Morgunblaðið - 29.10.1977, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977
Olía:
Miklar olíulindir finn-
ast á sovézkri eyju
undan Japansströnd
Einar stærstu olíuiindir
í Asíu fundust nýlega á
norðurenda sovézku eyj-
unnar Sakhalin norður af
Japan. En það mun taka að
minnsta kosti 4—5 ár að
fullkanna þessar lindir, en
það gera Japanir og Sovét-
menn í sameiningu.
Japanska olíufyrirtækið
Sakhalin Oil Co., sem stofnað var
að tilhlutan japönsku stjórnarinn-
ar 1974 þegar þessar rannsóknir
hófust fyrir alvöru gerði þá samn-
ing við Sovétmenn þess efnis að
þeir sæju um allar rannsóknir, en
löndin sameiginlega legðu til allt
að 500 milljónum dollara til
þeirra. Nú þegar eftir frumrann-
sóknir fást um 7000 tunnur af olíu
daglega á svæðinu, sem þykir vísa
á gott.
Japanir, sem hin seinni ár hafa
gert árangurslausar tilraunir til
að lækka olíureikning sinn við
erlend ríki, sjá nú fram á bjartari
daga þar sem þeir fá 50% allrar
olíu sem fæst á svæðinu. En
Sovétmenn líta á þetta sem þýð-
ingarmikið spor í þá átt að geta
keppt við Kínverja um sölu á oliu
til Asiulanda, sem hafa verið því
sem næst einráðir áþeim markaði
til þessa.
Gullið á
uppleið í
London
Staða gullsins á mörkuð-
um í London er nú sú
sterkasta í yfir tvö ár. Að-
alástæur þessa eru auknar
birgðir iðnaðar og skart-
gripa skartgripaiðnaður
hefur vaxið mjög síðast lið-
ið ár. Þá hefur hin veika
staða bandaríska dollarsins
einnig komið þarna við
sögu, en hann hefur verið
styrktur gífurlega af
evrópskum bönkum.
Skip:
Brezkir skipaeigendur
í rekstrarerfiðleikum
Brezkir skipaeigendur
eiga nú í mikium fjárhags-
erfiðieikum, og kemur það
m.a. fram í því að þeir geta
ekki greitt skuldir sínar
við bankana. Hefur nú þeg-
ar mikill fjöldi skipa verið
settur á söluskrá til að
reyna að halda fyrirtækj-
unum á floti.
Að sögn forráðamanna
skipaeigenda er þess
skammt, að bíða, að algert
hrun verði hjá þeim grípi
ríkisvaldið ekki inn í með
einhverjum róttækum
aðgerðum hið snarasta. Þá
hefur það komið fram, að
aðeins um 10 skipafélög
munu hafa bolmagn til að
standast þá erfiðleika sem
nú hrjá skipaeigendur.
Þá hafa skipaeigendur
sagt, að ein af/meginástæð-
um fyrir þessu ástandi séu
þeir samningar, sem ríkið
hefur gert við skipasmíða-
stöðvar, um að þær fá
geysilegar fjárhæðir í
styrk til að geta starfað
eðlilega, en af því leiðir svo
algert offramboð á skipum.
Það þarf því algerrar
endurskipulagningar við,
eigi að koma aðstæðum í
eðlilegt horf aftur.
Myndin tekin á haustfundi framleiðenda og útflytjenda ullarvöru.
Haustfundur framleiðenda og útflytjenda ullarvöru:
Útlit fyrir áframhaldandi
vöxt iðngreinarinnar
tJlfur Sigurmundsson forstjóri útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins á
fundinum.
Mánudaginn 24. október
s.l. var haldinn þriðji
reglulegi fundur framleið-
enda og útfl.vtjenda ullar-
vara. Markmið þessa fund-
ar er, að ræða um ýmis
vandamál varðandi fram-
leiðslu, ásamt því að meta
ástand og horfur á þeim
mörkuðum, sem vörur
þessar eru seldar á.
Samandregið voru helztu niður-
stöður fundarins eftirfarandi:
1) Staða iðngreinarinnar var
rædd og samskipti bandframleið-
enda, prjónavoðaframleiðenda,
saumastofa og útflýtjenda.
2) Fram komu verulegar
áhyggjur vegna þeirrar óvissu,
sem ríkir um áframhald á
greiðslu verðbóta á ull frá ríkis-
sjóði, en þeim var hætt 31. ágúst
s.l.
3) Utlit er fyrir áframhaldandi
vöxt iðngreinarinnar og útflutn-
ing, en þó var lögð áherzla á hin
skaðvænlegu áhrif, sem verkfall
opinberra starfsmanna hefur
haft. Einnig, að útflutningsfyrir-
tækin voru nánast sambandslaus
við umheiminn. Öttazt er að verk-
fallið leiði til þess að sala verði
minni í ár en ella hefði orðið. Þá
er talið að langtímaáhrif verk-
fallsins á söluna gætu orðið ennþá
alvarlegri.
