Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÖBER 1977
31
Minning:
Jónas Þjóðbjörnsson
fynrum bóndi Neðri-Hól
Laugardaginn siðastan í sumri '
var gerð frá Borgarneskirkju út-
för Jónasar Þjóðbjörnssonar,
fyrrum bónda í Neðri-Hól í Stað-
arsveit.
Jónas Þjóðbjörnsson var fædd-
ur 5. maí 1907 að Neðra-Skarði í
Leirársveit, sá tólfti í röðinni af
14 systkinum. Af þeim stóra syst-
kinahópi eru nú aðeins 5 á lífi.
Foreldrar þeirra voru Guðrún
Auðunsdóttir frá Grund í Skorra-
dal og Þjóðbjörn Björnsson frá
Hlíðarfæti. Þau bjuggu lengst af á
Neðra-Skarði við lítil efni og
mikla ómegð. Þar ólst Jónas upp i
foreldrahúsum við önn og erfiði
sveitabúskapar, eins og hann
gerðist á þeirri tíð, áður en vélar
komu til sögu mannshöndinni til
hjálpar. Ungur að árum leitaði
hann sér atvinnu utan heimilis,
bæði til sjós og lands, og studdi
með því fátæka foreldra sina og
systkini. Fékk hann hvarvetna
orð fyrir dugnað og trúmennsku
við hvaðeina, sem hann tók sér
fyrir hendur.
Rúmlega tvitugur stundaði
hann nám i héraðskólanum á
Laugarvatni veturinn 1929—30.
Tveim árum síðar réðst hann til
vistar hjá séra Kjartani á Staða-
stað og konu hans, frú Ingveldi
Ölafsdóttur. Þar komst hann i
kynni við heimasætuna í Haga-
seli, Elísabetu Kristófersdóttur
frá Hellnum, en hún var fóstur-
dóttur Kjartans bónda i Hagaseli
Þorkelssonar, prests á Staðastað.
Þau Jónas og Elísabet felldu hugi
saman og giftust 18. nóv. 1933.
Næsta vor tóku þau við búsforráð-
um í Hagaseli og bjuggu þar í
þrettán ár. Hagasel var lítil jörð
með iélegum húsakynnum og fór í
eyði, er þau fluttust þaðan í
Neðri-Hól 1947. Þar bjuggu þau í
17 ár við batnandi hag og barna-
lán. Jörðin heyrir til Tunguplássi
svonefndu. Þar liggja tún þriggja
býla saman, en úthagi óskiptur og
landþrengsli mikil. En nú gekk
vélvæðingin í garð og hafizt var
handa um nýrækt og bættan húsa-
kost. Lá fjölskyldan þar ekki á liði
sínu, og hjálpuðust allir að. Getur
nú að lita góða bújörð, þar sem
áður mátti kalla kot. Arið 1964
létu þau hjón, Jónas og Elísabet,
af búskap að mestu og fengu bús-
forráð í hendur syni sínum og
tengdadóttur. Dvöldust þó áfram í
heimahúsum i ellefu ár, unz þau
brugðu á þaó ráð aó flytjast til
Borgarness á Dvalarheimili aldr-
aðra. Þar áttu þau ánægjulega
daga um tveggja ára skeió. En
síðastliðið vor kenndi Jónas þess
meins, er dró hann til dauða.
Hann andaðist í Sjúkrahúsi Akra-
ness 7. október, rúmlega sjötugur
að aldri.
Þeim hjónum Jónasi og Elisa-
betu varð þriggja barna auðið.
Þau eru þessi:
1) Auður, húsfreyja á Eiði i
Eyrarsveit, gift Arnóri bónda
Kristjánssyni.
2) Jónas, bóndi í Neðri-Hól,
kvæntur önnu Guðjónsdóttur frá
Hrútsholti í Eyjarhreppi.
3) Sigurjón, bankastjóri útibús
Búnaðarbanka íslands á Egils-
stöðum, kvæntur Önnu Björgvins-
dóttur frá Hrafnkelsstöðum i
Fljótsdal.
Ýmis trúnaðarstörf voru Jónasi
Þjóðbjörnssyni falin. Hann var
féhirðir Búnaðarfélags Staðar-
sveitar samfellt um 30 ára skeið
og löngum fulltrúi sinnar deildar
í Kaupfélagi Borgfirðinga á aðal-
fundum þess. Rækti hann þessi
störf að þeirri alúð og nákvæmni,
sem honum var lagin.
Réttan þriðjung aldar ræktum
við Jónas gagnkvæmt vinfengi.
