Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NOVEMBER 1977 Vltf> MORö'dív- KfoFINÚ (() r'fl S^j, • xc *■-- Drengur minn! É« myndi ekki standa þarna, væri ég í þínum sporum. Þetta er leynimerki — ’ann not- ar ekki reyk? ir meiri peningum! Dráp- girni rjúpna- veidi- manna? ,,Nú ganga þeir um heiðar og fjöil í leit a<5 rjúpum. Drápgirnin lýsir úr augum þeirra. Þeir eru ekki þarna á ferð til að njóta yndis bjartra daga á blikandi fannbreiðum óbyggðanna, eða til að hrífast af fegurð og yndisleika þessara litiu fugla, sem nú hafa klætt sig hinum hvíta vetrarbún- ingi sínum. Drápseðlið er ríkt í mörgum manninúm, og hér fær það hömlulausa útrás. Rjúpur eru auðveld bráð þeim, sem ganga um með hlaðnar byssur. Óiöf Siguróardóttir frá Hlöðum, sú merka skáldkona (f. 1857 d. 1933), orti eftirfarandi vísur til rjúpnaveiðimanna: H\ í spillir þú, laiidi ininn landinu okkar, þú Ifikur a<) drápum st»m ra‘iiiii«jallokkar oíí drepur lii<) faí'ra, c*f fÓKÍrndin lokkar. IIvoii áttu þa<) lijarla, af c*iií*n scm lilynar? I»ú cltir som sporliiindur rjúpurnar iníiiar, st»m fika im»<) kafloúna fælurna sfna. Ef clskarrtu t*i fuj'linn. soni flv«ur oj- synfíu r. of fa«iiar<)u oi laufinii. úl þctfar sprinxur, mifí aiifírar. a<) lioilirúu Íslondiiif'iir. Á þeim árum, sem þetta litla Ijóð varð til, var fátækt méiri i landi okkar, en tiú er, og rjúpna- dráp gat þá heyrt til lífsbjargar- viðleitni. En nú er ekki lengur því til að dreifa, sem betur fer. Eng- inn er tilneyddur að fara á rjúpnaveiðar, til að seðja hungur sitt og sinna, því nóg er um mat af öllum hugsanlegum tegundum. Rjúpnaveiðimenn. Hættið rjúpnaveiðum. Hættið að drepa þær og limlesta, eins og nú á sér stað. Ef þiö hafið áhuga á útivist, gangið þá um fjöll og heiðar ykk- ur til ánægju og heilsubótar. Njót- ið þeirrar fegurðar, sem landið hefur að bjöða, í vetrarbúningi sinum. Og njótið þess lífs, sem þar er að finna, án þess að spilla því eða drepa það. Það mun verða ykkur til meiri ánægju og sálubót- ar en allar drápsferðir. Ingvar Agnarsson” Frá þessu bréfi um rjúpna- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í tvímenningskeppnum skipta yfirslagir miklu máli og vega þungt í stigasöfnuninni. Spilið hér að neöan er gott da*mi um þetta. En það kom fyrir í 2. hluta Evrópubikarkeppninnar, sem Philip Morris fyrirtækió gengst fyrir og haldin var í Brussel í síðasta mánuði. Gjafari austur, allir á hættu. Vestur S. 83 H. D62 T. KD32 L. AD53 Norður S. DG62 H. K10853 T. — L. 10974 Suður S. A97 H. ÁG974 T. 1064 L. KG Austur S. K1054 H. — T. ÁG9875 L. 862 A svo til öllum borðunum spil- aði suður fjögur hjörtu eftir að A-V sögðu alltaf pass. Út kom spaóaátta og drottningin fékk slaginn. Hvernig á aö spila trompunum í svona spili? Nú hjálpai' útspilió. Það bendir til að vestur eigi færri spaða og því sennilega fleiri hjörtu en austur. Suður spilar þvf lágu hjarta á kónginn. Þá er þaö levst en hvernig er best að haga fram- haldinu? I þetta sinn nægir ekki að trompa tíglana. Slagatalning sýn- ir að þá fást aðeins tíu slagir og þar með örugglega léleg skor. Laufslagír eru þvf nauðsynlegir. Nokkrir þátttakenda gerðu sér þetta ljóst og tóku þrisvar tromp. Sfðan spiluðu þeii* laufi frá blind- um og vestur tók gosann með drottningu. En á einu borðanna kom í Ijós galli á þessari úrspils- áætlun þegar vestur spilaói til baka tígli. Trompað í blindum og aftur spilað laufi. En nú gaf vest- ur og aftur uróu tíu slagir há- markið því aðeins eitt tromp var eftir í blindum. En ellefu slagir voru fyrir hendi í upphafi. Til