Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKT0BER 1977 23 Þessa mynd tók Ingse af Onassis á Long Island f New York, rétt fyrir komu þeirra þangað. hugleysi vegna þessa, en ferðin minnti hann óneitanlega á fyrstu úthafsferðina, þegar hann nýsloppinn frá hamförunum í Smyrna hélt sem flóttamaður til Buenos Aires. Hann losnaði aldrei við þá tilfinningu, sem fylgdi honum I þeirri för. Þegar Ingse kom til New York var Onassis búinn að koma sér fyrir í stórri íbúð við Park Avenue á 57. stræti. Lif í hinni ókunnu stórborg einkenndist af óhófi og fjárútlátum. Inge fékk nýjan kadilakk og Onassis keypti sér fyrstu kjólfðtin, en gerði þau mistök að hafa þau ekki klæð- skerasaumuð, þannig að á dýrum veitingastöðum var hann stundum tekinn fyrir þjón. En eins og annars staðar vildi Onassis læra allt um New York, lífið á götunni og upp úr. Hann einbeitti sér lika að viðskiptunum í Buenos Aires. Hann vann af ofsalegum krafti og virtist hafa mikia sjálfstjórn. Er haft eftir Ingse að hann hafi oft komið úr viðskiptaerindum i stórborginni, lagzt á gólfið og sofnað í nokkra tíma. Það var ekki hægt að vekja hann, hann vaknaði af sjálfsdáðum þegar hann hafði fengið næga hvíld. Hann fékk dálæti á New York, hún var sú borg, sem hann átti alla tíð eftir að heimsækja. Fyrir honum var hún borg flóttamanns- ins, von flóttamannsins, borg sem hafði gefið ótal innflytjendum tækifæri til að auðgast. Hraði New York var í samræmi við botnlausan kraft hans og skemmtanalífið i samræmi við smekk hans. Minkaslá Ingse var farin að láta á sjá og Onassis heimtaði að hún fengi sér nýja. „Kauptu þá fallegustu og dýrustu, sem þú finnur." Ingse keypti minkapeis, sem kostaði 16 þúsund dali. En pelsinn átti líka að endurspegla í augum annarra rikidæmi hans. Onassis var þó ekkert auðugri um þessar mundir en hann hafði verið rétt fyrir strið, þar sem stór hluti flota háns lá við festar í hinum og þessum höfnum á Norðuriöndum. Þegar hann sótti um landvistarleyfi í Bandaríkjun- um árið 1945, sagðist hann hafa eitt þúsund dali i tekjur á mánuði, sem kæmu úr fjölskyldu- sjóði. Þá átti hann þrjár milljónir dala i bandarískum skuldabréf- um. Það var lif og fjör á þessum árum í New York, borg kaffihúsa- lífsins. Þar voru samankomnir ríkir útlagar og Hollywood- stjörnur sem fóru á staði eins og 21 Club og E1 Moroco til að sýna sig og sjá aðra. Onassis fór oft á E1 Moroco (Elmos) því eigandi staðarins var argentinskur og inn- réttingarnar líka. I þá daga þóttu þær mjög glæsilegar en nú yrði hlegið að þeim. Loftið var himin- biátt með blikkljósum og pálma- tré úr pappa. Fyrir Onassis var „Elmos“ skrifstofa, þar sem hann hitti viðskiptavini, þótt hann væri það skynsamur að undirrita ekki samninga þar. Liferni hans hafði tekið breyt- ingum og um leið samband hans og Ingse. Hún var honum kær- komin meðan hann var enn ungur og samkvæmislifið óþekktur heimur, sem hún þekkti betur en hann. En nú vildi hann öðlast sjálfstæði á ný. Dag nokkurn kom hann tii hennar og sagði hreint út að árin liðu, hann væri að kafna i viðskiptum og lífið sjálft sigldi hraðbyri fram hjá honum, hið ljúfa líf, sem hann hefði aldrei kynnzt. „Kunningjar hans voru i slagtogi með glæsilegustu konun- um og hann vildi iíkja eftir þeim. Fyrst bað hann mig leyfis og að lokum bað hann mig um fri.