Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 25
V MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1977 25 Fréttabréf frá Djúpi: Tvær eyðijarðir aftur í byggð og mannlífstilþrif Bæjum 6. okt. 1977. EFTIR eínmuna veðurgóðan og snjóléttan síðastliðinn vetur, rann upp vorið góða, en ekki grænt og hlýtt, heldur gróðurvana og kalt, svo að öllum lifandi peningi var inni gefið mikið fóður og dýrt, þar eð ásauðir báru allir á húsi inni, en sauðburður gekk yfirleitt vel. enda kostnaðarsamur og fyrir- hafnarmikill. Upp úr 10. júni fór þó loks að hlýna og birta yfir skuggum kaldra nátta, svo lifna tók gróður sem bændur hresstu upp á með vænum áburðar- skammti, sem þá ekki síður sagði sína sögu I því talnaregistri sem bændur fá svona annað slagið frá viðskiptafyrirtækjum sínum, en svona frá hálfri til einnar milljón- ar í formi aðkeypts áburðar dreifðu bændur á túnin sín. Veizla aldarinnar við Djúp Lýðveldisdagurinn 17. júní rann svo upp bjartur og fagur, og ekki bara hann sem slikur. Það lá í loftinu, að þennan dag stóð eitt- hvað mikið til hér i Djúpi. Það var eins og alda fagnaðar og eftir- væntingar bærist um sólglitrað loftið, þá er Djúpbáturinn Fagra- nes lagði frá bryggjunni á ísafirði með á annað hundrað farþega innanborðs inn spegilslétt ísa- fjarðardjúð, svo hér hlaut eitthvað að standa til, sem ekki væri daglegur viðburður. Enda var nú í aðsigi aðfangadagur að veizlu aldarinnar. Bílar þustu að hvaðanæva úr öllum áttum er á leið daginn, svo mannhafið var komið eitthvað á þriðja hundrað. að talið var, en tilefnið var sextugsafmæli Kjartans Halldórs- sonar frá Bæjum, og að auki 30 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna, Kjartans Halldórssonar og konu hans, Kristinar Þorsteins- dóttur. Þess hafði hann heitið löngum fyrr, að dagur sá skyldi verða honum og heimabyggð hans svo eftirminnilegur að eftir yrði tekið, enda ekkert til sparað, að svo skyldi verða. Var þá einnig vígt til afnota einn hinn stærstí danssalur á Vestfjörðum i nýrri og veglegri viðbótarb.vggingu átt- hagafélags Snæfjallahrepps að Dalabæ í Bæjum á Snæfjalla- strönd. Þetta sólbjarta júníkvöld rifjuðust upp margar hugljúfar minningar í ræðum manna og spjalli, enda sem vera ber, allir svo mátulegir að tileinka sér þá miklu gleði, sem til var stofnað. Hvanngrænt inn í allar hlöður En upp frá þvi var sem mildur blærinn döggvaði græna jörð. Þó hægt færi i fyrstu varð sá endir á grassprettu, að um langan tima hefur ekki meiri verið, en svo þar að auki nýttist hvert strá svo til nytja, að með eindæmum má kalla, hvanngrænt inn i ailar hlöður, og við marga bæi uppbor- in stór hey. enda þótt margar hlöður hér um slóðir séu vrðnar æði rismiklar að vöxtum. En þröngt var bændum stakkur skor- inn með heyskapartimann. þar sem yfirleitt byrjaði sláttur ekki fyrr en um miðjan júlí. og sums- staðar siðar, enda hart að verki gengið meðan yfir stóð heyskaparönnin. Tvær eyðijarðir í byggð Ung hjón úr Hveragerði fluttust á s.l. vori á jörðina Hafnardal í Nauteyrarhreppi: Benedikt Eggertsson og kona hans. Anna Jónsdóttir. Er hann byggingarmeistari að iðn, en kona hans hjúkrunarfræðingur. Var | hún ráðin hér héraðshjúkrunar- j kona i Djúpinu. en Benedikt stundar byggingarverkstjórn á vegum Inn-Djúpsáætlunar. Hefur hann í sumar byggt i Hafnardal ný fjárhús f.vrir um 400 fjár, og hyggst setja á í vetur yfir 200 lömb