Morgunblaðið - 30.10.1977, Page 7

Morgunblaðið - 30.10.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1977 7 Erskynjun inn í huliðs- heima möguleg? Er nokkra vitneskju að fá um það, sem ekki verður þreifað á, lesið á bók, heyrt eða séð líkamleg- um skynfærum? Þá spurn vekja tvö þeirra þriggja guð- spjalla, sem kirkjan lætur þessum sunnudegi fylgja. Leið Jesú liggur um Samaríu, þar sem frændþjóð Gyðinga býr. Þar hittir hann samverska, ókunna konu, sem kemur að Jakobsbrunn- inum með skjólu eða leirker til að sækja vatn. Hann tekur þessa ókunnu konu tali og segir henni sitt hvað um hana sjálfa, fortíð hennar og einkalíf, m.a. það, að hún hafi átt fimm menn og að sá, sem hún búi nú með, sé ekki eiginmaður hennar. Lostin undrun hleypur konan inn í þorpið, segir þar sína furðu- legu sögu um ókunna mann- inn við brunninn. ,,Ætli þessi maður sé ekki hinn smurði Drottins?" segir hún. Þorpsbúar undrast þennan furðulega Gyðing, og að beiðni þeirra er hann gestur þeirra í tvo daga. Að sögunni verður ekki annað ráðið en að með dular- gáfu hafi Jesús fengið vitneskju um hina ókunnu konu, og meginmál þess, sem hann segir henni um sjálfa hana, er þess eðlis, að sízt hefði hún farið að segja frá því ókunnum manni. Nóga skömm hafði hún af þorpsbúum fyrir liferni sitt. líkamsskynfærum að ekki er trúlegt að þeir deyi með líkamanum. Vikjum nú að öðru guð- spjalli þessa sunnudags. Jesús er staddur i Kana i Galíleu. Til hans kemur róm- verskur embættismaður, sem liggur mikið á hjarta, því að drengur hans liggur dauð- vona heima. Maðurinn hefur heyrt furðusöguraf lækning- um unga mannsins frá Nasaret og sárbænir hann um að koma og lækna son sinn. Jesús svarar beiðni hans: „Sonur þinn lifir." Rómverjinn trúir þessum orð- um Jesú og heldur einn heimleiðis. Á leiðinni koma til móts við hann þjónar hans, líklega sendir af grát- feginni móður með þá orð- sendingu, að batinn sé haf- inn, sótthitinn farinn úr drengnum Og þegar heim er komið fær faðirinn að vita, að batinn kom á sömu stund og Jesús sagði: „Sonur þinn lif- ir." Rómverjinn trúði orðum Jesú, læknaði þá trú hans drenginn? Vafalaust skiptir trú sjúkl- inga á bata miklu, en hér er annað á ferðinni, hér er það trú föðurins en ekki dauð- vona drengsins, sem gerir lækninguna mögulega, og e.t.v. einnig trú móðurinnar og trú fleira heimafólks á mátt Jesú Margt er það, sem manni býður í grun þótt hvorki verði sannað né af- þess hafi trú annars manns, föðurins, samverkað að bat- anum. Sá sem frásögn þessa reit, hver sem hann var, er fáorður, enda margt í þess- um efnum vafið óvissu og gefur frekar tilefni lokkandi spurninga en veiti rökstudd svör. En eitt er víst og augljóst þeim, sem guðspjöllin lesa með athygli, það, að þessi og önnur hliðstæð fyrirbrigði voru hinni elztu kristni, frum- kristninni og postulatimabil- inu, vitnisburður guðlegra krafta, vitnisburðir þess, að við jarðneskir menn lifum i nábýli ójarðneskrar veraldar og borgara hennar. Hvers- vegna hefur trúarhiti frum- kristninnar kólnað, afl henn- ar dvínað? Er ekki orsökin framar öðru sú, að raunveru- leikur hins andlega heims, andlegra krafta, er nútíma- kristninni óljós og framandi? Meðan kristnin var ung og fersk, sterk þrátt fyrir sína