Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 17
MORGUMBLAÐIÐ. Sl'NNUDAGUR 30. OKTOBER 1977 17 Könnun Fishing News: Færeyingar eru með mest afla- verðmæti á íbúa SAMKVÆMT grein seni birtist í nýjasta hefti tíma- ritsins Fishing News kemur i ljós aö hlutur fiskveiða i þjóðarfranileidslu er talsvert hærri í Færeyjum en á fslandi og eins er aflaverðmæti heildarfiskafla á íbúa nærri 40% hærra í Færeyjum en á íslandi. Þessar upplýsingar tímaritsins eru miðaðar við afla- og verð- mætatölur frá 1973 eins og þær eru uppgefnar af Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, en þar kemur fram, að íslendingar eru í 17. sæti á heimslistanum hvað snertir heildarfiskafla. Með greininni í Fishing News birtist tafla yfir 57 aflahæstu þjóðir heims í fiskveiðum. en þar eru Islendingar í 17. sæti og Færeyingar í 39. í töflunni skipa Færeyingar efsta sætið og íslendingar annað sætið hvað snertir verðmæti afla á íbúa og hlut fiskveiða í þjóðar- framleiðslu. Tölurnar i töflunni eru allar i Bandarikjadölum. Kemur fram að meðal verð- mæti aflaðs tonns af öllum fiski er 140 dollarar bæði í Færeyj- um og á Íslandi. Heildarafla- verðmæti er tæpar 127 milljón- ir dollara fyrir Ísland en 34.5 fyrir Færeyja, en sá munur stafar af mismun á heildarafla. Verðmæti sjávarafurða miðað við hvern íbúa er tæpar 600 dollarar á islandi en aftur á móti rúmir 820 dollarar á hvern Færeying. Loks segir taflan að hlutur fiskveiða i þjóðarfram- leiðslu sé 20.5% á Íslandi en 37,2% í Færeyjum. Viðmiðunartölurnar fyrir Ís- land og Færeyjar eru fengnar með þeim hætti að gengið var út frá þvi að þróunin 1973 hefði orðið sú sania og verið hafði næstu ár á undan. en lokatölur frá islandi og Færeyjum höfðu ekki borizt stofnuninni þegar könnunin og taflan var gerð. Þótt kannski skorti eitthvað á nákvæmni og endanlegar tölur séu örlftið öðru vísi en gert er ráð fyrir tekur greinarhöfund- ur fram að það breyti litlu ef nokkru fyrir útkomuna sem birtist í töflunni. i töflunni má glögglega sjá að Astralir fá mest fyrir hvert tonn eða um 980 doliara. italir eru næstir með rúnia 790 dollara, Hong Kong er í þriðja sæti með tæpa 680 dollara og athygli vekur að Bangladesh fær 630 dollara fyrir hvert tonn af fiski en þeir veiða aðeins litlu meira en Færeyingar svo sem sjá má af stöðunni í töfl- unni. Þau lönd sem fá minnst fyrir hvert tonn eru Chile sem fær 13.8 dollara, Angola sem fær 23 dollara og Perú sent fær rúma 37 dollara fyrir hvert tonn. Af þessum upplýsingum má að einhverju leyti ráða sant- setningu heildarafla hvers lands. Af töflunni má sjá hversu mikil risaveldi Japan. Sovétrík- in og Kina eru á sviði fiskveiða. Til saman afla þessi þrjú lönd um 43% af öllum veiddunt fiski og hvað snertir heildaraflaverð- mæti þá er hlutur þeirra þriggja yfir helmingur af heild- inni. Röðun í töflunni er miðuó við heildarafla og mundi hún því veróa öóruvísi væri gengið út frá aflaverðmæti. Þessi mis- munur i röðun gefur til kynna mismunandi vinnslu aflans. Noregur. Perú. Danmörk og Suður-Afríka eru t.d. neðarlega á skrá yfir aflaverðmæti en