Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 18
t 18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1977 int i maganum Magga var tíu ára. Hún var fremur Iftil eftir aldri og gekk f fjórða bekk í skólanum. Skömmu eftir að hún byrjaði í skólanum tók mamma hennar eftir þvf, að hún kvartaði alltaf um maga- verk, áður en hún fór í skófann. Hún hafði litla sem enga lyst á mat og fór þvf oft svöng f skólann. 1 upphafi varð mamma hennar ströng við Möggu og sagði, að hún skyldi ekki vera með neinar kenjar. „Auðvitað borðarðu matinn þinn, eins og áður, Magga mfn,“ sagði hún. „Þetta getur ekki gengið svona“. Dagarnir liðu. Magga hafði ekki lyst á matnum og kveið fyrir að fara f skólann. „Hvaða vitleysa er þetta?“ spurði mamma hennar. „Það hlýtur að vera skemmtilegt í skólanum. Eg skil þetta ekki.“ Og tfminn leið. Magga hélt áfram að kvarta um f maganum. Móðir hennar fór að hafa áhyggjur af henni. Hún sá, að dóttur sinni leið ilia og ákvað að revna að komast eftir þvf, hvað væri að. Kvöld eitt ákvað hún að taka sér góðan tfma með Möggu. Hún sagði manni sfnum frá Ifðan Möggu. Þau voru sammála um að gefa Möggu nú góðan tfma næstu daga og ræða við hana. Strax þetta sama kvöld settust þær mæðgurnar saman. Aður en langt um leið barst talið að skólanum. „Segðu mér f stuttu máli, hvernig dagurinn líður f skólanum,** sagði mamma hennar. „Við getum byrjað hérna heima. Geturðu sagt mér, hvað þú ert að hugsa, Magga, þegar þú ert að klæða þig eða segir mér, að þér sé illt í maganum.“ „Allt mögulegt," svaraði Magga og lagði frá sér prjónana. „Nefndu eitthvað sérstakt." „Bara allt mögulegt," hélt Magga áfram og starði út um gluggann. „Strákana og reikninginn og allt“. Mamma hennar svaraði ekki strax. Eftir örlitla stund, hélt Magga áfram. „Benni og Jón eru alltaf að stríða mér. Þeir bfða alltaf eftir mér á horninu og strfða mér alla leiðina f skólann." Svo þagnaði hún og beit saman vörunum. Móðir hennar leit á hana og sá, að hún ætlaði að fara að kjökra. „Segðu mér eitthvað meira,“ sagði hún og lagði Ifka frá sér handavinnuna sfna eins og Magga hafði gert. „O, ég vildi, að ég gæti lamið og barið þessa stráka í klessu“, svaraði Magga og varð nú einbeitt á svipinn. „Ég skyldi henda þeim í drullupoll, ef ég gæti það — og lamið þá með skftugri gólftusku f reiknistfmanum, þegar þeir byrja að strfða mér“. Og þannig hófst nú nýtt tfmabil í sögu Möggu og móður hennar. Sambandið á milli þeirra batnaði stöðugt og þær áttu sífellt auðveldar að tala um vandamálin og reyna að leysa þau f sameiningu ásamt með föður hennar, sem reyndi einnig að fylgjast betur með en hann hafði gert áður. N YKOMNA R TÍSKUVÓRUR Frá: & ^SILO Gráfeldur h.f. Lqqis Lðnðqn lum« pierre cardin Þinghottsstræti 2 - Reykjavík Hafnarstræti 8 - ísafirði FRÁ LEH9BEININGASTÚÐ HÚSMÆflRA Þættir sjónvarpsins um megrun hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli enda hafa margir áhuga á að grenna sig. Hin mikla sykurneysla, sem við Islendingar höfum vanið okkur á síðustu áratugum á eflaust mikinn þátt i því að margir stríða við offitu. En samkvæmt hagskýrslum Islands hefur hún á siðari árum verið um 50 kg á mann á ári. Það er að jafnaði tæplega 140 gr á dag. 140 g af sykri gefa 560 hitaeiningar eða 2.138 Kj. (kílójoule). Við íslendingar fullnægjum því að verulegu leyti orkuþörf- inni með sykuráti, ef svo mætti segja. Sykur er ein af þeim fáu matvælategundum sem er mjög einhliða samsett. 1 honum er einungis kolvetni, sem verður að orku í líkamanum. Kolvetni er að vísu mikilvægt næringar- efni þar sem kolvetni veita okk- ur mestan hluta þeirrar orku. JÁRNSAGIR FYRIRLIGGJANDI IÐNVÉLAR H.F. Smiðjuvegi 30, Kópavogi. Sími 76100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.