Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1977 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. sími 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakíð. Afnám gjald- eyrishafta r Iforystugreinum Morgunblaðsins síðustu daga hefur verið lögð nokkur áherzla á, að tímabært sé orðið að afnema siðustu leifar þeirrar haftastefnu, sem ríkti hér á landi í áratugi, en var hrundið að mestu leyti á fyrstu árum Viðreisnarstjórnarinnar 1960. Rök hafa verið færð fyrir því, að höft í verðlagsmálum nái alls ekki þeim markmiðum, sem þeim er ætlað, heldur séu þau beinlínis skaðleg fyrir neyt endur. Verðlagshöftin eru hluti leifa gamla haftakerfisins, en höft og takmarkanir í gjaldeyrismálum eru annar partur þessara eftirstöðva hins úrelta haftakerfis, sem nauðsynlegt er að afnema. Þau gjaldeyrishöft, sem mest koma við almenning, nú á tímum almennra ferðalaga milli landa, eru þær takmarkanir, sem eru á gjaldeyrissölu til ferðamanna. Ferðamaður, sem hyggur á orlofsferð til annars lands fær svo takmarkaðan gjaldeyri keyptan í banka, að það er á alfra vitorði, að fólk aflar sér yfirleitt gjaldeyris með öðrum hætti jafnhliða, og þannig hafa gjaldeyrishöftin stuðlað að því að myndazt hefur svartur markaður með gjaldeyri og að þvi er virðist ótrúlega mikið framboð af gjaldeyri á þeim markaði. En höft eru ekki aðeins slæm haftanna vegna heldur einnig vegna þess, að þeim fylgir mismunun. Sumir njóta forréttinda fram yfir aðra. Þannig er það i þessum efnum einnig. Þegar opinber embættismaður ferðast til útlanda á vegum opinberra aðila, er hann ekki látinn sæta þeim takmörkunum á gjaldeyrisyfirfærslu, sem hinn almenni ferðamaður verður að sætta sig við. Og þegar kaupsýslumaður fer til annarra landa i viðskiptaerindum þarf hann heldur ekki að sæta þeim takmörkunum, sem hinn almenni ferðamaður býr við. Auðvitað býður þetta kerfi svo heim misnotkun þar sem sjálfsagt er hægt að teygja og toga ferðir í opinberum erindum og viðskiptaerindum með ýmsum hætti. Hlálegast af öllu verður þetta þó þegar sjómaður af loðnuskipi, svo dæmi sé nefnt um gjaldeyrisöflun hins vinnandi manns, hyggst taka sér fri í sólarlöndum eftir að hafa verið á sjónum meirihluta ársins i misjöfnum veðrum og við erfiða vinnu. Þá fær þessi maður, sem með vinnu sinni hefur aflað þjóðinni milljóna i gjaldeyristekjur, þau svör, að hann fái gjaldeyrisyfirfærslu til orlofsferðar sem vitanlega hrekkur engan veginn fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar þessi sjónarmið eru höfð i huga, er eðlilegt að við hugum að því, hvort unnt sé að afnema þessi gjaldeyrishöft. Nákvæmlega sams konar takmarkanir á gjaldeyrisyfirfærslum riktu i ísrael þangað til fyrir nokkrum dögum, að þau voru skyndilega afnumin. Margir óttuðust, að gifurleg ásókn yrði i gjaldeyriskaup i bönkum, en svo reyndist ekki vera, enda er hægt að treysta þvi, ef almenningur á greiðan aðgang að eftirsóttri vöru, fer ekkert hamstur fram. Þau gjaldeyrishöft, sem hér er talað um að afnema, eru ekki þess eðlis, að þau mundu skipta nokkrum sköpum fyrir gjaldeyrisstöðu þjóðar búsins. En jafnframt er líka sú hlið á þessu gjaldeyrismáli, að einstaklingar og fyrirtæki afla gjaldeyris erlendis með ýmsum hætti. Lengi hefur verið haft á orði, að einstakiingar ættu verulegar gjaldeyrisinnstæður erlendis, en aldrei hefur það verið sannað. Hitt er Ijóst, að fjöldinn allur kaupir erlendan gjaldeyri á svörtum markaði. Einhvers staðar frá kemur sá mikli gjaldeyrir, sem gengur