Hann var Borgfirðingur eins og
Líkur á að North-west
fljúgi ekki til íslands
MISSKILNINGUR hefur orðið
milli blaðamanns og Sigurðar
Helgasonar, forstjóra Flugleiða, í
baksfðufrétt Morgunblaðsins í
gær. Morgunblaðið spurði Sigurð,
hvaða áhrif flug North-
westflugfélagsins bandaríska
myndi hafa á ferðir Flugieiða.
Sigurður svaraði því til, að hann
teldi allar Ifkur á þvf að North-
west myndi ekki fljúga til Is-
lands. ____
Um skandinavíuflugið sagði
Sigurður hins vegar, að SAS hefði I
85 eða 90% flutninganna. Þar
myndi flug North-west hafa áhrif.
Hins vegar væru Flugleiðir litlir
þátttakendur þar og samkeppni
North-west við Fluglpiðir á þeirri
flugleið hefði lítil áhrif. Þau um-
mæli Sigurðar, sem höfð voru eft-
ir honum í Mbl. í gær að ef North-
west færi að flúga til íslands,
myndi það ekki hafa áhrif á flug
Flugleiða, hvað hann ekki í fullu
samræmi við það sem hann hafi
sagt. Þau ummæli hafi átt við
ferðir milli Bandaríkjanna og
Skandinavíu.
Friðrik Guðni Þórleifsson
Söngvabók
HÖRPUUTGAFAN á Akranesi
hefur sent frá sér nýja bók, „Og
aðrar vfsur,“ eftir Friðrik Guðna
Þórleifsson, tónlistarkennara á
Hvolsvelli. Hér er um að ræða
söngtexta af ýmsu tagi. Gefnir út
með nótum. ,
Hörpuútgáfan hefur áður gefið
út tvær ljóðabækur eftir Friðrik
Guðna. Eru það bækurnar Ryk og
Augu í svartan himin. Hann hefur i
stjórnað söngflokkum og sungið
m.a. í Eddukórunum og Þrem
háum tónum. Nú er hann starf-
andi tónlistarkennari á Hvolsvelli.
Bókin er 56 blaðsíður i stóru broti.
Leiðrétting
FÖÐURNAFN eins eigenda Öðals
misritaðist í frétt af gjöf Óðals til
SAÁ í Mbl. í gær, en rétt er nafn-
ið Hafsteinn Gilsson. Er beðist
velvirðingar á þessari misritun og
því að nokkur ruglingur varð á
umbroti fréttarinnar.
— Haig varar
við...
Framhald af bls. 1
Hann sagði að þar með ættu
Rússar miklar umframbirgðir af
nýtfzku hergögnum sem þeir
gætu notað þegar lönd þriðja
heimsins bæðu um vopn. Hann
bætti þvf við að Rússar hefðu
seilzt til áhrifa i rúmlega 20 Af-
ríkuríkjum.
Haig hershöfðingi sagði að
Rússar hefðu aukið getu sína til
þess að gera árás án þess að þurfa
að senda liðsauka. Hann sagði að
vestræn ríki yrðu að bregðast við
þessari hættu þrátt fyrir rfkjandi
gjaldeyris- og þjóðfélagskreppu i
heiminum. „Vandinn er aðeins i
því fólginn að sýna viljafestu og
ákveða hvað skuli sitja í fyrir-
rúmi," sagði Haig hershöfðingi.
við hjónin, en ekki þekktumst við
þó, fyrr en eftir að við fluttumst
að Staðastað og ég varð sóknar-
prestur hans og nágranni. Hvorki
var hann fljóttekinn né fagurmáll
við fyrstu kynni, enda fór hann
um margt sínar eigin götur alla
tíð. En um tillitssemi hans minn-
ist ég þess, að hann kom að máli
við mig nýkominn á staðinn til
þess að fyrirbyggja misskilning,
sem alls staðar getur upp komið,
þar lönd liggja saman ógirt og
ágangur búfjár verður ekki unv
flúinn. Jafnan hélt hann þó fast
við sinn málstað. Rétt skyldi vera
rétt án allra undanbragða. Einu
sinni aðeins minnist ég þess, að
hann reiddist mér. En við sætt-
umst heilum sáttum fljótlega. Svo
var fyrir að þakka sáttfýsi hans og
drenglund. Margan greiða gerði
hann og heimili hans okkur hjón-
um. Fyrir það sé þeim öllum
þökk.
Við hjónin sáum hann siðast á
sjúkrabeði, og bros lék um varir
hans, er hann skynjaði, hver kom-
in voru. Það var hans síðasta bros.
Lof sé Guði fyrir þann Ijósa vott
um vináttu hans. Við biðjum
Elísabetu ekkju hans og börnum
þeirra og ástvinum hans öllum
blessunar Guðs og huggunar af
himni.
