Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 22
22 -MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKT0BER 1977 HÉR BIRTIST annar hluti frásagnarinnar um líf gríska skipakóngs- ins og auðkýfingsins Aristotle Onassis, sem fjórir brezkir blaóamenn hafa rannsakað ítarlega síðan dauða hans bar að í marz 1975 I þessari grein er m%. fjallað um fyrstu olíuflutningaskipin, sam- band hans við norsku fegurðardísina Ingse, hið ljúfa líf, sem hann lifði, og þá eiginleika, sem hann var gæddur til að koma sér áfram — alla leið á toppinn. Kanadfska gufuskipafélagið hafði tiu vöruflutningaskip til sölu. Ekkert þeirra var meira en fimmtán ára gamalt, sum voru smíðuð snemma á 2. áratugnum. Þau voru frá 8500 tonnum upp i 10000 tonn og söluverðið um 7500 pund, sem var álíka verð og feng- izt hefði fyrir að selja þau í brota- járn. Jafnvel á þessum byrjunar- árum sínum í skipaútgerð, hafði Onassis ekki áhuga á minni döll- um en þessum. Hann áætlaði að meiri hagnaður yrði að gera út 10000 tonna skip en 5000 tonna. Kanadísku vöruflutningaskipin höfðu legið á Saint L: wrence ánni sl. tvö ár, þegar Onassis bar þar að með skipaverkfræðing í för með sér. Þetta var að vetrarlagi og þilför skipanna voru þakin snjó- sköflum. Onassis, sem kleif skafl- ana á þilfarinu ásamt verkfræð- ingnum, rak allt,í einu upp óp og hvarf sjónum hins siðarnefnda. Hann hafði stigið á milli efri og neðri þilja og sokkið i skafl. Sum vöruflutningaskipanna voru smíðuð hjá Vickersskipa- smíðastöðinni frægu i Kanada, önnur voru brezk tegund vöru- flutningaskipa, smíðuð í fyrri heimsstyrjöldinni. Fylgdarmaður Onassis áleit þau enn í góðu ásig- komulagi. Vindurinn blés á þil- fari vöruflutningaskips þess, sem þeir voru staddir á, og Onassis ákvað að kaupa sex skipanna og bjóða 5000 pund í i. °rt. Hann var viss um að völlur yrði á Kanada- mönnum og þeir mundu eingöngu vilja selja honum tvö skip, sem hann mundi þá kaupa í flýti. An þess að koma auga á bragð hans mundu þeir svo siðar selja honum hin fjögur. Onassis borgaði skipin i reiðu- fé, þar sem engínn í London gat veitt honum lán. Hann gat þó alla vega hrósað happí yfir því að vera orðinn alvöru skipaeigandi. Frami hans sem viðskiptajöfurs var að hefjast. Hann hafði nú þegar náð miklu lehgra en faðir hans nokkurn tíma. Ingse Sumarið 1934 hitti Onassis Ingeborg (Ingse) Dedichen og varð ástfanginn af henni. Hún var falleg, norsk heimskona, sem átti eftir að hafa úrslitaáhrif á frama hans. Hún var i hópi noskra ferða- manna á italska skemmtiferða- skipinu Augustus, sem var á leið frá Buenos Aires til Genúa. Onassis var samferða þeim á ■ fyrsta farrými. Þau voru algerar andstæður i útliti, hún hávaxin, ljóshærð, grönn og nokkrum ár- um eldri en aðdáandi hennar. Kunningjar Ingse urðu fyrstir varir við að Onassis elti hana á skipinu og starði stöðugt á hana. „Af hverju fyigist þessi litli dökki náungi svona með þér," spurðu þeir og bættu við: „Það er eins og hann langi til að borða þig.