kaupum og sölum á hinum frjálsa gjaldeyrismarkaði hér á landi, ef svo má að orði komast, sem almenningur hefur búið til af brýnni nauðsyn. Enginn vafi er á því, að ef frjálsræði ríkti á þessu sviði og fólk mætti eiga gjaldeyri í íslenzkum bönkum, mundi geysilega mikill gjaldeyrir koma fram, sem hingað til. hefur ekki skilað sér, en notast almenningi með öðrum hætti. Þessa aðferð hafa ísraelsmenn notað og búast áreiðanlega við því, að miklar gjaldeyristekjur muni skila sér betur en þær hafa gert hingað til. Við þurfum að ihuga þessi mál og hyggja að því, hvort unnt sé að afnema gjaldeyrishöftin í landinu. Sjálfsagt er að rasa ekki um ráð fram, en með sama hætti og afnám verðlagshafta mundi blása nýju lífi í íslenzkt viðskiptalíf, mundi afnám gjaldeyrishafta verka þannig á þjóðlífið, að fargi hefði verið af því létt og heilbrigðari viðhorf rikja. Það er nú einu sinni svo að menn ögra vitlausum lögum, m.a. i því skyni að með þvi verði þeim breytt til batnaðar. Og reynslan sýnir að fólk hvorki virðir né fer eftir þeim lögum og reglum, sem því finnst brjóta í bága við heilbrigða skynsemi, jafnvel frumstæðustu mannréttindi. Þannig lítur almenningur m.a. á gjaldeyrislögin. Hér fer á eftir i heild stefnuræða Geirs Hallgrims- sonar, forsætisráðherra, sem flutt var á Alþingi i gærkvöldi: Á þriggja ára .starfsferli hefur ríkisstjórnin glímt við margvísleg örlagarík vandamál bæði á innlendum vett- vangi og í skiptum við aðrar þjóðir. Almennt má full- yrða, að tekist hafi að leiða þessi mál til lykta á þann veg, að þjóðarhagsmunir hafa verið tryggðir. í upphafi síðasta þings gerði ég grein fyrir lokaáfanga þeirrar stefnu, að íslendingar fengju full yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni. Árangur þeirrar stefnu kemur skýrt fram, þegar litið er til afla útlendinga við ísland á þessu ári í samanburði við 1976. í ágústlok s.l. höfðu útlendingar veitt hér við land 8.000 tonn af þorski frá því í ársbyrjun, en 50.000 tonn á sama tíma í fyrra. Ég læt þetta litla dæmi nægja til að sýna árangur- inn af stefnunni í landhelgismálinu. Það minnir okkur einnig á, að löngum veiddu aðrar þjóðir helming eða meira af þorskaflanum hér við land. Nú sitjum við einir að þeirri auðlind. Við náðum markmiði okkar að lokum með samkomulagi við nágrannaríkin, sem við erum í bandalagi við. Með þessum hætti hefur undirstaða þjóðarbúsins veríð treyst stórlega og framtíðin er þess vegna bjartari en ella. Um þessar mundir er fiskstofnum þannig farið, að við erum ekki aflögufærir, og þvi kemur ekki að sinni til frekari fiskveiðisamninga, en áhersla verður lögð á samvinnu um fiskvernd. Sigurinn í Iandhelgismálinu nýtist okkur þó ekki til fulls án frjáls aðgangs að heimsmarkaði fyrir útflutn- ingsvörur okkar. Við vaiðveíslu sjálfstæðis þjóðarinnar er ekki nóg að un um útgjaldaákvarðanir manna. Þessari stefnu hefur verið framfylgt þannig, að heita má að allur vöruinn- flutningur er frjáls, en hins vegar er enn úthlutað leyfum fyrir gjaldeyrisgreiðslum til annars en vöruinn- flutnings, þó að mestu eftir föstum almennum reglum, og ströng skilaskylda er á öllum gjaldeyri, sem menn afla. Það er hafið yfir allan vafa, að frjálsræðisstefnan hefur gefist vel í efnahagsmáium og leitt til mikilla framfara, þótt við margvislegan vanda hafi verið að glíma. Gæta þarf jafnvægis i efnahagsmálum og leió- rétta timanlega misræmi milli innlends og erlends verðlags, sem upp kann að koma, ef reka á þjóðarbú- skapinn farsællega við