba við náungann.
Morgunblaóið brá sér í stutta
heimsókn sl. miðvikudag og
spjallaði við nokkra þeirra, sem
verja miðvikudeginum f safnaóar-
heimilinu, en þeir eru að sögn
sóknarprestsins um fimmtíu að
maðaltali.
Klukkan var að ganga fimm,
þegar Mbl. bar að garði og þó
nokkrir farnir heim. Samt var
glatt á hjalla, fjörugar umræður
og kliður.
„UNGA FÓLKIÐ VILL
EKKERT MEÐ
OKKUR HAFA“
Við borð eitt sátu fjórir menn
og spiluðu vist. „Á að gera þessa
starfsemi upptæka?“ spurði einn
þeirra snaggaralega og hló við.
Þeir voru uppteknir af spila-
mennskunni og vildu ógjarnan
láta trufla sig. Þegar blm. skrifaði
niður nöfn þeirra í flýti, glotti
annar í kampinn og sagði: „Þ
skrifar næstum eins vel og Jónas
frá Hriflu.“
Hann kvaðst heita FIosi Jóns-
son, fyrrum bóndi og kennari.
„Já, og allt mögulegt, sem of langt
yrði upp að telja". Spilafélagar
hans voru þeir Gunnar Jónsson,
sem vann við innrömmun, Eggert
Benónýsson áður útvarpsvirki og
Jón Hermóðsson, sem reri norður
á Ströndum áður en hann hóf
störf í Trésmiðjunni Viði, þar sem
hann starfaði í 20 ár.
Eggert kvað þessa starfsemi
ágæta, þvi þarna gæfist tækifæri
að blanda geði við fólk, sem ekki
hefði þekkzt áður. „Ég er einn á
báti og því einmana,“ sagði Jón.
„Unga fólkið vill ekkert með okk-
ur hafa — maður verður að vera
einn, þangað til maður drepst.“
„Kaffið er nú verulega gott hér,“
sagði Eggert, sem kvaðst ekki
vera svo einmana því hann ætti
nú konu. „Það skiptir sér enginn
af manni, eins og von er,“ hélt
Jón áfram. „Það er heldur ekki
hægt að búast við þvi. Unga fólkið
í dag er allt annar flokkur."
„Ungt fólk og gamalt fólk á litla
samleið. Það veróur bara þreytt
hvert á öðru,“ sagði Eggert.
„Það er rétt,“ bætti Flosi við. „í
sveitinni í gamla daga var þessu
öðruvísi háttað. Þá voru fleiri
verkefni að fást við en færri tóm-
stundir.“ „Já, í dag er vinnan of
einhliða, fólk er þreytt og hefur
minni tíma aflögu,“ sagði Eggert
og Gunnar bað þess að safnaðar-
safnaðarráðs Bústaðakirkju.
ráði Bústaðasóknar yrði þakkað
fyrir framtak sitt f þessum mál-
um.
Eiginkonu Flosa bar að i þess-
um svifum. Hún heitir Ingibjörg
Hannesdóttir og ber aldurinn
mjög vel, öll sín 84 ár. „Drottinn
minn dýri, tók maðurinn mynd af
mér? Almáttugur, á hún að birt-
ast í blöðunum?"
Ingibjörg og Flosi koma ætíð
gangandi til safnaóarheimilisins.
„Þetta er indælt," sagði hún.
„Maður endurnýjast við að hitta
þetta góða fólk. Annars hef ég
verió með góðu fólki alla mína
ævi. Nei, nei, ég er ekkert að spila
á spil hér. Mér er það alveg nóg að
fá tækifæri til að ræða við fólkið."
„EINU SINNI BIRTIST
EFTIR MIG VÍSA I
MORGUNBLAÐINU“
Upphafstafirnir Ó.Þ. standa
fyrir Ólafur Þorkelsson. Hann
orti ofanskráða vísu um starfsemi
aldraða fólksins i Bústaðakirkju.
„Ég var orðinn 24 ára þegar ég
byrjaði að yrkja. Um daginn var
ég á gangi og var lágskýjað mjög.
Orti ég þá þessa vísu:
Aslaugu Gfsladóttur formanni
„En livað skyin liggja lágt
levna augum sólarbjarma
Þó skai lundin leika dátt
Ijúfum undir bragarvarma.**
Ég er ekkert skáld. En það birt-
ist samt einu sinni eftir mig vísa i
Morgunblaðinu. Hún var um
hann Lárus Salómonsson" og
Ólafur bendir á mann sem situr
„Ég byrjaði að yrkja 24 ára gam-
all.“ Ólafur Þorkelsson.
María Jónadóttir faðmar að sér Björgu Árnadóttur. Lengst til vinstri
eru Magdaiena Sigurþórsdóttir handavinnukennari og Magnea Finn-
bogadóttir handavinnukennari.
„Veit ekki hvemig veturhn
hef