4) Talið var, að fundur sem
þessi værimjög gagnlegur fyrir
iðngreinina i heild og ákveðið að
efna til fleiri slíkra funda í fram-
tiðinni.
Nokkur erindi voru flutt á
fundinum og meðal þeirra var er-
indi sem Þórður Magnússon flutti
um stöðu ullariðnaðarins. 1 því
kom m.a. fram, að í islenzkum
iðnaðarskýrslum er að finna ýmis-
legt efni um ullar- og fataiðnað,
sem skipt er í þrjár greinar, ullar-
þvott, spuna og vefnað, prjóna-
vöruframleiðslu og fatafram-
leiðslu.
Á árinu 1976 störfuðu 1520
Verðbréf
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR HÁWIARKS LÁNSTÍMI TIL*) INNLEYSANLEG í SEÐLABANKA RAUN VEXTIR FYRSTU 4—5 ÁRIN %-) MEÐAL TALS RAUN- VEXTIR % VÍSITALA 01 10 1977 159 (3 148) STIG H/EKKUN Í % VERO PR. KR 100 MIOAÐ VIÐ VEXTI OG VÍSITOLU 01 10 197r*‘) MEÐALVIRKIR VEXTIR F TSK. FRÁ ÚTGÁFUDEGI %*—)
1965-2 20 01.78 20 01.69 5 6 1.079.03 2.312.67 30 8
1966 1 20.09 78 20 09 69 5 6 1 020.28 2 103 33 31.8
1966 2 15 01 79 1501.70 5 6 974.40 1.974 25 32.1
1967 1 15.09 79 15.09 70 5 6 956 38 1 853 11 33.7
1967 2 20.10.79 20 10 70 5 6 956 38 1 840 98 34 0
1968 1 25.01 81 25 01.72 5 6 902.55 1 607.83 37.7
1968 2 25.02.81 25.02 72 5 6 848 19 1 512.67 37.2
1969-1 20.02 82 20 02 73 5 6 653.11 1.129.08 37.5
1970 1 15 09 82 15.09 73 5 6 617 08 1 037.50 39.4
1970-2 05.02.84 05 02 76 3 5 500 76 761.00 35.7
1971-1 15 09 85 15.09 76 3 5 488 41 718 18 38 6
1972-1 25.01.86 25.01 77 3 5 422 06 626.20 38.1
1972-2 15 09 86 15 09.77 3 5 360.91 535.77 39.5
1973 1A 15.09.87 15 09 78 3 5 269.05 415 88 42.3
1973 2 25.01 88 25.01 79 3 5 244 80 384 46 44 2
1974-1 15.09 88 15 09 79 3 5 144.03 266 99 38.1
1975 1 10.01.93 10 01 80 3 4 101.41 218.31 33.2
1975 2 25.01.94 25 01 81 3 5 58.51 166.60 35.5
1976 1 10.03.94 10.03 81 3 4 51 43 158.57 34.5
1976-2 25.01.97 25 01 82 3 3.5 26 19 128 77 4Ö 0
1977-1 25 03.97 25.03.83 3 3.5 17.78 119 60 41.7
' > Kför hámarkslánsttma njóta sparfskírtrinin ekki lcnKur vaxta né verðtrygginsar **> Raunvextir tákna vexti (nettó) umfram
verðhækkanir eins ng þier eru mælriar skv. bvggingarvísitólunni. ‘!:‘!í) Verð spariskirteina miðað við vexli og visitölu 01.10.77 reiknast
þannig: Npariskirteíni flokkur 1972-2 að nafnverði kr. 50.000 hefur verð pr. kr. 100 = kr. 535.77. Heilriarverð spariskirteinisins er því
50.000x535.77/100 = kr. 2B7.S85,- miðað við vexti og vísitölu 01.10.1977. ***w) Meðalvirkir vexlir fyrir tekjuskatt frá útgáfudegi svna
heíiriar upphæð þeirra vaxta. sem rikissjóður hefur skulrihundið sig lil að greiða fram að þessu, þegar tekið hefur verið lillit til hækkana á
hyggingavlsitölunni. Meöalvirklr vexlir segja hins vegar ekkert um vexti þá. sem bréfin koma til með að bera frá 01.10.1977. Þelr segja
helriur ekkert um ága-li einstakra flokka, þannig að flokkar 19BB eru alls ekki lakari en t.d. flokkur
Þessar upplýsingatöflur eru unnar af Verðbréfamarkaði Fjárfestingafélags íslands.