skilyrði frjálsræðis í innflutn- ingi og framkvæmdum. Þetta kann oft að verða erfitt i framkvæmd, en er þó eina færa leiðin. Haftabúskapur leysir engan vanda heldur frestar honum og magnar og færir úr lagi marga þætti í efnahagsmálum, þjóðinni til tjóns. Af þessu hefur þjóðin bitra reynslu. Frelsi i viðskiptum og atvinnulífi er forsenda gróandi þjóðlífs og góðra iifskjara. ÞJÓÐARHAGUR OG LÍFSKJÖR Batinn, sem hófst i islenskum efnahagsmálum á árinu 1976, hefur haldið áfram á þessu ári. Horfur eru á, að þjóðarframleiðsla aukist um rúmlega 4% og þjóðartekj- ur um meira en 7%. Viðskiptahalli virðist munu verða um 1% af þjóðarframieiðslu samanborið við 1.7% 1976 og 11—12% 1974 og 1975. Atvinna hefur verið yfrið nóg og frekar borið á manneklu. Allt ber þetta árferði og efnahagsstefnu jákvætt vitni, en hitt er verra, að horfur eru á að aukning verðbólgunnar sem um mitt ár var komin niður veita nú, þannig að fram til þess að nýskipan lífeyris- kerfisins tekur gildi, hefðu engir minni lífeyrissjóðs- réttindi en lögin um eftirlaun aldraðra félaga i stéttar- félögum ákveða. Að þessu verkefni er nú unnið og að því stefnt, að tillögur þar að lútandi verði lagðar fyrir þetta þing. Það er hverri menningarþjóð metnaðarmál að búa vel að þegnum sinum að lokinni starfsævi, eða þegar starfsþrek brestur. ÞJÓÐHAGSHORFUR OG STEFNANí EFNAHAGSMALUM Allar horfur eru á því, að þjóóarframleiðslan geti aukist um 4% á næsta ári, en ekki sýnist óhætt að reikna með því að viðskiptakjörin haldi áfram að batna. Innlenda eftirspurn verður því að miða við það að halda vexti þjóðarútgjalda innan þeirra marka, sem aukning þjóðarframleiðslu setur, ef viðskiptahalli og skulda- söfnun erlendis eiga ekki að aukast og unnt á að reynast að halda aftur af verðbólgunni. En hætt er við, að verðbólgan aukist enn á ný í kjölfar launasamninganna, þar sem samningarnir fela ekki aðeins í sér miklar beinar kauphækkanir, heldur einnig mun virkari tengsl milli verðlags og launa en áður, sem þrengja um leið svigrúm stjórnvalda til efnahagslegra aðgerða. Nýafstaðin kjaradeila við opinbera starfsmenn, sem lauk eftir harðsótt verkfall með nokkrum launahækk- unum umfram hina almennu samninga og rökstuddar eru með því að opinberir starfsmenn hafi að undan- förnu dregist aftur úr í launum — mun enn auka á verðbólguvandann, beint og óbeint. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að mörkuð sé samræmd heildarstefna og afstaða tekin til markmiða og leiða í efnahagsmálum. neinu til fórna í eigin kröfugerð í því skyni að lækna þessa þrálátu meinsemd íslensks efnahagslífs. Sumir virðast jafnvel trúa þvf, að Verðbólgan sé beinlínis til góðs, örvi atvinnustarfsemi og framkvæmdahug. Er þá m.a. vísað til þess, að atvinna og fjárfesting hafi verið meiri hér á landi síðustu árin en i flestum nágranna- löndum okkar þar sem verðbólga hefur verið miklu minni. Þessi skoðun er á misskilningi byggð. Ástæðan fyrir þvi, að tókst að halda uppi svo mikilli atvinnu 1974 og 1975, þrátt fyrir versnandi viðskiptakjör, var m.a. fólgin i umframeyðslu þjóðarbúsins og stórfelldri erlendri skuldasöfnun. En einnig skipti hér miklu máli, að dregið var úr óraunhæfum kaupmætti tekna almenn- ings og þar með þjóðarútgjöldum, auk þess sem stjórn- völd beittu sér fyrir margháttuðum ráðstöfunum til þess aó tryggja ótruflaðan rekstur atvinnuveganna. Á árinu 1976 og á fyrri hluta þessa árs áttu batnandi viðskiptakjör og góður hagur útflutningsframleiðslunn- ar mikinn þátt