sem fyrsta bústofn. Jörðin Hafnardalur hefur verið í eyði um margra ára skeið, en sem nú er hýrara heim að lita, þá byggð þar rís að nýju. Þá hefur einnig jörðin Þernu- vik i Ögurhreppi byggst nýju fólki. Tóku hana til ábúðar Þóra Kaiisdóttir frá Birnustöðum í Laugardal og maður hennar Þráinn Arthúrsson. Sú jörð var einnig í eyði. Minni fallþungi Göngur og réttir eru víðast búnar hér í Djúpi, þó er ennþá nokkuð eftir að slátra. Er fé flutt jafnhendis á bilum og Djúpb. til ísafjarðar, og slátrað þar um 600 fjár á dag, einnig nokkuð flutt suður i Króksfjarðarnes til slátrunar. Dilkar eru nú víða nokkru smærri en áður. um það bil 1—2 kg minni fallþungi^en í fyrra. Kenna margir um sein- komnum gróðri i vor. sem og þurrkum í ágúst. Náttúran gagntekur hverja sál Feiknalegur straumur ferða- fólks hefur verið um Hornstrand- ir i sumar. Má segja að þar sé uppfundin paradis til sumar- ferða, þar sem hin milda kyrrð náttúrunnar gagntekur hverja sál, en einnig blasa þar við hin hrikalegustu sérkenni í sköpun jarðar. Nokkur viðgerð fór fram hér i sumar á ferjubr.vggjunni i Bæjum og Reykjanesi, stjórnaði því verki Sölvi Friðriksson, bryggjusmiður hjá Vita- og hafnarmálaskrif- stofunni, en ekki fékkst fjármagn til að klára ferjubryggjuna i Æðe.v. sem þar var b.vggð I fyrra. Má það teljast bagalegt. að ekki séu slíkir hlutir fullfrágengnir. enda þótt með aðgæzlu að hún notist til nokkra þarfa. „Öréttmætt að skattleggja framleiðslu Vestf jarðabænda“ Hinn 14. september sl. var i Djúpmannabúð i Mjóafirði haldinn almennur bændafundur Inn-Djúpshreppanna fjögurra. og stóðu búnaðarfélög viðkomandi hreppa að þessum fundi. Fundur þessi var vel sóttur og fjörugar umræður. Gestir fundarins voru Jóhann T. Bjarnason. framkv- stjóri Fjórðungssambands Vest- fjarða, Jón Ragnar Björnsson. frá Framl.ráði landbúnaðarins. Guðm. Ingi Kristjánsson. forntað- ur Búnaðarsambands Vestfjarða. og Einar Otti Guðmundsson. héraðsdýralæknir á Ísafirði. Margt kom til umræðu á fund- inunt svo sent framkvæmd og virkni Inndjúpsáætlunar (sem e.t.v. síðar verða gerð nokkur skil), samgöngu- og mjólkurmál. sláturhúsamál, en siðast en ekki sizt samþykkt Stéttarsambands bænda á siðasta aðalfundi þess um skattlagningu á fóðurbæti og kvótakerfi á frantleiðslu bænda. Miklar umræður spunnust unt Framhald á bls. 31 Elísabet Jónsdótt- ir - Minningarorð Þann 29. september síðastlióinn andaðist að heimili sínu, Ingi- marsstöðum á Þórshöfn, frú Oddný Friðrikka Arnadóttir, 84 ára að aldri. Með henni er til foldar hnigin glæsileg og mikilhæf kona, minnisstæð öllum þeim, sem kynntust henni. Naut hún að verðugu vinsælda og virðingar þar nyrðra og bar margt til. Hún stóð um langt skeið í fremstu röð þeirra, er unnu að málefnum Kvenfélags Langnesinga, hún var einnig unt langt árabil organisti i Sauðaneskirkju, stjórnaði kirkju- kór sóknarinnar, kenndi söng við barnaskólann á Þórshöfn. Siðast en ekki sizt var hún gædd slíku glaðlýndi, ljúflyndi og góðvild, að öllum hlaut að líða vel í návist hennar. Fædd var hún að Felli í Vopna- firði, þ. 16. júlí árið 1893. Foreldr- ar hennar voru Árni póstur Sigur- björnsson prests að Sandfelli og Kálfafeilsstað Sigfússonar pre.sts í Hofteigi, Jónssonar prest i Þing- múla, Hallgrimssonar, og kona hans, Þórdís Benediktsdóltir, Ein- arssonar Eiríkssonar bónda að Biunnum í Suðursveit, Einars- sonar. Sex ára gömul tóku