fámennu og dreifðu söfnuði, átti hún fáar fastmótaðar kennisetningar, fáa og óbrotna messusiði, engin messuklæði, nálega ekkert af öllum þeim ytra búnaði, sem síðar þótti nálega höfuðnauð- syn, en sótti orku, saug heimssigrandi kraft i lifandi sannfæringu um daglega ná- vist hans, sem með undrum og stórmerkjum hafði sannað heim i lifandi lífi, og enn eftir upprisu sina, uppruna sinn, að hann var Guðssonurinn, meðalgangarinn milli Guðs og manna. „Sonurþinn lifir ” Geta menn skynjað það, sem líkamleg skynfæri greina ekki? Þessi vitneskja Jesú um samversku konuna við brunninn sannarekkert um andaheima eða annað lif fremur en langflest önnur sálræn fyrirbrigði, þótt mörg séu önnur, sem enga skýr- ingu er hægt að fá á, sé þeirri tilgátu hafnað, að þau stafi frá lifandi mönnum, sem „dóu". En hins vegar er þessi saga eitt af fjölmörgum dæmum þess, gömlum og nýjum, að með manninum leynast hæfileikar svo óháðir sannað. Er óhugsandi, þótt fyrir þvi verði ekki færð full- gild rök, að með þvi hugar- fari trausts og gleði, sem ein- beitt og einlæg trú vekur, sé unnt að skapa það andrúms- loft umhverfis sjúkan mann, sem opni lífs- og læknislind að sjúkrabeðinum? Að trú hins sjúka sjálfs geti orkað til bata, hygg ég flesta sammála um, en í þessu til- viki er höfundur guðspjalls- ins sannfærður um, að án þess að koma sjálfur til sjúka piltsins hafi Jesúslæknað hann úr fjarlægð og að auk Getum við ekki enn lært það af frumkristninni, að á bak við margbreytta lífsrás- ina er Guðs heilaga hönd að verki, hönd sem enginn sér og ber sér þó vitni á þúsund vegu? Hún erað leiða þig gegn um efasemdir þínar og erfiðleika, og leiðir þig, þegar tíminn er fullnaður inn í ver- öld að baki heims og heljar. Að þeirri veröld á að leiða hug minn og þinn næsti sunnudagur, minningardag- ur þeirra, sem höndin heil- aga, milda og sterka, leiddi yfir landamæri heims og helj- ar: Allra sálna messa. Menningar- og minningarsjóður kvenna hefir ákveðið að veita námsstyrk á árinu 1978. Til úthlutunar eru kr. 400.000.- Veittur verður einn styrkur eða fleiri. Sjóðurinn var stofnaður árið 1941 af Brieti Bjarnhéðinsdóttur og hefir veitt námsstyrki sl. 30 ár. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins að Hallveigarstöðum við Túngötu á fimmtudögum kl. 15—17 (3—5) og hjá formanni sjóðsstjórnar Else Miu Einarsdóttur, simi 2 46 98. Umsóknum sé skilað fyrir 1. des. n.k. á skrifstofu sjóðsins eða i pósthólf 1078. Reykjavík. 29. október 1977. Sjóðsstjórn. NÝJUNG: NÓTAÐ VARMAPLAST VERZLUNARHÚSNÆÐI í KJÖRGARÐI Um 200 fm. verzlunarhúsnæði í Kjörgarði er til leigu. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstof- unni Laugavegi 66. LNJ límtrésbitar og bogar AF HVERJU NOTUM VIÐ LNJ LÍMTRÉ? Vegna þess að: # Þeir eru ódýrir í uppsetningu. (auðvelt að reisa húsgrind á einum degi) # Þeir eru fallegir á að líta. # Þurfa lítið viðhald. # Ryðga ekki. # Þeir veita mikið viðnám gagnvart eldi. # Léttir í meðförum. # Hægt að saga, skrúfa og negla í þá með einföldum verkfærum. # Skapa ótrölega marga möguleika fyrir verkfræðinga og arkitekta. # Öruggt framleiðslueftirlit. # Góð og fljót þjónusta. # Stuttur afgreiðslufrestur. # Hagkvæmt verð. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.