i að halda uppi mikilli atvinnu. Öll rök og reynsla bæði Islendinga og annarra þjóða sýnir, að taumlaus verðbólga hlýtur að leiða til greiðslu- halla út á við, minnkandi atvinnu og síðar atvinnuleys- is. Engin þjóð getur forðast óhagstæðar afleiðingar verðbólgunnar með því einu að safna erlendum skuld- um, nema í skamman tíma. Þegar til lengdar lætur, verða framkvæmdir og uppbygging atvinnuveganna að byggjast á sparnaði landsmanna sjálfrá, en grundvöllur hans er traust atmennings á sparifé og verðbréfaeign, svo og heilbrigð starfsemi fjármálastofnana. Hvoru tveggja er stefnt í voða með þeirri verðbólgu, sem nú geisar hér á landi. Rikisstjórnin hefur fylgt þeirri meginstefnu, frá því launasamningarnir voru gerðir um mitt árið, að veita aðhald gegn verðhækkunarkröfum. Reynt hefur verið Stefnuræda Geirs Hallgrimssonar, forsætisráðherra á Alþingi: Veruleg aukn- kaupmáttar launa á þessu ári Launþegar hafa endurheimt rauntekjur frá velmegunarárum og meira en þad sýna staðfestu gagnvart öðrum og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi landsins. Hitt er ekki síður mikilvægt, að stjórn innanlandsmála og samskipti okkar innbyrðis séu með þeim hætti, að virðingu veki og traust. Við skulum minnast þess, að íslendingar misstu sjálfstæði sitt á þjóðveldistímanum af þvf aó þeir gátu ekki sameinast um innlent framkvæmdavald. Staðfast fram- kvæmdavald er ekki síður hyrningarsteinn þjóðfélags- ins nú og forsenda sjálfstæóis. Meginreglan um frjálsa samninga um kaup og kjör milli samtaka launþega og vinnuvéitenda er einn mikil- vægasti þáttur okkar þjóðskipulags, en hinum frjálsa samningsrétti fylgja einnig ríkár skyldur. Hæfileg spenna milli andstæðra hagsmuna getur verið aflvaki efnahagslegra framfara. En hagsmunatogstreita sem úr hófi keyrir getur leitt til ófarnaðar. Verkfall opinberra starfsmanna, sem nýlega er lokið, er enn eitt dæmi um það, hve erfitt er að fara með kjarasamningamál á þann hátt, að menn haldi fram réttindum sínum án þess að missa sjónar á sameiginlegum þjóðarhagsmunum. Á þessu sviði þurfum við vissulega að ná betri árangri. En þar með er ekki sagt, að bVeytinga sé þör'f frá meginreglunni um frjálsa samninga og verkfalls- rétt, heldur fremur að meiri samheldni gæti og gagn- kvæms skilnings á vandamálum þjóðarbúsins. Það er forsenda lýðræóis að einstaklingar og hagsmunasamtök virði þær leikreglur, sem lög landsins setja. Eins og aðrar lýðræóisþjóðii', eiga Islendingar stöðugt við þann vanda að glíma, hvernig tryggja eigi skynsam- lega heildarstjórn á efnahagsmálum án þess að skerða athafnafrelsi og ákvörðunarrétt einstaklinga og sam- taka þeirra eða hefta framtak og sjálfsbjargarviðleitni manna. Um alllangt skeið hefur það verið grundvallar- stefna í íslenskum efnahagsmálum, að innflutningur og gjaldeyrisgreiðslur skuli vera frjáls, nema annað sé sérstaklega ákveðið. Þá hafa ekki heldur verið hér í gildi neins konar fjárfestingarhöft né önnur bein íhlut- í 26% á ári, verði svipuð 1977 og 1976, eða um 31—32%. Hætta er á að hún vaxi fremur en minnki á næstu mánuðum, ef ekki verður að gert. Á árinu varð veruleg aukning kaupmáttar launataxta og tekna og hafa launþegar nú meira en endurheimt þær rauntekjur, er þeir höfðu á árinu 1973, þ.e. fyrir áföllin i þjóðarbúskapnum. Hins vegar er nú líklega breiðara bil milli raunverulegra launagreiðslna og samningstaxta en oftast áður. Þetta bil veldur án efa vanda á vinnumarkaðnum og í launasamningum, sem fram úr þarf að ráða, i