Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 26
26 ■MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1977 Signrðnr Atriði úr sjónvarpsleikrit- inu eftir Gisla J. Astþórs- son seni tekið var upp í Siglufirði í sumar. lögin” í gamalli blokk við Vestur- götuna kynnu nienn að halda að byggi gamalt fólk og þeir sem kynnu að halda það, hefðu rótt f.vrir sér. Það býr nefnilega gamalt fólk á svoleiðis stað. En f einni gamalli blokk við Vest- urgötuna býr einnig ungt fólk, nánar tiltekið Guðrún Gfsla- dóttir leikari og Sigurður Bjóla Spilverkur. Til heimilis þeirra hélt SIB fyrir skömmu að tala við Guðrúnu um hana sjálfa og leiklistina. „Ég umgekkst leikhúsfólk all- mikið þegar ég var lítil, því pabbi minn var m.a. bílstjóri í leikferðum Leikfélags Reykja- víkur. Það má því eiginlega segja að ég hafi ákveðið þriggja ára gömul að verða leikari af því að pabbi minn var rútubíl- stjóri. Þetta eltist nú reyndar af mér seinna og ég ætlaði að verða myndlistarmaður og féll tvisvar á inntökuprófi í Hand- íða- og myndlistaskólanum. Eft- ir það ákvað ég að skella mér í SÁL-skólann ög leggja þar stund á leikmyndateikningu, en það fór svo að ég kláraði skólann Og útskrifaðist frá L.I sem leikari s.I. vor. Á þessum árum var dýrkun hópvinnuformsins i hámarki og átti að kenna öllum í skólanum ýmislegt í sambandi við leik- myndateiknun og ljósatækni, en það þróaðist nú á þann veg að allt nám var miðað við leik- ara en litillega drepið á hin atriðin í framhjáhlaupi. Þessi skóli er að vísu ófull- kominn. Húsnæðið lítið og vant- ar kennara. Hann er i raun eins og SÁL-skólinn var, nema hvað þessi á pínulítið af peningum. Ég held að verklegt nám taki of mikinn tima í skólanum. Skól- inn er of langur á hverjum degi. Það vantar meiri tíma til að lesa og meira lesefni, einkanlega fyrsta árið. Það ætti að vera meira bóklegt nám i fyrstu. Ég er ánægð með þá menntun sem ég hef fengið, en mig lang- ar að fara út og læra meira, þó ekki alveg strax. Það er alveg nóg- að vera í skóla i fjögur ár í einu. Ég vil prófa að nota það sem ég kann núna áður en ég fer i lengra nám. 0 Við höfðum mælt okkur mót niður á Mogga, en sökum þrengsla þar ákváðum við eftir nokkrar bollaleggingar að skunda á kaffihús. Þegar þang- að kom bauð Sigurður kaffið og kveikti í hálfum vindli um leið og við tylltum okkur við eitt borðið. Ég byrjaði að sjálfsögðu á því að spyrja hann hvers vegna hann hefði farið út í leiklist, en ekki til dæmis rennismíði eða viðskiptafræði. „Ég lék náttúrlega þegar ég var í skóla, á árshátíðum og við fleiri tækifæri. Svo lék ég líka töluvert í skátunum, en ég hafði hreint engan áhuga á að læra leiklist og ég var ekkert inni í þessu þegar SÁL var stofnað og SÁL-skólinn tók til starfa. Svo gerðist það um áramótin eftir að SÁL-skólinn fór af stað, að ein vinkona mín sem var í skólanum tók einu sinni Hafn- arfjarðarstrætó um leið og ég, og sagði mér að það vantaði stráka i skólann, svo ég skellti mér ... og hér er ég. Eins gott að ég átti ekki bíl. I fyrstu var þetta bara kvöld- skóli, en annan veturinn varð hann hálfsdags. Þriðja vetur- inn varð hann svo fullt starf og var þá til húsa í Hótal Vík. Þá voru þetta orðnir þrir bekkir. Svo kom ríkisskólinn árið eftir og við gengum öli í hann og unnum að nemendaleikhúsinu þar til við útskrifuðumst vorið 1976. Ég held að það hafi verið minn besti skóli til þessa, Nem- endaleikhúsið. Fyrsta árið sem ég var í þessu var þetta bara hobbí og lengi vel var þetta í augum foreldra minna og annarra eins og hvert annað vesen úti í bæ og ekki tekið ýkja alvarlega. Draumurinn er náttúrlega að komast út að læra meira, en það er nú hægara sagt en gert. Ég ætlaði í fyrra... og í vetur, en hef haft.svo mikið að gera að ég hef ekki tímt að kasta þvf frá mér. Vonandi held ég þó utan von bráðar. Það er víst eins gott að gera það á meðan færi gefst. Ég hef einna helst hugsað mér að læra látbragðsleik og svo al- menna leiklist, gjarnan í Frakklandi. Ekki svo að skilja að ég ætli að einbeita mér að látbragðs- leik i framtíðinní. Þetta er bara mjög góð þjálfun. Annars hef ég verið afskaplega. heppinn. Ég fékk vinnu í Þjóðleíkhúsinu stuttu eftir að ég útskrifaðist og hef lært geysilega mikið á því að vinna þar. Það var ansi skrýtið að koma úr Nemendaleikhúsinu upp í Þjóðleikhús. Manni fannst mað- ur vera býsna „lítill kall“. En það er mjög gott að vinna þar og jafnvel mun betra en ég bjóst við. Ég lék stórt hlutverk