Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1977 5 Klukkan 1 6 i dag mun sjón- varpið verða með dagskrárauka um handknattleik. Verða þá sýndir báðir leikir íslendinga á Norðurlandamótinu í hand- knattleik sem nú stendur yfir i Laugardalshöll. Leikirnir sem um er að ræða eru ís- land—Danmörk og Is- land—Noregur. Klukkan 22.05 verður úrslitaleikur mótsins sýndur og fellur því niður myndin um uppreisnina i Attica-fangelsinu. Þegar þetta er ritað liggur ekki Ijóst fyrir hvaða þjóðir það verða sem leika úrslitaleikinn á Norðurlandamótinu Allar likur benda þó til að önnur þjóðin verði Sviar og mótherji þeirra verði annaðhvort Norðmenn, Danir eða íslendigar. Norðmenn þjarma að Geir Hall steinssyni í leiknum á. fimmtudaqs kvöld. Jester Hairston stjórnar kór MH SJÓNVARPSÁHORFENDUM mun i kvöld kl. 20.30 gefast kostur á að sjá viðkunnan Bandarikjamann i nokkuð sérstæðu hlutverki. Er hér um að ræða blökkumanninn Jester Hairston sem er kunnur fyrir athuganir á uppruna og eðli negra sálma, en hann hefur stuðlað einna mest að útbreiðslu þeirra. í sjálfu sér er það ekki svo merkilegt þótt Jester Hairston komi fram í sjón- varpi Hitt er svo annað mál að hlut- verk það sem hann er i hér er nokkuð óver.julegt Stjórnar Jester hópsöng á negrasálmum í dómkirkjunni í Ribe í Danmörku, en meðal söngvaranna eru íslenzkir manntaskólanemar Er hér um að ræða kór Menntaskólans í Hamra- hl'ð en kórinn tók i vor þátt i keppni í Danmörku um sæmdarheitið ..Bezti unglmgakór Norðurlanda 1 977' Að lokinni keppninni komu .kórarnir allir saman í dómkirkjunni í Ribe og sungu þar negrasálma undir stjórn Hairston. en myndina tóku danskir sjónvarps- menn Fúsi bregður sér í dansskóla í dag Flestir krakkar kannast við þann heiðursmann sem á myndinni er. Sá er enginn annar en Fúsi flakkari, en í Stundinni okkar kl. 18 í sjónvarpinu í dag mun hann gægjast inn á heimilin víðs vegar um land. Mun Fúsi m.a. bregða sér í dansskóla og fylgjast með danskennslu og verður fróðlegt að sjá hvernig honum líkar við sig þar. Annars verður Stundin okkar með svipuðu sniði í dag og hún hefur verið að undanförnu. Fyrrverandi umsjónarmaður, Kristín Ólafsdóttir, mun kynna ýmis atriði frá fyrri tíma. Á meðal þess sem sjá má í dag eru börn úr Tjarnar- borg, sem syngja nokkur lög, leikrit brúðuleikhúss Margrétar J. Björnsson, mynd úr Sædýrasafninu og sýnt verður hvernig búa má til hatta. Sjónvarp kl. 16.00 og 22.00: Sjónvarp kl.20.30: Leikir landans á NM — og úrslitaleikurinn KAMRÍEYJAR eyjar hins eilífa vors MALLORKA Vitið þér að Mallorca er eftirsótt vetrarparadís fyrir milljónir norður Evrópubúa. Þar er sólríkt og yndislegt vetrarveður, dags- hitinn oftast 20-28°, enda falla appelsínurnar af trjánum á Mallorca í janúarmánuði, og sítrónuuppskeran er í febrúar. BESTU HÓTELIN OG ÍBÚÐIRNAR SEM VÖL ER Á Sunna býður upp á bestu hótelin, íbúðirnar og smáhýsin, sem fáanleg eru á Kanaríeyjum. Corona Roja, Corona Blanca, Koka, Rondo, Sun Club, Eugenia Victoria, Los Salomones, Atindana bungalows og Don Carlos íbúðir í Las Palmas. Sunna býður upp á vinsælt dagflug á laugardögum. Hægt er að velja um 1, 2, 3 eða 4 vikna ferðir. Brottfarardagar: 5., 26. nóv. 10., 17., 29. des. 7., 14., 28. jan. 4., 11., 18., 25. feb. 4., 11., 18., 25. marz. 1., 8., 15., 29. apríl. Pantið snemma meðan ennþá er hægt að velja um brottfarar- daga og gististaði. Látið drauminn rætast . . . Til suðurs með Sunnu. JÓLAFERÐ MALLORCA 18. des. - 4. jan. Beint dagflug. Dvalið á eftirsóttum íbúðum og hótelum, s.s. Royal Magaluf, Portonova, Hótel Barbadon, Guadalupe og Helios. ÓDÝR LANGTÍMA VETRARDV ÖL Brottför 4. janúar. Dvalið í 10 vikur með fullu fæði á Hótel Helios. Öll herbergi með baði og sólsvölum, glæsilegir sam- komusalir, dansað á kvöldin, sundlaug í garðinum, rétt við bað- ströndina. Verð aðeins kr. 159.000. Flugferðir, hótel og fullt fæði allan tímann. LONDON Munið ódýru Lundúnarferðirnar. Brottfarir alla þriðjudaga. FERBASKRIFSIOFAN SHNNA UEKJARGOTU 2 SÍMAR 16400 12070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.