senn með hagsmuni atvinnuvega og launþega fyrir augum. Hagur lífeyrisþega skiptir ekki siður miklu máli. Á síðustu tveim árum hefur ríkisstjórnin tvívegis átt hlut að samnkomulagi aðila vinnumarkaðarins um lífeyris- mál og veitt því atbeina með lagabreytingum. Sam- komulag þetta hefur falið f sér mjög mikla hækkun lífeyrisgreiðslna til þeirra fjölmörgu, sem fá eftirlaun samkvæmt lögum um eftirlaun aldraðra félaga í stéttar- félögum, og reyndar verðtryggingu þess Iifeyris. Þannig hefur verið gert átak til þess að jafna kjör lífeyrisþega. Lífeyrissjóðir hafa borið stóran hluta af þessari hækk- un, en ríkisstjórnin jafnframt tryggt að yfirleitt komi ekki til skerðingar annarra lifeyrisgreiðslna vegna þess- arar hækkunar. Þá hefur rikisstjórnin ennfremur beitt sér fyrir því að hækka á síðustu árum tekjutrygginguna — lágmarkslifeyri almannatrygginga — alveg sérstak- lega, og mun meira en skylt er að lögum, jafnframt því sem bætur almannatrygginga hafa að undanförnu hækkað jafn ört og kaupgjald og án tafar. Á siðastliðnu sumri breytti ríkisstjórnin almanna- tryggingum með bráðabirgðalögum til þess að tryggja hag hinna lakast settu í hópi iffeyrisþega með sérstakri heimilisuppbót til einhleypra lífeyrisþega. Jafnframt var því heitið, að samhliða undirbúningi að nýju lífeyr- iskerfi, sem tæki til starfa á árinu 1980, yrðu á þessu ári samdar tillögur er tryggðu ölium landsmönnum ákveð- inn lágmarksrétt umfram það sem almannatryggingar Höfuðmarkmið efnahagsstefnunnar hljóta að vera þessi: t fyrsta lagi að stuðla áfram að vexti þjóðarfram- leiðslu. t öðru lagi að áframhaldandi kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna almennings verði í samræmi við áætl- aða aukningu þjóðartekna. t þriðja lagi að komast sem næst jöfnuði í viðskiptum við útlönd og takmarka þannig erlendar lántökur sem mest við afborganir eldri lána og þörf bættrar gjaldeyr- isstöðu. t fjórða lagi að afstýra atvinnuleysi og umframeftir- spurn eftir vinnuafli svo að jafnvægi ríki á vinnumark- aðnum. t fimmta lagi að hamla gegn óeðlilega örum víxlhækk- unum verðlags og kaupgjalds. Siðast en ekki síst verður að draga úr verðbólgunni á næstu árum og sé það markmið látið sitja í fyrirrúmi. VERÐBÓLGUVANDINN Verðbólgan er það vandamál, sem erfiðast hefur reynst úrlausnar, þótt hún hafi minnkað um nær helming hér á landi á undanförnum tveimur árum. Hér hefur því miðað i rétta átt, þótt hægt færi, og var vissulega ástæða til að ætla, að áframhald gæti orðið á þeirri þróun, ef rétt væri á haldið. Þvi miður hafa þær vonir nú brugðist i bili. Með launasamningunum hafa viðhorfin í þessu efni breyst verulega. Er nú hætta á þvi, að kapphiaupið milli launa og verðlags magnist, enda hefur hækkun launa- kostnaðar farið fram úr greiðslugetu atvinnufyrirtækja og opinberra aðila. Sannleikurinn er sá, að afstaða manna virðist mótast alltof mikið af andvaraleysi gagnvart þeint hættum, sem stóraukin verðbólga leiðir yfir þjóóina. Fæstir vilja að beita verðlagsákvæðum þannig, að fyrirtæki tækju á sig hæfilegan hluta aukins launakostnaðar án þess að stefnt væri í hallarekstur, og einnig hefur með svipuð- um hætti verið tekið tillit til afkomu atvinnuvega við ákvörðun stefnunnar i gengismálum. Stefnt hefur verið að því við undirbúning fjárlaga og lánsfjáráætlunar, að fjárfestingu og opinberum útgjöld- um verði haldið sem mest í skefjum, svo rúm sé fyrir þá aukningu einkaneyslu, sem hækkun rauntekna og kjarasamningar hafa óhjákvæmilega i