Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÖBER 1977 Astar/átnmg áður en yfír i'ýkur „Og nú hefur straumur tímans tekið þig með sér. Tregans þungi leggst yfir sál mína að nýju. Ég veit og finn, að við eigum aldrei að mætast. Þó vori á ný rfs aldrei framar sá dagur, sem bar þig til mín og tók þig að sfðustu frá mér. Tíminn er dauður á þeirri stund, er hann fæðist. Dauð ertu borg, og aldrei mun æskan framar ástfangin vitja þinna rökkvuðu garða. Aldrei framan mun fagnandi dagur rfsa og fara með dansglaðan hlátur um torg þín og stræti. Gleymd er þín saga og eigi sér enga minning. Eilffðin vaki hljóð yfir rústum þínum.“ 1 Tomas Guðmundsson. Undarlegt hvað mér þykir vænt um þessa borg, eins og hún er orðin andskotanum leiðinlegri, ljót og svikul í tryggðum. Mér varð það á i uppvexti mínum, viðkvæmum unglingnum, að tengjast henni tryggðarböndum, sem kannski svara ekki kostnaði þegar upp er staðið. Að vísu hefur hún verið mér góð: Hún veitti mér frelsi og var óspör á fjölbreytni lífsins, þeg- ar ég, forvitinn strákur úr Skuggahverfinu lagði út á lífs- ins braut. Hún kynnti mig fyr- ir rónunum á Arnarhólnum, sem höfðu yfir spakmæli og fóru með ljóð, af því þeir þekktu lífið. Hún kynnti mig fyrir eyrarkörlum, nógu ein- földum og barngóðum til að greiða í sundur flækjurnar í færinu mínu og kenna mér að hnýta pelastick. Hún kenndi mér að lesa í viðartegundir í Völundarportinu úr frumskóg- um framandi landa. Hún leiddi mig um fjörurnar og fór með mér í ferðalög úti Örfirisey. Hún valdi uppvexti mínum yndislegt umhverfi: I Skugga- hverfinu einu voru þrjár sæl- gætisverksmiðjur, eitt Þjóð- leikhús, eitt sláturhús, ein Grænmetisverzlun ríkisins, ein Landssmiðja, ein líkkistu- smiðja, ein timburverksmiðja, tvær prentsmiðjur, mörg tré- smíðaverkstæði, ein birgðastöð Landssíma íslands, ein gos- drykkjaverksmiðja, ekkert „skipulag", herskari af ærsla- belgjum, örfá bílastæði, grá- sleppukarlar og garðar með rófum og rabbabara eins og hver vildi hafa. Og þar voru hógvær hús, sem biðu þokka- full og þögul eftir þreytu hins vinnandi manns. Og borgin mín hélt áfram að vera góð við mig. Þegar ég fékk náttúruna og byrjaði að fara á fyllerí, eins og strákar gera, og þorði ekki heim nema viðra mjg fyrst, þá sat hún hjá mér sumarnætur, sólbjört uppá Arnarhól, þögul og þolin- móð, — ,,og kvöld eitt niðri á bryggju hún kyssti mig á vang- ann.“ Hún fór með mér í göngutúra vestur í Selsvör og suður í Vatnsmýri. Hún leysti með mér lífsgátur og lagði fyr- ir mig nýjar. Alltaf átti ég at- hvarf hjá henni. Allstaðar átt- um við stefnumót. „En syndin er lævís og lip- ur“, og loks kom að því, að mér fannst borgin mín farin að breytast meira en góðu hófi gengdi. Hún æddi út um holt og hæðir nærliggjandi sveita, eins og stjórnlaus am aba, með einhvern óskapnað, sem kall- aður er svefnhverfi og ætlaður er fólki til að sofa í. Hún tók (sko) á rás svo um munaði. Og drottinn minn, en sá sprettur. (Hún hljóp framúr sjálfri sér, ef svo má að orði komast. Öx sjálfri sér yfir höfuð.) Hún gleymdi öllum gömiu dyggðun- um, og fór að vera lauslát og veraldleg. I stað hæglyndis og hógværðar, kom hraði og harð- neskja. í stað fegurðar og fjöl- breytni kom hagkvæmni og in- hæfni. í stað þess frelsis, sem hún eitt sinn veitti mér, komu fjárréttir, sem kallaðar eru gæsluvellir, og börnin eru geymd i allt árið í kring. Það er kannski ekki svo afleitt, þegar haft er í huga, að vegna um- ferðarinnar eru börn ekki lengur óhult í borginni nema bakvið lás og slá. Eftir þvi sem borgin tók upp vafasama siði í sí ríkari mæli, missti hún um leið æ meira af sínum gömlu sérkennum. Hún fór að vera hirðulaus um það yfirvöld sem taka afdrifa- rikustu ákvarðanirnar um um- hverfi og mannlíf í bæjum og borgum. 1 lýðræðislegum þjóðfélög- um taka yfirvöld þessar ákvarðanir í umboði fólksins. En þar með er ekki sagt, að yfirvöldin séu fólk. Þau eru nefnilega alls ekki fólk, og það er sennilega meginástæðan fyrir þvi, að þau hafa svo oft veríð á annarri skoðun en fólk- ið sem þau taka ákvarðanir fyrir. Yfirvöld Reykjavíkurborgar hafa oft tekið ákvarðanir um ýmislegt í borgarmyndinni, sem fólkið hefur ekki sætt sig við og því mótmælt harðlega. Hefðu yfirvöldin ein ráðið ferðinni, og almenningur aldrei andmælt, þá væri Tún- gatan komin yfir Austurvöll- inn, Suðurgatan í gegnum Grjótaþorpið og Gamla kirkju- garðinn, Sóleyjargatan inní Hljómskálagarðinn og svoldið úti Tjörnina, og Hverfisgatan