“ Hið ljúfa líf Ingse fannst hún eiga engra kosta völ. Onassis mundi hvort eð er gera það, sem hann vildi. En viðbrögð hennar komu þó jafnvei Onassis að óvörum. „I stað þess að vera elskendur urðum við söku- nautar," sagði hún. I stað þess að segja honum að fara veg allrar veraldar, hlustaði hún af athygli og varð þátttakandi i hans ljúfa lifi. Fyigdist Ingse náið með fylgi- dömum Onassis í það og það skipt- ið og lét síðan dóm falla um smekk hans í þeim efnum. Tvö skipa hans voru við vestur- strönd Bandarikjann þar sem þau voru i Kyrrahafsfiutningum fyrir Bandaríkjastjórn. Því flaug Onassis oft til Los Angeles. Vinur hans Costa Gratsos var ræðis- maður i San Francisco og saman könnuðu þeir hið ljúfa lif i Holly- wood. Gratsos talaði alltaf um af- burðaheppni Onassis í kvenna- málum. „Við vorum í L.A., reynd- um við stelpurnar, sem var hin skemmtiiegásta iðja. Þær voru annaðhvort smástirni eða stjörn- ur og ótrúlegur fjöldi af þeini . . . það voru auðveldar veiðar." A siðari árum viðurkenndi Onassis þó aldrei áhuga sinn á ANNAR HLUTI: Olíuflutn- ingaskip og hidljúfalíf Holiywood og talaði með votti af fyrirlitningu um fólkið þar, Nafn hans hafði þó verið bendlað við frægar kvikmyndastjörnur eins og Veroniku Lake, Paulette Goddard og Simone Simon. Lake sagði Onassis hafa þrábeðið sig um að giftast sér en Costa Gratsos kvaðst ekki telja að alvara hefði verið á bak við það bónorð. „Onassis hafði meiri áhuga á erfingja en kvikm.vndastjörnu, ef hann hafði hjónaband í huga.“ Og það kom að þvi að Onassis hitti slikan erfingja í San Francisco. Nafn hennar var Geraldine Spreckels. Það lýsir kannski grimmd, en Onassis sneri sér beint til Ingse og sagði: „Ég held ég sé ástfanginn af Geraidine. Kannski að ég kvænist henni.“ Ingse sem krossbrá, benti honum rólega á að hann gæti ekki farið i vetrarfrakkanum sinum til San Francisco á þessum árstima. Bauðst hún siðan tii að kaupa á hann nýjan sumarfrakka. En Onassis þurfti ekki á þeim frakka að halda þegar hann kom til S:n Francisco. því þar biðu hans skila- boð frá nýju ástinni um að hún gæti því miður ekki hitt hann. I fússi sneri Onassis aftur til New York og sendi Ingse 200 þúsund dala ávisun „i skaðabætur". Ingse geymdi ávísunina til að skila honum aftur, þegar hann kæmi til hennar, sem varð fyrr en varði, því Geraldine hafði gengið að eiga annan mann. Onassis tók upp þráðinn með Ingse að nýju, sem nú var flutt í aðra ibúð. Jós hann yfir hana gjöfum að gömlum sið, m.a. Steinway-píanói, svo hann gæti hlustað á hana leika. Hann hafði þó alla tíð takmarkaðan áhuga á tónlist, en vildi þó að Ingse kenndi sér að leika á píanó. Hann gat ekki iesið nótur en náði samt töiuverðum árangri. sem kom sér vel þegar hann hitti Arthur Rubinstein i samkvæmi í Kali- forniu. Onassis sneri talinu strax að tónlist Rubinstein til mikillar undrunar. Spurði hann Onassis hvort hann gæti leikið á píanó og játti Onassis þvi, settist við pianó- ið og lék hluta úr tónverki eftir Bach, sem Ingse hafði kennt hon- um, við góðar undirtektir. Játaði hann síðar að hafa æft þennan hluta tónverksins i hálft ár. Keppinautur Onassis var ekki eini griski skipakóngurinn. Hann átti keppi- naut. sem var Stavros Niarchos. I b.vrjun striðsins gerði Niarchos út vöruflutningaskip frá London. Bandamenn tóku þá dalla i sina þjónustu og Niarchos gekk sjálfur i sjóherinn um tima. Siðar fékk hann starf sem ráðunautur griska fiotans og hafði aðsetur i sendi- ráðinu í Washington. Sú staöa gerði honum kleift að dvelja lang- tímum i New York. Styrjöldin megnaði ekki að skaða