“ Ingse fór að fylgjast með Onassis og fannst hann í fyrstu eins og hryggur hundur. „Við héldum að hann væri annaðhvort mállaus eða gæti ekki tjáð sig á neinu þeirra fimmtán tungumála, sem við töluðum til samans." Eftir að hafa fylgt Ingse eftir i þögn nokkra daga, nálgaðist hann hana loksins í sundlauginni á mjög svo hversdagslegan hátt. Hann synti samsíða henní og benti henni á að sundkennarinn hennar hefði kennt henni alrang- ar aðferðir i skriðsundi. Ingse til mikillar furðu gerði hann sig skiljanlegan á sænsku. Siðdegis kynnti hann sig form- lega fyrir henni sem „Aristotle Socrates Onassis, grískur skipa- eigandi". Faðir Ingse hafði verið mjög framarlega í norskri skipaútgerð og því svaraði hún um hæl og benti á annmarka grískrar út- gerðar, skip þeirra væru forn- aldarleg og áhöfnunum illa borg- að. Onassis setti hljóðan, iíklega fundizt ummæli hénnar sönn. Þau héldu áfram að hittast í sundiauginni þar sem Onassis kenndi henni skriðsund. Ingse hæddist að honum, benti honum á að hann væri að fá ístru og hann hefði stutta handleggi í saman- burði við vöðvastæltan líkama. Onassis var einkennilega byggð- ur, hokinn og höfuðið hvíldi á breiðum öxlunum. Hárið var hrafnsvart, húðin olívulituð og út- lit hans benti fremur til að hann væri hafnarverkamaður i Istan- bul en griskur skipaeigandi. En þrátt fyrir þessa „galla" hreifst Ingse af augum hans, hlýrri rödd og sigursælu, breiðu brosi hans. En áhugi hans vakti tortryggni hennar. Hún kynnti Onassis fyrir vinum sinum, sem iíkaði hann vel, sjálfri fannst henni hann ágætur fylgisveinn, sem aðlagaðist fljótt þeim félags- skap sem hann var f og var skap- góður. Ingse var þó ekki i essinu sínu um þessar mundir, faðir hennar var nýlátinn og hún að ná sér eftir annað hjónaband sitt, sem misheppnaðist. Onassis skynjaði að sálarástand hennar var slíkt að lítil von var um ástar- ævintýri. Alla ferðina var hann rólegur og þolinmóður, reyndi ekki að fá hana til lags við sig en var mjög alúðlegur. Þegar Augustus lagðíst í höfn í Genúa bauð hann Ingse með sér í ökuferð til Marseilles, þangað þyrfti hann að fara í viðskipta- erindum og þaðan gæti hún tekið hraðlestina til Parísar. Það kom Ingse ekki á óvart, þegar þau voru lögð af stað og Onassis játaði að hann ætti iitið erindi til Marseilles. Hvort það væri ekki upplagt að færu til Fen- eyja, þangað hefði hann aldrei komið. Upp frá þessu urðu þau elskendur. „Ég hafði aldrei fund- ið til slíkrar ánægju með nokkr- um manni," sagði hún. Þau köll- uðu hvort annað gælunöfnum, hún var Mamita (litla mamma) og hann Mamico (litli pabbi). Líferni þeirra var mjög rótlaust í fyrstu. Öku þau úr einni borg í aðra í kadilakk Onassis, frá Trieste til Monte Carlo, þar sem þau stunduðu sjóskiðaiþróttina af miklum móð. Ingse gekk mjög vel en Onassis gat ekki staðið upp- réttur á skíðunum. Þau áttu það til að henda ferðatöskunum í far- angursgeymslu bifreiðarinnar og aka af stað. Stundum óku þau kiukkustundum saman og stund- um dögum saman i leit að nýju fimm stjörnu hóteli í öðru landi. Eftir þvi sem Ingse segir, var Onassis ekkert sérstakur elskhugi — „un amoureux de classe, certainement pas“, en mjög til- finningaríkur. Stærsta olíuflutn- ingaskip í heimi. Hann fylgdist með og reyndi að læra af henni stöðugt. „Hann var eins og svampur, sem drakk allt