hjónin á Skeggjastöðum i Bakkafirði, séra Jón Halldórsson og Soffía Danielsdóttir, Oddnýju i fóstur, og ólu hana upp sem eigin dóttir væri. Naul hún hjá þeim hins bezta atlætis og uppeldis. Séra Jón fékk Sauðanes árið 1906, og þar lifði Oddný sín æsku- ár. 13. janúar árið 1912 giftist hún Ingimar Baldvinssyni, miklum ágætis- og dugnaðarmanni. Ungu hjónin dvöldust þó áfram i Sauða- nesi í 3 ár, og störfuðu aö búi séra Jóns. En árið 1915 fluttust þau til Þórshafnar og hafa átt þar heim- 'íli sitt síðan. Ingimar gerðist bóndi á hluta þeim af Syóra-Lóni, er hann hafði fengið í sinn hlut eftir fósturfor- eldra sína, Jóhann Jónsson borg- ara á Þórshöfn og konu hans, Arn- þrúði Jónsdóttur, og ungu hjónin settust að í húsi þeirra, sem enn stendur og mun vera elsta hús á Þórshöfn. Lét Ingimar endurbæta það og lagfæra verulega meðan þau bjuggu þar. Og í þessu húsi bjuggu þau i hart nær hálfa öld við mikil umsvif og fjölþætt, enda heimilið löngum mannmargt. Þar var um langt skeið póstaf- greiðsla og símavarsla, sem Ingi- mar hafði á hendi. Búskap rak hann einnig, eins og áður var get- ið, og trúnaðarstörf komu einnig i hans hlut. En hann var frábær að dugnaði og áhuga og lét sér fátt í augum vaxa. Og húsfreyjan lét sinn hlut ekki eflir liggja, síður en svo. Þau eignuðust stóran og fríðan barnahóp, sem þau studdu til þroska og mennta, en börnin urðu ellefu. Soffía Arnþrúður, gift Helga Guðnasyni póstmeistara á Þórs- höfn, ættuðum frá Karlskála við Reyðarfjörð; Hólmfríður Þórdís, ekkja Karls sáluga Hjálmarssonar kaupfélagstjóra á Þórshöfn og viðar; Helga Aðalbjörg, sem lést árið 1945 i aldursblóma. Hún var gift Björgvin Sigurjónssyni vél- stjóra frá Vestmannaeyjum; Steinunn Birna, gift Sigurði Sigurjóhssyni, útgerðarmanni á Þórshöfn; Arnþrúður, gift Jóni Kristinssyni forstöðumanni elli- F. 30. október 1898. I). 17. febrúar 1977. I dag hefði hún orðið 79 ára, og langar mig þéss vegna að rita nokkur orð um æviferil hennar. Ég var nú svo lánsöm að eiga hana fyrir ömmu. Elísabet lést þann 17. febrúar s.l., eftir annasama ævi, mörg voru þau störfin sem úr hennar hendi unnust, og það með mikilli prýði. Amma giflist ung. Eftirlifandi maður hennar er Valdimar Þor- valdsson og eignuðust þau 6 börn, sem öll eru á lifi. Margar voru þær stundirnar heimilanna á Akureyri og i Skjaldarvík; Halldóra, gift Jöhanni Gunnari Benediktssyni, tannlækni á Akureyri; Oddný Friðrikka, ekkja Ásgeiis heitins Hjartarsonar, sagnfræðings og bókavarðar i Reykjavik; Jóna Gunnlaug, áður gift Davíð Sig- urðssyni framkvæmdastj. i Reykjavík; Jóhann, forstjóri á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur; Ingimar, sóknar- prestur og oddviti i Vik i Mýrdal; Árni Sigfús Páll, sem lést i frum- bernsku árið 1935. Um vorið 1963 hóf Ingimar byggingu nýs húss á jarðarparti Syðra-Lóns, sem hann á og að hausti 1964 var þar risið smekk- legt og stílhreint hús, þar sem til alls var vandað utan húss sem innan. Og þar hafa þau hjónin átt heimili sitt síðan, friðsælt, smekk- legt og fagurt heimili. Frú Oddný heitin var þegar á bernskuárum mjög hneig fyrir tónlist og söng, og fékk nokkra undirstöðumenntun á því sviði. Ofan á þá undirstöðu byggði hún síðan af kostgæfni með sjálfsnámi og æfingum. Og þegar hún var aðeins 14 ára hóf hún aö leika á orgelið í Sauðaneskirkju við messur og aðrar kirkjulegar at- hafnir. Og ávallt siðan var tónlistin