ofarlega hvað snertir heiidar- afla. Þessi lönd vinna sem kunnugt er mikið af aflanum í fiskimjöl. Filipseyjar. Frakk- land og Bretland yrðu hærra í röðun miðað vió verðmæti en heildarafla en þar eru vinnslu- stig fleiri. Það vekur og athygli i töflunni aó lönd i Afriku og Suður-Ameriku eru ofarlega hvað snertir heildarafla en nijög neðarlega hvað snertir heildarverðmæti. en segja má að málum sé öíugt háttað hjá löndum sem búa við miðstýrt efnahagskerfi. i dálknum sem sýnir verð- mæti afla á íbúa má augljóslega sjá hversu misjafnt mikilvægi fiskveiðar hafa senv tekjulind fyrir hin ýmsu. lönd. Tölurnar fyrir island, Færeyjar og Bermúda bera nokkuð af í þess- urn dálki en fólksfjöldi þessara landa er sem kunnugt er hlut- fallslega mjög lítill. Mikilvægi fiskveiða er þó augljós fyrir þessi Iönd. Norðmenn. Dani. Japani. Malaysíu. Hong Kong. önnur Asíu-ríki svo og Spán og Portúgal. Kina, Bandan'kin og Indland eru frekar neðarlega á þessum lista. Land Meðal- verðmæti tonns $ Heildar- verðmæti milljón $ Verðmæti á ibúa $ Hlutur fiskveiða i þjóðar- fram- leiðslu (%) 1. Japan 315 (ii) 3,371-9 31-1 1-4 2. Sovétrikin 350 (iii) 3,016-5 12-1 •9 3. Kina 450 (iii) 3,408-3 4-2 2-6 4. Noregur 119-5 355-5 89-7 2-7 5. Bandarikin 339-9 907-4 4-3 1 6. Perú 37-4 85-9 5-8 1-2 7. Indland 226-4 443-3 ■8 -8 8. Thailand 211-0 357-1 9-0 5-0 9. Suður-Kórea 235 (ii) 388-8 11-8 4-5 10. Spánn 425 (ii) 667-4 19-1 1-8 11. Danmörk 163-1 238-9 47-5 1-4 12. Suður-Afrika • 57-3 76-3 3-2 •4 13 Indónesia 411 (iii) 534-3 4-3 6-2 14 Pilippseyjar 411-1 513-3 12-8 6-6 15. Kanada' 260-6 300-1 13-6 •3 16. Bretland 335-4 383-8 6-9 •3 17. (sland 140 (ii) 126-9 598-4 20-5 18. Norður-Kórea 235 (iii) 188-0 12-5 4-0 19 Prakkland 634-4 505-5 9-7 •3 20. Suður-Vietnam 350 (ii) 249-7 12-9 10-3 21. Nigeria 200 (iii) 133-0 2-2 1-9 22. Chile 13 8 9-2 •9 •1 23. Brasilia 370 (ii) 218-3 2-1 •5 24. Pólland 350 (iii) 202-9 6-1 •5 25. Mexikó 300-7 145-0 2-7 ■4 26. V-Þýzkaland 380-2 180-6 2-9 •1 27. Angóla 23-0 10-8 1-9 •5 28. Burma 200-9 93-1 3-1 4-6 29. Portúgal 301-8 136-6 16-0 2-1 30. Malaysia 617-6 274-7 23-6 6-2 31 Marokkó 90 (ii) 35-7 2-2 •9 32. (talia 791-9 308-6 5-6 •3 33 A-Þýzkaland 350 (iii) 128-0 7-5 •3 34. Holland 444-7 152-9 11-4 ■4 35. Senegal 281-6 91-2 21-6 10-5 36. Argentina 228-2 68-9 2-8 ■3- 37. Norður-Vietnam 350 (iii) 105-0 4-7 4-7 38. Bangladesh 630 (ii) 155-7 2-2 3-6 39. Færeyjar 140 (iii) 34-5 821-3 37-2 40. Sviþjóð 238-8 54-2 6-7 ■2 41 Pakistan 320-7 68-7 1-0 1-3 42. Gana 291-7 57-0 6-1 2-8 43. Uganda 210-7 35-6 3-3 2-3 44. Tanzania 153-9 25-8 1-8 1-7 45. Tyrkland 480 (iii) 79-7 2-1 •6 46. Venezuela 241-9 39-3 3-5 •3 47. Bermuda 45 (ii) (iii) 7-3 132-5 3-5 48. Kuha 500 69-8 7-9 1-5 49. Yemen 250 (iii) 33-4 21-5 15-6 50. Zaire 250 (ii) 31-0 1-3 1-2 51. Ástralia 979-8 121-0 9-2 •3 52. Hong Kong 677-1 78-1 18-7 1-9 53. Equador 190 (ii) 20-0 3-0 1-2 54. Chad 159-1 16-7 4-3 5-7 55. Sri Lanka 328-2 33-0 2-5 1-5 56. Búlgaria 310 (ii) 31-7 3-7 •5 57. Oman 250 (iii) 25-0 34-6 7-7 57 aflahæstu þjóöir heims þetta er fyrsta verkfallsbaráttan