i sig,“ segir hún. Hann vildi öðlast uppiýsingar og vita hvernig hann samið, 200 þúsund pund, einn fjórði yrði borgaður meðan skipið væri í smíðum og afgangur með 4,5 prósent vöxtum á næstu tiu árum. Oliuflutningaskip sen. þetta gat uppfyllt þær kröfur, sem batnandi efnahagur heimsins gerði. Onassis flaug til Bandarikjanna til að undirrita níu mánaða samning um olíuflutninga frá San Francisco til Yokohama í Japan en Tidewater-floti J. Paul Getty hafði ekki getað sinnt þeirri beiðni. I Bandarikjunum hlaut hann gælunafnið, sem festist við hann — Ari. Onassis fylgdist með smíði fyrsta oliuflutningaskipsins eins og foreldri með barni. 1937 settist hann að í Sandefirði, heimabæ Ingse og var óspar á heimsóknir sinar til Götaverken — skipa- smíðastöðvarinnar. Ingse kynnti hann fyrir móður sinni hálf uggandi, en hún hefði engu þurft að kvíða — Onassis vissi hvernig hann átti að bregðast við i því efni sem öðru. „O, móðir min — móðir min,“ hrópaði hann um leið og þau hittust. Augu hans voru vot af tárum og Ingse fannst þessi ýkti Valentino hálf skrýtinn, en móðir hennar lét hrífast og var orðin tryggur aðdáandi Onassis að kvöldverði loknum. Fyrsta olíuskipið hafði verið skýrt löngu áður en því var rennt af stokkunum — ARISTON — dregið af skírnarnafni Onassis um leið og það þýðir á grisku „sá bezti". Hann pantaði siðan tvö önnur oliuskip frá Götaverken, 15 þúsund tonna skip, sem skyldi kallað Aristophanes, og 17 þúsund og 5 hundruð tonna^kipið Buenos Aires. Verð þess síðarnefnda var 207 þúsund pund. I Ariston var útisundlaug og tvær stórar einkakáetur. Svíum fannst Sem ræðismaður i Buenos Aires hafði Onassis lært það mikíð um gufuskipaútgerð, að hún gat einnig verið áhættusöm i góðæri. Til að hagnaður yrði stöðugur varð hann að geta spáð fyrir um farmgjöld og geta sér rétt til um verðsveiflur þeirra. Verðsveifl- urnar voru það . stórfelldar að maður, sem sendi korn frá Argentinu til Evrópu, gat átt það á hættu að kolin, sem hann fékk send i staðinn, hefðu stórlækkað i verði. Níutíu daga ferð frá Buenos Aires til London og til baka, sem mistókst, gat kostað eiganda skipsins meira en upp- haflegt kaupverð þess. Ef ekki átti að fara illa i þessum leik, sem gat verið mjög gróðavænlegur, þurfti mikla forsjálni og ótak- markað hugrekki. Onassis gat státað af hvoru tveggja. Onassis lagði út í skipaút- gerðina af mikilii forsjálni. Hann var bjartsýnismaður og tilbúinn að taka áhættu. Hann átti sjálfur heíðurinn af velgengni sinni og var ólíkur öðrum griskum skipa- eigendum, sem litu á heimskrepp- una sem óttalega reynslu. Flestir þeirra komust frá henni eins og marti’öð, skjálfandi og fátækarí héldu þeir dauðahaldi í það, sem eftir var, tóku enga áhættu og hættu sér alls ekki út í það að slá lán eða víxla. Ekkert af þessu einkenndi Onassis, sem hóf skipa- útgerð á miðju tímabili krepp- unnar. Hann sem aðrir ungir, grískir útgerðarmenn hafði ajdrei tapað miklu fé, né þurfti hann að greiða upp skuldir þegar hagn- aður var enginn. Þá stóð ekkert skrifstofubákn í veginum eða bein opinber afskipti. Onassis var engum háður nema tækifærunum og þau greip hann fegins hendí. Þegar