Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 245. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, í stefnuræðu í gærkvöldi: Staðgreiðslukerfi skatta 1979 - Virðisauki í stað söluskatts Þjóðarframleiðsla eykst — viðskiptahalli að þurrk- ast út — kaupmáttur eykst á þessu ári og næsta Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. Jarðskjálfti eftir flóðin í Grikklandi □-------------------------------------------------------------------------------□ Sjá ræðu Geirs Hallgrímssonar í heild á bls. 16 op; 17 □ ------------------------------------------------------------------------------ □ GEIR Hallgrfmsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi og skýrði m.a. frá því, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita sér fvrir því, að staðgreiðslukerfi skatta verði tekið upp eftir rúmt ár eða frá og með 1. janúar 1979. Jafnframt upplýsti forsætisráðherra, að í kjölfarið vrði söluskatti breytt í virðis- aukaskatt. Kvaðst Geir Hallgrímsson vænta þess, að Alþingi veitti tillögum ríkis- stjórnarinnar í þessum efnum brautargengi. Þá skýrði Geir Hallgrímsson frá því, að á þessu ári mundi kaupmáttur tekna almennings aukast um meira en 8% og hefði nú sá árangur náðst, að launþegar hefðu meira en endurheimt þær rauntekjur er þeir höfðu á árinu 1973, áður en áföllin dundu vfir þjóðarbúskap íslendinga. Forsætisráðherra sagði óraunhæft að búast við jafn mikilli aukningu kaupmáttar á næsta ári, þó mætti ná þeim kaupmætti, sem sýndur var í tölum skamma stund 1974, en þá var ekki grundvöllur fyrir að gæti staðizt. Nú væri hins vegar von til að hægt væri að trvggja þennan kaupmátt til frambúðar, ef hvggilega væri á málum haldið. Geir Hallgrimsson sagði í stefnuræðu sinni, að batinn, sem hófst i islenzkum efnahagsmálum á árinu 1976, hefði haldið áfram á þessu ári og væru horfur á, að þjóðarframleiðslan mundi aukast um rúmlega 4% og þjóðartekjur um meira en 7%. Búast mætti við 4% aukningu þjóðarframleiðslu á næsta ári. Viðskiptahallinn mundi í ár verða um 1% af þjóðarframleiðslu samanborið við 11—12% 1974 og 1975. MARKMIÐ í EFNAHAGSMÁLUM Geir Hallgrimsson sagði mark- mið rikisstjórnarinnar í efnahags- málum vera þessi: 0 Að stuðla áfram að vexti þjóðarframleiðslu. • Að áframhaldandi kaup- máttaraukning ráðstöfunartekna almennings verði i samræmi við áætlaða aukningu þjóðartekna. % Að koma á sem næst jöfnuði i viðskiptum við útlönd og tak- marka crlendar lántökur sem mest við afborganir eldri lána og þörf bættrar gjaldeyrisstöðu. • Að afstýra atvinnuleysi og um- Franthald á bls 18. Snarpur jarðskjálftakippur fannst siðan í morgun ( Norður- Grikklandi og Suður-Búlgarfu, en engan virðist hafa sakað. Herlið var kallað út til að hjálpa lögreglumönnum og slökkviliði við að dæla vatni úr húsum, sem flætt hafði inn f, og bjarga fólki úr hundruðum bif- reiða, sem festust, f Aþenu og Pfreus, sem urðu harðast úti í flóðunum. Tvær telpur biðu bana.þegar flóðbylgja hreif þær með sér á götunum og þrjú börn fundust drukknuð ásamt móður sinni i bifreið sem var á kafi á aðalgötu nálægt Pireus. Sima- og rafmagnslínur slitn- uðu og flugvöllurinn í Aþenu var lokaður allri umferð. Flugvélum var snúið til Saloniki í Norður- Grikklandi. Upptök jarðskjálftans í Norðu - Grikklandi voru nálægt Velin grad, ferðamannabæ um 100 km suðaustur af Sofia, höfuðborg Búlgaríu. Jarðskjálftinn mældrst 5,6 stig á Riehterkvarða i jarð- skjálftastofnuninni i Uppsölum, Framhald á hls 18. Aþenu, 3. nóvember. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 25 biðu bana f Aþenu og hafnarborginni Pire- us f miklum flóðum sem urðu í Bílar hálfgrafnir undir grjóti sem hrundi úr fjallshlfð fyrir ofan hafnarborgina Píreus eftir ausandi nótt eftir úrhellisrigningu og ollu Tigningu. vfðtæku tjóni. Frakkar viðbúnir að bjarga gíslum AlKeirsbors, 3. nóvember. Reuter SERLEGUR sendimaður frönsku stjórnarinnar, Claude Chavet, ræddi í kvöld við fulltrúa Polisario-fylkingarinnar, sem berst fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara og mun halda átta Frökkum í gfslingu í Máritaniu. Jafnframt herma áreiðanlegar heimildir í höfuðborg Máritaníu, Noukchott, að Frakkar hafi útilokað þann möguleika að grípa til hernaðaríhlutunar til þess að styðja Máritanfumenn í barátlu þeirra gegn skæruliðum frá Sahara. Marokkómenn sem eiga einnig í höggi við skæruliðana, munu hins vegar senda liðsauka til Máritanfu, þar sem þeir hafa 600 hermenn samkvæmt varnarsamningi að því er heimildirnar herma. Franska sjónvarpið hefur skýrt frá þvi að franskir fallhlífaher- menn séu við því búnir að fara til Máritaníu. Embættismenn í París hafa játað að herlið hafi verið flutt í gær til Senegal, sem er suður af Máritaníu, og aó þeir liðsflutningar standi i sambandi við töku gíslanna. Liðsauki Marokkómanna verðuf notaður til að verja námu- miðstöðina Zouerate og hafnar- bórgina Nouhadibou samkvæmt heimildum í Máritaníu. Þá fást fleiri Máritaníuhermenn til að verja járnbrautina frá Zouerate til Nouhafibou, sem er 600 kíló- metra löng og lífæð landsins í efnahagslegu tilliti. Truflun varó á járnbrautar samgöngum i siðustu viku þegar skæruliðar Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.