Þorgrímur V. Sigurðsson.
— Þar rauður
loginn brann
Framhald af bls. 20
koma á ríki jafnaðar og bræðra-
lags. Jafnvel i Alþýðublaðinu
var nýlega grein, raunar ekki
leiðari, sem gerði ráð fyrir, að
bylting yrði nauðsyn og hinn
stórmerki fyrrverandi bærjar-
stjóri á Neskaupstað taldi í
sjónvarpsviðtali, að bylting
reyndist einasta úrræðir, sem
dygði til sigurs sósialismans.
En ég færði þegar í bókinni
Gróður og sandfok staðgóð rök
að því fyrir hart nær 35 árum
að það væri „stærsta axarskaft"
vestrænna kommúnistaflokka
að trúa þvi, að nokkurs staðar
fengju þeir með byltingu stofn-
að og við haldið sósíalistísku
ríki án þess að hafa starfandi
sísnuðrandi leynilögreglu, af-
nema almennt mál og ritfrelsi,
svipta andstæðinga öllu frelsi,
fangelsa þá og jafnvel lífláta á
einn eða annan hátt. Og við það
stend ég, en þó engan veginn
vonlaus um stórum breytt og
bætt þjóðfélag.
Guömundur Gíslason
Hagalín.
— Nokkrar
ábendingar
Framhald af bls. 19
kostar ekki nema 109 kr. hvert
kg. Æskilegt væri því að fram-
leiðendur gæfu til kynna sykur-
magn á vörulýsingarmiðum i
tilbúnum matvælum sem þeir
láta á markaðinn, svo að neyt-
endur geti borið saman vöru-
verð og vörugæði. En í tilbún-
um matvælum er oft hætt við
að neytendur kaupi sykur fyrir
hátt verð.
S.H.
— Fréttabréf
frá Djúpi
Framhald af bls. 25
þetta mál. og m.a. áttu sumir
bændur erfitt með að skilja þá
kenningu. að hagur bænda
vænkaðist við það að leggja skatt
á framleiðsluvöru þeirra, til að
bæta þeim verð afurða sinna.
Eins gætu þá útgerðarmenn bætt
lélegt fiskverð eða afkomu með
því að hækka útgerðarkostnað.
Að loknum miklum umræðum um
málefni bænda yfirleitt v;,r > ftir-
farandi ályktun samþykkt >,il-
um fundarmönnum:
Ut af tillögu sem samþykt't .
á siðasta aðalfundi Stétta/
bands bænda — um ráðstaf;;
vegna þess að útfl.bætur rta. .
ekki á verðlagsárinu 1976—19'. ',
bendir almennur fundur bænda .'
Inn-Djúpinu á eftirfarandi:
1. Á Vestfjörðum er hvorki uri:
offramleiðslu eða ofbeit að ræða
2. Þar vantar mjólkurvörur setn
verður að flytja langar leiðir með
ærnum kostnaði.
3. Samgöngur og landshættir á
Vestfjörðum eru viðast þannig að
ekki verður rekinn þar annar
búskapur en sauðfjárrækt og bú
það smá að ekki má draga úr eða
íþyngja framleiðslu þeirra án
þess að þar risi ný alda landauðn-
ar.
4. I framhaldi af þessu telur
fundurinn óeðlilegt og óréttmætt
að framleiðsla bænda á Vestfjörð-
um sé skattlögð eins og tiliaga
Stéttarsamb. bænda gerir ráð fyr-
ir — svo sem með fóðurbætis-
skatti — innvigtunargjaldi og
kvótakerfi. eða öðrum aðgerðum
sem auka enn 'til hins verra
aðstöðumun bænda á Vest-
fjörðum.
Þá taldi fundurinn alltof litið
fjármagn ætlað til viðhalds vega i
Djúpinu, sem af hl.vtust stórskert-
ir möguleikar til mjólkurfram-
leiðslu vegna snjóþvngsla og
skertra samgangna.
Jens i Kaldalóni
Til afgreiðslu nú þegar [ Davíð Sigurðsson hf Jj
—^—mmmmmmmmmmmm~mmmmmmmmmm—mmmmmmm—mmmmmmmmmm—m/[_SIPUMULA 36, «»mi »6855 JJ
Verzlunin er flutt
úr Hafnarstræti 22 í Hafnarstræti 5
- Tryggvagötumegin
Getum nú boðið viðskiptavinum okkar, enn
betri þjónustu en áður í stærra og betra plássi.
Bílastæði
við
verzlunina
Hafnarstræti 5. sími 16760.