heimskreppunni lauk stóð hann því betur að vígi eftir en áður. Ásamt Ingse í jómfrúarferð olíuflutninga- skipsins Ariston árið 1938. ætti að vera „comme il faut“. Á Maxims-veitingastaðnum í París var hann eins og klaufi, feiminn við matseðilinn og lét henni eftir að panta vínið. Ekki tók betra við þegar hann steig vals undir fiðlu- leik. En honum var alveg sama hvað aðrir héldu og það var lykill- inn að frama hans. Ingse var heilluð af ástriðum hans og skapstyrk. En hún leit einnig á hann og ástarævintýri þeirra með gagnrýnu auga. „Mamico vildi eingöngu hitta fólk, sem gat orðið honum að liði i viðskiptum, hvort sem við vorum i Paris, Sviþjóð eða Noregi." Hinir ýmsu vinir Ingse, menn, sem tilheyrðu heimi listanna, tón- list, myndlist eða bókmenntum urðu frá að hverfa. Hann var að ryðja sér Ieið inn í skandinavíska hástétt skipaútgerðarinnar og þar skyldi engin list komast upp á milli. Onassins leit á gufuskipaút- gerðina sem stökkpall til olíu- flutninga. Það var ekki aðeins i gróðaskyni, því hver „kjáni" gat séð að olia yrði æ mikilvægari fyrir heiminn og skipin voru bezta leiðin til að flytja hana á markaðinn. Heldur var áhugi hans einnig sprottinn af því að sárafáir Grikkir höfðu verið i olíuflutningum. Onassis sá fram á að olíu- flutningaskip gátu veri* miklu stærri en önnur flutningaskip. Hann sá fyrir sér risastór olíu- flutningaskip og lét ekki þar við sitja, heldur pantaði hann 15 þúsund tonna skip frá Göta- verken-skipasmíðastöðinni í Sví- þjóð. Þetta yrði stærsta oliu- flutningaskip í heimi, 3 þúsund tonnum stærra en nokkur önnur fleyta. Svíar voru þó tortryggnir og uggandi en Onassis fékk þessu framgengt og um verðið var Onassis brjálaður þar til aðrir skipakóngar fóru að biðja um það sama. Undir sænska fánanum var Ariston hleypt :f stokkunum í júni 1938. Onassis hafði Ingse og nokkra fjölskyldumeðlimi sína með sér I jómfrúarferð skipsins til San Francisco. New York Þegar England og Frakkland sögðu Þýzkalandi strið á hendur 1939 hefði varla getað staðið verr á hjá Onassis. Hann var staddur á Savoy-hótelinu í London, kadilakkbifreiðin hans var i Belgíu og Ingse í Paris. Skipun- um Aríston og Buenos Aires héldu Sviar í Sviþjóð, sem vildú sina Þjóðverjum fram á hlutleysi sitt. Aristophanes, sem sigldi undir norska fánaum, virtist nokkuvn veginn öruggt, þar til norska útlagastjórnin krafðist þess til hernaðarafnota 1940. Stærstu oliuflutningaskip heims lágu þvi við festar einmitt þegar Onassis þurfti mest á þeim að halda. Hann sneri sér því að kanadísku vöruflutningaskipun- um og tóbaksviðskiptunum í Argentinu. Þegar orrustan um Bretland stóð sem hæst sigldi hann frá London áleiðis til New York. Hann var settur 4 annað far- rými, þar sem ekki var pláss á fyrsta. Alla leiðina lifði hann í stöðugum ótta um óvinaárás og það hefur verið fyrsta persónu- lega reynsla hans af striðinu, sem hann svo lengi neitaði að taka mark á. Hann dvaldist litið i káetu sinni, en hélt sig i sal þar sem björgunarvestin voru geymd og var ekki í rónni fyrr en skýja- kljúfarnir á Manhattan komu í ljós. Honum var siðar álasað fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.