þurfti rétta tímasetningu laufsóknarinnar. Hiarta á ásinn í öðrum slag, aftur hj, i á tíuna og þá var kontið að laufinu. Vestur gat tekið á drottn- inguna og spilað tígli en ekki dugði að gefa laufkónginn því ei voru fyrir hendi nægar inn- kíni.ui' á blindan. Örfáir þátitak- endui sáu þetta en fengu golt fyrir. RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 86 aða fangelsisvistar og verð að borga svertingjanum skaða- bætur, ef við stöndum okkur ekki vel við yfirheyrslurnar. — Jlá, það horfir heldur bág- lega fyrir þér. Verst. að þú skyldir hafa drukkið svona mikið. Það gerir þinn málstað verri. — Já, það geturðu reitt þig á. En það er ekki nauðsynlegl, að það komi fram. £g fer inn á næturkaffistofu og fæ mér sterkt kaffi og útvega mér ftitt- hvað, sem eyðir lyktinni. Og þú segir vonandi ekkert? — Nei, auðvitað ekki. En það gæti hugsazt, að þeir spyrðu þjóninn á Athione Gardens, hve miklu þú hefðir hvolft í þig? — Nei, þeir láta sig það engu skipta. — En við ókum nú fullhratt. að minnsta kosti í byrjun. og Ijósið var rautt. Martyn hló f hálfgerðri vit- firringu. Það var eins og hon- um létti. — Já, en um það vita ekki aðrir en þú og ég. Og svo surtur. En það verða hans orð á móti okkar, svo að þetta ætti að ganga bærilega. Erik var þungur á brúnina. Hugsanirnar voru þokukennd- ar. — Hm, þetta verður sumsé háð þvf, hvernig umferðarljóv in voru. Hafi þau verið græn, þá höfðum við rétt til þess að aka áfram, og negrinn hefði átt að bfða. En hafi þau verið rauð, þá áttir þú að nema staðar og surti bar réttur tíl að fara yfir götuna — og þá tapar þú mál- inu. þau voru satt að segja rauð. — En ef þú vitnar. að þau hafi verið græn, þá getur eng- inn sannað neitt annað. Og þá hef ég þetta af. Þú lætur þér va*ntanlega ekki detta annaó í hug en hjálpa mér? Martyn horfði kvíðinn á Erik og var að því kominn að aka á bfl, sem stóð á götunni. — Hm, tja, ég býst við, að ég verði að gera það. Martyn stundi bókstaflega af feginleik. — Þakka þér fyrir. Eg vissi lika. að þú mundir gera það. Þú ert fyrirtaks félagi. Hann hemlaði. — Heyrðu, Erik, ég fer inn á kaffistofuna hérna og reyni að losna við sprúttlykfina. Þú get- ur sótt mig hingað seinna. En bfddu eins lengi og þú getur. Við hringjum ekki til lögregl- unnar, fyrr en þú kemur aftur. EFik færði sig um set og tók um stýrið. — En hvert á ég að fara með svertingjann? — Veiztu ekki, hvar Cato Road er? Þar er vfst einhvers konar trúboðssjúkrahús fyrir svertingja. Þú getur spurt til vegar, þegar þú kemur þangað. — Gott og vel. Bless á með- an. Nokkrum klukkustundum síðar var Martyn á leið heim, fölur og allsgáður. Þeir höfðu látið vita um sl.vsið á lögreglu- stöð á þann hátt, sem þeir höfðu komið sér saman um. Allt hafði farið eins og þeir höfðu reiknað út. Hinn syfjaði lögregluþjónn hafði ekki haft fyrir því að kanna málið ræki- lega, heldur látið þá fara, þegar þeir höfðu skrifaö undir bráða- birgðaskýrsluna. Foreldrar Martyns sátu að máltið árla morguns, eins og þau voru vön. þegar hann kom inn. Mary var ennþá sofandi, Hún var þrevtt eftir dansleik- inn. — Hvað er að sjá þið, Martyn? Þú ert eitthvað svo veiklulegur, sagði móðir hans um leið og hann kom inn. — Hvað hefur komið fyrir? — Ég ók á mann í nótt? — Við hvað áttu? Hvern? — Það var svertingi? — Nú, jæja, svertingi. Þú gerðir mér bilt við. Guði sé lof! En hvernig vihli það til? — Skemmdist hillinn nokk- uð? spurði Cliff, faðir hans. — Nei, aðeins svolftil dæld f brettið. Þannig var, að ég a*tl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.