sem háð er á islandi i áratugi. sem ekki hefur notið samúðar almenn- ings i landinu. Aðgerðir við hliðið i Keflavík þóttu furðulegar, af- staöan til erlendra ferðamanna hér á landi og islendinga, sem staddir voru erlendis óskiljanleg og truflun á starfsemi sjúkrahúsa með þeim hætti að i raun er ekki hægt að tala um það. Gamalreynd- ir verkalýðsforingjar. sem í ára- tugi hafa staðið fyrir verkfallsað- gerðurn voru furðu lostnir og harðorðir f einkaviðræðum, þótt þeir segðu annað opinberlega, en bersýnilegt var að þeir voru treg- ir til að lýsa yfir samstöðu og sumir gagnrýndu BSRB harka- lega eins og t.d. formaður Sjó- mannasambands islands. Þessi örlagariku mistök BSRB við framkvæmd verkfallsins hafa orðið til þess að umræður um sanngjarnar kröfur opinberra starfsmanna urn kjarabætur hafa fallið í skuggann og almenningur hefur því ekki gert sér nægilega grein fyrir því, að hlut þeirra þyrfti að bæta verulega. Eðlilegt er að spurt sé, hvers vegna opin- berir starfsmenn hafi á undan- förnum árum dregizt aftur úr öðr- um launastéttum. Til þess liggja sjálfsagt margar ástæður en ein skal rifjuð upp. 1 desember 1973 náðust samningar milli BSRB og vinstri stjórnarinnar. Samningar þessir voru einstakir í sinni röð meðal kjarasamninga á islandi. ekki vegna þess að sarnið var urn svo miklar kauphækkanir, heldur vegna þess hversu litlar þær voru. Sú skýringin var gefin á þessum samningum af hálfu forystu- manna BSRB, að vegna hækkunar oliuverðs á heimsmörkuðum væri þetta sú stefna i launamálum, sem marka þyrfti. Þessi óvenju- lega ábyrgðartilfinning forystu- manna BSRB vakti að sjálfsögðu mikla athygli en tveimur mánuð- um síðar gerði ASÍ samninga, sem voru langt umfrarn þá santninga, sem BSRB hafði gert tveimur mánuðum áður. Þarna er frum- rótin að þeim slöku lffskjörum, sem opinberir. starfsmenn hafa búið við hin siðari ár samanborið við aðra. Þrátt fyrir það, að for- ystu BSRB hafi ekki tekizt að knýja fram margfaldar kaup- hækkanír á við það, sem aðrir fengu er hins vegaf ljóst. að opin- berir starfsmenn hafa með þess- um samningum fengið miklar og góðar kjarabætur og þeir áttu rétt á þeim. Kjarni málsins er bara sá, að þessar kjarabætur gátu þeir fengið án verkfallsaðgeróa, eins og auðvelt er að sjá með því að bera saman launatöflur eins og þær hefðu orðið samkvæmt sfð- asta tilboði rikisstjórnarinnar og eins og þær urðu með hinni end- anlegu samningsgerð. Talið er að desemberlaun opinberra starfs- manna hækki um 38% að meðal- tali miðað við maí-laun og launa- hækkanir til opinberra starfs- manna á næsta ári niunu nema rúntlega 9 miiljörðum króna. Það verður því ekki annað sagt, en að núverandi ríkisstjórn hefur gert vel við opinbera starfsmenn. Hún hefur veitt þeirn verkfallsrétt og hún hefur tryggt þeim einhverjar mestu kjarabætur, sem þeir hafa fengið liklega hátt á annan ára- tug. Á lögreglan að fara í verkfall? Þegar Morgunblaðið Ieitaði til helztu forystumanna hinna ein- stöku starfsmannafélaga opin- berra starfsmanna og spurói um álit þeirra á samningagerðinni kom fram athyglisvert sjónarmið hjá Birni Sigurðssyni, formanni Lögreglufélags Reykjavikur. I frásögn af viðtali blaðamanns við hann segir m.a.: ,,Þá sagði hann að eins og gæfi að skilja væri svona verkfall með öllu nýtt fyrir lögreglunni og þvi er ekki óliklegt eftir þessa reynslu, að menn velti því fyrir sér, hvort lögreglan taki þátl i svona verkfalli eða þá með hvaða hætti, ef til þess kemur á ný.