Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1977 F ærð nokkuð góð á landinu FÆRÐ á veguin landsins er nú almennt nokkuð góð miðað við árstíma. nema þá á Vestfjörðum, þar sem margir fjallvegir hafa teppzt. Samkvæmt þeim upplýsingum. sem Morgunblaðið fékk í gær hjá vegaeftirlitinu, þá er vfðast hvar góð færð á Suðurlandi, í Borgar- firði er færðin sæmileg, en þar hefur snjóað aðeins og þvf hált á vegum. A Snæfellsnesi er örlftill snjór á vegum, en færð þó ágæt. Úr Dölum var það ^að frétta, að færð var farin að þyngjast f gær f Svfnadal, og Brattabrekka var þá ekki lengur fær fólksbflum. Á Vestfjörðum, þar sem færðin er verst á landinu, var Hrafns- eyrarheiði talin fær jeppum og stórum bílum, verið var að moka Breiðadalsheiði og jeppafæri var í Súgandafjörð. Af Norðurlandi höfðu þær fréttir borizt, að ágæt færð var i Húnavatnssýslum, en hált var á vegum í Skagafirði, í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum var hins vegar Úrval af vönduóum vörum. M.a. frá: (slenzkar gallabuxur.skyrtur, bolir, jakkar og peysur frá Danmörku Gallabuxur, skyrtur, bolir og jakkar frá Englandi Bolir og skyrtur frá Englandi Blússur og kuldaflíkur frá Englandi Peysur frá Englandi II D II II 1 1 BANKASTR/ETI 7. SlMI 2 9122 góð færð. Fært var fýrir stóra bíla og jeppa til Siglufjarðar en Lág- heiði var orðin ófær og ekki búizt við að hún yrði opnuð aftur í vetur. Hólssandur var fær jeppum í gær, sömuieiðis Vopnafjarðar- heiði, en öxarfjarðarheiði var orðin ófær, þannig að nú þarf að fara út með Sléttu. Á Austurlandi voru alljr fjallvegir færir nema hvað hálka var á vegum. Tapaði úri í Sund laug Vesturbæjar Siðastliðinn laugardag varð 8 ára drengur fyrir því óhappi, þegar hann var í Vesturbæjarsundlaug- inni að tapa stóru Certina stálúri með dagatali og teygjuól. Ef ein- hverjir hafa orðið úrsins varir eru þeir beðnir að hringja í sima 26423. Eskifjörður: Rjúpna- skyttur fá allt að 60 rjúpur Kskifirði. .t. nóvember. MIKIL sfdarsöltun hefur verið hér undanfarna daga og oft verið saltað nótt og dag. Nú mun vera búið að salta í um 6700 tunnur á þremur söltunarstöðvum. Mest hefur verið saltað hjá söltunar- stöð Friðþjófs h.f., 3000 tunnur. Síldin hefur verið misjöfn að stærð, en síldin hefur farið batn- andi og sú síld sem bátnarnir hafa komið með siðustu daga hef- ur verið mjög góð. Mestan afla í ferð, kom Sigur- björg ÓF með, um 110 lestir. Hólmanesið kom í gær með 70 toan af góðum þorski og segjast sjómenn þar um borð ekki hafa fengið jafnstóran fisk í langan tíma. Rjúpnaveiði er mikið stunduð hér, en veiði hefur verið misjöfn. Þeir sem mest hafa fengið, hafa náð í 60 rjúpur eftir daginn, og virðist álika mikið af rjúpu á ferð- um og síðusfu ár. í gærkvöldi gránaði jörð aðeins hér í kaupstaðnum, en í dag var allt orðið mórautt aftur. Fréttaritari. Sjópróf í Gullfaxa- málinu á Höfn í dag SJÓPRÓF vegna atviksins er Gullfaxi SF 11 sökk i fyrradag út af Skarðsfjöruvita verða að lík- indum haldin hjá sýslumanninum á Höfn i Hornafirði i dag. Friðjón Guðröðarson sýslumaður sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að skipstjóri bátsins ásamt þeim tveimur skipverjum, sem fóru með rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni til Vestmannaeyja, væru ekki enn komnir til Horna- fjarðar og væru vart væntanlegir fyrr en með flugvél sem átti að koma í morgun. Þú ert ung og sæt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.