Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.11.1977, Blaðsíða 29
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÖVEMBER 1977 29 T VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI veiðimenn skai snúið að fræðslu- málum, en borizt hefur bréf um: % Heimanám barna „Fyrir nokkrum árum var nokkuð um það rætt að minnka æt'ti heimanám barna. I næstu löndum við okkur mun þessi at- hugun hafa verið gerð og fram- kvæmt siðan (það að minnka heimanámið). Sagt var að í sum- um ríkjum Bandarfkjanna væri heimanám bannað. Ýmsar for- sendur voru taldar liggja fyrir þessum athugunum, og má nefna þröngt húsnæði, svo að hvergi var næði fyrir nemandann, sumum börnum var hjálpað við námið en öðrum ekki svo þar var ekki jafn- ræði. Sums staðar voru heimilis- hættir þannig aó ekki var neitt næði til náms. Gera má ráð fyrir að þessar forsendur séu enn til staðar, bæði hér óg annars staðar. Svo hefur enn eitt atriði eða þáttur komið nýr inn á heimilin en það er sjónvarpið. þar er sýnt. Það mun ekki skapa gott and- rúmsloft á heimilunum ef sagt er við börnin: „Verið ekki að horfa á þetta, lesið í námsbókunum ykk- ar.“ Mörgum finnst nokkuð mikið heimanám hjá ungum börnum hér, t.d. að reikna 20—30 dæmi, 9—10 ára börn, og margt fleira. Það er sem sagt nokkuð langur vinnutími hjá þeim. Þyrftu ekki fræðslustjórnendur að athuga þetta til heilla og bless- unar fyrir nemendur og heimili? Fyrrverandi nemi.“ Það hefur stundum einmitt ver- ið bent á að heimanám barna sé orðið nokkuð mikið, en það mun að sumu leyti stafa af þvf að nú er yfirleitt ekki kennt í skólum á laugardögum, svo vinnan dreifist á færri daga. Slíkt er að sjálf- sögðu ekki alltaf réttlætanlegt, ef t.d. vinna sex daga dreifist á að- eins 5 daga, ef skila skal sömu vinnu á styttri tfma. Slíkt verður naumast ætlað mjög ungum nem- endum. Það er e.t.v. ástæða til að ræða þessi mál nánar og sitthvað fleira í sambandi við grunnskól- ann, timaskipan stundatöflu. mat í skólum, o.fl. atriði og hvetur Velvakandi fólk til að stinga nið- ur penna og senda frá sér það sem því býr í brjósti varðandi þessi mál. SVFH OPIÐ HÚS verður haldið föstudaginn 4. nóvember að Háaleitisbraut 68. Húsið opnað kl. 20 30 1 Verðlaunaafhending. 2. Kvikmyndasýning. 3. Happdrætti. Félagar fjölmennið, takið gesti með. Hús- og skemmtinefnd S.V.F. R. Þessir hringdu . . . • Alltafá fimmtudögum? Svavar G. Svavarsson: — Mig langar aðeins til að spyrja um það hvers vegna t.d. hin og þessi félög sjálfstæðis- manna þurfa öll að vera með sína fundi á fimmtudagskvöldum. Má þar nefna félög eins og málfunda- félagið Óðin, landsmálafélagið Vörð, Félag sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi o.fl. fé- lög. Þessi félög hafa oft valið fimmtudaga fyrir sína fundi, daga þegar allir eru kannski uppteknir í öðrum félagsstörfum. Það er eins og fimmtudagar séu einu dagarnir sem rúm er fyrir fundi og þá eru þeir líka allir, og þurfti ég t.d. að vera á einum fjórum eða fimm fundum sama kvöldið. Hún er löngu úrelt sú hugsun að sjón- varpið dragi allan mátt úr fólki, og þess vegna þurfi allt félags- starf að fara fram á fimmtudög- um. Ég held að félagsstarf sé að verða fátæklegra og fátæklegra með hverjum fimmtudeginum sem liður, ekki vegna þess að fólk nenni því ekki, heldur vegna þess SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á meistaramóti Hvfta Rúss- lands í ár kom þessi staða upp i jkák þeirra Didishkos, sem hafði hvítt og átti leik, ogJuferovs: 31. Hxg7! — Kxg7, 32. Bxe5+ — Kg6, 33. Bxb8 — Hxb8, 34. Be2 og svartur gafst upp. Sigurvegari á mótinu varð Kapengut. Hann hlaut 11 vinninga af 13 möguleg- um. Næstir kornu siðan þeir Didishko og Juferov með 9'A v. að á fimmtudögum eru allir upp- teknii- í öðrum félagsstörfum, svo vel mætti færa nokkra fundi á aðra daga svo menn geti tekið þátt í félagsstarfi á fleiri en ein- um vígstöðvum. S3P SlGeA V/ÖGÁ g VLVttoU WSfMIA A tó tfJ AV£ /«íN90« a rM'ÁAo\>'S\Gi{\iimví, vy/?\« ÁÁówmAJ, A £6 4V SfóM, 'vMlR USMW VOA _ uím vuawkæro m , wmi vfówfl óúro mmt vR« Ámmkj) /yoWa w V/W 4WP W.a-0íLK (S<)05WW e>ít>r/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.