Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1977 5 Myndin var tekin á einni af lokaæfingum leiksins í vikunni. Hópur leikara með skemmtun til styrkt- ar Sjálfsbjörgu HÓPUR leikara úr IÐNÓ hefur að undanförnu æft fjölbreytt „kabarettprósram", sem flutt verður í Háskólabíói til ágóða fyrir Sjálfsbjörp;, félag lamaðra o,; fatlaðra. Efnið er úr ýmsum áttum. svo sem vinsælum revíum fyrri ára, atriði úr söngleikjum o,; vinsælum gamanleikjum, þar á sló met í aðsókn fyrir átta árum. Þátttakendur eru fjölmargir, meðal þeirra eru Gisli Halldórs- son, Kristinn Hallsson, Jón Sigurbjörnsson. Guðmundur Pálsson, Áróra Halldórsdóttir. Nina Sveinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir. Edda Þórarinsdött- ir, Soffia Jakobsdóttir. Ragn- heiður Steindórsdóttir. Karl Guðmundsson, Kjartan Ragn- arsson. Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Helga Stephensen. Ásdis Skúladóttir, Sigurður Karlsson, Jón Hjartarson. Harald G. Har- aldsson, Arnhildur Jónsdóttir. Sólveig Hauksdóttir og að ógleymdum Haraldi Einars- syni, félaga i Sjálfsbjörg. sem hefur aðstoðað við dansana i leiknum. En þær Guðrún Ás- mundsdóttir og Sigríður Haga- lin stjórn dagskránni. Er Morgunblaðið ræddi við þær Guðrúnu og Sigriði á æf- ingu í gær kom fram að hópur- inn hefur verið á nokkuð stöð- ugunt æfingum i mánaðartíma meðal úr Spanskflugunni. sem og auðvitað allt i sjálfboða- vinnu. Æfingar hafa að mestu leyti farið fram i húsnæði Sjálfsbjargar á Hátúni. en loka- æfingarnar fara siðan frarn i Háskólabiói þar sem sýningin sjálf verður. Sýningin sem er úr öllum átt- urn eins og áður sagði tekur um 2‘/j tíma eins og venjuleg leik- sýning og verða tvær sýningar, önnur miðnætursýning i kvöld. föstudag, og svo önnur sýning klukkan 14.00 á sunnudag. Þá kom fram. að þótt Sjálfs- björg sé flutt i hið nýja hús- næði við Hátún er geysimikið eftir til þess að það sé fullnýtt, t.d. standa þó nokkrar ibúðir ófullgerðar og grunnur sund- laugarinnar hefur staðið i sex ár. Vonast leikararnir til þess að þessar sýningar geri eitt- hvað til hjálpar. e'n þær eru fyrst og fremst til að vekja at- hygli á félaginu og vandræðum þess. Námskeið fyrir starfandi rannsóknarlögreglumenn HALLVARÐUR Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri hefur gengizt fyrir námskeiðum fyrir starfandi rannsóknarlögreglu- menn og er fyrsta þeirra nýhafió. Er þetta einn þáttur áætlana um aukna menntun rannsóknarlög- reglumanna. Nú stendúr yfir námskeið, sem er fjóra daga í viku milli klukkan 5 og 7. Sér Hallvarður sjálfur um kennsluna, sem er i fyrirlestra- formi og fjallar hann fyrst og fremst um refsirétt. í gær hófust Jyrirlestrar í refsi- og sakamála- réttarfari í umsjón Jónatans Þór- mundssonar prófessors. Mun hann fá sér til aðstoðar sérfræð- inga á mörgum sviðum, lögmenn, prófessora, lækna og sálfræðinga. Lýkur þessum þætti námskeiða- haldsins 17. desember og eftir áramót hefst kennsla í Islenzku. Þessir þættir í nárni rannsókn- arlögreglumanna fjalla fyrst og fremst um fagleg efni en einnig verður kennsla í tæknilegum efn- um, ,,kriminalteknik“, og er stefnt að því að fá til kennslunnar erlenda sérfræðinga. Loks er þess að geta, að líkur eru til þess aó hægt verði að senda lögregiu- menn utan til stuttrar náms- og þjálfunardvalar hjá rannsóknar- lögreglu erlendis og þá fyrst og fremst á Norðurlöndunum. / Urskurðaður í 30 daga gæzlu Ffkniefnalögreglan tók f gær ungan mann og var hann úrskurð- aður f 30 daga gæzluvarðhald. Kom handtaka hans f kjölfar þess að annar ungur maður var hand- tekinn við komu til Keflavíkur frá Luxemborg sl. laugardag og reyndist hafa fíkniefni meðferð- is. Var sá úrskurðaður í 20 daga gæzluvarðhald. Dregið í happdrætti Sjálf- stæðisflokksins 12. október DREGIÐ verður í happdrætti Sjálfstæðisflokksins 12. nóvember næstkomandi. Þear, sem fengið hafa heimsenda miða, eru vinsarn- legast beðnir um að gera skil hað allra f.vrsta til þess að auövelda innheimtustarfið þann stutta tíma. sem eftir er. Skrifstofu happ- drættisins sér urn að sendá rniða og sækja greiðslu ef fólk óskar. Skrifstofan í Valhöll, lláaleilishraut 1, verður opin f dag, föstu- dag, frá kl. 9—22 og á morgun kl. 10 til 18 — og siniinn er 82900. sKyrtum opevsur- gff fSS •*<*> *&£?***•om TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi trá skiptiborði 28155 ,r * # ( 1 1 i!9i 1 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.