útgerð hans. Þrátt fyrir að tveimur skip- um hans hefði verið sökkt var tryggingarféð það niikið að hann stóð jafnvei betur að vigi fyrir vikið. Niarchos ieigði sér ibúð á Long Beach i New Yoi k. safnaði dýrurn listmunum og sótti beztu nætur- kiúbbana. Ingse var náin vinkona seinni eiginkonu Niarchos. Melpo. og þannig hófust kynni skipakónganna. þau kynni sem áttu eftir að leiða til hatrammrar samkeppni byrjuðu mað þvi að Onassis sýndi fram á. að hann væri færari á sjóskiðum. Niarchos aftur á móti meiri siglingantaður. Brátt færðist samkeppnin yfir í fjárhættuspil en á því sviði voru þeir svo að segja jafn vigir. Onassis lagði hendur á Ingse í fyrsta sinn eftir kvöldverðarboð hjá Niarchos. Þræta spratt út af köflóttum buxum Ingse. sem Onassis fundust forljótar. A með- an á kvöldverðinum stóð sagði Onassis ekki orð. en þegar heim kom lamdi hann Ingse sundur og saman og lagðist siðan rólegur til svefns. „Ég fékk enga marbletti eftir barsmíðina. Hann var eins og atvinnuboxari að því jeyti." sagði Ingse. Onassis réttlætti þessa hegðan með þvi að benda á grískar sið- venjur og að kvenfólk hefði gott af hressilegri barsmið af og til. „Sérhver Grikki lemur konuna sina,“ tjáði hann Ingse. „Það er góð leið til þess að halda þeim á mottunni." Ingse vissi að eina auðmýking- in, sem hann gat orðið fyrir. var hneyksli á almannafæri og þau fylgdu i kjölfar mikiilar drykkju hans. Næst þegar hann mis- þyrmdi Ingse var andlit hennar eftir á eins og á boxara. sem hefur tapað leik.“ Ráðrfki Ráðríki Onassis kom i veg fyrir að skjótur endi yrði bundinn á samband þeirra. Hann gat vart fengið sig til að yfirgefa Ingse. né heldur viidi hann að hún yrði fyrri til að yfirgefa sig. Ingse var þó á góðri leið með að skapa sér nýtt líf. Hún hitti gamla kunn- ingja sina og átti ævintýri nieð einurn þeirta. Onassis njósnaði urn hana. stóð tintum sarnan fyrir utan hjá henni til að fylgjast með því með hverjum hún færi út. Rigningarkvöld nokkurt bað hann hennar á gangstétt við Park Avenue. Ingse tók bónorðinu og þau gerðu áætlarnir unt framtíð- ina. Onassis lofaði henni snekkju. oliuskipi og griskri eyju. Siðar frestaði hann brúðkaupmu og Onassis með smá i hvolpa, sem Ingse átti. þeysti einn til Vesturstrandarinn- ar. Hún skrifaði og sagðist hafa fengið nóg. Hann bað hennar á ný og brúðkaupið skyldi haldið haustið 1944. En ekki var aliur vandi úr sögunni. Ingse vildi ganga undir aðgerð tii að geta eignazt börn. en Onassis var full- ur tortryggni i garð iækna og bannaði henni að gera slikt. Hún gekk sanit undir aðgerðina. sem mistókst. Onassis sýndi henni enga samúð. heldur varð hann ævareiður og kvað hana hafa niðurlægt sig í augurn grískra vina sinna. Ingse sökkti sér niður í þung iyndi og kvöld eitt. sem hún var einsömul í ibúð sinni. ákvað hún að stytta sér aldur með þvi að taka inn stóran skanimt svefnlyfja. Onassis kom övænt í heimsökn og rétt i tæka tið til að lífi hennar varð bjargað. En þessi sjálfs- morðstilraun Ingse hafði drepið allar tilfinningar hennar í garð Onassis. Hún gekk hljóðlega út úr lífi hans og hittí hann ekki nema fyrir hans tiistiili. — H.Þ. tók saman. LÍNUSJÓMENN LOFOTLÍNAN er nú fyrirliggjandi. Næstu daga verður staddur á okkar vegum á íslandi norskur skipstjóri, sem aðstoðar nýja kaupendur við uppsetningu og notkun línunnar. Kynnið ykkur veiðiárangur LOFOTLÍNUNN- AR. TrPON Kirkjutorgi 4, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.