Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1977 Unglingameistara- móti í skák lokið Þorsteinn Þorsteinsson. Unglinganieistaranióti tslands í skák lauk í skákheiniilinu viö ‘Grensásveg á föstudagskvöld. Ur- slit uróu þau, aó Þorsteinn Þor- steinsson úr Taflfélagi Reykja- víkur varð sigurvegari nieö 5!4 vinning. Karl Þorsteins TR og Jóhann Hjartarson TR hlutu einnig 514 vinning en þeir voru lægri aö stigum. Mótið fór frani dagana 22.—28. október og voru tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Þátt- tökurétt höfðu piltar fæddir 1957 og síðar. Þátttakendur voru 30 að tölu alls staðar að af landinu. Skáksamband Islands hafði ákveðið að sigurvegaranum yrði gefinn kostur á að taka þátt í sterku unglingaskákmóti, sem fram fer í Hallsberg í Svíþjóð um áramótin. Æskulýðsvika KFUM og K hefst í kvöld IIIN árlega æskulýðsvika KFUIVI og K hefst I kvöld og eins og nafnið bendir til eru samkomur vikunnar sniðnar við hæfi ungs fólks, en þær verða í húsi félag- anna við Amtmannsstfg. Sam- komurnar verða öll kvöld vikunn- ar og lýkur æskulýðsvikunni sunnudaginn 6. nóvember. Á þessum samkomum segir ungt fólk frá trúarreynslu sinni og stuttar ræóur eru fluttar. Auk þess einkennast samkomurnar af miklum söng og fjölbreyttum seg- ir í frétt frá félögunum. Æsku- lýðskór KFUM og K syngur þrjú kvöld vikunnar, svo og minni sönghópar og Þorvaldur Halldórs- son syngur laugardagskvöldið 5. nóvember og á miðnætursam- komu sama kvöld. í kvöld talar Þórir S. Guðbergs- son félasráðgjafi og nokkur orð flytja Hrönn Sigurðardóttir og Sigurvin Bjarnason. Æskulýðskór KFUM og K syngur þrjú kvöld á æskulýðsviku KFUM og K sem hefst í Reykjavík i kvöld. Nýi f lugturnin ii í Eyjum. Stjórnstöð verður á þriðju hæð- in ni. Vestmannaeyjar: Hafin bygging flugstöðvar FRAMKVÆMDIR eru hafnar við srníði flugstöðvar á Vest- mannaeyjaflugvelli, en mjög slæm aðstaða hefur verið fyrir farþega sem fara um völlinn allt frá þvi að völlurinn var tekinn í notkun fyrir um það bil 30 árum. Um Vestmanna- eyjaflugvöll er nú ásamt Akur- eyrarflugvelli mest umferð inn- anlandsflugs frá Reykjavík og fara tugir þúsunda farþega um völlinn árlega. Siðan þverbraut var gerð á flugvöllinn í Eyjum fyrir 10 árum hafa flugsam- göngur orðið mun öruggari, en dregizt hefur að byggja flug- stöð. Gamalt eldhús frá Bretum á striðsárunum var dubbað upp i farþegaskýli og hinn skúrinn var flugturninn sem settur var upp fyrir 20 árum, en hefur verið að stækka og minnka síð- an eftir því hvernig vindar hafa blásið. Meðtilkomu Ijósabúnað- ar á norður-suðurbraut mun umferð væntanlega aukast enn meira, en flugdagar og lending- ar hafa verið sem hér segir frá 1972: Gamli flugturniiiii. finfí- U»»d- ái' dagar inKar 1972 271 1948 1973 312 3863 1974 309 3409 1975 309 2744 1976 300 2176 Að auki eru lendingar, sem Ganila flugstöðin, ganialt Bretaeldhús frá .strfðsárunuili, en f staðinn rís nú 600 fernietra h.vgging seni Valgeir Jónasson sér uni að reisa. ekki eru bókaóar, l'yrir ulan vaktatima i flugturninum, t.d. á sumrin þegar litlu flugfélögin fljúga mikið til Eyja og Eyja- flug Bjarna Jónssonar, sem flýgur mikiö til nærliggjandi sveila á Suðurlandi, en Bjarni hóf starfsemi sina 1969 og hafa á hans veguiil verið um 4000 flug. Flugfélag íslands flytur flesta farþega flugleiðis milli lands og Eyja: 1972 alls 26646 farþega, lölur eru ekki iil frá gosárinu 1973, 1974 alls 41 þús. farþega 49 þús. farþega 1975 og 30016 árið 1976. Þá hefur Bjarni Jónsson flult að meðaltali 2500 farþega á ári, mest til Selfoss og næstu sveila, en einnig nokkuð milli Reykja- víkur og Eyja. Þá hafa minni flugfélögin flutt mjög marga farþega, sérstaklega árin 73'—75, þánnig að láta mun nærri að um 60 þús. farþegar hafi farið um völlinn á ári þeg- ar mest hefur verið. Áætlaó er að lokið verði við flugstöðvarbygginguna á næsta ári en hún verður um 600 fer- melrar að stærð með aðstöðu fyrir alla nauðsynlega þjón- ustu. Þá er einnig verið að byggja nýjan flugturn sein á að vera tilbúinn um áramótin. — á.j. Með Ú tsýn til annarra landa n /- AUSTURSTRÆTI 17, II HÆÐ SIMI 26611 - 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.