inná Arnarhólinn. Komið væri Stjórnarráð á Bernhöftstorf- una, Ráðshús á Tjörnina, Seðlabanki í Hallargarðinn og kannski annar á Arnarhólinn. í stuttu máli sagt; hefðu yfir- völdin ein ráðið ferðinni, væri Reykjavik ekki lengur til. Hins vegar væri til höfuðborg is- lands, nafnlaus og sviplaus, án sögu og sérkenna. Það er að vísu álitamál, hvort sú Reykja- vík, sem ég vil hafa í huga sé ennþá eftir, enda lifir enginn lengi eftir að hjartað hættir að slá. Hún er allavega í þann mund að svíkja mig i tryggð- um. Hún þekkir mig ekki leng- ur. Hún þekkir bara sín yfir- völd. Ég gæti að visu látið eins og ekkert sé og talið mér trú um, eins og svo margir aðrir, að Reykjavík verði alltaf söm við sig, sama hvað hún breytist. Rétt eins og segir í dægurlag- inu gamla og góða, „I am the great pretender ... pretending that you ar still around". En ég tek heldur undir með Bertrand Russell, að sannleik- urinn sé sagna beztur, hversu óþægilegur sem hann kann að vera. Nú er það oft til ráða, þegar stúlkan manns svíkur, að Ieita uppi nýja. En skyldi það nokk- urn tíma heppnast, að taka Strauss og Vinarborg framyfir Tómas Guðmundsson og Reykjavík? Það vill svo til, að þegar þetta birtist á prenti, verð ég kominn til útlanda. Enn er allt óvíst um hvenær ég kem aftur. Guð gefi, að það verði ekki fyrr en mér er hætt að þykja vænt um þessa undar- legu borg og fólkið sem í henni býr. Égkvedþig kæra vina vöruskemmur og vinnubúðir fram yfir híbýli siðaðra manna. Kjartan Gunnar Kjartansson Nú kynni einhver að spyrja hver hafi gjörspillt svona góðri borg á ekki lengri tíma. Þá liggur beinast við að benda á fólkið sem í henni býr, enda ekki ólíklegt að Reykvíkingar séu ívið andlausari og óum- burðarlyndari en gengur og gerist með almenning í útlönd- um, sem næst okkur liggja. Þvi er heldur ekki að vita, að reyk- visk byggingargleði er svolítið sérstakt fyrirbrigði í sögu mannlegra framkvæmda. Annars staðar í heiminum þykir það ekki skemma að hí- býli séu til augnayndis, þeim sem fram hjá fara. Sú viðleitni gömlu timburhúsin, sem á sín- um tíma voru árangur hennar eigin ímyndunarafls, en ekki erlend eftiröpun. I heillegar götumyndir gamalla hverfa komu skörð, og síðan spruttu upp steinkassar, stórir og stolt- ir: tákn hins nýja tima er al- ræði einhæfninnar færi í hönd. Bílastæðum fjölgaði um leið og rófubein týndu tölunni eitt af öðru. Og enn er ekki allt upp talið. Næst hætti hjarta borgarinnar að slá, eins og geta mátti nærri um, i öllum þessum æsingum og ólifnaði. En þegar hjörtu hætta að slá, þá stífna þau og kólna. Og ekki nóg með það, þá stífnar lika og kólnar allur lik- aminn. Það var þvi úr vöndu er hins vegar vandfundin hér um slóðir. I þeim efnum var Sólon i Slunkaríki. undan- tekningin sem sannar regluna um hið gagnstæða. Annars- staðar i heiminum reisa menn sér hús og hallir til að hýsa sig og sína. Tilgangurinn með Breiðholtsblokkunum og reyk- vískum bankahöllum er hins vegar miklu flóknari. Hann verður ekki skilinn að fuilu nema tekin séu inní myndina verðbólga, vixlar og húsnæðis- stjórnarlán. Hann varður ekki skilinn nema í ljósi þeirrar staðreyndar að steinsteypan er traustasti gjaldmiðill islensk- ur. Því fyrr sem þú aflar henn- ar, því fjáðari verðurðu. Þess vegna hafa Reykvíking- ar á undanförnum árum tekið En þar með er ekki sagt, að almenningi verði einum kennt um böl þessarar bórgar. Enn eru til Reykvíkingar sem ekki telja sér vansæmd í þvi áð þykja vænt um borg sína og vilja varðveita það, sem hún hefur best uppá að bjóða. Þeir Reykvíkingar eru sennilega i meirihluta. Hér kemur því fleira til en fólkið í borginni. Hér koma til yfir- völd. Og yfirvöld eru skritin völd, sem vert er að íhuga nán- ar. Yfirvöld sjást aldrei á götum úti. Þau fá sér aldrei göngutúr niður að Tjörn til að gefa öndunum. Þau sjást aldrei i öldurhúsum, þau fara aldrei í strætó. Þau keyra aldrei rúnt- inn. Þau verða aldrei ástfang- inn. Þau lesa aldrei ljóðin hans Tómasar. Yfirvöld þekkja mannleg samfélög og mann- legt umhverfi aðeins af af- spurn gegnum hagtölur, hags- munahópa, almenningsálit og umferðarkannanir. Samt eru UÍVIHORP Umsjón: Erna Ragnarsdóttir. Kjartan Gunnar Kjartansson: að ráða. Þá datt einhverjum í hug að gera hjartahnoð, og það þótti öllum þjóðráð. En ein- hverra hluta vegna hefur eng- inn mátt vera að því, enn sem komið er. Og hjartað stífnar og kólnar enn með hverri banka- byggingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.