“ Og mjög svipuð sjónarmið korna fram hjá Helga V. Jónssyni, formanni kjaradeilunefndar í við- tali við Morgunblaðið þennan sama dag. Hann segir: „Megin- galla laganna tel ég þó vera, að það vantar framkvæmdavaldið, lögreglan er innan samtakanna og er i verkfalli. Það má segja að það sé óeðlilegt, að lögregla sé yfir- leitt i verkfalli, þvi ella er enginn til að framfylgja lögum landsins." Þetta eru eftirtektarverð sjón- armið hjá tveimur ábyrgunt mönnum, sem eru I aðstöðu til að gera sér góða grein fyrir þessu tiltekna máli, formanni Lögreglu- félags Reykjavíkur og formanni Kjaradeilunefndar. Það er nauð- synlegt að menn ihugi, hvort æskilegra sé að lögreglan sé alger- lega fyrir utan verkfallsaðgerðir opinberra starfsmanna, en um leið hljóta menn líka að huga að starfskjörum lögreglumanna og hvort þau séu i samræmi vð þá niiklu og vaxandi ábyrgð, sem á þeim hvilir. Þetta er einn þáttur i málefnum opinberra starfs- manna, sem sérstaklega þarf að fjalla um á næstu mánuðum. Slíðrum sverðin Kjaramál opinberra starfs- manna og verkfallsaðgerðir þeirra hafa vakið upp miklar um- ræður, deilur og sterkar tilfinn- ingar i ýmsum áttum. Þaó er skiljanlegt. En nú er tímabært að menn slíðri sverðin og sáttfýsi ráði ferðinni á nýjan leik. Opin- berir starfsmenn hafa hlotið mikl- ar og góðar kjarabætur og þeir mega þvi vel við una. Það er ntjög alrnenn skoðun, að nauðsvnlegt sé að gera nokkrar breytingar á þeirri löggjöf, sem kveður á um verkfallsrétt opinberra starfs- manna. Undir það var tekið að formanni verkfallsnefndar BSRB í sjónvarpsþætti í gærkvöldi, föstudagskvöld, og bersýnilegt, að hann gerði sér grein f.vrir því að ntargt hefói farið á annan veg en æskilegt var. Það er vel, aó skiln- ingur rikir á þvi hjá báðum aðil- um. Lögin unt verkfallsrétt opin- berra starfsmanna voru sett á grundvelli samninga, sem gerðir voru þar urn rnilli ríkisstjórnar og BSRB. Eðlilegt er, að þessir tveir aðilar fjalli um nauðsynlegar lag- færingar á lögununt að fenginni reynslu. Slíkar lagabreýtingar á að gera í santráði við samtök opin- berra starfsmanna. Þaó fer bezt á þvi, að samráó sé haft við laun- þegasamtök unt þau málefni er þau varða. Það á einnig við um samtök opinberra starfsmanna. Sumir hafa á orði að tilefni sé til að taka vinnulöggjöfina alla til endurskoðunar í ljósi atburða sið- ustu vikna. Það er óhyggilegl. Verkalýðshreyfingin lftur á allt tala unt breytingar á vinnulöggjöf með tortryggni. Slíkfi löggjöf á ekki að breyta nema í samráði við verkalýðshreyfinguna. En mestu máli skipti þó, að þjóðin geri sér grein fyrir tilgangsleysi verkfalla og þvi tjóni. sem af þeim hlýzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.