för með sér. Jafnframt verða lánskjör bæði banka og fjárfestingar- lánasjóða endurskoðuð eftir-því sem verðlagsþróunin gefur tilefni til, svo að tryggð verði eftir föngum viðunandi ávöxtun á sparifé og stuðlað að fjármagns- myndun innanlands. Með aðgerðum af þessu tagi hyggst rikisstjórnin reyna að veita verðlagsþróun í landinu sem mest aðhald og koma um leið i veg fyrir hvort tveggja í senn, aukinn viðskiptahalla við útlönd og of mikinn samdrátt í at- vinnu. Henni er þó vel ljóst, að ekki er með þessum ráðum einum saman unnt að draga nema að takmörk- uðu leyti úr áframhaldandi verðhækkunum eða ráða varanlega bót á verðbólguvandanum. Til þess þarf mun róttækari ráðstafanir, er byggjast verða á almennum skilningi landsmanna á þeim hættum, sem áframhald- andi verðbólga hefur i för með sér, og á sem víðtækastri samstöðu um aðgerðir til úrbóta. Eins og kunnugt er, skipaði ríkisstjórnin á síðasta hausti nefnd til þess að fjalla um verðbólguvandann og semja tillögur um ráðstafanir til þess að draga úr verðbólgu. Nefnd þessi starfaði á síðasta vetri og gerði ríkisstjórninni grein fyrir störfum sinum. En þar sem henni tókst ekki að ljúka því verki að gera sameiginleg- ar tillögur um aðgerðir, hefur ríkisstjórnin falið henni að starfa áfram. Traust og aðhaldssöm stefna í rfkisfjármálum og peningamálum er forsenda árangurs í viðureigninni við verðbólguna, hvað sem öðru líður, en þessi svið eru einmitt einkum í höndum þings og stjórnar. Og ég treysti þvi að þingið hafi þetta að leiðarljósi við ákvarð- anir sínar í fjárhagsmálum á þessum vetri. fjArmAlríkisins Tryggja verður hallalausan rekstur hjá ríkissjóði og öðrum opinberum aðilum, þannig að ekki verði um aðrar lántökur að ræða en vegna framkvæmda. 1 þessu felst: • Aukningu samneyslu verði haldið í skefjum og hún miðist við áætlaða fólksfjölgun, þ.e. um 1 'A%. 0 Dregið verði úr opinberum framkvæmdum um 5—7%, eins og áformað er í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1978. Þrátt fyrir þennan samdrátt er gert ráð fyrir aukningu vegagerðar, þar sem brýn nauðsyn er á að draga úr viðhaldskostnaði vega, spara eldsneyti og hagnýta betur farartæki. Nauðsynlegt er að hækka bensíngjald í þessu skyni. Öll hækkun þess nú, og reyndar mun meira fé, gengur til vegagerðar, til þess að auka þjónustu við almenning og alla landshluta. 0 Kannaðar verði leiðir til að endurbæta starfsemi rikisins og minnka umsvif þess á þeim sviðum, þar sem einkarekstur og félagsrekstur getur með hægu móti sinnt verkefnunum. 0 Skattvísitala við álagningu tekjuskatts 1978 verði sett 31% hærri en 1977, eða sem svarar hækkun verð- lags milli áranna 1976 og 1977. Þar með verður álagning tekjuskatts 1978 óneitanlega heldur þyngri en í ár vegna hækkandi tekna. Laun hækka meira en verðlag og eftirspurn fer vaxandi og því nauðsynlegt að beinum sköttum verði beitt til.að draga úr þenslunni. Hér er þess að gæta, að í ár mun kaupmáttur tekna almennings aukast um meira en 8%. Hins vegar er óraunhæft að miða ekki við minni aukningu kaupmáttar á næsta ári. En þó mætti ná þeim kaupmætti, sem sýndur var i tölum örskamma stund 1974 en þá var ekki grundvöllur fyrir að gæti staðist. Munurinn er sá, að nú gæti verið von um að tryggja þennan kaupmátt i raun til frambúð- ar, ef hyggilega er á málum haldið. 0 Afla þarf viðbótartekna til ríkissjóðs eða draga úr ríkisútgjöldum vegna launasamninga við opinbera starfsmenn. Á þessu stigi eru ekki gerðar ákveðnar tillögur í þeim efnum, en það verður verkefni þings og stjórnar við afgreiðslu fjárlaga. 