ein kærasta tómstundaiðja hennar. Áður hef ég minnst á störf henn- ar á þessu sviði i þágu kirkju og sveitarfélags. En heimilið naut ekki síður þeirrar ununar og sálu- bótar, sem tónlistin megnar að veita. sem ég dvaldist á Bre'kkustfg 16 og lærði öll versin, allt sem fallegt var, þvi þannig var hún gerð. All- ir sem þurftu á hjálp að halda gátu komið á hvaða tima sólar- hrings, alltaf var amma tilbúin að hlúa að þeim. Amma var víðlesin kona, því bækur voru henni mikið gleði- efni, auk þess sem hún lagði mikla stund á handavinnu. Tæplega ári áður en hún kvaddi þennan heim, missti hún máttinn öðru rnegin, það var erfitt fyrir svona vinnusama konu. En ekki gafst hún upp, það var úlbútn fyrir hana stokkur, sem var hægl Félagsmál lét Oddný líka til sín taka. Hún starfaði mikið í Kven- félagi sveitarfélags síns, var iðu- lega i stjórn þess og á stundum fulltrúi þess á sambandsþingum kvenfélaganna nyrðra. Ég kynntist Oddnýju sálugu fyrir ellefu árum, er ég og fjöl- skylda mín fluttumst í Sauðanes. Þá var hún enn organisti Sauða- nessóknar. Hreifst ég strax af lif- andi áhuga hennar á söngmálum, svo og færni hennar, dugnaði og smekkvísi sem kirkjuorganisti. En aðlaðandi og elskulegt við- mót þessarar glæsilegu konu leiddi fljótlega til einlægrar vin- áttu núlli okkar og heimila okkar. Á þá vináttu bar aldrei skugga. Og upp rifjast margar ljúfar minningar frá samverustundum liðinna ára. aó vefja garn á, og þannig prjónaði hún trefla. Félagslynd var hún og hafði gaman af, þegar margt var i kringum hana. Við ræddum oft saman um heima og geima, hún var mjög trúuð, lif eftir þetta lif efaðist hún ekki um, og vorla ég að það séu orð að sönnu, vona að hún sé i hópi margra kunningja, auk föður mins sem lézt fyrir 15 árum á sama degi og hún. Hún lifir í mínu niinni sem ljós- geisli lífs, kona sem ég var stolt af. Guó blessi minningu hennar. Þó missi lioyni ojí mál lóm oj> máttinn úg þvori a fimii. |iá sofna O'A liin/.t \ ió dauóadóm. ó Drottinn. gef sálu minni aó vakna vió sönKsins holt-a liljóin í liimncskri kirkju þinni. O..V. Jónína Blöudal. Það var alltaf hálið að koma i Ingimarsstaði til Oddnýjar og Ingimars. Innileg gestri.sni, frið- sæld og högvær gleði heilsaði gestum. Þar leið ölium vel. Oddný heilin var ekki aöeins vel gefin kona, hún var einnig i ríkum mæli gætt þvi hlýja hugar- þeli, sem öllum vildi vel. Glaðiyndi var henni eiginlegl, og elskulegt viðmót var henni samgróið. Mikið vár ævislarfið og fagurt varð ævikvöldið. Umvafin var hún ástúð og umhyggju barna sinna og barnabarna. Harm og sársauka hafði hún orðið að íeyna, missi barna og siðast svíplegan missi tveggja dóttursei. Slíkar stundir bar hún með stillingu. Harma sina bar hún ekki á torg. Þ. 8. október síðastliðinn fór útför hennar fram með húskveðju á heimili hennar og kveðjuathöfn I Sauðaneskirkju, þar sem hún hafði sjálf ált svo margar helgar og dýrmætar stundir. Fylgdi henni fjölmenni hinstu förina og kom þar fram, hve hún var vinmörg. Síðbúnar þakkir mínar, konu minnar og barna, fylgja fátækleg- um minningarorðum. Þakkir fyr- ir að hafa eignast vináttu göfugr- ar konu. Hjartanlegar samúðar- kveðjur sendi ég minum góða vini Ingimar Baldvinssyni og ástvin- um hans ölluni. Guð blessi ykkur öll St. Hveragerði 25. október 1977. Marinó Kristinsson. Oddný Fr. Árnadótt- ir — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.