í „Skipinu", svo lék ég i „Lé kon- ungi“ og leikritinu eftir hann Véstein Lúðvíksson, „Stalín er ekki hér“, en við erum að æfa það núna. Skemmtilegasta og jafnframt erfiðasta verkefnið sem ég hef fengið er þó aðal- hlutverkið i sjónvarpskvik- mynd eftir Gísla J. Ástþórsson, sem verður sýnd í sjónvarpinu eftir áramót. Það er geysilega gaman að vinna i kvikmyndum. Það er vissulega erfitt og ólíkt því að leika á sviði. Smáatriðin skipta öllu. I heild er ég mjög ánægður með þau verkefni sem ég hef fengið. Það eru þvi miður afskaplega ,fáir af þeim leikurum sem eru nýútskrifaðir, sem geta lifað á leiklistinni. Það er heill hell- ingur af leikurum sem er bara i fiski eða einhverju. Enda eru uppi hugmyndir um það að koma af stað einhverri leik- starfsemi meðal þeirra sem hafa ekki fengið vinnu við þetta. Það vantar bara peninga eins og venjulega. Áhuginn er mikill. Ekki aðeins meðal þeirra yngri. Margir eldri leik- arar hafa sýnt þessari hugmynd mikinn áhuga líka. Leiklist á íslandi stendur að ýmsu leyti vel að vígi, en þvi miður nær það einungis til at- vinnuleikhúsanna, annarri leikstarfsemi er ákaflega þröngur stakkur skorinn. Þetta er náttúrulega mjög slæmt, því atvinnureikhúsin geta ekki sinnl nema afmarkaðri grein leiklistar og neyðast til að velja kassastykki til sýningar, til þess að halda efnahagsmálun- Annars er þetta ægilega skrýtið með þetta léiklistar- nám. Það er gert ráð fyrir því að við stundum námið og við höfum rétt á námslánum, en hins vegar virðist alls ekki vera gert ráð fyrir að við útskifumst. Það er ekki nema sáralítill hluti okkar sem getur fengið vinnu í atvinnuleikhúsunum og þeir leikhópar sem við kynnum að vilja kom á fót, fá engan stuðning samkvæmt þessum margfrægu nýju leiklistarlög- um. Við værum þess vegna bet- ur sett ómenntuð. Þá gætum við þó stofnað áhugmannaleik- félag og fengið hundraðþús- undkall. Þessi leiklistarlög gera okkur afskaplega erfitt fyrir og leiklist utan leikhúsanna yfir- leitt. Ég veit ekki til hvers verið er að bjóða okkur upp á að stunda þetta nám, þegar við getum eiginlega alls ekki starf- að við þetta að loknu námi. Hvað á að gera við okkur?“ „Eg held að það, sem við eihkum höfum fram að færa til leiklistarinnar hérlendis, sé það að við viljum aö leikhúsið taki á ákveðnum málum, um leió og þau eiga sér stað. Það er að segja að leikhúsið verði sneggra til en það hefur verið. Til þessara hluta eru atvinnu- leikhúsin of þung i vöfum. Það eru leikhóparnir sem gætu gert þetta, ef þeir fengju aðstöðu til að starfa. Ég held að ráðamenn ættu að hafa í huga orð Ödipus- ar í leikritinu sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í vetur: Ó, að slá niður ungan mann til að reisa upp gamalmenni er slæm óperasjón.“ Þetta á nokkuð vel við núna. Það sem er nú einna skrýtn- ast í þessu öllu saman er nú samt það að það verur haldið heljarmikið leiklistarþing hér á næstunni, en á dagskrá þessa þings íslensks leikhúsfólks er ekki einn stafur um nýju leik- listarlögin. Þetta kemur mér ákaflega spánskt fyrir sjónir. íslensk leiklist á erfitt . Hér er til dæmis ekki þessi hefð í leikritun, sem er viða erlendis. Það vantar alveg gömiu viðtek- in ádeiluverk sem hægt væri að koma upp á okkar tíma. Það vantar náttúrulega islensk leik- verk yfirleitt, bæði gömul og ný. Svo komum við að öðru hvimleiðu atriði, sem raunar er sameiginlegt flestum þjóðum. Það er skorturinn á jafnrétti kynjanna á leiksviði jaft og sviðum þjóðlífsins. Það vantar sem sagt alltaf kvenhlutverk. Mér finnst íslensk leiklist ekki hafa nægilegt notagildi. Það er ekki nóg um það að leikhúsgestir geti lært eitthvað af þvi sem þeir sjá í leikhúsinu, og notfært sér það i daglegu lifi. Frá því að ég útskrifaðist hef ég unnið hjá ljósmyndafyrir- tæki og á barnaheimili. Auk þess lék ég svo í „Undir sama þaki“, en það þótti mér mjög lítt skemmtilegt og tel mig ekki hafa lært neitt af því, I framtíð- inni langar mig til að helga mig leiklistinni. Vegna þess að hún felur í sér svo margar listgrein- ar, það er auðvelt að ná til fjöldans með henni og vegna þess að hún er og verður að vera skemmtileg. Ég vil stunda alla þ: leiklist sem mér finnst góð og nytsöm.“ Að þessum orðum mæltum setti Guðrún „Kardemommu- bæinn“ á fóninn og við tókum öll þrjú upp léttara hjal um listir og mannlíf og gamalt fólk sem býr í gamalli blokk við Vesturgötu. SIB Gnðrnn Gísladóttir: „Ekki oínn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.