0 Umbótum í skattamálum verði komið á í framhaldi af tillögum og umræðum á Alþingi á síðasta þingi. Rikisstjórnin hefur ákveðið að beita sér f.vrir því, að staðgreiðslukerfi skatta verði komið á frá og með 1. janúar 1979 og i kjölfarið verði söluskattinum breytt í virðisaukaskatt. Væntir rikisstjórnin þess, að Alþingi veiti tillögum hennar í þessu efni brautargengi. PENINGAMARKAÐUR ___________OG LANSFJARMAL____________________ Óhjákvæmilegt er að hamla gegn aukinni neyslu og fjárfestingu einkaaðila með aðgerðum í peninga- og lánsfjármálum, jafnframt því sem nauðsynlegt framboð á rekstrarlánum tíl atvinnuveganna sé tryggt. Örva verður sparnað með breytingum lánskjara í samræmi við verðlagsþróun, bæði með notkun verð- tryggingarákvæða, breytilegum verðbótaþætti vaxta og fjölgun sparnaðarleiða, er hentað geti einstaklingum. Atvinnureksturinn fær ekki nauðsynlegt rekstrarfé án aukinnar sparifjársöfnHnar einstaklinga. Stefna veróur að þvi að veita rekstrarlánum forgang, en draga úr lánum tii fjárfestingar, jafnframt aðhaldi í útlánum bankakerfisins. Jafnframt verður að tr.vggja áfrmhaldandi afurðalánafyrirgreiðslu til atvinnuveg- anna. en á móti draga úr þátttöku bankakerfisins í lánum tii fjárfestingarlánasjóða. í lánsfjáráætlun verði að þvi stefnt, að fjárfestingar- lánasjóður fjármagni ekki aukna fjárfestingu á vegum einkaaðila framyfir það sem nú er, enda er gert ráð fyrir því, aó fjármunamyndun atvinnuveganna minnki um 2—3% á næsta ári. frjAlsræðisstefnan Rikisstjórnin hefur fylgt stefnu fríverslunar í utan- ríkisviðskipti og framkvæmdafrelsis innanlands. Þessi stefna hefur sannað gildi sitt. Enn eimir þó eftir af skömmtunarstefnunni i gjaldeyrisverslun, bæði að því er varðar yfirfærslur til annarra þarfa en vörukaupa, t.d. ferðalaga, og þess er varðar rétt íslenzkra borgara til að eiga gjaldeyri i íslenskum bönkum, sem aflað hefur verið með eðlilegum hætti. Á sama hátt má segja, að meðan vextir af útlánum lánastofnana eru ekki í samræmi við verðlagsþróun, hljóti eftirspurn eftir láns- fé að vera umfram framboð, og þvi ráði úthlutunarvald lánastofnana miklu um ráðstöfun fjármagns og þar með eignatilfærslur af völdum verðbólgunnar. Unnið hefur verið að þvi með ýmsum hætti að bæta úr þessum vanköntum og koma á heilbrigðari lánamarkaði og bættri ávöxtun sparifjár, þótt við ramman reip hafi verið að draga vegna hinnar miklu verðbólgu. Lánsskil- málar og ávöxtunarkjör hafa verið endurskoðuð bæði með hækkun vaxta og aukinni verðtryggingu, þar sem það hefur átt við. Með þessu hefur ávöxtun fjármagns fjárfestingarlánasjóða og lifeyrissjóða verið bætt veru- lega, þótt enn sé þar þörf umbóta. Með útgáfu spari- skirteina og þó sérstaklega með stofnun vaxtaauka- reikninga við inniánsstofnanir, hefur almenningi verið gefinn kostur á hagkvæmu ávöxtunarformi á verðbólgu- tímum. Vinsældir vaxtaaukareikninganna hafa borið vitni áhuga fjölda fólks á sparnaði, ef það fær tryggingu fyrir sómasamlegri ávöxtun. Er þetta eindregin hvatn- ing til að halda áfram lengra á sömu braut. Á s.l. sumri var tekin sú ákvörðun að allir vextir skuli að hluta a.m.k. ráðast af hraða verðbólgunnar. Með þessu var stigið spor til að auka sparnað og konia á jafnvægi, hvort tveggja dregur úr verðþenslu. Þessi nýskipan vaxtamála verður ekki fullfeynd fyrr en á þessu hausti, eða á næsta ári, en hér erum við á réttri Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.